Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 33 YKJAVÍK LJRBRÉF Laugardagur 24. júní Morgunblaðið/Ásdís eftir í næstu þingkosningum verður enn til þess að ýta á þessa þróun. Það skiptir því miklu máli fyrii- Framsóknarfiokkinn, að honum takist að efla stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu verulega frá því, sem nú er. Loks hefur stofnun Samfylkingarinnar breytt stöðu Framsóknarflokksins. Hann er ekki lengur stærsti flokkurinn á vinstri vængnum eins og hann hefur verið með örfáum undantekningum undanfama áratugi. Þessi breyting hefur gert það að verkum, að talsmenn Samfylkingarinnar tala opinberlega um það, að skapist aðstæður til myndunar ríkisstjómar til vinstri geri þeir kröfu til forystu í slíkri í-íkisstjórn. Framsóknarmenn hafa aldrei staðið frammi fyrir þeirri stöðu. Þeir hafa alltaf haft forystu í vinstri stjórnum. Af þessum ástæðum skiptir nú höfuðmáli fyrir Framsóknarflokkinn, að honum takist að styrkja stöðu sína stórlega í hinum nýju Reykjavíkur- kjördæmum tveimur og á Reykjanesi. Framsóknarmenn hafa smátt og smátt verið að breyta áherzlum í stefnumálum sínum til þess að laga sig að þessum vemleika en jafnframt reynt að gera það á þann veg, að þeir missi ekki fótfestu á landsbyggðinni af þeim sökum. En jafnframt þurfa þeir á sterkum frambjóð- endum að halda í þéttbýliskjördæmunum á suð- vesturhorninu. Siv Friðleifsdóttir, hinn ungi um- hverfisráðherra, hefur augljóslega skapað sér pólitíska stöðu á eigin forsendum og í krafti eigin styrkleika í Reykjaneskjördæmi. Hún er ekki frambjóðandi neinna „afla“ í Framsóknarflokkn- um, sem stundum hafa komið við sögu í vali fram- bjóðenda, og er líkleg til að verða aðili að forystu Framsóknarflokksins á næstu ámm. Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins og ut- anríkisráðherra, hoi-fist í augu við það, að kjör- dæmi hans hefur verið skipt í tvennt og Homa- fjörður fylgir Suðurkjördæmi. Bæði af þeim ástæðum og vegna þess, að Framsóknarflokkur- inn þarf á sterkum frambjóðendum að halda í Reykjavíkurkjördæmunum, hlýtur að vera áleit- in hugsun fyrir flokksformanninn að fara í fram- boð í öðm hvom Reykjavíkurkjördæmanna. Til viðbótar við þessar aðstæður kemur svo upp spurningin um hina flokkslegu stöðu í höfuð- borginni. Kosningar vinnast ekki bara út á póli- tískar aðstæður eða sterka frambjóðendur. Flokkarnir þurfa líka að hafa ákveðin tengsl við grasrótina. Þeir þurfa að vita hvar þeir standa og hvar fylgi þeirra liggur. Engar kosningar em betur til þess fallnar að styrkja þessa stöðu en einmitt sveitarstjórnarkosningar, þar sem návíg- ið við kjósendur verður meira vegna margvís- legra grasrótarmála, sem upp koma í aðdrag- anda kosninga. Og þar er komið að því hvað raunvemlega býr að baki yfirlýsingum Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur og Alfreðs Þorsteinssonar. Vilji til sér framboðs í Reykjavík. Af öllum þeim ástæð- um, sem hér hafa verið raktar hefur skapazt sterkur vilji innan Fram- sóknarflokksins á síðustu misserum til þess að efna til sérstaks framboðs í næstu borgarstjórnar- kosningum í Reykjavík og halda ekki áfram sam- starfinu við vinstri flokkana á vettvangi Reykja- víkurlistans. Þessi áform vora orðin ríkjandi seint á síðasta ári. Fyrst og fremst vegna þess, að ýmsir forystumenn Framsóknarflokksins töldu óhjákvæmilegt að skapa flokknum sérstöðu í höfuðborginni til undirbúnings þingkosningum. Stofnun Samfylkingarinnar