Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 41 Sem bliknar fagurt blóm á engi, svo bliknar allt sem jarðneskt er. Ei standa duftsins dagar lengi, þótt dýran fjársjóó geymí í sér. Það eitt, er kemur ofan að, um eilífð skín og blómgast það. (N.F.S. Grundtvig-Vald. Briem.) Nú þegar komið er að leiðarlokum er mér þakklæti og virðing efst í huga. Þakklæti fyrir allt sem tengda- móðir mín hefur gert fyrir mig og bömin mín. Jóna Þorfinnsdóttir var ekki einungis tengdamóðir mín, held- ur ein af mínum bestu vinkonum. Blessuð sé minning hennar. Sigríður María Pétursdóttir. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom,ljós,oglýstumér, kom,líf,erævinþver, kom,eilífð,bakvið árin. (V. Briem.) Elsku amma mín. Ég vildi ekki trúa mínum eigin eyrum þegar mamma kom tU mín og sagði mér að þú værir dáin. Upp í hugann komu ótal minningar um stundir okkar saman í Keflavík og hér í Reykjavík. Ég gat alltaf leitað tíl þín þegar mig vantaði góð ráð og eitthvað bjátaði á. Þú varst alltaf tUbúin að hjálpa mér. Öll sumrin sem ég dvaldi hjá þér í Keflavík birtast nú þegar ég sit hér og hugsa tU baka. Minningar um bíó- ferð okkar á Grease og heljarmikið ferðalag í kringum það frá Keflavík, miðakaup á svörtum markaði o.fl. Þetta allt lagðir þú á þig fyrir mig, til að ég gæti séð þessa mynd. Ég hugsa líka um hve vel þú reyndist mér þeg- ar ég átti Gunnar Dag. Þá var ég hjá þér í Keflavík og fór þaðan með sjúkrabU tál Reykjavíkur. Ég man líka þegar ég kom tU þín til Keflavík- ur og sýndi þér mannsefni mitt, sem þú tókst svo vel og sagðir mér að halda vel í hann. Ég gat trúað þér fyrir öllum erfiðleikum sem upp komu og alltaf fékk ég góð ráð hjá þér til að glíma við þá. Mig brestur orð tdl að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og bömin mín, böm- in, sem alveg eins og ég gátu alltaf leitað til þín. Eins og með alvöru vin- konur fóram við líka í fylu hvor út í aðra en það lagaðist þó aUtaf fljótt. Ég hugsa um áramótaballið sem ég fór á með Rögnu, vinkonu minni. Ég í kjól af mömmu og Ragna í kjól af þér. TUgangurinn var að sjálfsögðu að ganga fram af ballgestum en það gekk ekki eftir og við fóram heim aft- ur heldur sneyptar og þú hlóst að öUu saman. Þú vitnaðir oft í þessa uppá- komu okkar og kímdir. Minningamar era ótalmargar, aUtof margar til að telja þær upp hér. Þær era okkar og ég geymi þær með mér, alltaf. Ég vissi að farið var að halla undan fæti hjá þér þegar þú fluttir inn á Dal- brautina en ég vissi ekki að svo stutt væri eftir sem raun bar vitni. Þú hafðir aUtaf náð þér upp úr veikind- unum en í þetta sinn varstu orðin of þreytt og þjáð tU að ráða við þennan illvíga sjúkdóm sem engu eirir. Elsku amma mín, þetta era fátæk- leg orð tU að kveðja svona góða ömmu og vinkonu. Ég sakna þín en ég veit að við hittumst að nýju á öðr- um stað og öðrum tíma. Ég geymi minninguna um þig í hjarta mínu að eilífu. Þín Hafdís Jóna. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkertbresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðirmigaðvötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrirsakirnafnssíns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, þvíaðþúerthjámér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þúbýrmérborð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér allaævidagamína, ogíhúsidrottinsbýég langaævi. (23. Davíðssálmur.) Kveðjustund, hugsað til baka, hvað gleymdist, hvað átti eftir að segja? Ég man eins og það hafi verið í gær að ég kynntist þér fyrst Ég fór með Hafdísi til Keflavíkur í heimsókn