Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KRISTINN leikur hinn svarta Múst- afa sem er höfðingi yfir Algeirsborg. Þetta er gamanhlutverk og er Krist- inn á hlaupum um sviðið allan tímann og kitlaði hláturtaugar áheyrenda hvað eftir annað með uppátælqum sínum. Sá sem þetta skrifar var staddur í áhorfendastæði sem var þéttskipað ungu fólki. Hvert skipti sem Kristinn birtist á sviðinu lifnaði yfir hópnum og menn risu á fætur til að missa örugglega ekki af neinu. Ríkisóperan tekur yfir 2.000 manns í sæti og var uppselt þetta kvöld. Auk Kristins söng hin heims- þekkta Agnes Baltsa hlutverk ít- ölsku stúlkunnar og hinn 26 ára gamli tenór Juan Diego Flórenz hlut- verk Lindoro. Flórenz, sem er frá Perú, þreytti frumraun sína á La Seala í Mflanó aðeins 23 ára gamall. Eftir sýninguna tek ég Kristin tali á suður-amerískum veitingastað sem er í nágrenni við Rfldsóperuna. Við erum vart sestir þegar maður vindur sér að Kristni og tekur hann eintali. „Þetta var kórmeðlimur úr Parísar- óperunni," segir Kristinn þegar hann sest aftur. „Hann sagðist hafa komið alla leiðina frá París bara til að sjá mig hér. Hann hefur samt örugglega haft eittvað annað að gera. Hann seg- ir þetta bara við mig,“ segir Kristinn og hlær. Ég spyr hvaða þýðingu það hefði að vera búinn að syngja við Vínar- ópenma. „Ég lærði í Vínarborg og það pirr- aði mig alltaf svolítið að vera aldrei búinn að syngja hér. Eftir að ég söng í Metropolitan í New York sagði ég að núna væri bara Vín eftir. Svo nokkrum vikum seinna rættist það. Allt ætlaði um koll að keyra Kristinn Sigmundsson átti hug og hjörtu áheyrenda Vínaróper- unnar er hann söng hlutverk Mustafa í Itölsku stúlkunni frá Asír eftir Rossini. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Kristinn kom fram í lokin og hneigði sig fyrir áheyrendum. Önnur eins fagnaðarlæti hefur Davíð Olafsson ekki heyrt lengi í Ríkisóperunni í Vínarborg. Það er mjög mikilvægt fyrir mann að syngja í þessum stóru húsum með bestu söngvurum heims. Þetta er eins konar mæbstika á það hvar maður sjálfur stendur.“ Við ræðum nokkra stund um sýninguna sem heppnaðist stórvel. Áheyrendur komu út með bros upp fyrir eyru og stóðu í langri röð eft- ir eiginhandaráritunum og ljósmyndum við sviðsinnganginn. „Já, þetta gekk vel. Vínarbúai' eru erfið- ustu áheyrendur í Kristinn Sigmundsson heimi. Þeir baula og púa miskunnarlaust ef þeim líkar ekki það sem þeir heyra og sjá.“ Þessu get ég sam- sinnt og það eru ófáar aftökumar sem maður hefur upplifað hér í Vín. En hvemig vildi það til að Kristinn stökk inn í þetta hlutverk með svona stuttum fyiir- vai'a? „Jú, hann Ruggero Raimondi var lagður á spítala og ég var feng- inn í staðinn. Reyndar var mér boðið þetta hlutverk fyrir nokkram árum hér í Vín en þá komst ég ekki vegna anna. En nú er ég í sumarfríi og ætlaði í laxveiði. Ég tók boðinu og sendi bróður minn í laxinn og hann er búinn að fá fjóra. Málið er það að ég hafði sungið þessa sömu uppfærslu í Munchen og með sömu söngvuran- um og hér vora í kvöld. Meira að segja stjómandinn Marcello Viotti var þar líka. Hann er alveg einstakur húmoristi. Alltaf á sömu stöðunum í sýningunni lítur hann upp til að sjá fíflaganginn í mér og hlær alltaf svo innilega með. Uppfærslan er eftir Jan Pierre Ponnelle og var síðasta sýningin sem hann gerði áður en hann dó. Hann ætlaði líka að setja þetta upp í Múnchen en lifði það ekki. Þá var það að aðstoðarleikstjórinn tók verkið að sér og setti það upp í Múnchen. Það er svo mikill húmor í leikstjórninni að maður þarf að passa sig að bæta ekki of miklu inn sjálfur. Þá verður þetta yfirdrifið. Þetta er alveg hárfín lína sem maður þarf alltaf að þræða.