Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Setja sig í spor for- feðranna A námskeiðinu Sagan í landslaginu sem haldið er í sumar skoða 11-14 ára börn ýms- ar minjar bæði á söfnum og úti í náttúrunni. Þannig fræðast þau um forna starfshætti og búsetuþróunina í Reykjavík. Eyrún Bald- ursdóttir hitti hóp krakka á Listasafni Sig- -------------------.,-------------------------------------------------------------------------- urjóns Olafssonar og komst að því að þeir hafa brennandi áhuga á viðfangsefninu. „VIÐ heimsækjum nokkra staði sem búa yfir leyndardómum," út- skýrir Birgitta Spur forstöðumaður Listasafns Sigurjóns Ólafssonar sem staðsett er á Laugarnesi. „Laugarnes er einn þeirra en við höfum einnig farið á Seltjarnarnes- ið og astlum út í Viðey á morgun. Allir þessir staðir hafa að geyma ákaflega margar minjar um búsetu fyrr á öldum." Á sumarnámskeiðunum Sagan í landslaginu - náttúra, búseta, minj- ar og list eru börn á aldrinum 11-14 ára frædd um áhrif búsetu á lands- lag og hvernig lesa megi úr náttúr- unni þróun frá sjálfsþurftarbúskap að borgarsamfélagi. Þau skoða ýmsar minjar í söfnum borgarinnar og fræðast þannig um forna at- vinnuhætti. Einnig skoða þau nátt- úruna með rannsakandi augum, bera kennsl á tóftir og annað sem sýnir með áþreifanlegum hætti byggðarþróun í landinu. Samkvæmt Birgittu er reynt að gera börnunum ljóst hversu mikilvægt sé að hlúa að svæðum sem bera sögunni yitni. Að námskeiðinu standa Arbæjar- safn, Minjasafn Reykjavfkur, Nes- stofusafn, Viðey-staðarhaldari, Náttúrufræðistofnun íslands og Listasafn Sigurjóns Ölafssonar sem er í forsvari. Verkefnið er á dagskrá Reykjavík-menningarborg Evrópu árið 2000. Lækningaminjasafnið vakti sterk viðbrögð Námskeiðin eru hvert í fimm virka daga frá 9-16. Það fyrsta var í byrjun júní og það síðasta verður í ágúst. Mikið er um að vera á hverj- um degi og að sögn hópstjórans Sigríðar Birnu Valsdóttur eru krakkarnir mjög áhugasamir. „Þeg- ar þau skoða minjarnar upplifa þau tenginguna við liðna tíma á mjög raunverulegan hátt." Alexander Kristinsson 10 ára tel- ur að það hafi verið frekar rólegt í Reykjavík í gamla daga. „Ég hefði alveg verið til í að búa á íslandi á þessum tíma en bara ekki við lækn- ingarnar," segir hann og vísar til þess þegar hópurinn heimsótti Læknaminjasafnið í Nesstofu. „Þær voru frekar óhugnanlegar í gamla daga og ég vil helst ekki segja frá því af því að þá mynduð þið fá ógeð." Ekki upplifðu þó allir lækn- ingaaðferðirnar með þessum hætti og sumir höfðu meira að segja trú á ýmsum óhefðubundnum aðferðum. Viggó Helgi Viggósson 12 ára sagð- ist hafa fundið mikinn mun á sér eftir að hafa bragðað vallhumal sem Sigríður Birna sauð fyrir krakkana og þegar hann var spurður til hvers hann væri notaður var svarið: „Hann á að vinna gegn leti og svefnleysi." Gömlum vinnuaðferðum kynntust börnin m.a. á Árbæjarsafninu og gátu þau barið augum verkfæri sem notuð voru þegar sjálfsþurftarbú- skapur var við lýði. Sigríður Birna segir að þar hafi krakkarnir fengið að spreyta sig en þau saumuðu litla roðskinnskó og máttu taka með sér heim. I Árbæjarsafninu voru þau einnig frædd um þróunarsögu Reykjavfk- ur á sýningunni Frá býli til Borgar. „Við höfum lært rosalega mikið um menninguna í Reykjavík í gamla daga. Fullt af því sem við höfum lært eru hlutir sem ömmur okkar og afar vita ekkert um," sagði Vig- gó Helgi sem sýnt hafði