Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 35 : I I I I I I I I Gleymdir staðir x Morgunblaðið /Amaldur Hópurinn frá Oslo undirbýr sig af kappi. Kaupmannahafnarhópurinn skemmtir sér yfir hjólbörunum. Vinna arkitekta Reykjavík er frekar ung sem borg, hér eru fáar tilvitnanir í miðaldir og endurreisn, margar í bifreiðar og nútíma. Það endur- speglar að sjálfsögðu sögu okkar og stöðu síðustu aldir. Hverfin standa sem lifandi frásagnir um efnahag, mannlegar áherslur og hugsjónir hverrar kynslóðar. Vinna arkitekta felst ekki síst í að túlka þessar hræringar 1 yfirveguðu formi og rými. Rétt eins og Hall- dór Laxness átti stóran þátt í ákveðnum sjálfsskilningi þjóðar- innar með skrifum sínum um sjálf- stætt fólk í harðbýlu landi og Jóhannes Kjarval túlkaði ófrjó- samar hraunbreiður með pensli og litum, svo þjóðin sá fegurðina í þeim, þannig getur arkitektúr tjáð og styrkt sjálfsímynd lítillar þjóðar við sérstakar aðstæður. Arkitekta- nemar eru ekki síst fánaberar til- raunastai’fsemi og þreifinga á púlsi samtíðarinnar. I náminu gefst færi á að taka ekkert sem gefið og leika sér með ýmsar hugmyndir og form, nálgast viðfangsefnin á óvenjulegan hátt og velta upp nýj- um sjónarhornum á umhverfið. A tímum hraða og skyndilausna er kannski sérstaklega nauðsynlegt að styrkja skilning fyrir samhengi hlutanna - vinna áfram og þróa það sem vel hefur verið gert sam- tímis því að finna nýjar leiðir fyrir ný viðfangsefni. Kortlagning gleymdra staða Vinna arkitektanemanna í þess- ari lotu getur aldrei verið annað en spor í sandi. Tilgangurinn er að nema og túlka rými og vekja at- hygli á tilvist staða sem hafa gleymst eða jafnvel aldrei verið uppgötvaðir. Því má kannski líkja við tiltekt í kjallaranum, fram í dagsljósið koma löngu liðnir at- burðir og hlutir sem má nota í nýju samhengi. Það skerpir á athyglinni og tilfinningu okkar fyrir því um- hverfi sem við lifum og hrærumst í, sem er nauðsynlegt til að borgin megi þróast með virðingu fyrir sjálfri sér. Höfimdurinn er útskrifaður arkitekt frá Arkitektskolen i Aarhus, Dan- mörku 1994. Hún hefur unnið sem arkitektá teiknistofum í Árðsum og sem kennari í arkitektúr og miðlun við Arkitektskolen i Aarhus, en starfar núá teiknistofunni GIánm- Kím samfara setu í stjðm ÍSARK. Námskeiðið Gleymdir staðir er haldið í sam- vinnu við Norrænu arki- tektaakademíuna, með 48 þátttakendur frá 8 arkitektaskólum á N orðurlöndunum. Markmið námskeiðs Is- lenska arkitektaskólans segir Dagur Egg- ertsson vera að stuðla að auknum skilningi á menningu og hinu byggða umhverfi - á Islandi. ÍSARK - íslenski arkitektaskólinn er sjálfstætt starfandi félag, stofn- að af Arkitektafélagi íslands 1994 til að vinna að mótun kennslu í arki- tektúr á íslandi. Síðstu vikuna hef- ur skólinn gengist fyrir sumarnám- skeiði fyrir arkitektanema af Norðurlöndum og er verkefnið lið- ur í dagskrá Reykjavíkur - menn- ingarborgar árið 2000. Námskeiðið er haldið í samvinnu við undirritað- an og Samtök norrænu arkitekta- skólanna undirbúið samvinnuverk- efni arkitektanema með yfir- skriftina „Gleymdir staðir“. Yfirskrift námskeiðs Islenska arkitektaskólans var Gleymdir staðir - landnám tómra bæjarrýma. Hugmyndin var að fá nemendurna til að takast á við ónumda staði og svæði sem orðið hafa út undan við þróun Reykjavíkurborgar. Staðir sem þessir eru fyrirbæri sem fyrir- finnast í meiri eða minni mæli í öll- um borgum heimsins. Hér á landi hefur lítið verið tekið á þeim skipulagslegu vandamálum sem skapast í kring um staði sem þessa. Framþróun Reykjavíkur- borgar byggir enn þá að miklu leyti á þeirri þenslustefnu sem réð ríkj- um í borgarskipulagi vestrænna þjóða eftir iðnbyltinguna