“ I framhaldi rifjast upp fyrir mér saga sem ég heyrði frá námsáram Kristins í Vín. Hann söng sjálfan Don Giovanni og átti að hafa stigið á kjól Donnu Elvíra sem flettist svo klæð- um þegar hún ætlaði að hlaupa af stað. Kristinn hlær en mótmælir þessu. „Ég steig aldrei á kjólinn hjá henni, þetta var eitthvað annað. En það sem var svo fyndið við þetta var að styttu- draugurinn kemur inn á sama tíma. Hún átti því að öskra og hlaupa burt. Hún hljóp af stað, sá drauginn og öskraði en á sömu sekúndu datt kjóll- inn af henni og áhorfendur héldu að öskrið hefði stafað af því. Stuttu seinna varð hún fræg á einni nóttu þegar hún stökk inn í sýn- ingu í Ríkisóperanni í Vín en það vildi svo til að þetta kvöld var sjónvarps- upptakameð Pavarotti." Að lokum spyr ég Kristin hvort hann hafi fengið einhver tilboð um fleiri verkefni í Vín? „Það hafði lengi staðið til að ég kæmi en þetta þarf allt að passa inn í prógrammið hjá mér. Jú, það verður framhald hér og ég hlakka til að koma aftur,“ sagði Kristinn Sigmundsson að lokum eftir þetta eftirminninlega kvöld. Þegar þessi skrifuðu orð birtast á prenti verður Kristinn eflaust kom- inn út í Norðurá og syngur með sjálf- um sér eins og söngkennarinn hans forðum daga „Lax, lax, lax.“ SUMARSÝNIN G Þórarinn B. Þorláksson, Hvítá 1903, olía á léreft. MYNDLIST Listasafn íslands MYNDVERK íslensk myndlist á 20. öld. Opið alla daga frá 11-17. Lokað mánudaga. Til 27. ágúst. Aðgangur 400 krónur. ÞAÐ er góður siður hjá Listasafni fslands að setja upp sumarsýningar ár hvert og stfla á eign sína og sann- verðugt yfirlit þróunarinnar á þess- ari öld. Utlendir eiga þá betra með að átta sig á hlutunum, en þeir era jafnvel mættir á staðinn fyrir opnun á morgnana og mynda að auki kjarna gestanna yfir sumartímann. Jafn- framt er þetta lærdómsrík skólun á íslenzka myndlist fyrir innlenda og eina tímabilið á árinu sem það er gert á jafn yfirgripsmikinn og skil- virkan hátt. Lakara að þetta skuli ekki einnig gert markvisst að vetri til og þá sem eins konar skólasýning með tilliti til þess að enn er ekki risin byggingyfir slíka samantekt, sem þó telst einn mikilvægasti þáttur upp- eldis og þjóðmenningar hvarvetna. Við hér megum skammast okkar, því að hliðstæður finnast einungis í ban- analýðveldum og þróunarlöndum. Á þjóðlistasöfnum getur hver og einn menntað sig á eigin spýtur, en það var og líka samdóma álit höfuð- meistara myndlistarinnar á síðustu öld að söfnin væru mikilvægasta skólastofnunin. Hér er komin glopp- an stóra og höfuðorsök rughngsins á íslenzkum listamarkaði og jafnframt vatn á myllu falsara, jafnt áþreifan- lega og hvað sögulegt yfirlit snertir, en á því sviði hafa menn einnig verið athafnasamir á síðustu áratugum, eins og raunar annars staðar á Norð- urlöndum og víðar. En óneitanlega er það nokkur rangverfa og skýtur skökku við að í ár er svo til um endurtekningu síð- ustu sumarsýningar að ræða, nema í fáum tilvikum, en þá vegna útlána- starfsemi. Það er þeim mun undar- legra fyrir þá sök að rekkar lista- safnsins svigna af úrvali annarra verka margra sömu myndlistamenn- ina. Minnir óneitanlega á þann tíma er menn vora að setja upp svo til sömu sýningamar á verkum Kjar- vals