Morgunblaðið - 10.08.2000, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mjög mikilvægt að
hraða framkvæmd
nýs flugvallar
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri Reykjavíkur, segir
mjög mikilvægt að hraða fram-
kvæmd nýs flugvallar í grennd
Reykjavíkur. Ingibjörg segir að ef
allar snertilendingar, æfinga-
kennsla og einkaflug verði flutt á
nýjan flugvöll verði hægt að fækka
hreyfingum á Reykjavíkurflugvelli
um 50-80%. Það sé mikilvægt út
frá öryggissjónarmiðum, en ekki
síður út frá þeirri truflun sem er af
Reykjavíkurflugvelli.
„Það sama á við um flugvöllinn
og önnur umferðarmannvirki að því
meiri umferð sem er um völlinn, því
meiri líkur eru á því að það fari
eitthvað úrskeiðis. Ef hægt er að
draga úr flugumferð þá er það heil-
mikill fengur. Það má heldur ekki
gleyma að hún er það sem truflar
íbúana mest,“ sagði Ingibjörg í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Kúagerði hefur verið nefnt sem
hugsanlegur staður fyrir flugvöll-
inn. Ingibjörg segir að í bókun sem
hún og samgöngumálaráðherra
gerðu í júní í fyrra hafi verið gert
ráð fyrir að flugvöllurinn kæmi inn
á flugmálaáætlun fyrir tímabilið
2000-2003. „Ég mun óska eftir að
það verði skoðað hvort ekki er
hægt að ljúka vellinum árið 2003 i
stað þess að hefja framkvæmdir
2003 eins og áætlanir gera ráð fyr-
ir.“
I kjölfar flugslyssins í Skerjafirði
á mánudagskvöld óskaði Ingibjörg
eftir fundi með flugmálastjóra,
framkvæmdastjóra flugumferðar-
sviðs og framkvæmdastjóra flugör-
yggissviðs á Reykjavikurflugvelli
til að fara yfir atburðarásina, eink-
um, að sögn Ingibjargar, af því
komið hafi fram hjá sjónarvottum
að vélin hefði flogið lágt yfir Skild-
inganesinu. „Maður er alltaf að
reyna að tryggja að sú hætta sem
er samfara flugi hafi ekki áhrif á
jörðu niðri, því flugvélar geta auð-
vitað hrapað. Við fórum yfir málið
og það liggur nokkuð ljóst fyrir að
hverfandi líkur eru á að flugslys i
tengslum við flugvöllinn hafi áhrif á
jörðu niðri. Það kom fram á fundin-
um, sem við vissum, að hættan er
mest við flugtak og lendingu. Þá
hefur maður ekki síst áhyggjur af
norður-suðurbrautinni og norður-
enda hennar.“
Ingibjörg segir að það sé sam-
dóma álit allra að allt hafi verið
með felldu á flugvellinum þegar
slysið átti sér stað. „En svona al-
varleg slys eins og þetta eru tilefni
til að maður fer yfir málin til að
vita hvort ekki hafi öllum öryggis-
þáttum verið sinnt. Þess vegna
gerði ég það. Við fórum líka yfir
hvort framkvæmdirnar á vellinum
hefðu haft einhver áhrif en það er
álit allra að svo var ekki.“
Helgi Olafsson í bók um stórkost-
legustu leiki sögunnar
„Mikilfeng-
legur leikur“
HELGI Ólafsson stórmeistari er
einn þeirra skákmanna sem eiga
framlag í bókinni „The Most Am-
azing Chess Moves of All Time“,
eða Stórkostlegustu skákleikir
sögunnar, eftir stórmeistarann
John Emms. Þar fjallar Emms um
200 bestu leiki allra tíma. Nýverið
birtist umsögn um bókina á heima-
síðu Kasparovs, http:/Avww.kasp-
arov.com/, efth' Jonathan Levitt.
