Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 29 FRÉTTIR Viðbygging við Héraðshælið á Blönduósi Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Erlendur G. Eysteinsson formaður Héraðsnefndar A-Hún (til hægri) ásamt skrifstofustjóra Heil- brigðisráðuneytisins Sveini Magnuússyni, glaðbeitt eftir að hafa gengið frá samningi um verklok á viðbyggingu við Héraðshælið á Blönduósi Reglur um viðlagatryggingu Sjálfsábyrgð falli niður Takmark í augsýn eftir 22 ár Blöndutísi..Morgunblaðið. INGIBJORG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra og Erlendur G. Eysteinsson formaður Hérað- snefndar A-Húnavatnssýslu undir- rituðu á föstudag samning um Iok á framkvæmdum við viðbyggingu á Héraðshælinu á Blönduósi. Samningurinn tekur til lokafrá- gangs á kjallara þar sem komið verður upp aðstöðu fyrir sjúkra- þjálfun, kapellu og aðstöðu fyrir kistulagningu. Verkið verður boðið út í haust og er gert ráð fyrir því að kostnað- ur nemi um 24 milljónum króna og skiptist þannig að ríkið greiði 45% Skipaður í embætti Seðla- bankastjóra SKIPUN Eiríks Guðnasonar í embætti Seðla- bankasljóra hefur verið framlengd í fimm ár frá 1. maí síðastliðnum. Eiríkur var skipaður banka- stjóri við Seðla- banka Islands til sex ára frá 1. maí 1994 og lauk fyrsta skipunartímabili hans því í lok apríl síðastliðins. kostnaðar, framkvæmdasjóður aldraðra 40% og Héraðsnefnd A- Hún. 15%. Með undirritun þessa samnings hillir undir verklok á 22 ára framkvæmdum á stækkun Hér- aðshælisins á Blönduósi en gert er ráð fyrir þvf að þessum lokafram- kvæmdum ljúki í mars á næsta ári. ÁRNI Johnsen, fyrsti þingmaður Simnlendinga, hyggst beita sér fyrir breytingum á reglum um viðlaga- tryggingu en hann kveðst vilja að sjálfsábyrgð vegna tjóns sem fellur undir viðlagatryggingu verði afnum- in. Arni sagði að hann hefði ekki enn- þá fengið botn í það hvort breyta þyrfti lögum, eða hvort reglugerðar- breyting væri nóg, en að hann myndi í öllu falli beita sér fyiir nauðsynlegum breytingum við fyrsta tækifæri. Skv. lögum um Viðlagatryggingu íslands er sjálfsábyrgð þeirra sem verða fyrir tjóni sem fellur undir við- lagatryggingu 5% en að lágmarki 51.600 kr. Bætir Viðlagatrygging að- eins beint eignatjón. A fundi þingmanna Suðurlands með sveitarstjórum og oddvitum í öllu lqördæminu á Hellu á fimmtudag lýsti Jónas Jónsson, oddviti á Hellu, þeirri skoðun að sjálfsábyrgð á innbúi sem orðið hefði vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi væri óeðlileg. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði viljað koma athuga- semdum sínum á framfæri á þessum fundi þar sem hann vissi að þar yrðu allir þingmenn kjördæmisins. Sjálfsábyrgðin óeðlilega há mið- að við aðrar tryggingar Jónas sagði að sér fyndist sjálfsá- byrgðin óeðlilega há á viðlagatrygg- ingu. Hún væri mun hærri en al- mennt gerðist, t.d. væri engin sjálfsábyrgð á foktjóni og hún væri aðeins ellefu þúsund krónur vegna brunaskemmda. Þetta væri ekki síst óeðlilegt þegar það væri haft í huga að allir fasteignaeigendur væru skyldugir samkvæmt lögum til að brunatryggja fasteignir, en hluti þeirrar greiðslu rennur í viðlaga- tryggingasjóð. Jónas kvaðst einkum beina sjónum sínum að sjálfsábyrgð vegna skemmda á innanstokksmunum, hon- um þætti nefnilega ekki óeðlilegt í sjálfú sér að 5% sjálfsábyrgð væri á fasteigninni. Hitt væri óeðlilegt að fólk þyrfti að borga að lágmarki 51.600 krónur vegna innbústjóns, það væri kannski að glata sjónvarpi, leir- taui og öðru þess háttar og lágmarkið væri alltof hátt. Upphæð sem þessi kæmi nefnilega talsvert við pyngju fólks. Eftir tölu Jónasar á fundinum á Hellu gerði Níels Indriðason, mats- maður hjá Viðlagatryggingu, grein fyrir því að reglurnar væru reyndar þannig að þegar bæði hefði orðið hú- stjón og innbústjón þá greiddi fólk sjálfsábyrgð aðeins einu sinni, en ekki fyrir hvort tjónið um sig. Jónas segir að þetta hafi ekki áður komið fram, jafnvel þó að heimamenn hafi haldið nokkra ftmdi með fulltrú- um Viðlagatryggingar í vikunni. Þessi nýju tíðindi breyti sannarlega miklu. Hitt sé annað mál að í mörgum tilfell- um hafi ekki orðið skemmdir á fast- eign í skjálftunum heldur aðeins á innanstokksmunum. Um 2.000 manns í Nauthólsvík UM 2.000 manns komu saman í Nauthólsvík sl. fóstudagskvöld þegar mest var en þar var skipu- lögð skemmtidagskrá. Að sögn lögreglu virðist sem erillinn hafi færst úr miðbænum suður í Naut- hólsvík því rólegt var í miðbænum á þessum tíma. Einhverjir pústrar urðu á staðnum og var einn fluttur á slysadeild eftir slagsmál. Þá var lögreglan kvödd að Mið- dalsvegi í Mosfellsbæ þar sem maður hafði fallið af hestbaki. Hann lá meðvitundarlaus í göt- unni þegar lögreglan kom á stað- inn um kl. 5 aðfaranótt laugar- dagsins. Þá voru sex manns teknir ölvað- ir við akstur í borginni undir morgun. BÍLASALAN Stærsta vörubíla- og tækjasala landsins ífDniini ■ ■■■■■Uflv Kaplahrauni 2-4, Hafnarfirði, sími 565 2727, netfang bilhraun@simnet.is, heimasíða www.simnet.is/hraun/ Benz 309, árg. 1987, 14 manna. Benz 24.35 6x4, árg. 1989, með stól. Benz 24.35 8 hjóla, árg. 1989, með kassa og kæli. Liebherr PR 722, árg. 1991. Fleigur N.P.K 500.10416 og Contech 450 kg fleigur. Scania 93 með kassa. 1993, Scania 142 6x2, árg. 1983, með stól. Scania 143 H 6x4, árg. 1991, með stól. Man 10.150, árg. 1991, með kassa og kæli. Jork flatvagn, 2ja öxla á fjöðrum, árg. 1984. O&K, RH6 Beltavél, árg. 1990, ekinn 10.700 stundir. Álvagn 3ja öxla á lofti, árg 1991. BÍLASALAN HRAUN Kaplahrauni 2-4, Hafnarfirði, sími 565 2727, netfang bilhraun@simnet.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.