Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tryggingafélögin breyta áhættusvæðum bílatrygginga frá og með mánaðamótum Fleiri svæð- um bætt í dýrasta áhættuflokk EINAR Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-AImennra trygginga, segir að tilkynnt verði um nýja gjaldskrá með umtalsverðri hækk- un iðgjalda í lögboðinni ábyrgðar- tryggingu hjá félaginu á mánudag. Einar vildi í samtali við Morgun- blaðið ekki að svo stöddu gefa upp- lýsingar í prósentum um hve mikill- ar hækkunar mætti vænta. „Pað er ljóst að við erum að tala um umtalsverðar hækkanir. Þetta er mikið alvörumál," sagði Einar. „Það hefur komið ítrekað fram í fréttum að ökutækjatryggingar hafa verið reknar með miklum og vaxandi halla þannig að það hefur verið í undirbúningi hjá okkur að gera breytingar.“ Einar sagði hins vegar stefnt að því að iðgjöld í dreifðustu byggðum landsins hækkuðu ekki. Að baki því liggja niðurstöður tölfræðilegrar greiningar á því hvar á landinu ábyrgðartjón verða en á grundvelli þeirra verður landinu nú skipt upp í þrjú áhættusvæði. „Það verður tekið upp nýtt áhættusvæði, áhættusvæði 3, sem nær yfir hinar dreifðu byggðir. Það er okkar markmið að hækka ekki iðgjöld á því svæði, í samræmi við fyrirliggjandi niðurstöður," sagði Einar. Til þessa hefur landinu verið skipt upp í tvö áhættusvæði hvað varðar útreikning iðgjalda. A svæði 1 hafa verið höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Akureyri en önnur byggðarlög hafa verið á svæði 2 og bíleigendur þar hafa greitt lægri ið- gjöld vegna lægri tjónagreiðslna. „Breytingin sem nú á sér stað er sú að Akranes og byggðin fyrir austan fjall, þ.e. Hveragerði, Selfoss, Eyr- arbakki, Stokkseyri og Þorláks- höfn, færast á áhættusvæði 1. Þetta veldur því að það verður dýrara að tryggja á þessum svæðurn," sagði Einar. Á svæði 2 verða helstu þéttbýlis- staðir, utan svæðis 1, svo sem Vest- mannaeyjar, Húsavík, Sauðárkrók- ur, ísafjörður og Stykkishólmur, en einnig smærri svæði svo sem Gríms- ey og Kópasker; allt á grundvelli tölfræðigreiningarinnar fyrrnefndu. „Það er tjónadreifingin sem ræð- ur áhættusvæðaskiptingunni; það hvernig tjónin dreifast á landið eft- ir því hvar vátryggingatakar eru búsettir," sagði Einar. Hann sagði að tjónagreiðslur tryggingafélagsins hefðu farið vax- andi og tjónatíðni einnig, þ.e. tjón- um hefði fjölgað meira en skráðum ökutækjum. Einnig hefði tjóna- kostnaður vaxið, m.a. vegna hærri viðgerðarkostnaðar, nýrri og dýrari bílaflota en áður og vegna aukinna greiðslna fyrir miska og líkamstjón. Einar var spurður hvort til stæði, í framhaldi af því að ákveðið hefur verið að láta þá áhættu sem fylgir búsetu á ákveðnum land- svæðum endurspeglast betur en áð- ur í iðgjöldum, að dreifa iðgjöldum frekar en gert hefur verið niður á þá hópa ökumanna sem helst valda tjónum. „Það hefur löngum verið ljóst að ungir ökumenn valda hlutfallslega meiri tjónum en þeir sem eldri eru; 17 ára ökumaður lendir sex sinnum oftar í tjóni en 30 ára ökumaður og tjónagreiðslur vegna 17 ára öku- manna eru sjö sinnum hærri en vegna 30 ára ökumanns," sagði Áhættusvæði vegna lögboðinna ökutækjatrygginga Grímsey Bolungarvík, Suíureyri jsafjörður Flateyri ySiMIav^ Siglufjöröur Kópasker; Snæfellsbær Stykkistólmur ,y / _ . - [ V. t\ V ; f&C ^GrunaarfjörflBr V' / /í»?te£r-- Ólafsfjörður Húsavjk / Hnsey í é/' .Grenivík-../ Dalvik Akureyri •.