Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BJARNIVIÐAR
MAGNÚSSON
+ Bjarni Viðar
Magnússon, for-
stjóri Islensku um-
boðssölunnar, fædd-
ist á Akureyri 8.
september 1924.
Hann lést á Land-
spítalanum aðfara-
nótt 17. júní síðastlið-
ins. Foreldrar hans
voru Magnús Péturs-
son kennari, fæddur
26. febrúar 1890, d.
17. október 1976, og
Guðrún Bjamadóttir
húsfreyja, f. 5. maí
1888, d. 4. nóvember
1952.
Hinn 17. júlí 1954 kvæntist
Bjami Stefaníu Þóm Árnadóttur
húsmæðrakennara, f. 2. mars
1925. Böm Bjama og Stefaníu
eru: 1) Guðrún Inga Bjamadóttir,
f. 1. febrúar 1956. Hennar börn
eru Stefanía Hrönn Guðrúnar-
dóttir og Magnús Friðrik Guðrún-
arson. 2) Ámi Þór Bjarnason, f.
10. júní 1957, kvæntur Ásdisi Öldu
Þorsteinsdóttur. Þeirra böm em
Bjarni Þór, Helga
Björk og Linda Ósk.
3) Gunnar Viðar
Bjamason, f. 4. mars
1961, kvæntur Marfu
Elíasdóttur. Þeirra
böm eru Kristrún
Tinna, Jökull Viðar
og Elísabet Sunna. 4)
Birgir Sveinn
Bjamason, f. 2. júlí
1962, kvæntur Kris-
tínu Porter. Hennar
sonur er Axel Ingi
Tynes. Fyrir átti
Birgir soninn Hilm-
ar Þór Birgisson
með fyrrverandi sambýliskonu,
Sigrúnu Bjartmarz. 5) Stefán
Bragi Bjarnason, f. 13. október
1964, sambýliskona Iðunn Braga-
dóttir. Þeirra dóttir er Þóra
Dagný. Fyrir átti Stefán soninn
Davíð Má með fyrrverandi eigin-
konu, Guðrúnu Hálfdánardóttur.
Utför Bjarna Viðars verður
gerð frá Hallgrímskirkju á morg-
un, mánudaginn 26. júní, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Kæri tengdapabbi, ég minnist þín
sem tókst svo vel á móti mér í fjöl-
skylduna fyrir um 18 árum þegar
kynni okkar Áma voru hafin og ég
fann að ég var alltaf velkomin á heim-
ili ykkar Stefaníu á Grenimelinn og
síðar á Ægisíðuna. Mér fannst ég
hafa eignast annað heimili og aðra
fjölskyldu hér fyrir sunnan. Ef til vill
voru tengslin meiri þar sem við vor-
um öll frá Akureyri og oft ræddum
við um æskuárin fyrir norðan. Þú
varst sterkur persónuleiki og örugg-
ur í fasi. Óþreytandi varstu við störf
þín við fjölskyldufyrirtækið sem þú
stofnaðir og stjómaðir í 30 ár og
varst mjög stoltur af, sérstaklega
þegar öll bömin þín fimm voru farin
að vinna hjá þér. Líka varðstu mjög
stoltur þegar Bjami Þór og Kristrún
Tinna, elstu bamabömin, vora farin
að vinna þar síðastliðið sumar. Þá
vora þrír ættliðir famir að vinna
saman. Við voram mjög ánægð þegar
þú bauðst okkur að flytja til þín á
Ægisíðuna, en því miður gripu mátt-
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN j
SÓLARHRINGINN
| AÐALSTKÆTI 4H • 101 REVKJAVÍK I
I I
| Ddvíd Inger Óltfur
I l hfarnrstj. I ’tftrnrstj. Utfnrnrstj.
LÍKKISTUVINNUSTOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
■y 1899
arvöldin inn í og af samvera okkar
verðui- ekki þar. Nú verður skrýtið
að búa á Ægisíðunni þegar þú verður
ekki þar en þú verður með okkur í
minningunni sem við munum geyma
og ylja okkur við. Við munum sakna
þín mikið, elsku tengdapabbi.
Ásdís Alda.
Þrátt fyrir erfið veikindi Bjama
undanfarna mánuði var mjög sárt að
heyra um andlát hans aðfaranótt 17.
júní enda vora fáar manneskjur mér
jafn kærar og hann.
Við Bjarni kynntumst í ársbyrjun
1984 þegar Stefán sonur hans kynnti
mig fyrir fjölskyldunni. Mér var
strax vel tekið af öllum og þá ekki síst
foreldram Stefáns, þeim Bjarna og
Stefaníu, sem tóku mér opnum örm-
um. Fljótlega varð ég sem ein af fjöl-
skyldunni og eftir á velti ég fyrir mér
hvort margir foreldrar hefðu sýnt
nítján ára syni sínum og sautján ára
gamalli unnustu hans þá þolinmæði
og traust sem þau sýndu okkur strax
í upphafi sambands okkar.
