Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Veltan hefur tvöfaldast hjá Krisljárii Sigurpálssyni í Vélavali-Varmahlíð hf. eftir að fyrirtækið flutti í nýtt húsnæði. KEPPIRVIÐ VÉLA UMBOÐIN eftir Helga Bjarnason FYRIRTÆKIÐ Vélaval- Varmahlíð hf. hefur vaxið mjög frá því Kristján Sig- urpálsson bóndi hóf að stunda það sem aukastarf að selja bændum vélar og útvega varahluti. Umsvifin jukust mjög þegar hann hóf beinan innflutning á tindum í heyvinnuvélar og lækkaði verðið um fjórðung og annað stökk varð í starf- seminni þegar hún var flutt í nýtt húsnæði neðan þjóðvegarins í Varmahlíð í Skagafirði fyrir tveimur árum. Vélaval hefur á boðstólum varahluti og allar algengustu vörur til búrekstrar, meðal annars áburð og fóður, og einnig innréttingar í fjós. Kristján hóf rekstur varahluta- verslunar undir eigin nafni á árinu 1974. Faðir hans rak verslun í Varmahlíð og vildi hætta með vélar og varahluti. Varð úr að Kristján, sem þá var bóndi á Ibishóli, tók það að sér og í félagi við tvo aðra byggði hann hús yfir starfsemina við vega; mótin inn í Lýtingsstaðahrepp. I upphafi var Kristján með sölu á heyvinnuvélum frá ýmsum framleið- endum, jafnvel dráttarvélar og því fylgdi útvegun varahluta í vélarnar. Lækkaði varahluti um fjórðung Um miðjan níunda áratuginn fór Vélaval að stunda beinan innflutning á varahlutum. „Þetta kom þannig til að ég var alltaf að leita eftir betra verði. Komst ég fljótt að því að ég gæti boðið mun lægra verð með því að flytja vörurnar inn. Þetta byrjaði á tindum í heyvinnuvélar. Það kom til af því að mér hafði dottið í hug að framleiða tinda og gerði mikla at- hugun á því í samvinnu við Iðntækni- stofnun. Ekkert varð úr framleiðsl- unni en ég hafði þá aflað mér þekkingar á markaðnum og vissi hvað hann var stór," segir Kristján. Það var forsendan fyrir innflutn- EJsl <l niaviNNUUF A SUNNUDEGI ? Kristján Sigurpálsson, framkvæmdastjóri Vélavals- Varmahlíð hf. í Skagafirði, er fæddur 25. apríl 1943 og alinn upp í Varmahlíð. Hann stundaði nám við Iðnskólann á Sauðár- króki og var húsvörður félagsheimilisins Miðgarðs um túna. Hann vann við bú föður síns og var síðan bóndi á íbishóli til ársins 1988. Þá hafði hann rekið varahlutaverslun undir eigin nafni í Varmahlíð í fjórtán ár en helgaði þeim rekstri nú alla krafta sína. Hlutafélag í eigu Krisl jáns og fjölskyldu hans, Vélaval-Varmahlíð hf., var stofnað um fyrirtækið á árinu 1994 og hefur Krisljáu rekið það frá upphafi. Eiginkona Kristjáns er Sigríður Halldórsdóttir kennari og eiga þau þrjú börn. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Starfsmenn Vélavals-Varmahlíð, Sigurbjörn Á. Friðriksson, Jóhann P. Jóhannsson og Kristján Sigurpálsson, við rekka með drifsköftum og hjól í múgavél. ingi að hægt væri að selja vöruna víðar en í Skagafirði. Tókst að fá all- marga dreifingaraðila um allt land og fljótlega var farið að flytja inn aðra varahluti. í upphafi tókst Kristjáni að selja tindana á 25% lægra verði en umboð- unum. En smátt og smátt fóru aðrir innflytjendur að lækka verðið til samræmis. Telur hann að umboðin hafi keypt varahlutina af erlendum dreifingaraðilum. Hann sneri sér hins vegar beint til framleiðenda við- komandi hluta. Til þess að geta það þurfi hann reyndar að taka verulega áhættu. Panta varahlutina að hausti fyrir sumarið á eftir og áður en pant- að var þurfti að áætla hvað mörgum af gömlu vélunum yrði lagt og hvað kæmi af nýjum í staðinn. Ef áætlun- in stóðst ekki þurfti að liggja með óþarflega mikinn lager næsta vetur eða geta ekki útvegað nauðsynlega varahluti um sumarið. Varahlutasalan var aukastarf hjá Kristjáni því hann var í fullu starfi sem bóndi á íbishóli. Eftir að beini innflutningurinn hófst varð rekstur- inn svo umfangsmikill að hann taldi sig þurfa að velja á milli búskaparins og vélasölunnar. Vélarnar urðu fyrir valinu. Segir Kristján að sér hafi gef- ist tækifæri til að hætta í búskapnum því að ríkið hafi keypt kvóta af bændum til að hvetja þá til að hætta. „Þetta var erfið ákvörðun