Morgunblaðið - 10.08.2000, Page 8

Morgunblaðið - 10.08.2000, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Davíð Oddsson forsætisráðherra og Kjell Magne Bondevik í laxá í Raumsdalsfirði í Noregi á laugardag. Forsætis- ráðherra á slóðum Bjornsons DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra, eiginkona hans Ástríður Thorar- ensen og fylgdarlið voru á slóðum norska skáldsins Bjornstjerne Bjornson í Vestur-Noregi um helg- ina en á sunnudag setti ráðherra Bjömson-bókmenntahátíðina í Molde eins og fram hefiir komið í Morgunblaðinu. Kjell Magne Bonde- vik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, tók á móti Davíð og föran- eyti hans við komu þeirra til bæjar- ins Molde í Vestur-Noregi á föstu- dag og var gestgjafí þeirra um helgina. Á laugardeginum fylgdi Bondevik Davíð og fylgdarliði um RaumsdalsQörðinn, fjörðinn sem Molde stendur við, og var m.a. farið til prestsetursins í Nesset þar sem Bjornson ólst upp. Þá renndu þeir Davíð Oddsson og Bondevik fyrir lax í laxveiðiánni Eira og siglt var um Eikdalsvatn. Með forsætis- ráðherra voru í fórinni, Ólafur Dav- fðsson, ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu, Kristinn Ámason, sendiherra í Osló og eiginkona hans, Ásdís Þórarinsdóttir, auk norsku sendiherrahjónanna á íslandi, Kjell Halvorsen og Solveig Halvorsen. Meðfylgjandi myndir vora teknar í ferðinni en þar má m.a. sjá að vel fór á með þeim Davíð og Bondevik. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Knut Odegárd, forseti Bjornsons- hátíðarinnar, ræða saman í bátsferð um Eikdalsvatn. Ástríður Thorar- ensen og Kjell Magne Bondevik standa til hliðar. Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, segir gamansögur. Með honum eru Kjell Halvorsen, sendiherra Noregs á ís- landi, ðlafur Davíðsson ráðuneytisstjóri og Ástríður Thorarensen. Happdrætti um mnflytjenda- leyfi til Bandarrkjanna SENDIRAÐ Bandaríkjanna hefur tilkynnt að efnt verði til happdrættis um innflytjendaleyfi til Bandaríkj- anna (Diversity Immigrant Visa Lotterv—DV-2001) á þessu ári. Fólk fætt á íslandi og sem dregið verður út í happdrættinu fær tækifæri til að sækja um innflytjendaleyfi sem gef- ur rétt til að búa og starfa í Banda- ríkjunum. Skráningartíminn er 30 dagar: Frá hádegi 2. október 2000 til hádegis 1. nóvember 2000. Búist er við að u.þ.b. 55.000 inn- flytjendaleyfum verði úthlutað, á heimsvísu, gegnum DV-2001 happ- drættið. Fjöldi innflytjendaleyfa til þeirra landa sem rétt hafa til þátt- töku er ákveðinn algerlega af handa- hófi upp að hámarkinu 3.500 á hvert land. Þeir sem dregnir verða út verða að hafa menntun sem samsvarar framhaldsskóla („high sehool") í Bandaríkjunum eða tveggja ára starfsreynslu síðustu fimm árin í starfsgrein sem viðurkennd er af at- vinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þeir þurfa ekki að hafa atvinnutilboð í höndunum en verða að vera við góða heilsu líkamlega og andlega og geta séð fyrir sér í Bandaríkjunum. Til að geta tekið þátt í útdrættin- um verður viðkomandi að vera fædd- ur í landi sem rétt hefur til þátttöku. Island er þar á meðal. Embættis- menn sendiráðsins leggja áherslu á að það er fæðingarstaður sem skiptir máli en ekki ríkisfang. Allar umsóknir ber að senda til höfuðstöðva í Kentucky Consular Center, Lexington, KY 41903 U.S.A. og verða þær að berast þangað á tímabilinu frá hádegi 2. október 2000 til hádegis 1. nóvember 2000. Aðeins er hægt að skila inn einni umsókn fyrir hvem mann og umsækjandinn getur sjálfur útbúið umsóknina á venjulegan pappír. Ekki er um nein eyðublöð að ræða. Umsækjandinn verður sjálfur að undirrita umsókn sína og líma mynd af sér í vegabréfs- stærð á umsóknina með glæru lím- bandi, ekki festa hana með hefti eða pappírsklemmu. Starfsmenn sendiráðsins taka fram að þótt margir einstaklingar og fyrirtæki auglýsi í dagblöðum og lofi aðstoð við að útvega vegabréfsárit- anir eða að hjálpa fólki við að fá „græna kortið“ þá er DV-áætlunin hreint happdrætti. Þeir sem verða dregnir út þurfa hins vegar að borga sérstakt 75 dollara umsýslugjald. Starfsmenn sendiráðsins segjast vita til þess að mörg fyrirtæki sem bjóða aðstoð við útvegun innflytj- endaleyfis setji upp óheyrilega hátt gjald og gefi óraunhæf loforð. Aðrir aðstoði umsækjendur fyrir sann- gjamt verð eða jafnvel ókeypis. Hægt er að nálgast upplýsingarn- ar á Netinu, á heimasíðunni: http:// travel.state.gov Sækir slysavarnaráðstefnu í Lettlandi Auka þarf tengsl rannsókna og forvarna Herdís L. Storgaard Alaugardag hefst í Jurmala í Lettlandi, rétt við Riga, námskeiðið: Nordic- Boltic Research Course on Injury Prevention and Safety Promotion. Þetta þýðir Herdís L. Storgaard, sem er einn kennara á námskeiðinu: Námskeið í rannsóknum sem fjallar