og yfirlýsingar for- ystumanna hennar um stjórnarforystu í hugsan- legri vinstri stjórn hafa ýtt undir þennan áhuga. Helzti forystumaður þeirra, sem vildu láta samstarfinu á vettvangi Reykjavíkurlistans lokið þegar kæmi að næstu borgarstjórnarkosningum og efna til liðskönnunar meðal kjósenda Fram- sóknarilokksins í Reykjavík, var Finnur Ingólfs- son, nú seðlabankastjóri, sem var mun öflugri stjómmálamaður en menn vildu viðurkenna þeg- ar hann var þátttakandi í pólitík. Áður en hann tók þá óvæntu ákvörðun að hverfa af vettvangi stjórnmálanna var almennt litið á hann sem arf- taka Halldórs Ásgrímssonar í Framsóknar- flokknum. í því ljósi vom það augljósir hagsmun- ir Finns, að efla stöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík og þáttur í því var að skapa Fram- sóknarflokknum sérstöðu í borgarstjómarkosn- ingum svo að ekki liti út sem Framsóknarflokk- urinn væri hreinlega ekki til í Reykjavík. Ganga mátti út frá því sem vísu, að um þetta yrðu átök innan Framsóknarflokksins í Reykja- vík vegna þess, að Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans úr Framsóknar- flokknum, sem hér var vitnað til, var augljóslega talsmaður þess að halda samstarfinu áfram inn- an Reykjavíkurlistans. Hvers vegna? Vegna þess, að í krafti meirihluta Reykjavíkurlistans er hann annar áhrifamesti stjórnmálamaðurinn á vettvangi borgarstjórnar og að sumra mati jafn- vel áhrifameiri en borgarstjórinn af þeirri ein- földu ástæðu, að borgarstjórinn þarf á honum að halda. Þótt þeir, sem hafa mjög ákveðið viljað stefna að sérstöku framboði Framsóknarflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík, hafi misst sinn öflugasta forystumann, þar sem er Finnur Ingólfsson, er augljóst, að öll sömu rök fyrir því eru til staðar og áður og þess vegna fyrst og fremst spurning um hver tekur forystu fyrir þeim öflum innan Framsóknai-flokksins, sem halda því sjónarmiði fram, að flokkurinn verði að eiga sitt sjálfstæða líf á vettvangi borg- arstjórnar og að breyttar aðstæður með tilkomu Samíylkingarinnar sem stjórnmálaflokks hljóti að kalla á breytta afstöðu Framsóknarflokksins. Það er ólíklegt að þetta verði einungis mál full- trúaráðs Framsóknarflokksins í Reykjavík eða flokksfélaganna í höfuðborginni, þótt hin form- lega ákvörðun sé þessara aðila. Sú ákvörðun, sem framsóknarmenn standa þarna frammi fyrir, getur haft grandvallarþýð- ingu fyrir stöðu fiokksins í íslenzkum stjórnmál- um næstu áratugi. Þótt ósennilegt sé að Fram- sóknarflokkurinn geti á ný náð þeirri pólitísku stöðu, að verða annar fylgismesti stjórnmála- flokkur landsins er augljóst, að hann hefur möguleika á, að skapa sér stöðu til þess að verða áfram annar áhrifamesti stjórnmálaflokkur landsins. Þess vegna er afar ólíklegt að áfi-amhaldandi samstarf á vettvangi Reykjavíkurlistans sé jafn sjálfsagt mál og Alfreð Þorsteinsson vill vera láta. Þvert á móti er þessi spurning sennilega stórpólitískasta spurning, sem Framsóknar- flokkurinn hefur staðið írammi fyrir áratugum saman. „ Af öllum þeim ástæðum, sem hér hafa verið raktar, hefur skapazt sterk- ur vilji innan Fram- sóknarflokksins til þess á síðustu miss- erum að efna til sér- staks framboðs í næstu borgar- stjórnarkosningum í Reykjavík og halda ekki áfram sam- starfinu við vinstri flokkana á vettvangi Reykjavíkurlistans. Þessi áform voru orðin ríkjandi seint á síðasta ári.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.