fjölskyld- unni sinni roðskinnskóna. Um ævisögur og annað Reykjavíkurborg er á námskeið- inu skoðuð með nokkuð nýjum áherslum og eru krakkarnir fengnir til að ímynda sér hvernig umhorfs var þar fyrir mörgum árum. Flest Morgunblaðið/Jim Smart Hópurinn skoðaði ýmis söfn f Reykjavík. Hér eru þau í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. eldrum sínum og fimm systkinum og kveður þau krakkana löngum hafa leikið sér í nátturúnni og velt vöngum yfir því hvernig fornmenn bjuggu. „Við vorum alltaf að leita að gröf Hallgerðar langbrókar en hún átti að vera grafin hér í vígðri mold. Hún er sögð hafa verið borin til grafar með gríðarlegt höfuðskraut og það langaði okkur svo að finna," segir Þuríður sem enn hefur ekki haft árangur sem erfiði við þá eftir- grennslan. Krakkarnir sáu ýmsar kynja- myndir út úr steinunum og freist- uðu þess að skerpa áherslurnar með litunum. Sumir sáu út úr stein- unum hjörtu og hús, aðrir karla en einn sá tvær „partýtýpur" sem hann skreytti með viðeigandi lita- dýrð og glimmeri. Eftir föndrið fóru krakkarnir svo í ratleik um Laugarnessvæðið. Við hverja stöð voru þær Þuríður, Sig- ríður Birna eða Birgitta og upp- fræddu krakkana um kennileiti og annað og notuðu þannig leikinn sem kennslutæki. Morgunblaðið /Arnaldur Þær Halldóra Magnúsdóttir, Elfa Marita Ágústsdóttir og Ester Viktors- dóttir höfðu gaman af ratleiknum f Laugarnesi. komust að þeirri niðurstöðu að lfk- lega hefði allt verið miklu rólegra og minna um hávaða og mengun. Þeim finnst áhugavert að fólk hafi þurft að ganga allt sem það fór og einnig að það þurfti að þvo þvottinn sinn í laugum. Krakkarnir heimsóttu mörg lista- söfn í borginni, þau fóru einnig í Mrkjugarðinn og fundu leiði Vöku- mannsins og annarra sem uppi voru fyrir löngu síðan. Hvert þeirra átti að velja sér leiði og skrifa ævisögu þess sem þar hvíldi. „Faðir hans Sigurðar var trésmiður og tók hann við verkstæðinu eftir hans tíma," ritar einn framtíðarrithöfundurinn í hópnum. „Hann kynntist konu sinni, Guðrúnu Gunnarsdóttur sem við skulum kalla Rúnu. Þau giftust árið 1894. Uppáhaldsstaðurinn þeirra var kærleiksstígur. Verk- stæði Sigga gekk vel og hann var frábær trésmiður. Þau eignuðust fjögur börn, algjörir englar þau Só- ley, Fjóla, Rósa og Fífill. Sigurður Guðmundsson dó 1949." Á námskeiðinu er lögð áhersla á að virkja hugmyndaflug og skap- andi hæfileika þátttakenda og er kynning og fræðsla samofin einföld- um verkefnum og leikjum. í heim- sókn sinni á Listasafn Sigurjóns Ólafssonar fóru krakkarnir niður í fjöru og týndu steina sem þau svo máluðu á grasinu framan við safnið. „Við reynum að ná fram þeirri mynd sem steinninn hefur þegar mótað og notum litina til að leggja áherslu á það sem fyrir er í stein- um," segir Þuríður Sigurðardóttir söngkona og myndlistarnemi sem aðstoðar við námskeiðið. Þuríður ólst upp í Laugarnesi en þar var sleitulaust byggð frá fyrstu tíð. Hún bjó í 36 fermetra húsi ásamt for- y<M-2000 Sunnudagur 25. júní REYKJAVIK Kappsigling lceland Skippers Kappsigling frá Paimpol á Bretaníu- skaga til Reykjavíkurmeð þátttðku íslendinga. Eftirl300 sjómílna sigl- ingu frá Paimpol er áætlað að fyrstu bátarnir komi inn til Reykjavíkur í dag. Siglt verðurfrð Reykjavik S.júlí en keppninni lýkurekki fyrren sigur- vegarinn hefur náð aftur landi í Paimpol. HALLGRÍMSKIRKJA KL. 20 Kammerkórinn Jubilate Hinn margverðlaunaði finnski kammerkórJubilate