Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Yfírmaður aðalsendinefndar Palestínu á fslandi, Ómar Sabri Kittmittó Friðarferlijð heldur áfram ef Israelar standa við gefín heit Morgunblaðið/Amaldur Ómar Kittmittó, yfirmaður aðalsendinefndar Palestínu á fslandi. Ómar Sabrí Kittmittó var í byrjun þessa árs viðurkenndur af íslensk- um stjórnvöldum sem yfírmaður aðalsendi- nefndar Palestínu á Is- landi, með aðsetur í Noregi. Hann sagði í viðtali við Óla Jón Jóns- son að ríki Palestínu- manna verði opið lýð- ræðisríki þar sem réttindi ólíkra trúar- og samfélagshópa verði virt. Hvers vegna hafa friðarvíðræðurnar ratað í ógöngur á síðustu vikum ? „Eg held að vandamálið sé það sama og við upplifðum í tíð Netanja- hus, fyrrverandi forsætisráðherra ísraels. Petta er sama sagan: Við undirritum samkomulag við ísrael- ana en þeir standa ekki við sinn hluta. Gengið er frá samningum, ísraelarnir framkvæma nokkra þætti þess sem kveðið er á um en hætta áður en þeir hafa uppfyllt skilmálana til fulls. Pað sem strandaði á núna síðast var tregða Israelanna til að standa við skuldbindingar um að láta palest- ínska fanga lausa úr haldi og flytja hermenn sína frá þremur þorpum í nágrenni Jerúsalem. Þessi atriði var búið að semja um í Sharm El-Sheik í Egyptalandi síðasta haust. Petta er vandamálið. Ef ísraelar standa við gefin heit, getur friðarferlið haldið áfram. Við féllumst á að seinka stofn- un ríkis okkar vegna þess að við trúð- um því að ísraelar myndu ekki ganga á bak orða sinna.“ Hver telur þú að sé ástæðan fyrir þessu meinta háttalagi ísraelanna? Hvemig getur það þjónað hagsmun- um þeirra að standa ekki við gerða samninga? „Það er ljóst að ekki rQdr full ein- ing meðal ísraelsku þjóðarinnar um friðarferlið. Sundrungin getur auð- veldlega eyðilagt allt ferlið. Barak á í höggi við andstæðinga friðarferlisins og virðist stundum neyðast til að láta undan. Ég held að spyrja ætti ísrael- ana sjálfa að því hvemig það geti þjónað hagsmunum þeirra að skaða friðarferlið." Því hefur verið haldið fram að skipulag friðarviðræðnanna sé orsök vandans, þ.e. að með því að ákveða að byrja á því að leggja almennar línur og afgreiða smáatriðin síðar hafí að sumu leyti verið byijað á röngum enda. Er eitthvað til íþessu ? „Hin svokallaða „Yfirlýsing um grundvallaratriði“ frá 1993 fól í sér að báðir aðilar viðurkenna hinn sem lög- mætan samningsaðila. Þetta er kjami og grundvöllur friðarferlisins. Engar viðræður hefðu verið mögulegar án þessa. Eftir að búið var áð stíga þetta skref var eðlilegast að halda áfram með því að semja fyrst um það sem minni ágreiningur ríkti um og síðar um erfiðari málin.“ Hver er að þínu mati stærsta hindrunin í vegi fyrir því að hægt sé aðljúka endanlegum friðarsamningi? „Eins og staðan er nú er enn eftir að semja um fimm atriði sem eru erf- iðustu ágreiningsmálin en þau er ekki ómögulegt að leysa. Þau eru: Staða Jerúsalem, framtíð palestínskra flóttamanna, endanleg landamæri ríkjanna, vatnsréttindi, og landnema- byggðir gyðinga á hemumdu svæð- unum. Að því er varðar hvert og eitt þessara mála eru ákveðin gmndvall- aratriði sem ber að jjanga út frá við samningagerðina. Eg nefni dæmi. Sameinuðu þjóðimar hafa ítrekað ályktað að palestínskir flóttamenn eigi rétt á að snúa aftur til heimkynna sinna á hemumdu