Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 27 Steinunn Sigurðardóttir hvílir Iúin bein eins og ferðamóðir gerðu forðum undir vörðum við Þverárvatnið sem rísa þar úr auðninni á Mel- kolli og virðast ekki hafa annað hlutverk en að bera þeim er þær hlóðu þögult vitni um snilli þeirra. Vörðuþyrping á Norður-Héraði Vaðbrekku. Morgunblaðið. VÖRÐURNAR sem standa vestur af Þverárvatni á Jökuldalsheiði eru áhugaverðar að skoða enda með afbrigðum vel hlaðnar. Vörð- ur hafa verið vegvísir ferðamóð- um gegnum árin en svo virðist þó ekki vera um þessar vörður og helst er að sjá að þær hafi verið hlaðnar á þessum stað þar sem svo gott steintak er í melnum sem þær standa á. Þessar vörður hafa að öllum líkindum verið hlaðnar snemma á síðustu öld af feðgum sem bjuggu á Brú mestalla nítjándu öldina og hétu báðir Einar Einarsson. Vörð- urnar eru því allt að tvö hundruð ára gamlar og hafa staðist tímans tönn vel, utan hvað Halldór Sig- varðsson bóndi á Brú hressti að- eins uppá þær um miðja þessa öld, enda afburða hleðslumaður. Morgunblaöið/Golli Gamall símklefí á nýjum stað ENDURGERÐ símklefans sem setti sterkan svip á Lækjartorg frá fjórða áratugnum og fram á þann áttunda, hefur verið sett upp utan við Fjarskiptasafnið í gömlu loft- skeytastöðinni á Melunum. Upprunalegi klefinn fór í geymslu á athafnasvæði Símans á Jörfa en fauk í ofviðri og brotnaði í spón. Klefinn er sérstæður í útliti og af svonefndri pagóðu-gerð, sem dregur nafn sitt af því að lagið á þakinu þykir líkjast austurlensku hofi. Að sögn Ólafs Þ. Stephensen, forstöðumanns upplýsingamála hjá Landssíma íslands, hafði klefinn verið fenginn frá sænska símanum og var leitað þangað eftir öðrum eins til að koma upp við Fjarskipta- safnið. Svíar áttu hins vegar engan klefa á lager en vísuðu á þarlent fyrirtæki sem smíðar gamla sím- klefa eftir teikningum. Þaðan er klefinn sem nú stendur á Melunum fenginn. Fljótlega verður settur sími í klefann þannig að hann þjóni sínu gamla hlutverki á ný. Að sögn Ólafs er fyrirhugað að koma upp fleiri símaminjum á lóð Fjarskiptasafnsins, t.d. stagfestum og bútum sem enn eru til úr loft- skeytamöstrunum, sem gnæfðu yfir Melana í hálfan fjórða áratug. Wm KJé^ Kældu þig á ströndinni Með gjaldeyrinum færðu tösku sem heldur drykkjunum þínum köldum. Nú fá allir þeir sem kaupa gjaldeyri hjá Sparisjóði vélstjóra fyrir 30.000 eða meira glæsilega fjölnota sumartösku að gjöf!* Taskan er tilvalin á ströndina því hún heldur bæði nestinu þínu og drykkjunum köldum í sólinni. Allt er á sínum stað í sumartösku SPV. Sparisjóður vélstjóra hefur allar helstu tegundir gjaldeyris til sölu, allt frá dollara til drökmu. Verið velkomin á afgreiðslustaði okkar í Síðumúla 1, Rofabæ 39 og Borgartúni 18. Sími 575 4000 * Meðan birgðir endast. < II ) spv Sparisjóður vélstjóra www.spv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.