Levitt var andstæðingur Helga í
skákinni sem fjallað er um í bók-
inni, á Reykjavíkurmótinu 1990.
Levitt fjallar um leik Helga í
dóminum og fer lofsamlegum orð-
um um hann. „Það er ekki sérlega
góð lífsreynsla að fá á sig stórkost-
legan leik. Fyrst trúir maður
hreinlega ekki eigin augum. Mað-
ur reynir að láta á engu bera og
láta svo sýnast að manni hafi ekki
algjörlega yfirsést þessi mögu-
leiki. Hjartað kippist til þegar
maður uppgötvar sannleikann sem
mætir manni á skákborðinu," eni
upphafsorð umsagnarinnar.
Sker sig algjörlega úr
Svo heldur áfram: „Hingað til
hafa þónokkuð margir leikh- gegn
mér staðið uppúr, af öllum þús-
undunum, en einn sker sig algjör-
lega úr hvað varðar mikilfeng-
leika. Þetta var á
Reykjavíkurskákmótinu árið 1990.
Ég var með svart á móti Helga Ól-
afssyni og þótt ég hefði eilitlar
áhyggjur af stöðunni hafði ég enga
hugmynd um hvað væri í vænd-
um.“ Þá fer Levitt yfir skákina og
fer illþýðanlegum skákorðum um
snilldina.
Helgi segist, í samtali við Morg-
unblaðið, muna vel eftir þessum
leik. „Það er vissulega gaman og
mikill heiður að komast í þessa bók
og fá þvílíka urnsögn," segir hann.
Leitað að spænskum seglskipum
Stærsta flakið
talið á um 100
metra dýpi
HAUSTIÐ 1615 fórust þrjú spænsk
skip í ofsaveðri við Strandir. Mann-
björg varð, en skipveijamir sem
voru frá Baskalandi á Spáni lentu í
erjum við landsmenn en þeir munu
hafa rænt sér til bjargar. Deilumar
enduðu með því að Vestfirðingar
vógu alls um 40-50 Baska í Dýrafirði
og Æðey á ísafjarðardjúpi. Einn
hópur komst hins vegar undan til
Patreksfjarðar og era Spánverjamir
taldir hafa siglt til Bretlands. Þessir
atburðfr eru þekktir sem Spánverja-
vígin í íslandssögunni.
Engin merki fundust um flakið
Árangurslausri leit að stærsta
skipinu lauk á mánudaginn eftir
fimm daga leit. Bjarai F. Einarsson
fomleifafræðingur var leiðangurs-
stjóri leitarmanna. Hann segir mjög
aðdjúpt á þessum slóðum og því lík-
legt að skipið hafi rannið niður snar-
bratta hlíð sem nær allt niður á 100
m dýpi. Slíkt dýpi hafi verið köfuran-
um ofviða. Alls tóku átta kafarar þátt
í leitinni í Naustvík og Ytri-Naust-
víkum sem era í norðanverðum
Reykjafirði. „Samkvæmt samtíma-
heimildum sökk stærsta skipið af
þessum þremur þama,“ segir
Bjami. „Það er haft eftir Jóni lærða
Guðmundssyni sem var alþýðufræði-
maður og var sjálfur um borð.“
Engin merki fundust um flakið.
Bjami telur ástæðuna vera þá að
mest allt góss hafi náðst úr stærsta
skipinu sem skemmdist tiltölulega
lítið við strandið. Því hafi góssið ekki
dreifst um fjarðarbotninn eins og
e.t.v. hefði mátt vænta. Hann segir
þó ágætar líkur á því að flakið finn-
ist, væntanlega í ágætu ástandi. Eft-
ir því sem skipsflök liggja dýpra, því
heillegri séu þau. Þar sé meiri kuldi,
minna súrefni og ekkert Ijós. Til leit-
ar þurfi þó betri búnað, m.a. fjar-
stýrða neðansjávarmyndavél.