# Tt S Raufarhöfn w Þórshöfn Áhættusvæði 1 Reykjavík Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Bessastaðahr. Hafnarfjörður Vogar Grindavík Njarðvík Keflavík Keflav.flugv. Hafnir Sandgerði Garður 9 ■" Hveragerði s/ýKjr Selfoss (. Þorlákshöfn uuni»nÁ!!iv Eyrarbakki V .Hvolsvo"ur Stokkseyri xv;-''/ © Áhættusvæði 1 Áhættusvæði 2 Áhættusvæði 3 er þá aðrir hlutar landsins r\ ,v" y Vestmannaeyjar Aii.t‘ttii;;vh)ðí VOfjiÍíl k0:»k01lytj(jjiitj;1 i Áhættusvæði 1 er þá landið utan höfuðborgarsv. Áhættusvæði 2 er þá höfuðborgarsvæðið: þ.e. Reykjavík, Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Bessastaðahreppur og Hafnarfjörður Áhættusvæðum vegna ábyrgðartrygginga er skipt upp eftir póstnúmerum. í sumum tilvikum kunna skil milli áhættusvæða 2 og 3 að vera ónákvæm á kortinu. T.d. eru dreifbýlispóstnúmerin 401, 356, 301, á svæði 2 og 603 telst til svæðis 1. hann og kvaðst telja að iðgjöldin endurspegluðu þetta ekki nægilega. Að vísu væri lagt álag á iðgjöld ungra ökumanna en það hefði leitt til þess að þeir bílar sem ungir öku- menn aka væru tryggðir á nafni foreldra þeirra. „Eg á um það tölur í mínum fórum að 17-20 ára öku- menn eru um það bil 3% vátrygg- ingataka en 15% tjónvalda,“ sagði Einar. „Þetta er vandamál sem erf- itt er við að fást og almennt viðhorf virðist vera það að þetta sé kostn- aður sem dreifast verður á alla ökumenn." Jafnhliða nýrri gjaldskrá og end- urskilgreindum áhættusvæðum í ábyrgðartryggingu verður tekin upp ný svæðaskipting vegna kaskó- trygginga en þar eru formerki öfug við ábyrgðartrygginguna því kaskó- trygging er dýrari á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu milli Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar. Einar sagði að þetta ætti sér þær skýringar að þótt mikið væri um árekstra í Reykjavík vægi alvar- leiki umferðaróhappanna þyngra úti á landi í kaskótryggingu. Á landsbyggðinni verður stór hluti al- varlegustu óhappa vegna útafakst- urs og bílveltna. Breytt svæðaskipting og ið- gjöld til endurskoðunar Gunnar Felixson, forstjóri trygg- ingamiðstöðvarinnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að fé- lagið mundi taka upp sambærilega breytta svæðaskiptingu og Sjóvá- Almennar. „Við munum einnig end- urskoða iðgjaldaskrána," sagði Gunnar. „En ég vil sem minnst um þetta segja fyrr en maður er búinn að átta sig á hvað þeir gera,“ sagði Gunnar og vísaði þar til væntan- legrar nýrrar gjaldskrár Sjóvár-Al- mennra á mánudag. „En það hefur lengi legið fyrir að það er mjög brýnt að hækka iðgjöld í lögboðn- um ökutryggingum og það munum við gera.“ Axel Gíslason, forstjóri Vátrygg- ingafélags íslands, sagði að félagið hefði, eins og þau sex trygginga- félög, sem hafa um 90% markaðs- hlutdeild í ábyrgðartryggingum ökutækja, lagt fram gögn til þeirr- ar tölfræðilegu úrvinnslu sem skipting í ný áhættudreifingarsvæði byggist á. „Þetta er sameiginleg niðurstaða félaganna og ég á von á að við nýtum okkur hana og tökum upp þessa skiptingu,“ sagði Axel. Hvað varðar iðgjöld sagði hann að unnið væri að endurskoðun þeirra og niðurstaða lægi ekki fyr- ir. „En það er ljóst að það þarf að hækka lögbundnar tryggingar og kaskótryggingar vegna mjög auk- ins tjónakostnaðar, bæði vegna fjölgunar tjóna og vegna þess að fjárhæð meðaltjóns hefur farið hækkandi af ýmsum ástæðum.“ Ax- el sagði að hvað varðar iðgjöldin yrði niðurstöðu félagsins ekki langt að bíða. ÍSLENSKA kvótakerfið var eitt umræðuefnið á málstofu á fjöl- mennu hagfræðingaþingi sem hófst í Vancouver í Kanada á fimmtudag. í gær fluttu þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, og dr. Ragnar Árnason, prófessor í fiski- hagfræði, erindi á þinginu ásamt nokkrum kanadískum hagfræðing- um. Að sögn Hannesar Hólmsteins spunnust miklar umræður í kjölfar erindanna. í erindi sínu fjallaði Hannes H. Gissurarson um einkavæðingu al- menninga með sérstöku tilliti til íslenska kvótakerfisins. Hann sagði þar, að fiskihagfræðingar hefðu til þessa látið ósvarað tveim- ur mikilvægum spurningum, ann- ars vegar hvers vegna kvótakerfi hefði aðeins verið komið á í tveim- ur löndum, íslandi og Nýja Sjá- landi, úr því að það væri svo hag- kvæmt kerfi að flestra sögn og hins vegar hverjir