Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 40
x 40 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Bróðir minn,
GUÐMUNDUR PÉTURSSON
bifreiðarstjóri,
Ásenda 10,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 20. júní.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 26. júní kl. 10.30.
Anna Margrét Pétursdóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLDÓRA S. S. JÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá kapellu Fossvogskirkju
mánudaginn 26. júní kl. 13.30.
Jóna L. Marteinsdóttir,
Steinar Marteinsson,
Salgerður S. Marteinsdóttir, Sigurður Böðvarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
SIGURGEIRS GUNNARSSONAR
húsasmfðameistara,
Unufelli 25,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir
frábæra umönnun og vináttu.
Hrafnhildur Gísladóttir.
Kristján Sigurgeirsson, Anna María Sigurðardóttir,
Anna Brynja Sigurgeirsdóttir, Stellan Ragnar,
Andrea Kristín og Lísa Katla.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður
okkar, tengdaföður, bróður og afa,
GUNNLAUGS MATTHÍASAR JÓNSSONAR,
Beykilundi 13,
Akureyri.
Jón Birgir Gunnlaugsson,
Baldur Gunnlaugsson,
Sævar Gunnlaugsson,
Margrét Jónsdóttir,
Eðvarð Jónsson
Kolbrún Erna Magnúsdóttir,
Elva Dröfn Sigurðardóttir,
Kristín Dögg Jónsdóttir,
Magnús Ottóson,
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður okkar,
PÁLU KATRÍNAR EINARSDÓTTUR
frá Hörgslandi.
Guðmundur E. Björgvinsson,
Már Á. Björgvinsson,
Ragnheiður B. Björgvinsdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
minnar,
ELSE AASS.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sidsel Aass Bergland.
JÓNA
ÞORFINNSDÓTTIR
+ Jóna Þorfinns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 12. sept-
ember 1929. Hún
lést á heimili sínu á
Dalbraut 27 í
Reykjavík 19. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Þorfinnur Jú-
líusson, f. 27. mars
1884, d. 5. ágúst
1931, og Hólmfríður
Jónsdóttir, f. 19. jan-
úar 1891, d. 9. júní
1964. Systkini Jónu
Ólafiu voru Hjalti, f.
15. apríl 1919, Hulda Dagmar, f.
13. maí 1920, d. 14. mars 1991,
Hólmfríður, f. 18. nóvember 1921,
d. 22. sept. 1980, Lilja, f. 15. jan-
úar 1923, d. 29. sept. 1997, kjör-
foreldrar hcnnar voru Guðrún
Katrín Jónsdóttir, f. 18. febrúar
1876, d. 20. júlí 1927, og Halldór
Steinsen, f. 31. ágúst 1873, d. 25.
des. 1961, Júlíana, f. 1. des. 1924,
Sólveig, f. 1. des. 1924, d. 18. maí
1976, Liija, f. 11. des. 1925, og Ás-
Tengdamóðir mín, Jóna Þorfinns-
dóttir, lést á heimili sínu, Dalbraut
27,19. júní sl. eftir löng og erfið veik-
indi..
Jóna fæddist í Reykjavík 12. sept-
ember 1929 og var því liðlega sjötug
þegar hún lést.
Jóna var yngst 10 systkina og
missti föður sinn er hún var á öðru
ári. Móðir hennar sat þá uppi með
barnahópinn og reyndi að halda hon-
um saman, sem tókst í nokkur ár eða
allt þar til móðir hennar missti heils-
una. Þá var heimilið leyst upp er 5
systkim voru enn ófermd. Var Jónu
þá komið í fóstur á nokkrum stöðum
og meðal annars hjá elstu systur
sinni, Huldu, þar sem henni leið vel.
Hún saknaði ætíð samvistanna við
móður sína og held ég að það hafi alla
tíð sett mark sitt á hana. Sextán ára
laug, f. 2. maí 1927.
Þorfinnur átti tvær
dætur fyrir, þær Ulf-
hildi, f. 14. mars 1911,
d. 15. des. 1971, og
Sólveigu Sigurrós, f.
21. sept. 1912, d. 5.
apríl 1974. Hólmfríð-
ur átti einn son fyrir,
Hilmar Hafstein, f.
15. apríl 1913.
Jóna Ólafía giftist
12. sept. 1959 Friðriki
Hafsteini Sigurðssyni,
f. 27. aprfl 1929, d. 25.
júní 1993. Þau slitu
samvistir.
Jóna og Friðrik Hafsteinn eign-
uðust þijú börn: 1) Guðbjörgu
Huldu, f. 26. ágúst 1947, maki
Gunnar Árnmarsson, f. 20.
febrúar 1946, þau eignuðust fjög-
ur börn, a) Sigurð, f. 30. nóvem-
ber 1968, maki Iðunn Saga
Björnsdóttir, f. 22. júlí 1968, þau
eiga Árna Gunnar, f. 19. mars
1999 og Sunnevu Líf, f. sama dag.