til þín. Hún vildi sýna þér mig og sjálf- sagt fá þig til að segja af eða á með þennan slána. Þetta var seinnipart ársins 1984 ef ég fer rétt með. Ég var reyndar um allt annað að hugsa þá en að leggja dagsetningar á minnið. Ég var að reyna að ganga í augun á barnabaminu þínu. Þú tókst á móti mér opnum örmum, eins og þú gerðir ávallt upp frá þessum fyrstu kynnum okkar. Við gistum hjá þér eina nótt inn helgi á Háteignum og fórum svo heim aftur til Reykjavíkur, þú vænt- anlega búin að segja Hafdísi hvað þér fyndist um mig og hvort hún ætti að halda þessu sambandi áfram. Það var ótrúlega gott að leita til þín, sem sást best á því hvað langömmubömin höfðu gaman af því að trítla í heim- sókn á Skeljagrandann eftir skóla. Eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim frá útlöndum í byrjun febrúar sl. var að fara að heimsækja þig á Dalbrautina. Hafdís vildi líka að við kæmum við hjá þér þegar við nokkra seinna fóram saman á síð- kjólaball. Hún vildi sýna þér hvað hún væri fín og sagði að þér myndi ábyggilega finnast gaman að sjá okk- ur svona, sem reyndist vera rétt. Þú tókst upp myndavélina góðu og smelitir af nokkram myndum tii að eiga. Orð era afar fátækleg á stund- um sem þessum þegar söknuður, óbærilegur söknuður, hellist yfir mann. Orð megna engan veginn að lýsa því ástandi sem fjölskylda og vinir upplifa við fráfall ástvinar. Það verður afar erfitt að reyna að hugga Hafdísi og bömin, sem áttu í þér hvert bein. Það er þeim huggun harmi gegn að vita að nú er þrauta- göngu þinni í þessu jarðlífi lokið og þú hefur fengið hvíld. Það er og hugg- un að vita að þú tekur á móti okkur opnum örmum hinum megin. Þú veist hvað ég meina. Við munum sjást aft- ur. Algóður Guð geymi þig og varð- veiti. Minningin um þig lifir hjá mér að eilífu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Snorri Magnússon. Lækkai'lífdagasól. Löngerorðinmínferð. Faukífarandaskjól, feginhvíldinniverð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu'ogblessaðuþá, semaðlögðumérlið. Ljósið kveiktu mér hjá. (V. Briem.) Elsku langamma. Okkur langar til að kveðja þig með nokkram orðum. Þú varst okkur svo ljúf og góð og við gátum alltaf leitað til þín á Skelja- grandann. Þar gátum við komið inn í hlýjuna og fengið mjólk og ristað brauð með Aromat. Það var svo gam- an að koma í heimsókn til þín og spjalla við þig eftir skólann. Þú kenndir okkur að fara með bænir og sagðir okkur hvað það væri mildl- vægt og sagðir mömmu og pabba að passa að við færam með bænir á kvöldin áður en við færam að sofa. Þegar við fengum að sofa hjá þér passaðir þú alltaf upp á að við færam með bænir áður en við sofnuðum. Þú varst alltaf tilbúin að tala við okkur og fara með okkur i bæjarferð í strætó. Við munum eftir að hjálpa þér við að reka dúfumar af svölunum hjá þér, fyrstu flugferðinni til Pat- reksfjarðar og að við ætluðum saman í strætóferð þegar þú yrðir aftur hress. Við munum lika eftir öllum jól- unum sem við áttum með þér hjá Hólmfríði ömmu og Gunnari afa. Við vissum hvað þú varst orðin veik og áttir erfitt þegar þú fluttir á Dal- brautina. Þá var orðið lengra á milli okkar og heimsóknimar urðu færri en áður. Við komum þó reglulega til þín með ömmu og afa og mömmu og pabba. Við kveðjum þig með miklum söknuði. Elsku langamma, við vitum að Guð geymir þig núna og passar að þér líði vel. Minningamar um þig geymum við alltaf. Takk fyrir allt og allt. Þín bamabamaböm, Gunnar Dagur, Snorri Halldór og Dagmar Yr. VALUR SKARPHÉÐINSSON + Valur Skarphéð- insson fæddist á Siglufirði 