á meðan hún var í bígerð en síðan hef ég verið mjög sáttur við hana." Ný verkefni með nýju húsi Starfsemi Vélavals byrjaði í einu horninu á iðnaðarhúsinu. Hann tók fljótlega allan sinn þriðjung undir fyrirtækið og síðar var hálft húsið undir. Þó var húsnæðið farið að standa vexti fyrirtækisins fyrir þrif- um auk þess sem Kristján taldi að það væri óhentugt og á slæmum stað. „Mér fannst vera komið að þeim tímamótum að ég yrði að byggja nýtt hús ef ég ætlaði að halda þessu áfram. Þegar þessi lóð varð föl sótti ég um hana og fékk," segir Kristján. Lóðin er neðan við útibú kaupfélags- ins í Varmahlíð, við vegamótin til Sauðárkróks. Þar byggði hann 330 fermetra verslunarhús fyrir tveimur árum og tvöfaldaði með því húspláss- ið. „Vid erum fyrst og fremst i samkeppni vid umboðin í Reykjavík því það eru ekki margir úti á landi sem flytja beint inn. Bændur hringja töluvert á milli til að athuga hvað er til og hvað vörurnar kosta og því er virk sam- keppni á þessum markaði." Umsvifin jukust mjög eftir að flutt var í nýja húsið. „Ég var kominn með mann með mér, en áður hafði ég ver- ið einn við þetta nema á sumrin, og fannst ég þurfa að finna fleiri verk- efni. Við fórum að flytja inn allt mögulegt fyrir fjós, meðal annars innréttingar og mykjutanka, og jafn- vel fjósin sjálf. Við seljum flest það sem þarf til nýbygginga eða breyt- inga á fjósum, fyrir utan mjaltabása og fóðrunarkerfi." Mikil þróun er á þessu sviði, marg- ir bændur eru að endurnýja fjósin eða byggja ný. „Það hefur lítil endur- nýjun átt sér stað en nú eru margir að taka við sér," segir Kristján. Fjós- in eru byggð stærri en áður var en minni framleiðendur hætta. Að sögn Rristjáns eru flest ný fjós byggð sem lausagöngufjós með legubásum. Aftur á móti á hann ekki von á miklum breytingum í sauðfjárrækt- inni. Segir að vissulega sé þörf á fjár- festingum til að hagræða í sauðfjár- búskapnum, eins og nú er að gerast í nautgriparæktinni, en afkoman sé svo slök að hún leyfi það ekki. Telur Kristján að framundan sé veruleg fækkun sauðfjárbúa vegna tiiboðs ríkisins um að kaupa upp fram- leiðslurétt bænda. Virk samkeppni Kristján telur að flestir bændur landsins séu í viðskiptum við Vélaval, beint við fyrirtækið eða óbeint í gegnum dreifingaraðilana. „Við er- um fyrst og fremst í samkeppni við umboðin í Reykjavík því það eru ekki margir úti á landi sem flylja beint inn. Bændur hringja töluvert á milli til að athuga hvað er til og hvað vörurnar kosta og því er virk sam- keppni á þessum markaði," segir hann. Sala varahluta í heyvinnuvélar og dráttarvélar er stór þáttur í rekstr- inum yfir sumarið en innréttingarn- ar seljast allt árið. Þá eru til sölu í verslun Vélavals-Varmahlíð flestar almennar rekstrarvörur sem bænd- ur þurfa á að halda, meðal annars hreinlætisvörur. Þá eru þar ýmsar hestavörur og fleira. Kristján selur einnig fóður og áburð. Hann tók við söluumboði Áburðarverksmiðjunnar af föður sínum og seldi áburð frá fyrirtækinu alla tíð, eða þar til í vor að hann fékk ekki að kaupa áburð til endursölu vegna breytinga nýrra eigenda Áburðarverksmiðjunnar á sölufyrir- komulagi. Hóf hann þá að selja inn- fluttan áburð frá ísafold. Kristján segist aldrei hafa lagt mikla áherslu á áburðarsöluna en viljað hafa hann til þess að viðskiptavinir fyrirtækis- ins hefðu val. Fóðrið sem hann selur er frá Fóð- urblöndunni hf. Kemur tankbíll einu sinni eða tvisvar í viku og afgreiðir pantanir. Einnig er fóðurbætir í sekkjum á lager. Krisyán segir að fóðursalan sé heldur að aukast aftur en hún hafði minnkað þegar Kaupfé- lag Skagfirðinga flutti fóðursölu sína í Vallhólma sem er í miðju héraðinu. Veltan tvöfaldast Vegna flutnings á nýjan stað og nýrra verkefna hefur velta Vélavals tvöfaldast. Og Kristján segist sáttur við afkomuna þótt húsbyggingin sé nokkuð stór biti sem tíma taki að melta. Fyrirtækið hefur vaxið svo hratt að húsnæðið er að verða of lítið, tveimur árum eftir að það var tvö- faldað. I 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.