Sigurður átti fyrir Aron Andra, f.
23. sept. 1989, b) Árna Jón, f. 22.
var henni komið fyrir í vist í Keflavík
þar sem hún kynntist manni sínum,
Friðriki Hafsteini Sigurðssyni. Þar
stofnuðu þau heimili ung að árum og
eignuðust þrjú böm. Þau slitu sam-
vistir 1967.
Tengdamóðir mín var tíguleg
kona, prúð í fasi og framkomu og lét
sér annt um útlit sitt allt íram á
hinsta dag. Ég átti því láni að fagna
að fá að kynnast henni er ég kynntist
syni hennar, Sigurði Friðrikssyni,
sem síðar varð eiginmaður minn.
Frá fyrstu tíð var mér tekið opnum
örmum af vináttu og hlýhug sem
aldrei bar skugga á. Jóna var kjörkuð
og kraftmikil kona í því sem hún tók
sér fyrir hendur. Á meðan heilsan
leyfði vann hún við ýmis störf, meðal
annars í frystihúsum í Keflavík og við
framreiðslustörf hjá Loftleiðum á
des. 1969, d. 4. febrúar 1993.
Hann eignaðist Heiðu Kristínu, f.
4. janúar 1992, c) Jónu Sigríði, f.
16. febrúar 1982 og d) Maríu
Björk, f. 23. nóvember 1984. 2)
Hólmfríði, f. 13. des. 1948, maki
Gunnar Ingvarsson, f. 11. aprfl
1947, þau eiga eitt bam a) Hafdisi
Jónu, f. 22. janúar 1966, maki
Snorri Magnússon, f. 23. júní
1964, þau eiga Gunnar Dag, f. 6.
mars 1984, Snorra Halldór, f. 26.
janúar 1989, og Dagmar Ýri, f.
19. des. 1990. Snorri ættleiddi
drenginn Gunnar Dag. 3) Sigurð,
f. 27. ágúst 1951, maki Sigríður
María Pétursdóttir, f. 1. febr.
1950, þau eiga þrjú böm, a) Lindu
Björk, f. 1. mars 1973, hún á
dreng f. 31. maí 2000, b) Pétur, f.
19. júní 1977, unnusta Malena
Birna Baldursdóttir, f. 19. nóvem-
ber 1977, og c) Helgu Rán, f. 9.
ágúst 1979. Sigurður átti son
fyrir, Ragnar, f. 26. aprfl 1972.
Jóna var lengst af heimavinn-
andi húsmóðir í Keflavík en vann
einnig við fiskvinnslu hjá Atlantor
í Keflavík, hjá Loftleiðum á Kefla-
víkurflugvelli og sem matráðs-
kona í mötuneytum þar til hún
missti heilsu.
Útfór Jónu fer fram frá Foss-
vogskirkju á morgun og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Keflavíkurflugvelli þar sem hún var
þekkt fyrir dugnað og snyrtimennku
í vinnubrögðum. Allt hennar hand-
bragð bar vott um fágun og fæmi þar
sem sérhver þráður hafði sitt hlut>
verk.
Tengdamóðir mín var fremur dul í
skapi og flíkaði ekki tilfinningum sín-
um. Nægjusemi og útsjónarsemi
voru henni í blóð borin og hún lifði
samkvæmt þeirri hugsun að sælla
væri að gefa en þiggja. Kom það ber-
lega fram í allri þeirri umhyggju sem
hún bar fyrir bömum sínum, bama-
bömum og langömmubömum allt
fram á síðasta dag. Jóna bjó í Kefla-
vík allt til ársins 1989 en flutti þá til
Reykjavíkur. í september sl. flutti
Jóna, farin að heilsu, á Dalbraut 27
þar sem hún naut góðrar aðhlynning-
ar og umönnunar.
Þórhallur
Björnsson fædd-
ist á Víkingavatni í
Kelduhverfi í N-
Þing. 9. janúar 1910.
Hann lést á hjúkrun-
arheimilinu Sunnu-
hlíð í Kópavogi 16.
júni siðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Digraneskirkju
22. júní.
Með Þórhalli
Björnssyni er horfinn
af sjónarsviðinu glæsi-
legur fulltrúi þeiiTar
kynslóðar, sem á síðustu öld helg-
aði samvinnufélögunum starfs-
krafta sína. Allt frá unglingsárum
starfaði hann hjá Kf. Norður-Þing-
eyinga á Kópaskeri. Hann var í
starfi hjá Sambandinu í Kaup-
mannahöfn og í Reykjavík 1930-
1931 og hjá Kf. Eyfirðinga 1932-
1935. Arið 1947 tók hann við starfi
kaupfélagsstjóra hjá Kf. Norður-
Þingeyinga af föður sínum, Birni
Kristjánssyni, alþingismanni. Þór-
hallur stýrði KNÞ af annáluðum
skörangsskap allt til ársins 1966,
en þá hvarf hann til starfa hjá
Sambandi ísl. samvinnufélaga í
Reykjavík. Þar var hann lengst af
aðalféhirðir, en síðustu þrjú árin
fulltrúi forstjóra, uns hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir árið
1981.