23. febr- úar 1956. Hann lést á Cayman Island 2. júní siðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 20. júní. Elsku Valur frændi. Okkur langar að skrifa þér lítið bréf og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Við vor- um að rifja upp nokk- ur atriði sem við viljum nefna hér. Stundirnar með þér vora svo margar og skemmtilegar og þær koma alltaf til með að vera lifandi fyrir okkur. Stundum var eins og þú værir bara lítill strákur eins og við, þú hafðir alveg jafn mikinn áhuga á pöddum og dýrum eins og við og varst alltaf að gefa okkur skrýtnar pöddur og svoleiðis. Allar fjöruferðirnar með þér voru svo spennandi. Við fund- um alltaf eitthvað áhugavert þar. Við munum líka þegar við fórum í veiðiferð, auð- vitað fékkst þú flesta fiskana eins og alltaf. Áður en við vissum af varst þú búinn að hlaupa út í ána upp að mitti bara í striga- skóm. Allar ferðirnar með okkur um helgar á hina ýmsu staði eins og í húsdýra- og grasagarðinn, heim- sóknir til vinna þinna, Kolaportið og einu sinni fórum við alla leið upp í topp á Hallgrímskirkju. Þetta fannst okkur alltaf jafn spennandi. Elsku Valur frændi. Þakka þér fyrir að vera okkur svona góður vinur. Við munum alltaf hugsa til þín og minnast þín í bænum okkar. Fyrir okkur verður minning þín alltaf lifandi. Megi Guð geyma þig. Bjarni og Valur Blomsterberg. SKILA- FRESTUR MINN- INGAR- GREINA EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA ÞORFINNSDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 26. júní kl. 15.00. Guðbjörg H. Friðriksdóttir, Gunnar Árnmarsson, Hólmfríður Friðriksdóttir, Gunnar Ingvarsson, Sigurður Friðriksson, Sigríður María Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI VIÐAR MAGNÚSSON, Ægisíðu 46, Reykjavík, lést aðfaranótt 17. júní. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun, mánudaginn 26. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarkort Land- græðslusjóðs í síma 554 0300. Stefanía Þ. Árnadóttir, Guðrún Inga Bjarnadóttir, Árni Þór Bjarnason, Gunnar Viðar Bjarnason, Birgir Sveinn Bjarnason, Stefán Bragi Bjarnason, Ásdís A. Þorsteinsdóttir, María Elíasdóttir, Kristín Porter, Iðunn Bragadóttir og barnabörn. tT t Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, bróður og afa, SÉRA ÞORLEIFS KJARTANS KRISTMUNDSSONAR fyrrverandi prófasts á Kolfreyjustað, Kambahrauni 28, Hveragerði. Þórhildur Gísladóttir, Guðný Sigríður Þorleifsdóttir, Jóhann Kristján Ragnarsson, Ingibjörg Þorgerður Þorleifsdóttir, Kristmundur Benjamín Þorleifsson, Miroslava Turin Þorleifsson, Steinvör Valgerður Þorleifsdóttir, Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, Bogi Theodór Ellertsson, Jón Helgi Ásmundsson, Ásthildur Guðmundsdóttir, Hjörtur Kristmundsson, Ásta Auðbjörg Ægisdóttir, Inga Sigríður Kristmundsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför ástkærrar systur minnar, mágkonu, móðursystur og föðursystur, ÓSKAR GÍSLADÓTTUR, Furugerði 1. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Furugerði 1. Sigurjón Gíslason, Bjarni Guðmundsson, Margrét B. Richter, Sigríður Bjarnadóttir, Sigrún Ósk Bjarnadóttir, Guðmundur G. Bjarnason, Gísli Sigurjónsson, Jón Sigurjónsson. t Þökkum inniiega samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞURÍÐAR SKARPHÉÐINSDÓTTUR Fornhaga 11, Reykjavík. Guðmundur Ellert Erlendsson, Skarphéðinn Kristján Guðmundsson, Kristín G. Guðmundsdóttir, Edvard G. Guðnason, Berglind Hrönn Edvardsdóttir, Sólveig Dögg Edvardsdóttir, Guðni Ellert Edvardsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.