Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 57 FOLKI FRETTUM Morgunblaðið/Sigríður Dógg Islendingar í London á alls oddi á þjóðhátíðardaginn, grunlausir um jarðskjálftann heima fyrir. Lýðveldis- hátíð í London ÍSLENDINGAR í London héldu lýðveldisdaginn hátíðlegan á veglega vísu í og við Dönsku kirkjuna í Reag- ent Park. Hátíðahöldin hófust með guðþjónustu þar sem sr. Jón A. Baldvinsson messaði og Þorsteinn Pálsson sendiherra flutti ávarp. ís- lendingakórinn söng ættjarðarlög svo gæsahúðin reis um þéttsetna kirkjubekkina. Á eftir kom fólk sam- an í garðinum við kirkjuna, keypti sér íslenskar pylsur í pylsubrauðum, spjallaði saman á móðurmálinu og hlustaði á íslensk dægurlög. Margir freistuðust til að hamstra íslenskt sælgæti, sem var þar til sölu í miklu úrvali, enda jafnast fátt á við gotterí að heiman. TILSOLU Ásett verð er 4,7 millj. en veittur verður mjög góður staðgreiðslu- afsláttur. Skipti möguleg á ódýrari, td. jeppa, helst dísel ekki eldri en 3 ára og má vera breyttur. Upplýsingar BMW 5231 steptronic Bfllinn er keyrður 12 þús. km og er vel búinn, leður, rafmagn í öllu, topplúga, 18" álfelgur, 15" varafelgur fylgja, BMW-soundsystem, litur aspensilver, aksturs- og viðvörunartölva o.m.fl. Vel með farinn og flottur bíll. s. 568 4116 eða 6948444 e-mail: biluppl@hotmail.com MorgunblaðMaría Hrönn Valgerður Gestsdóttir Yates samdi Iag vjð ljóðið Mývatnssveit, eftir afa sinn Jón í Múla og var það frumflutt á ísiciidinguhál íðinni á lýðveldis- daginn. Björg Þórhallsdóttir, soþransöngkona, söng lagið við undirleik Sigrúnar Sævarsdóttur. Valgerður, sem hér er ásamt Björgu, ólst upp á Seyðisfirði en hefur búið í Englandi síðan árið 1953. Sólstolur Gleríð ver gegn ofhitun sólskins, og hefur margfalt einangrunargildi gegn kulda og helst því kjörhiti inni. Viðhaldsfríar sólstofur. Sýningarhús á staðnum Svalaglertifsi KZe ¦ **•¦¦¦ m £«-« . Tæknisalan Kirkjulundi 13 — Garöabæ — Sími 565 6900 — Ekiö frá Vifilsstaðavegi í Karlarnir fengu það hlutverk að sjá um að svala þorsta kvennanna er þær komu í mark. Kvennahlaupið í Brussel ÞANN 18. júní stóð íslandsfélagið í Belgíu fyrir Kvennahlaupi ÍSI í Brussel. Hulda Ólafsdóttir sá um skipulagningu hlaupsins. Var þetta í fyrsta skipti sem kvennahlaupið var haldið í Belgíu og gekk það vel. Um 250 manns eru skráðir í Is- lendingafélagið sem stendur fyrir ýmsum uppákomum og stuðlar að því að landinn rækti tengslin við ættjörðina. Milli fimmtíu og sextíu konur og börn tóku þátt í hlaupinu. Var lagt af stað kl. 14.00 að staðar- tíma og hlaupið í stórum fallegum (hæðóttum) garði, Parc du Woluwe, í austurhluta Brussel. Fullheitt var í veðri, um 30°C og sólskin. Var byrjað eins og vera ber á upphitun og síðan var hægt að velja milli þess að hlaupa 2 km eða 5 km. Rúmlega helmingur fór 2 km en hinar 5 km. Allir komust í mark og tók karlpeningurinn á móti konun- um með verðlaunapeningum og drykkjarföngum sem voru vel þegin í þessum mikla hita. í lokin voru sameiginlegar teygj- ur og allir fóru glaðir og sælir til síns heima. James Cameron kvongast Kynnt- ust við gerð Titanic JAMES Cameron, sá hinn sami og framleiddi og leikstýrði kvikmynd- inni vinsælu Titanic, gekk að eiga leikkonuna Suzy Amis þann 4. júní sl. Fáir vissu af athöfninni og var þess vel gætt að fjölmiðlar og fréttasnápar kæmust ekki á snoðir um brúðkaupið. Cameron og Amis kynntust við gerð myndarinnar Titanic en þar fór hún með hlutverk. Þetta er annað hjónaband Cam- erons, hann var áður kvæntur leik- konunni Lindu Hamilton sem lék Vertu með í sumarkastinu! Komdu í Kringluna, skooaou nýju sumarvörurnar, gæddu þér á girnilegum réttum og gerou gæoakaup á Kringlukasti. Opið í dag sunnudaginn 25. júní frákl. 13:00-17:00. Veitíngastoðir opnir lengur. Komdu f Kringluna og njóttu þess nýjasta á sólskinsverði. Reuters James Cameron ásamt eiginkon- unni, Suzy Amis. kvenheyuna í Terminator- myndunum sem nú á að fara að gera framhald af. Fáir ef einhverjir gestir voru við- staddir athöfina og liel'ur þvi' Cam- eron lýst því yfir að slegið verði upp stórri veislu í Hollywood nú um helgina og þar verður eflaust margt um manninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.