Við Bjami urðum fljótt vinir enda
ekki annað hægt en að vingast við
hann þegar maður kynntist honum
og hans innra manni. Því undir
hrjúfu yfirborði Ieyndist yndislegur
persónuleiki - margbrotinn - en því
meira spennandi og áhrifameiri.
Síðar þetta sama ár hófum við
Stefán búskap í kjallaranum hjá
Bjama og Stefaníu á Grenimel 11,
æskuheimili Stefáns, og þegar þau
keyptu húsið á Ægisíðu 46 ári síðar
fylgdum við Stefán með. Á Ægisíð-
unni bjuggum við í kjallaranum hjá
Bjama og Stefaníu í tíu ár. Sonur
okkar Stefáns, Davíð Már, fæddist á
meðan við bjuggum á Ægisíðunni og
bjó með mömmu og pabba og afa og
ömmu á Ægisíðunni allt fram á
sjöunda árið þegar litla fjölskyldan í
kjallaranum flutti í eigið húsnæði.
Davíð Már naut þeirra forréttinda að
kynnast afa og ömmu nánar en flest
böm ná að gera og að heimili þeirra
uppi væri hans heimili jafnt á við
íbúðina okkai- í kjallaranum. Davíð
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
med þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Már var heldur ekki gamall þegar
hann var farinn að skríða upp stigann
til afa og ömmu þar sem honum var
ekki í kot vísað með að fá eitthvað
gott í gogginn og klifra upp í fangið
annað hvort á afa eða ömmu.
Bjami stofnaði íslensku umboðs-
söluna árið 1970 eftir að hafa unnið
hjá Sambandi íslenskra samvinnufé-
laga um áratugaskeið. Bjami dvaldi
langdvölum erlendis vegna vinnunn-
ar og sum árin var hann nánast árið
um kring í útlöndum. En eitt brást
aldrei þessi ár sem ég þekkti hann.
Bjami var alltaf með fjölskyldunni á
Islandi um jólin þrátt fyrir að stund-
um hefði ekki mátt miklu muna að
það tækist ekki. Því þrátt íyrir að
hafa alla tíð unnið mikið og uppeldi
barnanna hafi að mestu verið í hönd-
um Stefaníu var fjölskyldan það dýr-
mætasta í huga hans og leið honum
aldrei betur en þegar allur hópurinn
kom saman á Ægisíðunni.
Bjami hafði mikinn áhuga á skóg-
rækt og dvaldi hann og Stefanía nán-
ast hverja helgi yflr sumartímann í
sumarbústaðnum á Þingvöllum eða í
bústaðnum á Englandi í Lundar-
reykjadal. Þar var hann í essinu sínu,
hvort sem hann stóð við bakka Þing-
vallavatns og veiddi murtur eða var
að gróðursetja og dytta að bústað-
num. Bjami þreyttist aldrei á að sýna
manni nýjustu plöntumar á landinu
og hvað þær eldri höfðu sprottið frá
síðustu heimsókn. Öll bamabömin
áttu sitt tré á Þingvöllum og var það
fastur liður þegar við kíktum til
þeirra á Þingvelli að kíkja á hvort
hefði sprottið betur, Davíð eða tréð.
Bjami las mjög mikið og fylgdist
grannt með innlendum og erlendum
fréttum. Hann varð því mjög ánægð-
ur þegar ég byrjaði á Morgunblaðinu
fyrir fjóram áram og ekki minnkaði
ánægjan þegar ég tók við starfi
fréttastjóra viðskipta. Islenskt sem
erlent viðskiptalíf var honum hug-
leikið enda hafði hann lifað og hrærst
í því á fímmta áratug. Hin síðari ár
varð íslenskur hlutabréfamarkaður
og þá helst sjávarútvegsfyrirtæki
eitt af okkar helstu umræðuefnum.