að Kjarvalsstöðum þótt eign safnins á smáum og stóram mynd- verkum meistarans næmi þá nær fimm þúsundum! Og í báðum tilvik- um íylgja engar heimildarskrár, en því veglegri sem slíkar era þeim meiri auglýsing fyrir íslenzka myndlist, þar sem þær fara víða og era sérstök listmiðlun í sjálfu sér. Hvað sýningar Listasafnins snertir dreifðust þær þá um allan heim og væra ómetanleg landkynning. Hér eru menn vel vakandi ytra sem ég þekki meira en vel frá ferðum mín- um vítt og breitt. Þessi endurtekning kemur okkur sem skrifum um myndlist í vanda, því reglan er að skrifa ekki tvisvar um sömu sýninguna, jafnvel þótt hún sé flutt út á land og sé þá gert á ann- an hátt og af öðram gagnrýnanda. Sú staða var til að mynda komin upp í ár að röðin var komin að sama rýni og skrifaði í fyrra, en við leitumst við að stokka upp hlutunum svo að sem flestar skoðanir komist að, annað væri klár, gagnsæ og ómarktæk markaðssetning en ekki opin og gild samræða. Engan veginn skal svo lit- ið fram hjá því að verið er að ganga endurtekið fram hjá ýmsum sem eiga sinn þátt í þróuninni og sögunni um leið. Trauðla eykur það aðsókn lands- manna að safninu að bjóða þeim að skoða sömu myndir og í fyrra, frekar en að það auki á sölu bókar að endur- útgefa hana án sýnilegrar ástæðu. Það mætti einmitt ætla að upp- setning sýninga sem þessarar byði upp á metnaðarfullan pataldur til uppstokkunar og að skoða fortíðinna í endurnýjuðu ljósi. Fortíðin er nefnilega enginn gamall vani sem menn nálgast fyrir skylduna eina um leið og menn þeyta lúðra og slá í bumbur ef um innfluttar niðurlagðar nýjungar er að ræða. Slíkt er hlut- verk annarra safna og einungis hlið- argeiri þjóðlistasafna. Að sjálfsögðu era hér gildar und- antekningar í ómissandi lykilverk- um, en þau þreytast menn seint að nálgast aftur og aftur frekar en góða vini og jafnan lærdómsríkt að sjá þau í nýju umhverfi og við hlið ann- arra verka. Svo er allt annað mál að þetta er mjög frambærileg og fjöl- þætt sýning, sem allir ættu að hafa ávinning af að nálgast. Þegar svona staða kemur upp er vænlegast að taka fyrir einstaka þætti eða lesa í einstök málverk til að vekja athygli á framkvæmdinni, en það fer eftir þróun mála á sýningar- vettvangi og hvort tími gefist til slíkra athafna um hásumarið. Þá verða framkvæmdaaðilar helst að biðja forsjónina um umhleypinga- samt sumar, því málarinn fórnar síð- ur dýrlegri sumarbirtunni til hlið- arathafna. Helst situr eftir í sálarkirnunni að lokinni fyrstu yfirferð að tveir lista- menn er mörkuðu spor í söguna og eiga verk á sýningunni létust í síð- asta mánuði, þau Dröfn Friðfinn- sdóttir grafíklistakona frá Akureyri sem lést 11. maí og Guðmundur Benediktsson myndhöggvari sem lést 29. maí. Sigríður Dröfn Friðfinn- sdóttir var fædd 1946 og var þannig af sterkri og atkvæðamikilli kynslóð íslenzkra myndlistarmanna, sem hóf nám í Myndlista- og handíðaskólan- um í upphafi sjöunda áratugarins, í Dröfn Friðfinnsdóttir, Kundalini II, 1999. hennar tilviki 1963. Þróun Drafnar varð þó nokkuð önnur en félaga hennar þar sem listaspíran hætti í skóla og reglubundin listiðkun lá niðri um árabil, eða allt þar til hún hóf nám í Myndlistarskólanum á Ak- ureyri 1982. Ekki man ég glöggt eft- ir Dröfn í MHÍ, og í raun kynntist ég listakonunni aldrei að ráði, en milli okkar fóra nokkur bréf að loknu námi hennar fyrir norðan, þá hún var að leita ráða hjá mér um framtíð- ina. Þótt ég gerði mitt