Morgunblaðið - 10.08.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 31
LISTIR
Þú verður að
vera á staðnum
Stökktu til
Costa del Sol
24. ágúst
„MÁLVERKUM Anne Katrine
verður ekki lýst með orðum og sér-
hver tilraun til þess verður að lokum
eins og svarthvít eftirprentun í dag-
blaði. Þetta vandamál leiðir beint til
eins af grunnþáttunum í verkum
hennar: Þú verður að vera á staðnum
til að sjá og upplifa verkin. Þú verður
að standa andspænis verkunum og
gefa þeim tíma.“ Svo skrifar Timo
Valjakka í sýningarskrána um verk
norsku listakonunnar, sem fyrr á
þessu ári hlaut Fred-Thieler-verð-
launin í Þýskalandi.
Anne Katrine Dolven var að leggja
lokahönd á undirbúning fyrir sýning-
una í galleríi i8, sem verður opnuð í
dag. Hún gerði hlé á vinnu sinni til að
ræða um verk sín og sýninguna. „Ég
er hrifm af salnum, það skiptir engu
máli þótt hann sé lítill því aðalatriðin
eru birtan og stemmningin hér inni,“
segir hún og dregur upp gardínuna
til að hleypa sólarljósinu inn. „Birtan
hefur áhrif á lífíð í þeim og þannig
spila verkin mín og náttúran saman.“
Bæði málverk og myndbönd
Sýningin ber heitið I Hold your
Head in my Hands (Ég held höfði
þínu í höndum mér) og verður opnuð
í dag. Þar er að finna bæði málverk
og myndbönd eftir listamanninn.
Þetta er í fyrsta skipti sem Anne
Katrine heldur einkasýningu hér á
landi en áður mun hún hafa tekið
þátt í samsýningum. Hún segist
lengi hafa haft á prjórmnum að koma
hingað og kveður íslendinga eiga
marga góð samtíma listamenn.
Málverkin sem Anne sýnir eru
fimm og flest þeirra gerði hún sér-
staklega fyrii' sýninguna hér. Þau
eru öll í hvítum tónum en það mun
vera algengt í verkum hennar. ,Áður
bar ég mikla virðingu fyrir litum og á
tímabili voru þeir ráðandi í verkum
mínum. Á ákveðnum tíma þegar ég
bjó í Berlín fór ég svo aftur að nota
hvítan lit. Kannski spratt það af þörf
til að vinna gegn öllum grámanum
þar.“ Hún bendir á verkið sem henni
er næst. „Hvítur er eins og spegill,
hann tekur umhverfið inn í sig og
endurspeglar það.“
Anne býr einnig til myndbönd sem
varpað er á galleríveggi eða sýnd á
skjám eða stafrænum skermum. I
galleríi i8 er hún með sjónvarp uppi í
einu horninu og einnig lítinn staf-
rænan skerm. Myndböndin hennar
eru hæg og tökuvélin ekki á hreyf-
ingu. „Það að ég skuli hafa myndina
svona kyrra endurspeglar kannski
sjónarhorn myndlistarmannsins. Ég
er að ná fram tilfinningu en ekki
segja sögu.“
Myndbandið sem sýnt er á litla
skjánum heith- Warmth (hlýja) og
sýnir heitt egg sem bráðnar í gegn-
um snjó. Það fellur niður um svarta
holu, þar til hönd birtist sem grípur
það. „Þetta myndband tengist hita
og kulda og mér finnst eiga vel við að
sýna það á íslandi. Það að koma úr
kuldanum í hita getur reyndar átt við
ótalmargt annað,“ segh’ hún.
Á stærri skjá sem festur er upp í
einu horni gallerísins er annað
myndband sýnt og ber það sama titil
og sýningin. Að sögn Anne byggist
það á gömlu norsku ástarljóði.
Anne Katrine Dolven.
Morgunblaðið/Ásdís
„Myndbandið sýnir höfuð sem kem-
ur að ofan. Það er á hvolfi og tvær
hendur halda um það og færa það til
meðan hárið fýkur í vindinum," út-
skýrir Anne.
„Ég er oft spurð að því hvort ég sé
myndlistarmaður eða myndbanda-
listamaður (videoartist), eins og
þetta séu algerlega ótengd listform,“
segir hún. „Það er mér eðlilegt að
blanda þessu saman og oftast sýni ég
bæði málverk og myndbönd þegar ég
held einkasýningar. Samkvæmt
minni upplifun byggjast þessi list-
form á sömu tilfinningu."
