Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Leikarar og aðstandendur Þjóðleikhússins fóru í reisu til Grænlands
Brotið blað í
leikhússögu
Grænlands
LEIKARAR og aðstandendur
Þjóðleikhússins fóru í boðsferð til
Grænlands í lok maí til að setja
upp Brúðuheimili Ibsens á stóra
arViði menningarsetursins Katuaqs í
Nuuk. Skemmst er frá því að segja
að leikhópnum var tekið opnum
örmum og vakti sýningin storm-
andi lukku. Það er ekki oft sem svo
stórar og viðamiklar leiksýningar
hafa verið settar á svið í Grænlandi
og því vakti hinn íslenski listvið-
burður þeim mun meiri athygli.
Hefur því jafnvel verið fleygt að
blað hafi verið brotið í stuttri leik-
hússögu Grænlands, t.a.m. fyrir
þær sakir að menningarsetrið
Katuaqs er aðeins þriggja ára
gamalt og var þetta stærsta at-
vinnuleiksýning sem þar hefur ver-
ið sett upp og nokkurs konar vígsla
fyrir þetta glæsilega hús á svo
veigamiklum listviðburði. Stefán
Baldursson, þjóðleikhússtjóri og
leikstjóri sýningarinnar, var með í
för og segir hann að gestgjafarnir
hafi litið á heimsóknina sumpartinn
sem tilraun og róið í raun blint í
sjóinn bæði með hvernig til tækist
að setja upp stórt leikverk í húsinu
og hverjar viðtökur heimamanna
við slíkum menningarviðburði
yrðu.
Forsætisráðherra
lofar sýninguna
Það er mál manna að tilraunin
hafi tekist með miklum ágætum.
Sýningin fékk rífandi aðsókn og
dagblöð í Grænlandi fjölluðu ríku-
lega um heimsóknina á mjög
jákvæðan máta. Jonathan Motz-
feldt, forsætisráðherra grænlensku
heimastjórnarinnar, gerði hana
SumarT.T. 3.júlí
Núna líka
yfir sumarið
5 vikna hefðbundið TT námskeið
+8 vikna opið kort. (Má leggja inn).
FRA TOPPITIL TAAR i
i Eitt viðurkenndasta námskeið
sinnar tegundar fyrir þær sem
þurfa að léttast um 15 kg. og meira.
Inttnun
stenánr yjlt
{ stnta
581 373°
FUNIÍIR - VIGTUN
MÆLING - MATARÆÐI
PASTAPOTTAR----------------
Pasta-og gufusuðupottur kr. 7.900
7 Itr. 18/10 stál.
yjfc Pastavél kr. 4.500.
. Il* yPIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 » Simi 562 3614 I
Lágmúia 9 • Stmí 581 3730
Islensku listamennirnir ásamt gestgjöfum fyrir framan móttökuhús landsstjórnarinnar grænlensku.
t.a.m. að sérstöku umfjöllunarefni í
grein sem hann ritar í grænlenska
blaðið Sermitsiak. Þar segir hann
að sýningin hafi verið stórkostleg
upplifun sem seint muni úr minni
renna. Þykur honum sérlega vænt
um hversu vel heppnaðist að bjóða
bæði upp á danska og grænlenska
túlkun á leiksýningunni, sem leik-
húsgestum stóð til boða í gegnum
heyrnartól.
Auk þess að sýna Brúðuheimilið
sat íslenski leikhúshópurinn fund
með Lise Skifte Lennert, ráðherra-
menntamála á Grænlandi, og full-
trúum grænlensks leikhússlífs en
þar er starfandi einn lítill atvinnu-
leikhópur, Silamiut að nafni, sem
hingað til hefur einungis sett upp
lítil tilraunaverk byggð á græn-
lenskri sagnahefð og sögum inuíta
frá Kanada og Alaska. A fundinum
var ræddur eindreginn vilji græn-
lenskra leikhúsfólksins til að ráðast
í uppsetningu alvöru leikverka í
fullri lengd, verks á borð við
Brúðuheimilið. Stefán telur heim-
sóknina sumpartinn hafa verið lið-
ur í að veita þeirra framfaraþróun
brautargengi: „Okkar hlutverk á
fundinum var að reyna setja gest-
gjafa okkar inn í hvað felur í sér að
setja upp eins viðamikla sýningu
og Brúðuheimilið, hversu mikil
vinna lægi að baki henni og hver
kostnaðurinn væri. Þeir voru afar
áhugasamir um leikhúsreksturinn
og leikhúslífið almennt á íslandi."
Gestunum íslensku var tekið sem
fyrr segir af miklum höfðingsskap
og var mikið gert til að dvöl þeirra
yrði sem ánægjulegust. Jonathan
Motzfeldt, forsætisráðherra, hélt
veglega móttöku og efnt var til vel
heppnaðrar hvalaskoðunarferðar.
Leikhúsferðin sigursæla var
styrkt af menntamálaráðuneytinu,
Menningarborginni og norrænu
leiklistar- og dansnefndinni.
Baldur Trausti Hreinsson og Elva Ósk Óskarsdóttir léku aðalhlutverkin
í Brúðuheimilinu en Baldur fór í fyrsta sinn með hlutverkið og fengu
bæði lofsamlega dóma.
Pálmi Gestsson, Stefán Baldursson, Lise Skifte Lennert, menntamála-
ráðherra Grænlands, og Jonathan Motzfeldt forsætisráðherra.
Tekur þú É
amoti gestum
isumarfríinu?
Auð hús eru auðfengið fé í augum innbrotsþjófa.
Ekki spilla sumarleyfinu með óþarfa áhyggjum.
Öryggismiðstöð íslands er starfrækt
allan sólarhringinn. Þar fylgjast sérþjálfaðir
öryggisverðir með boðum frá öryggiskerfum, brunaviðvörunarkerfum,
neyðarkallskerfum og öðrum viðvörunarkerfum. Farandgæsla okkar til eftirlits
með húsnæði og tækjabúnaði er sérsniðin að óskum hvers viðskiptavinar.
Hafðu samband við öryggisráðgjafa okkar.
Síminn er 533 2400
Knarrarvogi 2,104 Reykjavík
sími 533 2400, fax 53.3 2412