Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dr. Ragnar Sigbjörnsson forstöðumaður Rannsdknarmiðstöðvar Háskóla íslands Fræðsla og forvarn- ir skipta sköpum Rannsóknarmiðstöð Háskóla íslands í jarð- skjálftaverkfræði hefur á undanförnum ár- um haft umsjón með rannsóknum á áhrifum jarðskjálfta á íbúðarhús á Suðurlandi. Arna Schram ræðir við Dr. Ragnar Sigbjörnsson, prófessor off forstöðumann stofnunarinnar, um verkefnið og áhrif jarðskjálftans síðustu daga á byggingar á Suðurlandi. DR. RAGNAR Sig- bjömsson, prófessor og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðv- ar Háskóla íslands í jarðskjálftaverkfræði, segir ómögu- legt að vita hvort þær byggingar sem sluppu án teljandi sýnilegs tjóns undan stóru jarðskjálftunum á Suðurlandi síðustu daga muni standast aðra eins áraun aftur án þess að verða fyrir tjóni. Óvissan sé alltaf mikil jafnvel þótt þættir á borð við aldur, byggingarefni og byggingartækni geti gefið einhverj- ar vísbendingar. „Eg hef séð það sjálfur hvernig tvö eins hús, sitt hvoru megin við sömu götu í San Francisco í Bandaríkjunum, hafa farið í jarðskjálfta. Annað húsið hrundi til grunna og myndir af því birtust á síðum dagblaða víða um heim en hitt húsið lét ekki á sjá,“ segir Ragnar og kveðst ekki geta skýrt þennan mun á þoli húsanna með neinum einföldum hætti frekar en læknavísindin geti skýrt það með einföldum hætti hvers vegna tveir bræður sem lifi áþekku lífi deyji á mismunandi aldursskeiði, annar um sjötugt en hinn á tíunda tugnum. Vísindin hafi með öðrum orðum ekki svör við öllu. Ragnar bendir þó á að þrátt fyr- ir þessa staðreynd sé full ástæða fyrir íbúðareigendur, sem búa á jarðskjálftasvæðunum, að láta tækni- og verkfræðinga yfirfara byggingarnar því í þeim gætu leynst skemmdii- sem ekki er auð- velt að sjá. Vænlegasta leiðin á hinn bóginn til þess að koma í veg fyrir manntjón í stórum jarðskjálft- um hér á landi sé að tryggja að innanstokksmunum sem og tækni- kerfum hússanna, svo sem vatns- lögnum og ofnum, sé komið þannig fyrir að ekki hljótist tjón af. „Menn deyja af tveimur meginástæðum í jarðskjálftum í þeim löndum þar sem hús eru vel byggð,“ segir hann. „Annars vegar vegna þess að þeir verða fyrir fallandi hlut í íbúð- inni eða detta um brak þegar þeir reyna að komast út, en hins vegar vegna þess að þeir fá áfall á borð við hjartaáfall," útskýrir Ragnar. Fræðsla og forvamir, segir Ragnar, geta því skipt sköpum þegar jarðskjálftar eru annars veg- ar. Það hafi reyndar komið á dag- inn eftir jarðskjálftana sem nú hafa gengið yfir Suðurland. Bendir hann í því sambandi á verkefni um vam- ir og viðbúnað gegn jarðskjálftum sem Rannsóknarmiðstöðin tók þátt í á ámnum 1996 til 1998. Verkefnið gekk undir nafninu SEISMIS og í kjölfar þess vora gefnar út almenn- ar leiðbeiningar til íbúa á Suður- landi um það hvernig draga megi úr tjóni af völdum jarðskjálfta. Tel- ur Ragnar að þær leiðbeiningar hafi skilað sér í minna tjóni í jarð- skjálftunum síðustu daga en ella hefði orðið. Bendir hann á að í leið- beiningunum hafi mönnum m.a. verið ráðlagt að festa betur lausar hillur, skápa og rafmagnstæki svo dæmi séu nefnd, sem og að ganga betur frá ofnum og huga að inn- bústryggingu en tjón á innan- stokksmunum fæst alla jafna því aðeins bætt af Viðlagatryggingu ís- lands að innbústrygging liggi fyrir. Aðspurður segist Ragnar hafa vissu fyrir því að ýmsir hafi farið eftir þessum leiðbeiningum og vís- ar m.a. í símtal sem hann hafi feng- ið frá húseiganda í vikunni. Sá hefði skýrt frá því að hann hefði farið eftir