svæðunum. ísrael- ar hafa hingað til neitað að viður- kenna þennan rétt en heimila á sama tíma einni milljón rússneskra gyðinga að flytjast til landsins eftir 2000 ára útlegð og gerast ísraelskir ríkisborg- arar! í þessu efni ber auðvitað að fara að ályktunum SÞ, t.d. ályktun örygg- isráðsins nr. 242 og allsherjarþings- ins nr. 194, sem varða palestínska flóttamenn. Sameinuðu þjóðimar hafa einnig samþykkt fjölmargar ályktanir um Jerúsalem. Þar kemur slfyrt fram að Austur-Jerúsalem er hemumið land. ísraelar hafa ekki viljað fallast á þetta og segja að þeir vilji ekki endur- taka það sem átti sér stað í Berlín, þ.e. að skipta borginni í tvennt. Þetta er að mínu mati útúrsnúningur af þeirra hálfu. Borgin var tvískipt áður, þ.e. fyrir 1967, og samlíkingin á alls ekki við. Engu að síður emm við reiðubúnir að ræða um hverja þá til- lögu sem felur í sér að Jerúsalem verði höfuðborg tveggja ríkja, hvem- ig svo sem það verður framkvæmt. En við getum ekki með nokkru móti fallist á það að Austur-Jerúsalem sé ekki álitm hemumin borg. Þegar kemur að spumingunni um framtíðarlandamæri ríkjanna, tel ég að hana eigi að ræða út frá megin- reglunni um ,Jand fyrir frið“, Yfirlýs- ingunni um grundvallaratriði og Sharm E1 Sheik-samkomulaginu. Það sama gildir um samninga um vatn og landnemabyggðimar en í raun eru tvö fyrstu ágreiningsatriðin þau al- varlegustu." Því hefur verið haldið fram að pal- estínskir flóttamenn eigi að fá greidd- ar skaðabætur fyrir öll þau ár sem þeir hafa neyðst til að Ufa í útlegð. Hvað Gnnst þér um slíkar kröfur? „Við höfum ekki krafist neins ann- ars til handa flóttamönnum en að þeir fái að snúa aftur heim. Hins vegar era mál palestínskra flóttamanna ekki af- greidd enn og hægt er að hugsa sér ólíkar lausnir í því sambandi. Opinber stefna Frelsissamtaka Palestínu (PLO) og palestínskra yfirvalda er ekki sú að fara fram á bætur. Við er- um reiðubúnir til að ræða um hvemig megi aðvelda heimkomu flóttamanna, hversu margir fái að koma í einu og svo framvegis. En það er ekki á dag- skrá af okkar hálfu að krefjast skaða- bóta.“ Mun verða lýst yfír stofnun Palest- ínurOds 13. septembernk. eins ogfor- ystumenn ykkar hafa talað um, óháð því hvort endardegur friðarsamning- ur verðuríhöfn eða ekki? „Já, það er alveg öraggt. Ef til vill munu verða samið um að seinka því um einn eða tvo daga meðan gengið er frá öllum formsatriðum. En við munum stofna ríkið hvort sem samn- ingum verður lokið eða ekki. Það er réttur okkar.“ Palestínsk yfírvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að virða ekki mann- réttindi, t.d. með aðgerðum gegn and- stæðingum friðarferlisins. Því hefur líka verið haldið fram að Arafat sé harðstjóri. Hvemig kýst þú að svara slíkum ásökunum ? ,Á yfirráðasvæðum okkar gilda lög sem vemda mannréttindi, t.d. tján- ingarfrelsi. Stjómvöld virða þessi lög. Við getum hins vegar ekki Uðið mót- mælaaðgerðir nema tilskiUn leyfi fyr- ir slíku hafi verið veitt. Sú regla gildir í öllum ríkjum. Fyrir kemur að erfitt getur reynst fyrir yfirvöldin, innan ramma gildandi laga, að hafa hemil á öflum sem vilja skaða friðarferlið og ísraelskar eða palestínskar stofnanir. Ég held því ekki fram að við höfum náð að skapa lýðræði af sama tagi og Skkist í Evrópuríkjum, þar á meðal landi, en við erum að reyna