besta hefði ég ábyggilega reynt að gera enn betur ef mig hefði grunað hve miklir frum- kraftar bjuggu í þessari konu, var að vísu fulljóst að viljann skorti ekki, en þetta var á tímabili er margar konur komnar til vits og þroska hófu list- nám. En er ég seinna leit myndir Drafnar á samsýningum brá mér nokkuð því fullljóst var að þessi kona bjó yfir mjög óvenjulegum hæfileik- um og verk hennar skára sig úr fyrir sjálfsprottna túlkun hlutvaktra hug- hrifa. Mátti jafnvel kenna Akureyr- inginn og tæra birtu norðursins í myndverkunum, en þó frá nýrri og ferskari hlið. Og það sem meira er um vert var Dröfn í stöðugri framför og engin kyrrstaða þar sem hún fór. Hún leitaði á brattann alveg fram á það síðasta og gerði höfuðverk sín fársjúk og farin að kröftum, engin málamiðlun hér. Þessa sá stað á af- mælissýningu Grafíkfélagsins á sl. ári, en þá bára risastór verk hennar af flestu ef ekki öllu og mikilsvert þótti mér að fjalla um verk hennar. Farið er mikið listamannsefni langt fyrir aldur fram og ónýtt stendur ný vinnustofa sem beið orkubúntsins á heimaslóðum. Þó má líta til þess sem nokkra huggun, að trúlega gerði Dröfn Friðfinnsdóttfr nokkur af athyglisverðustu grafík- verkum sem yfirhöfuð vora þrykkt á pappír á landi hér alla síðustu öld. Guðmundur Benediktsson var fæddur 1920 og var nýorðinn áttræð- ur er hann lést, aldur sem hann bar vel þótt ekki væri hann hraustlegur í útliti, grannholda og sinaber. List- nám hóf hann þrítugur að aldri í Myndlistaskóla Reykjavíkur og var kennari hans Asmundur Sveinsson. Vart telst það fullgilt grannnám, en Guðmundur var hins vegar hús- gagnasmiður að mennt sem dugði honum vel. Um Guðmund hafa verið rituð mörg og falleg minningarorð og mannkostir hans tíundaðir og get ég einungis tekið undir þau hér, því hvergi er um oflof að ræða. Kynntist ég listamanninum helst í gegnumn störf hans í sýningarnefnd FIM, en þar var hann sannarlega betri en enginn, í raun ómissandi. Hjó ég sérstaklega eftir því, að enginn sá ástæðu til þess að minnast á mesta afrek hans á því sviði, sem var uppbygging sýningar Norræna Myndlistabandalagsins að Kjarvals- stöðum 1972, sem var fyrsta sýning- in í húsinu. Hér mæddi mikið á Guð- mundi við hin aðskiljanlegustu verk og er ég hér gildastur heimildarmað- ur sem formaður nefndarinnar. Hann gekk til allra verka af stóiskri ró og leysti hvern nær óleysanlegan hnútinn á fætur öðram, ekki síst vegna þess að hér var um framraun í ókönnuðu rými að ræða. Höfðum við einn smið okkur til aðstoðar og man ég glöggt er leið að verklokum hve við hlógum dátt er sá hvarf á braut til sólarlanda fyrir gróðann af vinnu sinni við hlið okkar, meðan umbun okkar sjálfra var ekki einu sinni fim- meyringur með gati. Én sýningin komst upp og meira en það, því hér sannaðist að sýning- arformið sjálft var engan veginn úr- elt en hins vegar framkvæmdafor- mið gatslitið og tætt. Vel upp sett sýning vatt svo upp á sig að verðleik- um og varð ein best sótta fram- kvæmdin frá upphafi og þar ekki miðað við höfðatölu. Sagði Valtýr Pétursson mér, en hann vai' þá for- maður félagsins, að síðustu dagana hafi verið líkast því að koma á aðal- járnbrautarstöð að koma í Mynd- listarhúsið á Miklatúni, eins og byggingin nefndist í upphafi. Öll sýningarnefndin stóð hér að baki, en hvað verklegu framkvæmdina snerti var hlutur Guðmundar Benedikts- sonar stærstur og mestur. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.