hefðu eða teldu sig hafa hag af einkavæðingu al- menninga. Sagði Hannes i erindi sínu að kjarni málsins væri sá, að eignarréttur myndaðist ekki í al- menningum (auðlindum, sem ekki væri þegar eignarréttur á) nema einhver teldi sig hafa hag af því. Á íslandi hefði verið mikil andstaða við það, að einstakir aðilar öðluð- ust einkanýtingarrétt á fiskistofn- um, en smám saman hefði kvóta- kerfið þó myndast, þegar útgerð- armenn hefðu gert sér grein fyrir, að þeir hefðu hag af því. Nauðsynlegt hefði verið í upp- Islenska kvótakerfið til umræðu á hagfræð- ingaþingi í Kanada Hannes Hólmsf einn Ragnar Gissurarson Árnason hafi að úthluta kvótunum end- urgjaldslaust til útgerðarmanna, því að ella hefðu þeir aldrei sam- þykkt breytinguna, þó að hún væri tvímælalaust til hagsbóta fyrir þá og raunar alla aðra um leið. End- urgjaldslaus úthlutun og framselj- anleiki kvótanna gerði kleift að fækka skipum og fyrirtækjum í út- gerð með því að kaupa þau út í stað þess að hrekja þau út. Órétt- látt væri síðan að setja nú á sér- stakt veiðigjald því að það myndi hitta þá fyrir, sem eftir væru í greininni og tekið hefðu áhættuna, en ekki hina sem þegar hefðu selt kvóta sinn. Heildin hagnast á einka- væðingu almenninga Erindi Ragnars Árnasonar fjall- aði um áhrif kvóta á tekjuskipt- ingu. Sagði Ragnar að hagfræðing- ar væru almennt sammála um að heildarhagur batnaði við myndun eignarréttinda í almenningum, þar sem áður hefði verið ótakmarkað- ur aðgangur að takmörkuðum auð- lindum. Hins vegar hefðu sumir hagfræðingar viljað halda því fram, að launafólk gæti tapað á slíkri einkavæðingu þótt heildar- hagurinn batnaði. I erindi sínu mótmælti Ragnar þessum kenningum og færði rök fyrir því að aðrir töp- uðu ekki á því að al- menningar væru einkavæddir. Ragnar kynnti stærðfræðilegt líkan sem hann hefur gert um þetta atriði í fiskveiðum. Þar væri spurningin ekki hvort aðrir myndu tapa heldur hvort handhaf- ar kvótanna myndu einir græða, hvort bættur hagur af fisk- veiðum rynni með öðrum orðum óskipt- ur til þeirra. Ragnar komst að þeirri niður- stöðu í erindi sínu að slíkt gæti gerst við tilteknar að- stæður. Líklegast væri þó við þær aðstæður sem algengastar eru að handhafar kvótanna græddu ekki einir heldur aðrir um leið, sérstak- lega þegar aukin fjármagnsmynd- un í hagkerfinu vegna kvótakerfis- ins væri höfð í huga. Þannig nytu allir eða flestir að lokum hagsbót- anna af einkavæðingu auðlindanna. Að sögn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er um þessar mund- ir mikil umræða um það í Banda- ríkjunum og Kanada hvort taka eigi upp aflakvótakerfi í fisk- veiðum víðar en þegar hefur verið gert þar. Horfa menn þá meðal annars til þess hversu góða raun aflakvótakerfi hefur gefið í lúðu- veiðum á vesturströndinni, en þar voru áður eins konar sóknartak- markanir í gildi sem ekki höfðu reynst vel. í málstofunni í gær komu þær raddir upp í umræðum, að sögn Hannesar, að eðlilegt væri af rétt- lætisástæðum að taka upp að minnsta kosti eitthvert veiðigjald, svo að skattgreiðendur fengju ein- hvern hlut af fiskveiðiarðinum. Þau rök voru hins vegar sett fram á móti að þá yrði líklega aldrei tekið upp kvótakerfi nokkurs stað- ar, þótt slíkt kerfi væri tvímæla- laust hagkvæmt. Ókeypis úthlutun aflaheimilda væri forsenda þess að aflakvótakerfi yrði komið á, það væri eina leiðin til að útgerðar- menn sættu sig við svo mikilvæga breytingu á starfsumhverfi þeirra. Þannig fengju þeir einnig svigrúm til að fækka í flotanum eins og nauðsynlegt væri án þess að það bitnaði stórkostlega á þeim fjár- hagslega. Til þess þyrftu þeir að fá fiskveiðiarðinn í sinn hlut. Hann væri heldur ekki tekinn af neinum, heldur skapaðist við hagkvæmari skipan veiða en áður hefði verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.