öllum leiðbeiningunum nemi einni sem hefði gleymst. Bak- araofninn hefði ekki verið festur sem skyldi og því hafi hann eyði- lagst í jarðskjálftunum um síðustu helgi. Flest húsanna byggð eftir 1940 Verkefnið um varnir og viðbúnað gegn jarðskjálftum sem minnst var á hér að ofan hafði það að mark- miði að draga úr tjóni af völdum jarðskjálfta á Suðurlandi. í því skyni var gerð úrtakskönnun á ástandi 170 íbúðarhúsa á Suður- landsundirlendinu til þess að hægt yrði að gera sér grein fyrir því hvað betur mætti fara. Úrtakið, húsin 170, var valið með það í huga að það endurspeglaði sem best ald- ur, landfræðilega dreifingu og byggingargerð þeirra íbúðarhúsa sem finna mætti á svæðinu og tek- ur Ragnar fram að engin hús hafi verið skoðuð án samþykkis og sam- ráðs eigenda. Húsin sem lentu í úr- takinu vora flest frá Hveragerði, Hellu og Selfossi en önnur vora frá nærliggjandi sveitum. Rúmlega 2.400 íbúðarhús voru skráð á þessu svæði árið 1996 þegar verkefnið hóf göngu sína. Um 59% þeirra voru steinsteypt, 28% þefrra timburhús, 10% hlaðin úr steini og 3% þeirra voru hús af annarri gerð. Meiri- hluti þeirra var byggður á áranum eftir 1940. Meginniðurstöður verkefnisins vora þær að um það bil 30% hús- eigenda í þéttbýli og 13% húseig- enda í dreifbýli hefðu ekki trygg- ingu sem tæki til tjóns á innanstokksmunum. Þá kom í ljós að miðstöðvarofnar sem og hitalag- nir væru ekki alltaf nægilega vel fest, en tekið var fram í því sam- bandi að skemmdir á heitavatns- lögnum með þeim afleiðingum að allt að áttatíu gráða heitt vatn gæti lekið út gæti valdið töluverðum eignaspjöllum. Að síðustu var bent á að í húsunum væra innanstokks- munir á borð við rafmagnstæki, bókahillur, skápa, þungar vegg- myndir og styttur, sem ekki væra nægilega vel festir og tekið fram að slíkt gæti valdið slysum og jafnvel dauða í öflugum jarðskjálftum. I verkefninu var einnig sérstak- lega litið á þol bygginga í jarð- skjálftum á borð við þá sem nú hafa gengið yfir Suðurland og er í niðurstöðunum m.a. greint frá því að timburhús séu þau hús sem hvað best standist áraun af völdum jarðskjálfta. Þá standi járnbent steinsteypt hús sig nokkuð vel í slíkum jarðskjálftum. Var í niður- stöðunum talið að þessar tvær teg- undir húsa myndu ekki hljóta meiri skaða en svo af völdum jarðskjálfta að hagkvæmt væri að gera við þau eftir mikla áraun. Öðru máli gegndi hins vegar um þau steinsteyptu hús sem ekki væra járnbent. Þau myndu væntanlega í sumum tilfell- um verða fyrir það miklu tjóni að hagstæðara yrði að byggja þau upp að nýju en að reyna að gera við skemmdirnar. Að síðustu var tekið fram um þennan þátt niðurstaðn- anna að of fá hlaðin hús hefðu verið í úrtakinu til þess að hægt hefði verið að draga ályktanir um þol þeirra í jarðskjálftum. Almennt mætti þó halda því fram að þau þyldu jarðskjálfta með sambærileg- um hætti og óbent steinsteypt hús. Hægt að draga úr tjóni með einföldum aðgerðum í verkefninu var reynt að áætla það tjón sem yrði á byggingum íbúðarhúsa á Suðurlandi í öflugum jarðskjálftum og bent á að umfang þess færi eftfr því hversu langt væri í upptök jarðskjálftans. Yrðu upptökin á austurhluta svæðisins myndi tjónið verða lítið en yrðu þau hins vegar nálægt bæjunum Hveragerði, Hellu eða Selfossi myndu allar byggingar verða meira eða minna fyrir einhverju tjóni. Sumar þeirra myndu eyðileggjast alveg. Sem dæmi nefnir Ragnar að áhættugreining giundvölluð á svið- settum jarðskjálfta (svipuðum þeim sem varð hinn 26. ágúst 1896) hafi benti til þess að tjón á byggingum á Hellu myndu nema