Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VTKAN 18/6-24/6
► EIÐUR Smári Guðjohn-
sen skrifaði undir fimm
ára samning við enska
knattspyrnufélagið Chel-
sea sem greiddi hans fyrra
félagi, Bolton, 460 milljón-
ir króna fyrir hann. Eiður
Smári er þar með langdýr-
asti knattspyrnumaður Is-
lands frá upphafi.
► UPPGJÖR fyrir rekstur
Landspítalans fyrstu fjóra
mánuði ársins bendir til
þess að 300 milljóna kr.
halli verði á rekstrinum á
þessu ári, sem er um 2% af
veltu.
► ÁHRIFjarðskjálftanna
eru mjög góð fyrir vatns-
búskapinn, að mati Orku-
stofnunar, þrátt fyrir tíma-
bundnar truflanir á
vatnsbúskap á Suðurlandi.
Jarðslgálftarnir gætu jafn-
vel orðið til þess að lækka
hitunarkostnað húsa á
Suðurlandi.
► ÚTLIT er fyrir að far-
þegar með skemmtiferða-
skipum verði fleiri en
nokkru sinni áður hér á
landi í sumar. Von er á 41
skemmtifcrðaskipi til
Reykjavíkur i' sumar með
um 25.000 farþega en flest
urðu skemmtiferðaskipin í
Reykjavíkurhöfh árið 1995
þegar 51 skip hafði við-
komu í Reykjavík.
Eignatjón í
jarðskjálftum
SUÐURLANDSSKJÁLFTI sem tal-
inn er vera af stærðinni 6,5 á Richter
reið yfir kl. 15:40 á þjóðhátíðardaginn.
Upptök sjálftans voru í Kaldárholti í
Holtum á jarðhitasvæði Hitaveitu
Rangæinga. Mikið tjón varð í jarð-
skjálftanum, einkum á Hellu og í Holt-
um og Landsveit. Á milli 60-70 manns
voru heimilislausir og enn fleiri yfir-
gáfu heimili sín um helgina af ótta við
annan skjálfta. Annar Suðurlands-
skjálfti, sem mældist 6,5 til 6,6 stig á
Richter, reið yfir vestanvert Suurland
laust fyrir kl. 1, aðfaramótt sl. mið-
vikudags og er talið að upptökin hafi
verið í austanverðu Hestfjalli í Gríms-
nesi. Skemmdir urðu á Suðurlandsvegi
frá Bitra austur undir Þjórsárbrú. Á
annað þúsund tjónatilkynningar hafa
borist vegna jarðskjálftanna og starfs-
menn Rauða krossins hafa leitað hús-
næðis á Hellu til að hýsa þá sem misst
hafa hús sín vegna jarðskjálftanna.
Töluvert brottkast
áafla
NIÐURSTÖÐUR mælinga Fiskistofu
á aflasamsetningu átta dragnóta- og
netabáta gefa vísbendingu um töluvert
brottkast á afla. í öllum tilvikum var
niðurstaðan sú að minni fiskur kom
síður að landi þegar eftirlitsmaður
Físlfistofu var ekki um borð en
stærðardreifingin var meiri þegar
eftirlitsmaður var um borð.
► HÆSTIRETTUR hefur
dæmt að spænskum föður
tveggja drengja sé heimilt
að fá þá tekna úr umsjá
móður hér á landi og af-
henta sér með beinni að-
farðargerð ef móðirin hef-
ur ekki áður fært þá til
Spánar innan tveggja mán-
aða.
Sleipnismenn hafna
undanþágum
BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGINU
Sleipni berast fjöldi beiðna um undan-
þágur frá verkfalli á hverjum degi og
hefur verkfallsnefnd ákveðið að hafna
þeim öllum framvegis. Fundur var í
kjaradeilunni í allan gærdag.
Ríkisstjórn
Baraks stendur
SHAS-flokkurinn í ísrael ákvað á
fimmtudag að sitja áfram í samsteypu-
stjóm Ehuds Baraks forsætisráð-
herra og kom þannig í veg fyrir að
stjómin tapaði þingmeirihluta sínum.
Öldungaráð flokksins gaf ráðherrum
hans fyrirmæli um að draga til baka
afsagnarbréf sem þeir höfðu afhent
forsætisráðherranum fyrr í vikunni.
Daginn áður hættu ráðherrar Meretz-
flokksins, sem em á öndverðum meiði
við Shas, þátttöku í stjóminni og gerði
það ráðherram Shas kleift að sitja
áfram í stjórninni.
Brotthvarf ráðherra Meretz þýðir
að Barak hefur misst þingmeirihlut-
ann, en ráðherrarnir íyrrverandi hafa
sagst munu veita stjóminni stuðning
áfram. Kváðu þeir afsögn sína hafa
verið einu leiðina til að bjarga friðar-
umleitunum ísraela og Palestínu-
manna.