að gera okkar besta til að það megi takst. Við höfum fengið ábendingar vegna ástandsmannréttindamála frá ýms- um rílgum og stofnunum og höfum reynt að lagfæra ástandið eins mikið og frekast er kostur. Að mati Rauða krossins og annarra alþjóðasamtaka hefúr ástandið batnað á síðustu miss- eram. Er það rétt að fjölmiðlar á yfírráða- svæðum Palestínumanna sæti rit- skoðun? „Við eigum í vanda. Hann er sá að við höfum skrifað undir samning við ísraela sem kveður á um að samn- ingsaðiU megi ekki ala á andúð þegna sinna í garð hins aðilans. Þessi regla gildir einnig um efni í fjölmiðlum en sumir fjölmiðlar hafa ekki virt hana. Nokkrir helstu áfangar friðarferlis ísraela og Palestínumanna 1993 Sameiginleg „Yfirlýsing um grundvallaratriði“ undirrituð í Washington. Fól í sér að Palestínumenn í Jeríkó og Gaza skyldu öðlast sjálfstjórn og undirbúningur skyldi hafinn að sjálfstjórn Palestínumanna á Vestur- bakka Jórdanar. Sett yrði upp sjálfstætt allsherjarstjórnvald Palestínumanna með kjörnu þingi og eigin lögreglu. Brottflutningur ísraelshers skyldi hefjast af hernumdu svæðunum og stofnað til efnahagssamvinnu milli þjóðanna. Ákveðið að bíða með að ræða um erfið úrlausnarefni, þeirra á meðal málefni flóttamanna, stöðu Jerúsalem og byggðir gyðingalandnema á hernumdu svæðunum. Viðræður um endanlegan friðarsamning skyldu hefjast ekki síðar en að þremur árum liðnum, þ.e. um mitt ár 1996. 1994 Samningur um takmarkaða sjálfstjórn Palestínumanna í Gaza og Jeríkó undirritaður. Hafist handa um að færa ábyrgð til allsherjarstjórnvalds Palestínumanna. 1995 Samningur um takmarkaða sjálfstjórn á Vestur-bakkanum og Gaza undirritaður sem leysti fyrri samning um Gaza og Jeríkó af hólmi. Grunnur lagður að stofnun þings palestínumanna, Palestínska ráðinu. Tímaáætlun um brottflutning ísraelska hersins frá Vestur-bakkanum samþykkt. Einnig ákvæði um vatnsréttindi, efnahagssamvinnu, lausn palestínskra fanga úr fangelsum í Israel, friðaruppeldi og fleira. 1997 Samkomulag undirritað um brottflutning ísraelshers frá Hebron. 1998 Samkomulag gert í Bandaríkjunum, s.k. Wye-samkomulag, um leiðir til að auðvelda framkvæmd samningsins um sjálfstjórn á Vestur-bakkanum og Gaza frá 1995. Ákveðið að hefja viðræður um endanlegan friðarsamning og stefnt að því að Ijúka þeim í maí 1999. 1999 ísraelar og Palestínumenn undirrita samkomuiag í Egyptalandi, s.k. Sharm el-Sheik-samkomulag, þar sem lýst er yfir vilja til að hrinda í framkvæmd öllum samningum þjóðanna frá 1993. Ákveðið að hefja viðræður um endanlegan friðarsamning eigi síðar en 13. september 1999 og að drög að slíkum samningi liggi fyrir innan fimm mánaða frá því viðræður hefjist. Stefnt að því að endanlegur friðarsamningur verði í höfn ári síðar, þ.e. 13. september árið 2000. Við getum t.d. ekki liðið að sjón- varpsstöð hvetji fólk til að fara út á götu og kasta gijóti í Israela. Málið er mjög flókið og það er auðvitað ekki auðvelt fyrir okkur að þurfa að hand- taka okkar eigin þegna eða að taka fram fyrir hendumar á blaðamönnum sem gagnrýna Israel. En þetta getur verið nauðsynlegt til að halda lífi í friðarferlinu." Hvers eðlis verður rQdsvaldið í hinu nýja Palestínuríki? „Þegar PLO var stofnuð var því lýst yfir að ríki okkar yrði lýðræðis- legt og að þar yrði tryggt jafnrétti ólíkra