að meðaltali um 25% af endurstofnverði þeirra. „Þessi niðurstaða sýnist ekki fráleit í ljósi þeirra atburða sem nú hafa gerst,“ segir Ragnar. Þá voru í verkefninu kannaðir þeir þættfr sem helst gætu valdið slysum á fólki í jarðskjálftum á borð við Suðurlandsskjálftann og kom í ljós að það væra síður sjálfar byggingarnar sem slíku gætu vald- ið heldur miklu fremur innanhúss- munir, fallandi hlutir, rústir, rusl, brak og glerbrot. Þótti því ljóst samkvæmt þessum niðurstöðum að draga mætti úr tjóni af völdum jarðskjálfta með einföldum og ódýrum aðferðum. Aðgerðum sem fælust fyrst og fremst í frágangi innanhússmuna á þann hátt sem lýst hefur verið hér að ofan. Ragnar segir í samtali við blaða- mann að í kjölfar þessarra niður- staðna hafi verið gefnar út leiðbein- ingar, almenns eðlis eins og fyrr var greint frá, um varnir og við- búnað gegn jarðskjálftum og að þær leiðbeiningar hafi m.a. verið Vidbúnaður fyrir jarðskjálfta i HÆGT er að draga úr tjóni og minnka slysahættu í hugsanlegum jarðskjálftum með ýmsum ráðstöfún- um. Rannsóknarmiðstöð í jarð- skjálftaverkfræði við Háskóla íslands tók saman eftirfarandi ábendingar fyrir nokkrum áram en þær eiga er- indi til allra húseigenda. Tryggingar Farið yfir tryggingar eða fáið full- trúa tryggingafélagsins ykkar til að gera það. Miklu skiptir að vátrygg- ingarapphæðir séu sem næst raun- verulegu verðmæti innbús þannig að tjónið verði bætt á réttlátan hátt. Sér- staklega er bent á að bætur Viðlaga- tryggingar Islands á fasteignum era miðaðar við branatryggingar og bæt- ur á innbúi við innbústryggingar. Branatrygging er skyldutrygging en ekki innbústrygging. Merkingar Komið fyrir í anddyri teikningu sem sýnir hvar inntakslokar fyrir heitt og kalt vatn og rafmagnstafla era í húsinu. Merkið inntaksloka fyrir kalt og heitt vatn. Hafið lokana að- gengilega þannig að auðvelt sé að loka fyrir vatnið ef með þarf. Slíkt dregur úr líkum á vatnstjóni í hugsan- legum jarðskjálftum. Frágangur hítaveituofna ogforhitara Tryggið að hitaveituofnar geti ekki losnað af festingum og fallið niður. Mælt er með að fagmaður kanni í hveiju tilfelli hvaða lausn er heppileg- ust til að festa ofnana tryggilega. Tryggið að forhitarar (varmaskipt- ar) séu vel festir. Mælt er með að fag- maður kanni í hveiju tilfelli hvaða lausn er heppilegust til að festa for- hitara tryggilega. Svefnherbergi Komið í veg fyrir að hlutir geti dottið á rúm og meitt þann sem í því sefui'. Haldið útgönguleið auðri og tryggið að hlutir geti ekki dottið og lokað henni. Forðist að hafa rúm undir stórum glugga eða undir hlöðnum milliveggj- um. Bókahillur, skápa og aðra þunga hluti ber að festa þannig að ekki sé hætta á að þeir detti, til dæmis yfir rúm, skapi hindranir eða loki út- gönguleiðum. Myndir undir gleri á alls ekki að hengja fyrir ofan rúm. Forðast ber að hengja myndir og ski-aut nálægt rúm- um. Náttlampa og aðra brothætta hluti sem geta dottið nálægt rúmi ber að festa. Það dregur úr hættu á að gler- brot valdi óþarfa meiðslum þegar stigið er fram úr rámi. Gluggatjöld draga úr hættu við hugsanlegt ráðu- brot. Vasaljós ber að hafa á aðgengileg- um stað þannig að hægt sé að ná í það áður en stigið er fram úr rámi og inni- skór eiga að vera tiltækir við rám og þá á skilyrðislaust að nota þegar faiið er fram úr rámi eftir jarðslqálfta. Eldhús og þvottahús Isskápa, bakaraofna og örbylgju- ofna ber að festa þannig að ekki sé hætta á að þeir falli út úr innrétting- unum. Efri eldhússkápar eru allvíða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.