Þórhallur kom til starfa í
Reykjavík réttu ári áður en ég tók
aftur að starfa hjá Sambandinu í
Reykjavík eftir nokkurra ára dvöl
erlendis. Tókst strax með okkur
góður kunningsskapur, sem síðar
þróaðist upp í einlæga vináttu. Það
hefur stundum verið sagt að Norð-
ur-Þingeyingar séu
mestir heimsborgarar
allra íslendinga og sé
þetta rétt, þá er það
víst að Þórhallur
Björnsson var gott
dæmi um þessa mann-
gerð. Hann var gædd-
ur afar fágaðri fram-
komu, manna
skemmtilegastur í við-
ræðu, enda fjölfróður,
einkum um það er
varðaði viðskipti og at-
vinnumál. Talnaglögg-
ur var Þórhallur með
afbrigðum og kom það
sér vel í starfi hans hjá Samband-
inu. Á starfstíma hans hygg ég að
Sambandið hafi haft meira umleikis
en nokkurt annað fyrirtæki á Is-
landi, en fjármál nær allra deilda
vom þá í höndum forstjóra og aðal-
féhirðis. Uppgjör á landbúnaðar-
afurðum þóttu löngum í flóknara
lagi og var stundum sagt, bæði í
gamni og alvöru, að enginn maður
á landinu öllu skildi þá reiknings-
list til jafns við Þórhall Björnsson.
Um og upp úr 1970 starfaði ég
hjá þeirri deild Sambandsins, sem
sinnti málefnum kaupfélaganna. Á
þessum árum veittist mér sú sér-
staka ánægja að fara með Þórhalli í
heimsókn til kaupfélaga á Norð-
austurlandi. Þetta var.að sumar-
lagi, þegar dagur er lengstur, og ók
Þórhallur okkur í jeppa sínum af
Scout-gerð. Við fómm fyrir Mel-
rakkasléttu, frá Kópaskeri til Rauf-
arhafnar, með viðkomu í Leirhöfn.
Einnig fórum við Öxarfjarðarheiði
og raunar alla leið til Vopnafjarðar,
og ekki má gleyma lokaáfanganum,
sem var upp með Jökulsá á Fjöll-
um vestanmegin. Þórhallur miðlaði
mér miklum fróðleik um byggðina,
sem var honum svo kær, og um þá
sem þar höfðu lifað og starfað, og
sumt af þessu er mér raunar enn í
fersku minni. En ofar áhrifum frá
fögm landslagi og sögulegum fróð-
leik lifir þó endurminningin um þá
miklu virðingu sem Þórhalli var
auðsýnd, hvar sem okkur bar að
garði. Mér gat ekki dulist að ferða-
félagi minn og leiðsögumaður var
héraðshöfðingi, kominn að sækja
heim sitt fólk. Þó að Þórhallur væri
hættur að sinna daglegum störfum
lét hann sér mjög annt um málefni
kaupfélaganna, Sambandsins og
skyldra fyrirtækja. Hann kom
reglulega í heimsókn til mín og
áreiðanlega fleiri Sambandsmanna
og lét sig miklu varða framgang
þeirra mála, sem efst vom á baugi
hverju sinni. Síðasta heimsóknin
mun hafa verið fyrir fjórum til
fimm árum og hann sagði mér síð-
ar, þegar ég leit til hans í Hamra-
borg, að það hefði verið síðasta
ferð hans af bæ „undir eigin afli“
eins og hann orðaði það. Eftir-
minnilegt verður okkur níræðisaf-
mæli hans í janúar sl., þar sem stór
hópur mannvænlegra afkomenda,
tengdabörn og vinir söfnuðust sam-
an til að votta hinum aldna heiðurs-
manni virðingu sínu. Heilsunni var
að sönnu tekið að hraka, en höfð-
ingleg framkoman og ljúfmennskan
vom söm við sig.
Að leiðarlokum minnumst við
Inga með þakklæti og virðingu
margra ljúfra samvemstunda með
Þórhalli og konu hans Margréti
Friðriksdóttur, sem lést árið 1989.
Hinum stóra afkomendahópi send-
um við innilegustu samúðarkveðj-
ur. Ég veit að ég mæli fyrir munn
þeirra mörgu, sem áttu samleið
með Þórhalli á vettvangi samvinnu-
félaganna, þegar ég þakka honum
ómetanleg störf hans á því sviði.
Blessuð sé minning Þórhalls
Bjömssonar. Hvíli hann í friði.
Sigurður Markússon.
ÞÓRHALLUR
BJÖRNSSON