í sýningarskránni sem i8 gefur út í
tilefni af sýningunni kemur eftirfar-
andi fram í texta Timo Valjakka.
„Það er ekki mikill munur á málverk-
um hennar og myndböndum. Hvort-
veggja samanstanda af einni flatri
framhlið og fást við ljós, rúm, tíma og
skynjun. Á hinn bóginn segja þau
einnig frá raunverulegu lífi, frá ham-
ingju og sorg, draumum og missi,
nautnum og kvíða.“
Anne er sammála þessum ummæl-
um og segir að það sé illmögulegt að
aðskilja lífið og listina. „Listin er
persónuleg og endurspeglar lífs-
reynsluna. Ef það gerist eitthvað í lífi
þínu gerist einnig eitthvað fyrir list-
sköpunina. Ég held að hugmyndir
mínar að verkum kvikni bara af því
að lifa. Listamenn þurfa að vera
meðvitaðir um lifið því þeir nota það í
verkum sínum og það eru að mínu
mati forréttindi að fást við slíkan efn-
ivið.“
Anne bendir á að það sé mikil
áskoran að gera verk, sem þarfnast
athygli og tíma, fyrir fólk sem hrær-
ist í hröðu þjóðfélagi. „Þegar fólk
kemur að skoða verkin mín tekur það
sér oftast tíma til þess, auðvitað eru
einhverjir sem stoppa ekki við en það
er þeirra vandamál. Reyndar hef ég
tekið eftir að fyrir um tíu árum stóð
fólk miklu lengur fyrh’ framan mál-
verk, en nú gefur það sér fremur
tíma til að skoða myndböndin,“
Hún segist vera ánægð með þá nú-
tímtækni sem gerir listamönnum
kleift að miðla verkum sínum með
hröðum hætti. „Málverkið er meira
hægfara,“ útskýrir hún. „Þú verður
að koma á staðinn, standa framan við
verkið og horfa á það. Með tilkomu
Netsins er hins vegar hægt að dreifa
myndböndum án þess að ferðast með
þau og skoða verk annarra á auð-
veldan hátt. Ég vil samt ekki segja
að annað listformið sé betra en hitt;
mér finnst spennandi að geta sent
verk mín samstundis hvert sem er í
heiminum en einnig kann ég vel við
að fólk þurfi að koma á staðinn og
upplifa." Sýningin í i8 stendur til 10.
september og er galleríið opið
fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-
18. Anne ætlar sjálf að vera á Islandi
fram á sunnudag og hyggst ferðast
um landið. Hún er ekki búin að
ákveða hvert hún fer en veit eigi að
síður hvað hún vill sjá. „Mig langar
að sjá jökla og hveri. Þetta heita og
kalda, alveg eins og í myndbandinu
mínu,“ segir hún brosandi að lokum.
Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol
þann 24. ágúst, en vinsældir þessa staðar hafa aldrei verið meiri. Hér finn-
urþú frábæra gististaði, glæsilega veitinga- og skemmtistaði, frægustu golf-
velli Evrópu, glæsilegar snekkjubátahafnir, tívolí, vatnsrennibrautagarða,
glæsilega íþróttaðstöðu og spennandi kynnisfeðrir í fríinu. Að sjálfsögðu
nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Tryggðu
þér ótrúlegt tilboð í sólina, bókaðu núna og 4 dögum fyrir brottför, hringj-
um við í þig og látum þig vita hvar þú gistir.
Verð kr.
45.955
M.v. hjón mcð 2 böm, 2-11 ára, 2 vikur,
24. ágúst, stökktu tilboð.
HEIMSFERÐIR
Verð kr.
57.390
M.v. 2 í studio, 2 vikur, 24. ágúst.
Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1600.-
Austurstræti 17, 2. hæð,
sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Fréttir á Netinu
1 kvöld
• • • . . •
Sigurður B.
Stefánsson
Hlutabréfarabb
Kvöldkaffi meðVlB og Súfistanum bókakaffi í Máli og menningu, Laugavegi 18.
I kvöld: 10. ágúst kl. 20:30 - 21:30
Frægir fjárfestar - Warren BufFett og fleiri góðir.
Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB.
Sjáumstl
VÍB
VÍB er hluti af Íslandsbanka-FBA hf.
Kirkjusandi • Sími 560-8900 • www.vib.is • vib@vib.is
HREYSTI Skeifunni 19
ÆFINGAR- ÚTIVIST- BÓMULL S. 568 1 71 7