Morgunblaðið - 25.06.2000, Side 57

Morgunblaðið - 25.06.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 57 FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Sigríður Dögg íslendingar í London á alls oddi á þjóðhátíðardaginn, grunlausir um jarðskjálftann heima fyrir. MorgunblaðMaría Hrönn Valgerður Gestsdóttir Yates samdi lag við Ijóðið Mývatnssveit, eftir afa sinn Jón í Múla og var það frumflutt á Íslendingahátíðinni á lýðveldis- daginn. Björg Þórhallsdóttir, sópransöngkona, söng lagið við undirleik Sigrónar Sævarsdóttur. Valgerður, sem hér er ásamt Björgu, ólst upp á Seyðisfirði en hefur búið í Englandi síðan árið 1953. Karlamir fengu það hlutverk að sjá um að svala þorsta kvennanna er þær komu í mark. Kvennahlaupið í Brussel ÞANN 18. júní stóð íslandsfélagið í Belgíu fyrir Kvennahlaupi ÍSÍ í Brussel. Hulda Ólafsdóttir sá um skipulagningu hlaupsins. Var þetta í fyrsta skipti sem kvennahlaupið var haldið í Belgíu og gekk það vel. Um 250 manns eru skráðir í ís- lendingafélagið sem stendur fyrir ýmsum uppákomum og stuðlar að því að landinn rækti tengslin við ættjörðina. Milli fimmtíu og sextíu konur og börn tóku þátt í hlaupinu. Var lagt af stað kl. 14.00 að staðar- tíma og hlaupið í stórum fallegum (hæðóttum) garði, Parc du Woluwe, í austurhluta Brussel. Fullheitt var í veðri, um 30°C og sólskin. Var byrjað eins og vera ber á upphitun og síðan var hægt að velja mUli þess að hlaupa 2 km eða 5 km. Rúmlega helmingur fór 2 km en hinar 5 km. Allir komust í mark og tók karlpeningurinn á móti konun- um með verðlaunapeningum og drykkjarföngum sem voru vel þegin í þessum mikla hita. í lokin voru sameiginlegar teygj- ur og allir fóru glaðir og sælir til síns heima. James Cameron kvongast Kynnt- ust við gerð Titanic JAMES Cameron, sá hinn sami og framleiddi og leikstýrði kvikmynd- inni vinsælu Titanie, gekk að eiga leikkonuna Suzy Amis þann 4. júní sl. Fáir vissu af athöfninni og var þess vel gætt að fjölmiðlar og fréttasnápar kæmust ekki á snoðir um brúðkaupið. Cameron og Amis kynnt.ust við gerð myndarinnar Titanic en þar fór hún með hlutverk. Þetta er annað hjónaband Cam- erons, hann var áður kvæntur leik- konunni Lindu Hamilton sem lék Reuters James Cameron ásamt eiginkon- unni, Suzy Amis. kvenhetjuna í Terminator- myndunum sem nú á að fara að gera framhald af. Fáir ef einhverjir gestir voru við- staddir athöfina og hefur því Cam- eron lýst því yfir að slegið verði upp stórri vcislu í Hollywood nú um helgina og þar verður eflaust margt um manninn. Ásett verð er 4,7 millj. en veittur verður mjög góður staðgreiðslu- afsláttur. Skipti möguleg á ódýrari, td. jeppa, helst dísel ekki eldri en 3 ára og má vera breyttur. Upplýsingar Bíllinn er keyrður 12 þús. km og er vel búinn, leður, rafmagn í öllu, topplúga, 18" álfelgur, 15" varafelgur fylgja, BMW-soundsystem, litur aspensilver, aksturs- og viðvörunartölva o.m.fl. Vel með farinn og flottur bfll. s. 568 4116 eða 6948444 e-mail: biluppl@hotmail.com Lýðveldis- hátíð í London ÍSLENDINGAR í London héldu lýðveldisdaginn hátíðlegan á veglega vísu í og við Dönsku kirkjuna í Reag- ent Park. Hátíðahöldin hófust með guðþjónustu þar sem sr. Jón A. Baldvinsson messaði og Þorsteinn Pálsson sendiherra ílutti ávarp. Is- lendingakórinn söng ættjarðarlög svo gæsahúðin reis um þéttsetna kh-kjubekkina. Á eftir kom fólk sam- an í garðinum við kirkjuna, keypti sér íslenskar pylsur í pylsubrauðum, spjallaði saman á móðurmálinu og hlustaði á íslensk dægurlög. Margir freistuðust til að hamstra íslenskt sælgæti, sem var þar til sölu í miklu úrvali, enda jafnast fátt á við gotterí að heiman. Svalsglsrtiýsl Súlitofur Glerið ver gegn ofhitun sólskins, og hefur margfalt einangrunargildi gegn kulda og helst því kjörhiti inni. Viðhaldsfríar sólstofur. Sýningarhús á staðnum TILSOLU BMW 5231 steptronic 22.-25. JÚNÍ Vertu með í sumarkastinu! Komdu í Kringluna, skoSaSu nýju sumarvörurnar, gæddu þér á girnilegum réftum og geröu gæðakaup á Kringlukasti. Opið í dag sunnudaginn 25. júní frá kl. 13:00-17:00. Veitingastaðir opnir íengur. Komdu í Kringluna og njóttu þess nýjasta á sálskinsverði. sunnudagur NÝJAR VÖRUR 20%-50% Upplýsingar í síma 588 7788

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.