og allt fram undir lok 7. áratugarins. Víða erlendis hefur athyglin í ríkari mæli beinst að þéttingu byggðar og nýtingu hinna ónumdu og illa skipu- lögðu staða. A námskeiðinu voru nemendurnir þvi fengnir til að rannsaka byggðavef Reykjavíkur, sögu hans og þróunarferli. Þeim var gert að velja sér ákveðna staði til að vinna með og gera tillögur að framþróun á. Lokaniðurstöðurnar voru hóp- amir svo látnir einfalda og byggja í steinsteypu, að öllu leyti eða að hluta til. I fyrsta hluta verkefnisins, sem fór fram frá febrúar til júní, fór söguskoðunin og hönnunarvinnan fram. Hóparnir þróuðu með sér að- ferðir til landnáms hinna gleymdu staða, hver í sínum skóla. Vinnan byggðist að miklu leyti á könnun korta og loftmynda, en einnig sögu- legra heimilda sem lágu fyrir. Staðarval hópanna var af ýmsum' toga. Margir fengu augastað á stöð- um við strandlengjuna, aðrir tókust á við svæði í tengslum við borgar- mörkin og enn aðrir réðust til at- lögu við minni staði inni í byggðavef borgarinnar. í síðari hiutanum komu hóparnir til íslands. Voru staðirnir skoðaðir, stikaðir út og steypuvinnunni hrint af stað. Vinnuaðstaðan var í húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík í JL húsinu. Islenski Arkitektaskólinn stóð einnig fyrir fyrirlestrum sem opnir voru fyrir almenning ásamt sýn- ingu á verkum nemendanna sem opnaði í Listasafni Reykjavíkur í gær og stendur til 2. júlí. Höfundur var faglegur stjómandi námskeiðs íslenska arkitektaskðlans og er menntaður sem arkitckt frá Arkitektaskðlanum í Óslð 1992 og M. Arch. frá Tækniháskðlanum íHels- inki 1996. Hann stundar kennslu- störf við Arkitektaskðlann í Óslð og hefurrekið eigin arkitektastofu þar i borg undanfarin ár. Horft yfir hafnarsvæðið í átt til Viðeyjar. menn tekið markvisst á þessum þátt- um og menntað fólk til að takast á við þetta stórbrotna landslag sem um- lykur fólk. Skóli gæti einmitt verið ein af þeim miðstöðvum í íslensku menningarlífi þar sem hægt væri að nálgast gæði og sérkenni umhverfis- ins. Með þá meðvitund að leiðarljósi er hægt að tjá allt hið íslenska í arki- tektúr og hinu manngerða umhverfi. A Islandi er til aragrúi af byggingar- efni sem menn geta, með tíð og tíma, fært sér í nyt og jafnframt því þróað þau efni og aðferðir sem tíðkast enn þann dag í dag. Steinsteypa er eitt af þessum efnum sem inniheldur ótal ónýtta möguleika." Fredrik Lund: „Á komandi árum er það brýnt verkefni fyrir íslend- inga að endurtaka ekki þau mistök sem gerð voru víðast hvar um Evrópu á 9. áratugnum, þegar markmiðið var að byggja bæði fljótt og ódýrt. Samfélagslegar hugsjónir fyrri áratuga hurfu og hið byggða umhverfi varð mjög sundurleitt. Með stofnun náms í arldtektúr getur maður spornað við þessum hugsun- arhætti og stuðlað að aukinni með- vitund almennings á samhengi mannsins og umhverfisins." Regin Schwaen: „Skóli er heimur rannsókna og tilrauna. Ef hann vant- ar í menningarsamfélag eins og Is- land, þá bitnar það á menningarlegu gildi arkitektúrs." Stökktu Benidorm 4. júlí frá kr. 24.955 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm 4.júlí á hreint ótrúlegum kjörum. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin í sólina júlí. 4 dögum fyrir brottför hringjum við svo í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Sumarið er komið á fúlla ferð í júlí, 30 stiga hiti alla daga, og þú getur valið um úrval spennandi kynnisferða með fararstjórum Heimsferða. Verð kr. 24.955 M.v. hjón með 2 böm, 7 nætur, 4. júlí Verð kr. 44.990 M.v. 2 í íbúð/stúdíó, 2 vikur, 4. júlí Verð kr. 34.990 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, vikuferð, 4. júlí Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.