Átti Bjarni oft ekki orð yfir hækkanir
á gengi hlutabréfa í þeim félögum
sem hann áleit óspennandi fjárfest-
ingarkost og hvað oft þyrfti lítið til
þess að verð bréfa ryki upp. Hvort
heldur það voru hlutabréf eða eitt-
hvað annað gátum við Bjarni rökrætt
langtímum saman án þess að taka
nokkuð tillit til annarra sem máttu
sitja undir rausinu í okkur. Man ég
að Stefanía og Stefán hristu oft haus-
inn yfir okkur og þá sérstaklega ef
stjómmál bar á góma enda við Bjami
bæði mjög þrjósk og yfirleitt sann-
færð um að okkar málstaður væri
réttur og bæði lítið fyrir að gefast
upp fyrir rökum hins. Eg þurfti mjög
oft að láta í minni pokann fyrir rökum
Bjama þar sem hann var mun leikn-
ari í bardagafimi orðsins og betur að
sér um flest mál en ég. Það verður að
viðurkennast að ég átti stundum erf-
itt með að kyngja því að hans rökst-
uðningur væri betri og oftar en ekki
hélt umræðan áfram síðar þegar ný
rök vora fundin. Þessar stundir era
ógleymanlegar og held ég innst inni
að Bjami hafi haft ákaflega gaman af
þeim líkt og ég enda hvoragt okkar
mikið gefið fyrir fólk sem ekki hefur
skoðanir á hlutunum hvort sem þær
era okkur að skapi eður ei.
Bjami og Stefanía stóðu alla tíð
eins og klettur á bak við okkur Stefán
og Davíð Má. Hvort heldur sem það
var aðstoð með Davíð Má eða annað.
Sá stuðningur gleymist aldrei og fæ
ég þeim seint fullþakkað.
Elsku Stefanía og fjölskylda. Eg
samhryggist ykkur á þessari erfiðu
stundu en minni á að gleyma ekki því
sem Bjami gaf okkur á meðan hann
lifði. Ég er þakklát fyrir að hafa feng-
ið að kynnast honum og eiga hann
sem góðan vin allt frá fyrstu stundu
til þeirrar síðustu.
Blessuð sé minning hans.
Guðrún Hálfdánardóttir.
Nú kveðjum við þig, elsku afi.
Minningarnar sem við eigum um þig
era margar og kærar. Afi okkar sem
var alltaf svo stór og sterkur og vissi
allt, afi sem var alltaf svo góður við
okkur, afi sem var svo stoltur af okk-
ur öllum, hvemig okkur gekk í skól-
anum og lífinu. Það var alltaf gott að
heimsækja ykkur ömmu á Ægisíð-
una og við gleymum aldrei öllum
stundunum sem við áttum saman,
sérstaklega voru aðfangadagskvöld-
in okkur kær. Við munum einnig vel
eftir sunnudagsferðum okkar í sum-
arbústaðina ykkar, þar voru alltaf
veitingar á borðum og þú fórst með
okkur að veiða murtu eða í bátsferðir
á Þingvallavatni. Þið amma voruð
mjög dugleg að gróðursetja við sum-
arbústaðina og þið gróðursettuð eitt
sérstakt tré fyrir hvert okkar árið
sem við fæddumst og síðan gátum við
fylgst með hvemig þau uxu og döfn-
uðu. Þannig komuð þið áhuga ykkar
á skógrækt áfram til okkar. Takk
fyrir allt, elsku afi,
Bjarni Þór, Helga Björk
og Linda Ósk.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakkahér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymisteigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnastþér.
(Ingibj.Sig.)
Með þessum orðum viljum við
kveðja forstjóra okkar og stofnanda
íslensku umboðssölunnar, Bjarna V.
Magnússon, sem er látinn.
Kæra Stefanía, Guðrán, Árni,
Gunnar, Birgir, Stefán og fjölskyld-
ur, við sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Starfsfólk Islensku umboðs-
sölunnar,
Starfsfólk Sportbúðar-Títans,
Starfsfólk Véla og þjónustu.
I örfáum orðum langar mig að
minnast vinar míns Bjarna V.
Magnússonar, forstjóra Islensku
umboðssölunnar. Bjami var heiðurs-
maður, traustm-, vel gefinn og ákaf-
lega minnugur.
Ég kynntist Bjama þegar ég hóf
störf hjá íslensku umboðssölunni ár-
ið 1993. Strax tókust með okkur góð
kynni og vinskapur. Bjami var ákaf-
lega hjálpsamur og hafði afar gaman
af því að leggjast yfir og leysa ýmis
mál sem upp komu þegar við voram
að reyna að vinna nýja markaði í fisk-
sölumálum. Hjá honum gátu menn
setið tímunum saman og skeggrætt
hin ýmsu mál frá öllum hliðum. Þar
leysti Bjami oft málin af einstakri
list. Hann hafði á langri starfsævi
starfað meðal annars í Bandaríkjun-
um og Bretlandi. Hann var hafsjór af
fróðleik og mikill frumkvöðull í ýms-
LEGSTEINAR
K: Komið og skoðið
*í{ ‘ >•»'* ' 1 í sýningarsal okkar eða
; fáið sendan myndalista
r ‘ MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
um málum sem varða útflutning á
fiski frá Islandi.