um forvamir slysa og hvemig best er hægt að koma boðskapnum til skila. „Það er Karolínska Inst- itutet sem heldur þetta námskeið, en eiginlega er þetta samnorrænt verk- efni,“ sagði Herdís enn- fremur. En hvað skyldi vera meginverkefni þessa námskeiðs í sambandi við forvamir? „Þarna verða lagðar fram rann- sóknir sem gerðar hafa verið í sambandi við forvarnir og farið verður mjög ítarlega ofan í að- ferðafræðina. Rannsóknir era misjafnar og sumar er auðvelt að nota í forvarnaskyni og aðrar ekki. Tekin verða þarna bæði góð og slæm dæmi sem eiga að gera það að verkum að fólk átti sig hvemig gera á góðar slysavarna- rannsóknir. Hinn hluti nám- skeiðsins snýst um skipulagðar forvarnir." - Hver er þinn þáttur í þessu námskeiði? „Eg ætla að segja frá rannsókn sem gerð var hér á landi og ég tók þátt í ásamt með Pétri Lúðvíks- syni, lækni á Landspítalanum, og fleiram. En hún fjallaði um drakknanatíðni barna á íslandi. Það sem er athyglisvert við þetta, að mati þeirra sem skipulögðu námskeiðið, er að rannsókn þessi var talin mjög ítarleg og búa þar með yfir mjög góðum upplýsing- um. Það sem meira er, niður- stöðurnar hafa verið nýttar til fullnustu til þess að nota gegn drukknunarhættu barna á Is- landi. Að fimm árum liðnum frá því rannsóknarniðurstöðurnar birtust þá hefur drakknunum barna fækkað um 95%, sem er ótrúlegur árangur. Við munum vonandi gera aðra könnun að fimm árum liðnum til þess að kanna hvaða árangur þá er fyrir hendi, enn er of snemmt að gera nýja könnun. Þess má geta að upphaflega var Vilhjálmi Rafns- syni lækni boðið að halda fyrir- lestur þarna um annað efni, en honum fannst meiri ástæða til að ég færi, þar sem ég hef unnið meira að slysavörnum en hann.“ - Er mikill áhugi annarra þjóða á þessari rannsókn á drukknunum sem þið gerðuð hér á landi? „Tvímælalaust er svarið já. Skipuleggjendur í Lettlandi vildu endilega kynna niðurstöður þess- arar rannsóknar þar sem mjög mörg börn drakkna þar í landi og víðar. Þess má geta að Svíar hafa líka sýnt þessari rann- sókn mikinn áhuga og fengu mig til þess að halda fyrirlestur á ráð- stefnu um drakknanir sem haldin var þar í fyrra. Drakknunum hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum í Svíþjóð." - Hvað í niðurstöðum ykkar í rannsóknunum hér leiddi til þess að drukknunum barna hér hefur fækkað svona mikið? „Eg tók niðurstöðurnar og flokkaði þær. Það var frekar auð- velt því börnin höfðu drukknað á svipuðum stöðum. Sett var af stað ► Herdís L. Storgaard fæddist í Reykjavík 25. desember 1953. Hún lauk prófi sem hjúkrunar- fræðingur 1976 og hefur tekið námskeið í þeirri grein auk þess sem hún er menntaður kennari. Hún hefur starfað að slysavörn- um frá árinu 1991 er hún hóf störf hjá Slysavarnafélagi fs- lands. f desember 1998 hóf hún störf hjá Árvekni við verkefna- stjórn um slysavarnir barna og unglinga á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins. Herdís er gift Kai Storgaard, starfsmanni hjá BYKO, og eiga þau einn son, Sebastian Storgaard. mikil vinna í kringum fyrirbyggj- andi aðgerðir í samstarfi við yfir- völd sem leiddi til hertra reglna um setlaugar í heimahúsum. í kjölfarið kom út reglugerð um ör- yggisatriði á opinberam sundstöð- um, en rannsóknin leiddi í ljós að þar vora miklar hættur fyrir hendi. Eitt af því sem tekið var sérstaklega á vora drukknanir yngri barna en fjögurra ára, en rannsóknin sýndi að börn drukkn- uðu oft innan við 100 metra frá heimili sínu í grannum pollum. I kjölfar fór fram mikil fræðsla til foreldra þar sem þeim var bent á að börn innan fjögurra ára geta drukknað í 2 til 5 sentímetra djúpu vatni, þau hafa ekki þroska til að varast þetta.“ - Hvaða efni fínnst þér forvitni- legast að heyra um á námskeiðinu með tilliti til íslenskra aðstæðna? „Forvitnilegust er tengingin á milli þeirra sem era að gera rann- sóknir og okkar sem erum að vinna í forvörnunum, en um það efni verður sérstaklega fjallað. Verið er að gera rannsóknir, væntanlega til að nota í forvarna- skyni, en þær skila sér ekki alltaf sem slíkar. Of mikið er um að nið- urstöður rannsókna era ekki skoðaðar sem skyldi og brugðist rið þeim. Það vantar oft tengingu á milli góðra rannsóknamanna og hinna sem era að rinna í slysa- vörnunum. Eg veit að það á einnig að fjalla um aðferðafræðina sem rið notuðum rið drakknanrannsókn okkar, þannig að það verður fróðlegt að sjá hvort við getum bætt okkur með nýjum aðferðum." - Þarf að herða slysavarnir hér á landi? „Það hefur náðst heilmikill árangur í slysavörnum hér sl. 10 ár í rissum flokkum, m.a. með fræðslu, en slíkt er ekki einhlítt, oft þarf að setja reglur til þess að fullur árangur náist.“ Hertar reglur þurfa að koma til, auk fræðslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.