Rætt um varnarsam-
starf á fundi ESB
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins,
ESB, ræddu á tveggja daga fundi sín-
um í Portúgal m.a. um tillögur sem
gera ráð fyrir að því að þeim ríkjum
Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem
ekki eiga aðild að sambandinu verði
gert kleift að taka þátt í vamarsam-
starfi þess.
Tillagan var lögð fram af Portúgal
og gerir ráð fyrir því að reglulegt sam-
ráð verði haft við NATO-ríkin sem
standa utan ESB um framkvæmd
sameiginlegrar öryggis- og varnar-
málastefnu sambandsins. Halldór Ás-
grímsson, utanríkisráðherra íslands,
segist þó óttast að boðið samráð verði
ófullnægjandi.
Þá náðist á leiðtogafundinum sam-
komulag um aðgerðir til að stemma
stigu við fjármagnstekjuskattsflótta
milli aðiidarríkja sambandsins.
► FIMMTIU og átta lík
ólöglegra kínverskra inn-
flyljenda fundust í flutn-
ingabíl í borginni Dover í
Bretlandi á sunnudags-
kvöldið. Tveir menn fund-
ust á Iífi í bflnum og voru
þeir fluttir á sjúkrahús en
talið er að fólkið hafi látist
vegna kæfandi hita og loft-
leysis í flutningavagninum.
Breska lögreglan vinnur
nú að rannsókn málsins.
► RÍKISSTJÓRN Banda-
ríkjanna greindi frá því á
mánudag að viðskipta-
þvingunum gegn Norður-
Kóreu hefði verið aflétt og
að sendinefnd bandarískra
kaupsýslumanna hygðist
heimsækja ríkið síðar á ár-
inu til að kanna íjárfest-
ingamöguleika. Þá greindi
seðalbanki Suður-Kóreu
frá því á þriðjudag að já-
kvæð þróun hefði mælst í
norður-kóreskum efnahag
á síðasta ári og töldu sér-
fræðingar bankans líkur á
áframhaldandi jákvæðum
hagvexti í landinu.
► OPEC, Samtök olíuút-
flutningsríkja, tilkynntu á
miðvikudag að þau myndu
auka olíuframleiðslu sína
um 700.000 olíuföt á dag.
Olíuverð hélt áfram að
hækka í vikunni.
► MADELEINE Albright,
utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, heimsótti Pek-
ing, höfuðborg Kina, á
fimmtudaginn og ræddi við
kínverska ráðamenn. Talið
er að aðalumræðuefnið
hafi verið eldflaugavarnar-
áætlanir Bandarikjamanna
í Ijósi þeirrar þíðu sem vart
hefur orðið í samskiptum
Kóreurflganna.
Oddviti sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega
stjórnarkjör í Linuneti
Segir vinnubrögö
R-lista fáheyrð og
ráðast af geðþótta
ÞRIR borgarfulltrúar Reykjavíkur-
listans vora kjörnir í stjórn Línunets
á aðalfundi félagsins sl. fimmtudag.
Borgarfulltrúarnir Alfreð Þorsteins-
son og Helgi Hjörvar voru endur-
kjörnir til eins árs, en Steinunn Val-
dís Óskarsdóttir kom ný inn í stjórn
fyrirtækisins. Fulltrúar minnihlut-
ans í borgarstjórn misstu sæti sitt í
stjórn félagsins og gagnrýnir oddviti
sjálfstæðismanna í borginni, Inga
Jóna Þórðardóttir, vinnubrögð
meirihlutans og borgarstjóra harð-
lega í þessu máli. Segir hún þau ein-
kennast af valdahroka og lítilli virð-
ingu fyrir lýðræðinu.
Fjarskiptafyrirtækið Línunet var
stofnað fyrir einu ári síðan og segir
Inga Jóna að þá þegar hafi verið vilji
sjálfstæðismanna að tilnefna frekar
fulltrúa úr atvinnulífinu fremur en
borgarfulltrúa í stjórn fyrirtækisins.
Borgarstjóra, sem fer með hluthafa-
vald í fyrirtækinu, hafi verið kunnugt
um þetta en ekki viljað fara þessa
leið með tilnefningar fulltrúa R-list-
ans og því hafi orðið að samkomulagi
að Inga Jóna gengi í stjórn ásamt
þeim Alfreð og Helga fyrsta árið.
Frekar fulltrúa úr atvinnulífínu
„Ég skýrði borgarstjóra frá því að
mér þætti eðlilegt að í stjórn svona
fyrirtækja sem væra að fara að
starfa á almennum markaði sætu
menn úr atvinnulífinu en ekki
borgarfulltrúar. Almennt finnst mér
að við ættum að nota þá reglu og hún
tók undir þessi sjónarmið og áréttaði
það á fundi borgarstjórnar nú í vet-
ur,“ segir Inga Jóna.