Næst leitað að minni skipunum
Hin skipin tvö skemmdust meira
og annað þeirra mun hafa brotnað í
tvennt. Bjami telur góðar líkur á því
að hægt verði að finna flök þeirra.
Hann segir samtímaheimildir geta
þess að þau hafi farist við Kesvogs-
kot. I tímans rás hafi hinsvegar stað-
setning þess gleymst en Bjami telur
sig nú hafa fundið Kesvogskot á ný.
Rústirnar sem Bjami telur vera
Kesvogskot era utar í Reykjafirði en
fjörðurinn grynnkar mjög þegar ut-
ar dregur. „Þar era allar aðstæður
miklu betri til köfunar. Það verður
væntanlega næsta viðfangsefni,"
sagði Bjarni.
Bjami segir að skyggni til köfunar
í Reykjafirði hafi verið ágætt.
Fyrstu dagana hafi hinsvegar
gríðarlegur fjöldi margglyttna gert
köfuranum lífið leitt. „Við eram allir
með branabletti á vörum og kinn-
um,“ sagði Bjami sem sjálfur fékk
að kenna á margglyttunum.
Leiðangurinn, sem stóð yfir í fimm
daga, er samvinnuverkefni Forn-
leifafræðistofunnar, Minjavarðar
Vesturlands og Köfunarskólans.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Það var furðubáturinn Klði sem fékk flest stig í Furðubátakeppninni á Flúðum.
Furðubátakeppni
á Flúðum
Hrunamannahreppi - Hin árlega
furðubátakeppni á Flúðum fúr
fram við brúna yfir Litlu-Laxá á
sunnudaginn að viðstöddum mikl-
um fjölda áhorfenda. Keppni þessi
nýtur ávalit mikilla vinsælda og
koma sumir áhorfenda um langan
veg til þess að fylgjast með keppn-
inni.
Nú eru tæpir tveir áratugir liðn-
ir siðan þessi leikur hófst. Börn
eru jafnan aðalþátttakendurnir í
keppninni og ríkir mikil spenna á
meðal þeirra fyrir og á meðan á
keppni stendur.
Þó er alltaf stutt í barnið hjá
nokkrum fullorðnum, eins og
glöggt mátti heyra á djúpum radd-
hljómi, þegar leikar stóðu hvað
hæst. Fleyin voru aldrei fleiri en
nú eða 25 talsins og er ánægjulegt
að utansveitarfólk er einnig farið
að taka þátt í leiknum. Veitt eru
fern verðlaun fyrir frumlegustu
bátana, einnig fern verðlaun fyrir
tilþrif og siglingakunnáttu og ein
fyrir mestu óhappafleytuna.
Að þessu sinni var það báturinn
Klói sem fékk flest stig, skreyttur
fánum Landsbankans.
Með þvi að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari
vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi.
Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum
og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma.
@BÚNAÐARBANKINN
HEIMILISI-lNAN
Traustur banJá
www.bLb
Frjáls verslun
Jakob og
Björn
beðnir
afsökunar
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi frá Frjálsri
verslun: „Svo óheppilega vildi
til að rangar upplýsingar birt-
ust um þá Jakob Bjamason,
framkvæmdastjóra Kers hf., og
Björn Leifsson, eiganda World
Class, í nýútkomnu tekjublaði
Frjálsrar verslunar þar sem
birtar era upplýsingar um
telqur um 1.700 íslendinga.
Jakob var sagður með rúmar
3,3 milljónir króna á mánuði í
tekjur á síðasta ári. Rétt tala er
1.237 þús. krónur. Bjöm Leifs-
son, eigandi World Class, var
sagður með 150 þús. kr. í tekjur
á mánuði í fyrra. Rétt tala er
350 þús. kr. Frjáls verslun bið-
ur þá Jakob og Björn afsökun-
ar vegna þessara mistaka og
óþæginda sem þau hafa valdið
þeim.“
Ritstj. Fijálsrar verslunar.