flytur kveðjur frá menningarborginni Helsinki til Reykjavíkur. Kórínn heldurtvenna tónleika á íslandi, þeirsíðari verða á LISTASAFN REYKJAVÍKUR KL. 14-16 HAFN ARHÚS - Lífið við sjóinn Samsýningu menningarborganna þriggja, Reykjavíkur, Bergen og Santiago de Compostella, ogeyjar- innar Tatihou við strendur Normandí lýkut í dag en þar er lögð áhersla á fiskveiðar og siglingar á 20. öldinni og mikilvægi þeirra fyrir efnahag og afkomu hverrar borgar. ítilefni loka- dagsins verða harmonikkutónleikar milli kl. 14 og 16. REYKJAVÍKURHÖFN. KL. 15 m/s Nordwest - Fólk og bátar í norðri Um borð er fljótandi farandsýning, Áætlað erað fyrstu bátarnlr íSlgl- Ingakeppnlnni Paimpol koml tll Reykjavíkur í dag sýning með einstóku safni báta frá Noröurlóndunum, Eistlandi ogHjalt- landseyjum. ídagflyturÁgúst Georgsson frá Sjóminjasafni íslands fyrirlestur um síðasta skipasmiðinn í Engey en að því loknu verðurgengið um sýninguna undir leiðsógn Pár Stolpe, sýningarstjóra frá Sjó- minjasafninu íStokkhólmi. íslenskur túlkur verður á staðnum. AKUREYRI-L2000 Lokadagur hinnar alþjóðlegu leiklist- arhátíðar L2000 sem haldin er á Ak- ureyri. www.tv.is/bil/L2000 wap.oiis.is Mánudagur 26. júní REYKHOLTSKIRKJA KL 21. Kammerkórinn Jubilate Síðari tónleikar hins margverðlaun- aða finnska kammerkórs Jubilate, sem flyturkveðjurfrá menningar- borginni Helsinki til Reykjavíkur. REYKJAVÍKURHÖFN KL18 ms. Nordwest - Fólk og bátar í norðri Sýningin erfljótandi farandsýning um borð í flutningaskipinu M/S Nordwest - spennandi sýning með einstöku safni báta frá öllum Norður- löndum, Eistlandi og Hjaltlandseyj- um. Flutningaskipið Nordwest heim- sækir í sumar ellefu hafnir í sex löndum. i dagverðurleiðsögn um sýninguna. wap.olis.is. Læra að skoða „búsetulandslag" Birgitta, forstöðumaður Lista- safns Sigurjóns Olafssonar, á hug- mynd að námskeiðinu en það mun vera nokkuð frábrugðið þeim sem í boði eru um þessar mundir fyrir unglinga. Hún segist lengi hafa haft áhuga á hugmyndafræðinni sem býr að baki hugtaksins búsetu- eða menningarlandslag, þar sem lögð er áhersla á að skoða minjar sem hluta af stærri heild. Hún telur mikilvægt að vernda þá staði sem bæði geyma söguna og bera gamalli menningu vitni og til þess að geta lesið í lands- lagið verði að varðveita heildina en ekki einstaka afkima þess. „Það er mjög mikilvægt að fræða fólk um þessa staði. Ef fólk veit aðeins meira um aðstæður eru minni lfkur á að hróflað verði við þessum svæð- um. Það er viss ögrun í því að draga unga fólkið inn í þessar vangaveltur því þau skynja lfka árekstra milli borgarsamfélagsins og minjasvæða fyrri tíma" Krökkunum var tíðrætt um þá ferð sem áætluð var daginn eftir. Áfangastaðurinn var Viðey en þar stóð til að fræðast um fornleifaupp- gröft og rannsóknir á fornminjum staðarins og höfðu þau fengið leyfi til að mæla tóftir með tækjum forn- leifafræðinganna. Viðeyjarferðin verður jafnframt á lokadegi nám- skeiðsins og þar verður einnig grill- að. Krakkarnir bentu á það væri nauðsynlegt að segja frá því hvar minjar eru í landslaginu. „Ef það er ekki búið að segja manni frá því þá tekur maður ekki eftir þessu," sagði eitt þeirra. Öll voru þau nokkuð viss um að þau myndu horfa öðrum aug- um á náttúruna í kjölfar námskeiðs- ins og bjuggust við því að skima eft- ir gömlum tóftum á ferðalögum með fjölskyldunni um landið í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.