samfélags- og trúarhópa. Við viljum skapa frjálslynt samfélag og markaðshagkerfi hUðstætt því sem er við lýði í Evrópu. Við eigum mjög öfl- uga stétt menntamanna sem munu stuðla að því að samfélagið verði opið og lýðræðislegt. Að okkar mati á ríkisvaldið að vera veraldlegt vegna þess að Palestínu- menn ástunda óUk trúarbrögð. Á þingi okkar sitja bæði múslímskir og kristnir fulltrúar og raunar einnig fulltrúar Samverja, sem era eins og kunnugt er gyðingar." Þú minntist á að eitt af erfíðustu málunum sem sernja þurfí um séu vatnsréttindi. Tölur um vatnsnotkun sýna að Israelar nota miklu meira vatn en íbúar hemumdu svæðanna. Hver er ástæðan, hafa ísraelar komið í veg fyrir að Palestínumenn fengju vatn? „Þeir hafa ekki aðeins komið í veg fyrir að við fengjum vatn, heldur hafa þeir einnig stoUð því grannvatni sem með réttu tilheyrir okkur. Með tæknilega fuUkomnum búnaði dæla þeir vatni úr berggranninum á her- numdu svæðunum og veita því til Israels. Við höfum ekki getað varið okkur fyrir þessu og þetta er alvar- legt mál sem þarf að leysa.“ Hvemig ber að þínu mati að stuðla að því að komandi kynslóðir Palest- ínumanna og Israela haldi friðinn ? „Þjóðimar lifa í nánu sambýU á mjög Utlu svæði. Þess vegna er mjög mikilvægt að öll palestínsk böm læri hebresku og að öU ísraelsk böm læri arabísku. Það er líka mUdlvægt að þjóðimar læri hvor um menningu og samfélag hinnar. Við eram í raun mjög skyldar þjóðir, uppranalega af sama kynþætti, trúum á sama guð, höfum marga sameiginlega siði og borðum sams konar fæðu, svo dæmi séu nefnd. Það er rétt að hafa í huga að friður ríkti milU gyðinga og araba aUt þar til Balfour-yfirlýsingin var samþykkt árið 1917 [yfirlýsing breskra stjóm- valda þar sem lýst er stuðningi við að gyðingar fái að stofna ríki í Palest- ínu]. Það var aldrei neitt „gyðinga- vandamál" í Mið-Austurlöndum. Gyð- ingahatur var evrópskt fyrirbæri. Friður og gagnkvæm virðing á sér því sögulegt fordæmi og þar sem er vUji, þar er vegur. Ég tek undir að leiðin er á stundum grýtt. En það er ekki ómögulegt að sætta fólk á ný.“ Að lokum, hverjar telur þú líkurnar á því að friður komist á í Mið-Austur- löndum eftir að endanlegur friðar- samningur milli ísraela og Palestínu- manna verðurorðinn að veruleika? „Ég held að það sé rangt af Hizbollah að lýsa yfir sigri í Líbanon eftir að ísraelar hafa dregið lið sitt suður yfir landamærin. Sigurinn er einnig Israelanna. I stríði er venja að tala um sigurvegara og hina sigraðu en ég held að í þessu tUviki eigi slík hugtök ekki við. Hins vegar hafa báð- ir aðilar unnið friðinn. Að því er varðar framtíð Líbanons vona ég reyndar að Hizbollah muni auðnast að breyta sjálfu sér í eigin- legan stjómmálaflokk með tíð og tíma og friður muni ríkja á landa- mæram Israels og Líbanons. Önnur arabaríki munu ekki heldur eiga í vandræðum með að semja frið við Israela eftir að friður kemst á mUli þeirra og Palestínumanna. Ég er tU dæmis viss um að friðarviðræður Israela og Sýrlendinga munu hefjast fyrr en seinna. Það er mikUl vilji í röð- um beggja til að halda áfram og leiða viðræðumar til lykta. En varanlegur friður í Mið-Austurlöndum stendur og feUur með því að ísraelar og Pal- estínumenn komist að samkomulagi og setji niður deilur sínar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.