Klukkustund fyrir aðalfund var
fundur haldinn í stjórn Línunets og
þai- segir Inga Jóna að Alfreð Þor-
steinsson, formaðm- stjómar, hafi
spurt hvort allir stjórnarmenn gæfu
kost á sér til endurkjörs. „Ég spurði
hvort það væri hlutverk stjórnar að
stinga upp á sjálfri sér og hvort hlut-
hafinn ætti ekki að gera slíkt. Ég
tjáði honum að minnihlutinn myndi
leita til utanaðkomandi aðila um setu
í stjórn og að við ættum von á hinu
sama af meirihlutanum."
Inga Jóna segir að Alfreð hafi
staðfest að slíkar breytingar stæðu
ekki til af hálfu meirihutans og þeir
Helgi gæfu kost á sér áfram, en
bragðist hart við þegar hún hafi
skýrt frá því að Þórir Kjartansson,
framkvæmdastjóri Þórsbranns, væri
tilnefndur sem fulltrúi minnihlutans.
„Hann brást illa við og hreytti út úr
sér að það myndi hann aldrei styðja.
Sá maður færi aldrei í stjóm fyrir-
tækisins," segir Inga Jóna og bætir
við að hún hafi undrast mjög þessi
ummæli og lýst þeim sem dylgjum og
meirihlutinn hefði ekkert að segja
hvern minnihlutinn veldi sem full-
trúa sinn í stjóm fyrirtækisins eða
stjóma fyrirtækja almennt. Við það
hafi Alfreð hins vegar ekki getað
sætt sig og því hafi málið verið tekið
af dagskrá og hún lagt fram bókun
um málið í fundarlok.
Þegai- kom að stjómarkjöri á aðal-
fundi Línunets segir Inga Jóna að
einn listi hafi verið borinn fram, en
enginn fulltrúa sjálfstæðismanna
hafi verið á honum. „Ég spurði á
fundinum hvort borgarstjóri stæði að
þessari tillögu og fulltrúi hans, borg-
arlögmaður, staðfesti að svo væri.
Ný stjórn Línunets til eins árs er
skipuð sjö aðilum; auk þriggja
borgarfulltrúa R-listans, þeim
Hreini Jakobssyni, forstjöra Skýrr,
Kristjáni Gíslasyni frá Islandssíma
og Guðmundi Þóroddssyni og Þor-
keli Finnssyni frá Orkuveitu Reykja-
víkur.
Inga Jóna segir vinnubrögð
Reykjavíkurlistans í þessu máli vera
fáheyrð. Svo virðist sem borgarfull-
trúar listans telji sig geta skorið úr
um hverjir séu þeim þóknanlegir og
hverjir ekki og gefi engar efnislegar
ástæður fyrir mati sínu og traðki á
lýðræðislegum rétti minnihlutans.
„Hér ræður einhver geðþótti og
borgarstjóri ber fulla ábyrgð á hon-
um. Þetta er því miður talandi dæmi
um þá stjómarhætti sem tíðkast í
borginni og þessi stefnubreyting er
vitnisburður um hversu litla virðingu
R-listinn ber fyrir lýðræðislegum
vinnubrögðum. Hér er verið að snið-
ganga sjálfsagðan rétt minnihlutans
til að koma að málum,“ segir Inga
Jóna Þórðardóttir.
Morgunblaðið/Sigurgeir
m
ISLAND
t B
KORTABOK
BOAO ATLAS
STRABENATLAS
ATLAS ROUTIER
1 : 300 000
Kortabók
Máls og menningar
er ómissandi
í bílinn
• Nákvæm landshlutakort
• Hentug blaðskipting
• Fjöldi þéttbýliskorta
• Söfn og sundlaugar
• ítarleg nafnaskrá
Mál og menningl
malogmenning.isl
Laugavegl 18 • Sfmi 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfml 510 2500
Minnst sjö
helsingja-
hreiður
VEL horfir með helsingjavarp hér
á landi á þessu sumri, en að sögn
Björns Arnarsonar fuglaathugun-
arnianns á Homafirði voru a.m.k.
sjö hreiður á suðausturhominu.
Síðasta sumar er helsingjum í sár-
um var smalað til merkinga, náðust
milli 40 og 50 fuglar.
Tugþúsundir helsingja hafa við-
dvöl á íslandi vor og haust á leið til
og frá varpstöðvum sínum á Græn-
landi og vetrarstöðvum á Bret-
landseyjum, en tegundin er með
sjaldgæfustu varpfuglum fslands.
Örfá helsingjapör byijuðu að
verpa íBreiðafíarðareyjum árið
1964. Árið 1988 hófst svo varp á
Suðausturlandi,en samtímis hættu
helsingjar að verpa í Breiðafjarðar-
eyjum og telja sérfræðingar þvi að
um sömu fugla hafí verið að ræða.