Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR25.JÚNÍ2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónleikar í Islensku óperunni í kvöld í tónleikaröðinni Nordvest Musik Skilar sér í auknum sam- böndum I kvöld spila sænski klarínettuleikarinn Martin Fröst og píanóleikarinn Þorsteinn Gauti Sigurðsson á tónleikum í Islensku óperunni. Dagskráin verður fjölbreytt og inniheldur m.a. frumflutning á verki eftir færeyska tónskáldið Kristian Blak. Martin mun flytja stytta útgáfu af klarinettu- konsert Hillborgs þar sem hann notar _______hreyfílist og ljósahönnun. „NORDVEST Musik tónleikaröðin er hugsuð til að leiða saman norræna tónlistarmenn sem ekki hafa spilað saman áður," segir Þórarinn Stefánsson forsvarmaður Nordvest Musik. Þeir Martin Fröst klarinettuleik- ari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari höfðu aldrei spilað sam- an á tónleikum fyrir þetta verkefni en segjast hafa verið rétt málkunn- ugir áður en æfingar hófust. Martin og Þorsteinn Gauti koma fram í f slensku óperunni í kvöld en þeir ræddu við blaðamann áður en þeir héldu sína fyrstu sameiginlegu tónleika í Færeyjum á föstudag. Þessir tvennir tónleikar eru hluti af tónleikaröðinni Nordvest Musik sem haldin er á íslandi, Færeyjum og á Grænlandi. Tónleikunum sem áttu vera á Grænlandi 21. júní hefur verið frestað. Á efnisskránni tónieikanna eru sónötur eftir Poulenc og Brahms og verk eftir Debussy og Lovreligo. Einnig mun Martin spila stytta út- gáfu af klarinettukonsert Anders Hillborg. Báðir hafa sigrað í Biennal norrænna einleikara Þeir Martin og Þorsteinn Gauti eiga það sameiginlegt að hafa sigrað í Biennal norrænna einleikara sem haldinn er árlega. Þorsteinn vann þá keppni 1984 en Martin árið 1991. Þorsteinn Gauti er íslendingum kunnur fyrir píanóleik sinn enda hef- ur hann komið víða fram, bæði hér heima og erlendis. Hann hefur kom- ið fram sem einleikari með hljóm- sveitum á Norðurlöndum og marg- sinnis með Sinfóníuhljómsveit íslands. Martin Fröst hefur ekM síður náð að sMpa veigamikinn sess sem tón- listarmaður þrátt fyrir ungan aldur. „Martin er einn af þessum ungu upp- rennandi einleikurum sem eru lýs- andi á alþjóðamarkaði," segir Þór- arinn og bætir við að hann sé einn þekktasti einleikari á Norðurlöndum 9g því svo sannarlega tímabært að íslendingar fái að heyra hann á tón- leikum. Leikið um allan heim Martin hefur komið fram sem ein- leikari um allan heim og leikið með hljómsveitum á borð við Philhar- monia Orchestra í London, Shinsei Symphony Orchestra í Tokyo, BBC híjómsveitina í Wales og Skotlandi auk flestra stærstu hljómsveitanna á Norðurlöndum. Martin hefur ekki leikið með Sin- fóníuhljómsveit íslands en hann seg- ist hafa mikinn áhuga á því í framtíð- inni. „Ég vildi fá Martin hingað svo hann myndi kynnast íslensku tónlist- arlífi með svolítið dýpri hætti," segir Þórarinn. „Einnig vonast ég til áð samvinna að þessum hætti eigi eftir að skila sér í auknum samböndum fyrir íslenska tónlistarmenn, bæði flytjendur og tónskáld." Reuters Uppboð á verkum im- pressionista undirbúið STARFSMAÐUR uppboðsfyrirtæk- isins Christie's kemur hér fyrir kyrralífsmynd 19. aldar lista- mannsins Paul Cézanne „StiII Life with Fruit and a Pot of Ginger," sem útleggja má sem „Kyrralífs- mynd með ávöxlum og engifer- krukku." Verkið er talið hafa verið málað árið 1895 og er áætlað söluverð þess á bilinu 9-12 niilljóiiir punda, eða á milii einn og 1,4 milfjarðar króna er það verður boðið upp ásamtöðrum verkumfrátímum impressionistanna í London næst- komandi miðvikudag. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Martin Fröst og Þorsteinn Gauti í stuttu hléi frá æfingu. Á ferli sínum hefur Martin getið sér orð fyrir sérstæða sviðsfram- komu. Hann vinnur gjarnan með dönsurum, látbragðsleikurum og Ijósahönnuðum. Hann mun sýna ís- lenskum áhorfendum hvers hann er megnugur á því sviði í verki Anders Hillborg þar sem hann notar lát- bragðsleik og Ijós til viðbótar við tónlistarflutninginn. „Verkið er reyndar skrifað fyrir hljómsveit," segir Martin. „Vanalega tekur það um 35 mínútur í flutningi en hér mun ég flytja styttri útgáfu af verkinu og nota hljóðgervilshljóð af geisladiski með undirleiknum." Hann segist hafa gaman af að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að framkomu. „Ég reyni samt að fara