Hann stofnaði Islensku umboðs-
söluna árið 1970, fyrirtæki sem byrj-
aði smátt en hefur vaxið og dafnað
síðan og er í dag á meðal stærstu út-
flytjenda á fiski frá íslandi. Bjarni
vann ávallt langan vinnudag og tók
sér sjaldan frí.
Á sumrin stundaði hann veiðiskap
og dyttaði að sumarhúsi sínu í Borg-
arfirðinum. Hann var iðulega að gera
eitthvað. Ég sagði einhverju sinni við
hann að ég skildi ekki hvemig hann
færi að því að vinna frá 8-18 eða 19
sex daga vikunnar og samt keyra yfir
30.000 km á ári. Hann hló mikið að
þessu. Vegna starfa síns hafði Bjarni
ferðast meira og minna um allan
heim. Sérstaklega hafði hann ferðast
um Bandaríkin. Síðustu árin var
hann orðinn frekar leiður á ferðalög-
um og vildi helst vera á íslandi. Þó
fékk ég hann með mér til Færeyja
fyrir nokkram áram og var það mjög
ánægjuleg og skemmtileg ferð.
Ég sendi konu hans, Stefaníu, fjöl-
skyldu hans, vinnufélögum og vinum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Páll Arnórsson.
Nokkrar kveðjulínur vil ég skrifa
um fráfall ágætis vinar, Bjama V.
Magnússonar forstjóra. Ég kynntist
honum er hann kom heim frá Amer-
íku 1963 til að taka forstjórastöðu
sjávarafurðadeildar SÍS. Eg var þá
forstjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur
h.f. en Bjarni annaðist sölu fram-
leiðslunnar, og hefi ég sjaldan kynnst
eins miklum athafnamanni, sístarf-
andi. Ferðaðist ég með honum bæði í
Ameríku og Evrópu, og helst vildi
hann vinna á daginn og nota nætur til
að ferðast, slíkur var dugnaður hans
og æðruleysi.
Mikið verðfall afurða sjávarfangs
varð árið 1966 á öllum sviðum, og
fannst mér einsog margir vildu
kenna vini mínum Bjai’na um það,
sem var með öllu siðlaust því síldar-
afurðir féllu líka í verði. Bjarni hætti
hjá SÍS og stofnaði íslensku umboðs-
söluna ásamt fleiri fyrirtækjum, og
hefur rekið þau með miklum dugnaði
og æðraleysi eins og hans var von og
vísa. Reka böm hans fyrirtækin
áfram, enda hafa þau starfað með
honmn.
Ég sakna Bjarna sem góðs vinar
og óska honum velfamaðar yfir móð-
una miklu um leið og ég sendi fjöl-
skyldu hans mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Verriharður Bjamason.
Til fjölmargra ára höfum við veiði-
félagar og vinir komið saman síðsum-
ars og haldið á vit ævintýra í faðmi
náttúrannar á bökkum Kjarrár í
Borgarfirði. Tilhlökkunin hefur
ávallt verið mikil og hópurinn sam-
hentur og ákveðinn í því að láta hlut;
ina ganga upp og láta sér líða vel. í
þessum hóp var Bjarni foringinn.
Nærvera hans var þægileg og gaf
hann góð ráð þeim sem styttra vora á
veg komnir í veiðilistinni. Bjami var
duglegur og fylginn sér í stangveið-
inni.
Að loknum veiðidegi eftir miklar
göngur var sest niður og farið yfir af-
rek dagsins og sögur sagðar af þeim
stóra sem slapp. Bjami kom vel fyrir
og hafði gaman af að segja veiðisögur
og gera góðlátlegt grín að sjálfum sér
og samfylgdarmönnum sínum. Á síð-
asta sumri mættust þrjár kynslóðir
við veiðar, þegar sonur hans og son-
arsonur vora komnir ásamt með öðr-
um til að upplifa ævintýrin í góðum
félagsskap. Bjami var á þeirri
stundu orðinn alvarlega veikur en
bar veikindi sín hljóður og tók þátt í
allri dagskránni og lék á als oddi inn-
an um okkur hina.
Nú þegar veiðifélagi okkar er fall-
inn frá kveðjum við hann með sökn-
uði og þakklæti fyrir samfylgdina.
Við viljum tráa því að Bjami muni
ávallt fylgja okkur í anda við veiðarn-
ar í Kjarrá á ókomnum áram.
Við vottum Stefaníu, bömum og
öllum aðstandendum okkar dýpstu
samúð. Mannsandinn líður ekki und-
ir lok, minning um góðan mann lifir í
hjarta og minni. Líkt og sólin sem
virðist ganga undir, en heldur alltaf
áfram að lýsa.
Veiðifélagar og vinir.