varlega og ofgera ekki hlutunum." Þess má geta að árið 1991 var Martin valinn „Flytjandi ársins" af tímaritinu Opernwelt Yearbookfyrir þátttöku sína í óperunni Rottu- veiðarinn frá Hameln í Þýskalandi. „Það er mjög óvanalegt að hljóð- færaleikari hljóti slíkan titil hjá blaði sem sérhæfir sig í umfjöllun um óp- eru," segir Þórarinn kíminn Frumflutningur á færeysku tónverki Þeir félagar Martin og Þorsteinn Gauti munu frumflytja verk eftir færeyska höfundinn Kristian Blak. „Þetta er nútímaverk og nokkuð erf- itt," segir Þorsteinn Gauti. Þórarinn kveður það stefnu í Nordvest Musik að frumflytja ný verk frá þessum þremur löndum. „Það var frumflutt stórt verk eftir Atla Heimi í maí og því komið að því að flytja verk frá Færeyjum." Hrifinn af verkum íslenskra tónskálda Martin segist vera hrifinn af verk- um íslenskra tónskálda og vonast til að hitta eitthvert þeirra á meðan heimsókninni stendur. Hann mun alltént ekM fara á mis við íslenska náttúru því þegar hér var komið sögu hafði hann farið í Bláa lónið, i reiðtúr og skoðað Gullfoss og Geysi. „Vanalega stoppa ég ekki svona lengi í þeim löndum sem ég spila í," segir Martin sem er mjög bókaður um heim allan á næstu vikum. Tónleikarnir í íslensku óperunni í kvöldhefjastkl. 20.30 Uppstigningardagurinn MYNDLIST Hallgrímskirkja MYNDVERK KARÓLÍNA LÁRUSDÓTTIR - Opið á ti'mum kirkjunnar. Til 1. september. Aðgangur dkeypis. ÞAÐ var Karólína Lárusdóttir sem reið á vaðið með myndlistar- verk í forhúsi Hallgrímskirkju á sín- um tíma. Voru það nokkrar litauð- ugar vatnslitamyndir sem vöktu drjúga athygli og varð vel heppnað framtakið til þess að framhald varð hér á og hefur fjöldi ólíkra mynd- listarmanna sýnt á staðnum síðan við misjafnar undirtektir eins og gengur. í heildina hefur þetta teMst með ágætum, en miMlvægast er þó að listaverkin taka á móti gestunum, Mrkjan sjálf enn fátæk af mynd- skreytingum, þau gegna þannig stóru hlutverki þar til úr verður bætt en hér liggur h'tið á, öllu sMptir að vel taMst til. Nú er annar heildarsvipur yfir myndum Karólínu en fyrrum, óheftrar litagleði sér einungis stað í myndinni „Fyrirheit" (2), en annars eru litirnir dökkir, blæbrigða- og safaríkir, formin samþjappaðri, heildstæðari og sterkari. Er hér vís- að til vatnslitamyndanna en þar er listakonan á heimavelli hvað öryggi og sköpunargleði snertir, jafnframt eru þau hnitmiðuðust í myndbygg- ingu. Eg man ekki eftir að hafa séð jafn heildstæðar myndir eftir hana og er þá nokkuð sagt, og þrátt fyrir að gengið sé út frá sömu grunntón- unum er um mikla fjölbreytni og hugmyndaauðgi að ræða í hinni bundnu útfærslu myndheildanna. Þetta heitir að beisla innri lífæðar LjósmynoyBragi Ásgeirsson. Fyrirheit, vatnslitir, 101 x 67 sm. myndflatarins og það tekst ekki fyrr en eftir áralanga þjálfun skynsviðs- ins, í raun þjónar pensillinn þá mun frekar skynjun listamannsins á við- fangsefninu hverju sinni en fastmót- aðri reglufestu, hugmyndafræði eða tækni. Tæknin er hér einungis með- al í þjónustu skynjunarinnar sem gerir myndirnar eitthvað svo himin- hrópandi sjálfsagðar og eðlilegar. Þær eins og kveikja líf í þeim sem skoðar því viðbrögðin láta ekki á sér standa og væri svo einnig þótt þær væru ekM trúarlegs eðlis, myndflöt- urinn iðar af lífi, forvitni og spurn um tilgang lífsins. Gerandinn hefur þannig merMlega ríka þörf fyrir að læða að áleitinni spurn á myndflet- inum, hann lætur áhorfandann ekki í friði sem ósjálfrátt fer að leita svara og haldfestu. Þannig upplifði ég sterkari viðbrögð hjá skoðendum við fyrstu yfirferð en ég hef orðið vitni að áður og hvers getur lista- maður óskað sér frekar. Þarna var til að mynda ungt par, sennilega út- lendingar, sem dokaði lengi við hverja mynd fyrir sig niðursokMð í ósMlgreindar samræður, þó frekar myndirnar sjálfar en boðskapinn í þeim ef ekM hvorttveggja. EkM er mögulegt að gera upp á milli dökku vatnslitamyndanna sem eru hver annarri hrifmeiri en vafa- lítið er myndin „Uppstigningardag- ur" (1), áhrifamest í byggingu. Hér er helst aðdáunarvert hve vel Karó- línu Lárusdóttur tekst að rækta sinn garð og í engum miðli hennar sér eins mikillar blæbrigða- og tjáningarauðgi stað og í vatnslita- myndunum, það er hennar heimur og hér sMpar hún sér í raðir bestu myndlistarmanna þjóðarinnar. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.