Morgunblaðið - 10.08.2000, Síða 41

Morgunblaðið - 10.08.2000, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 41 I j§ É + Guðmundur Guð- mundsson var fæddur á Breiða- bólsstað á Fells- strönd í Dalasýslu hinn 21. febrúar 1915. Hann lést á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi aðfaranótt 31. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Jónsson (1882-1918) frá Breiðabólsstað og kona hans Kristín Jónasdóttir (1879- 1951) frá Köldukinn. Systkini hans voru Jón (1910-1980) bóndi á Hallstöðum og María (1912-1918). Guðmundur var bóndi á Dag- verðarnesi í Klofningshreppi í Dalasýslu uns hann flutti til Reykjavíkur árið 1954 þar sem hann starfaði sein verkamaður, lengst af við byggingarvinnu fram að sjötugsaldri. Guðmundur kvæntist eftirlif- Tengdafaðir minn, Guðmundur Guðmundsson, léstá Landspítalanum hinn 31. júlí síðastliðinn. Guðmundur var heiðursmaður; heiðarlegur, hreinskiptinn, vinnusamur og trúr, hlýr og tryggur sínum. Eftir andlát hans lifir minningin í huga þeirra sem þekktu Guðmund og í gegnum afkom- endur hans lifa einstakir eiginleikar; eðli, skaphöfn og útlit. Þannig líður lífíð áfram, einstaklingar hverfa á braut en mannorð og afkomendur lifa. Guðmundur kvaddi þetta líf sátt- ur og stoltur af hvoru tveggja. Guðmundur lifði tímana tvenna. Hann fæddist á Breiðabólsstað á Fellsströnd í Dalasýslu árið 1915. Hann var yngstur þriggja systkina. Þriggja ára gamall missti hann föður sinn, Guðmund Jónsson, og systur sína, Maríu, úr veikindum. Jón bróðir hans var settur í fóstur en Guðmund- ur ólst upp hjá móður sinni, Kristínu Jónasdóttur, í kaupamennsku, fyrst á Kjarlaksstöðum og síðar á Húsabæ á Fellsströnd. Árið 1946, eftir áralanga kaupamennsku, hafði Guðmundur safnað saman fé til að kaupa Dag- verðarnes, sögufræga kirkjujörð í Klofningshreppi í Dalasýslu. Þar bjó hann ásamt móður sinni allt þar til hún lést árið 1951. Þremur árum síðar ákvað Guðmundur, tæplega fertugur og einhleypur, að hefja nýtt líf. Hann seldi býUð, flutti á mölina og hóf verkamannavinnu sem hann stundaði allt til sjötugs af þeim ótrúlega dugn- aði sem einkenndi Guðmund. Guðmundur kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Petreu Sofiu Anthon- iussen (síðar Guðmundsson) eftir að hafa flutt til Reykjavíkur. Þau giftust árið 1957 og eignuðust fjögur böm; Pétur Karl (f. 1958), Kristínu (f. 1961), Guðrúnu Maríu (f. 1963) og Ellý Kat- rínu Jennu (f. 1964). Petrea, fædd á Suðurey í Færeyjum, færði inn í líf Guðmundar ást, hlýju, bjartsýni, lífs- gleði og fjörleika sem einkennir hana. Ég kynntist Guðmundi fyrir rúm- um 15 árum. Ég hafði þá nýhafið nám við háskólann og Guðmundur vai- að hætta byggingarvinnu sjötugur að aldri. Strax í upphafi kynna okkar var lærdómsríkt að kynnast framsýni, fordómaleysi og forvitni Guðmundar á öllum sviðum. Hann fylgdist með þjóðmálum, las blöðin írá fyrsta orði til þess síðasta og var alltaf fomtinn að læra eitthvað nýtt. Ef hann las eitt- hvað um nýjungar í læknisfræði ræddi hann um það við mig, lækna- nemann, sem alltof oft vissi ekkert um hlutina. Það sem einkenndi þessar samræður var forvitni, einlæg undr- un og fordómaleysi Guðmundai’ gagnvart tækni og framförum. Annað dæmi um framsýni og fordómaleysi Guðmundar var sú jafnaðar- og jafn- réttisstefna sem var honum í blóð borin. Honum fannst við karlarnir einoka stjórnmálin alltof mikið. Hann var alltaf sérlega stoltur þegar hann sá glæsilega kvenskörunga í æðstu stöðum. Vigdís Finnbogadóttir for- seti og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir andi eiginkonu sinni Petreu Sofiu Guð- mundsson (f. Anthon- iussen) frá Trangis- vogi í Færeyjum hinn 22. desember 1957. Foreldrar Petreu voru Petur Anthoniussen (1886-1964) og Sunn- eva Kathrina Anthon- iussen (f. Kjærbech) (1894-1970). Börn þeirra eru: 1) Pétur Karl, f. 30.10. 1958; (2 Kristín, f. 28.4. 1961, maki: Rudolf Ólafsson. Börn: Sofia Osp Ingólfsdóttir og Sunneva Katrín Sigurðardóttir; 3) Guðrún María, f. 11.6. 1963, maki: Haukur Harðarson. Börn: Elín Kristín, Guðmunda Rós, Jóhanna Svanhvít, Petrea Sjöfn og Kristófer Haukur; 4) Ellý Katrín Jenna, f. 15.9. 1964, maki: Magnús Karl Magnússon. Börn: Ingibjörg og Guðmundur. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. borgarstjóri voru fulltrúar sem við máttum vera stoltir af. Þessi fram- sýna, fordómalausa forvitni er ein- kenni sem ég vona að böm mín hafi erft frá afa sínum. Það er ekkert sár- ara en þegar langskólagengið fólk virðist hafa tileinkað sér algerlega andstæða eiginleika; þröngsýni, for- dóma og andstöðu við nýjungar. Enn sárara er þegar þessir sömu aðilar telja sína miklu menntun eiga að gefa þeim sjálfkrafa rétt til forréttinda umfram þá sem minni menntun hafa. Þau forréttindi sem menntun fylgja eru að sjálfsögðu menntunin sjálf, nokkuð sem ekki allir hafa átt kost á að njóta. Þetta er nokkuð sem Guð- mundur kenndi konu minni, Ellýju, og við hjónin reynum að ala upp í bömum okkar. Eins eiginlegt og það var Guð- mundi að líta fram á veginn var það honum erfitt að ræða um liðna tíma. Tímana í sveitinni ræddi hann sjald- an. Það var eins og hann liti aldrei um öxl eftir að hann tók þá ákvörðun að flytja suður. Það var því einstakt fyrir okkur hjónin að ferðast um æsku- stöðvar Guðmundar fyrir sjö áram. Guðmundur tók ekki í mál að fara sjálfur en hlustaði áhugasamur á ferðasöguna að ferð lokinni. í ferð okkar fengum við myndskot úr fyrra lífi Guðmundar. Jófn'ður, ekkja Jóns bróður hans, sagði okkur með blik í auga frá Guðmundi og æskufélaga hans, Gesti Sveinssyni, sem riðu hart um sveitirnar, glæsilegir ungir menn. Magnús Gestsson, safnvörður í Byggðasafni Dalamanna á Laugum, hafði sem ungur maður kennt tengda- föður mínum. Hann sagði okkur hversu mikill afburðanámsmaður Guðmundur var og mundi sérstak- lega eftir reikningshæfileikum hans. Áhrifaríkast var þó að að ganga frá þjóðveginum og niður að Dagverðar- nesi sem Guðmundur hafði sagt skilið við þrjátíu og níu áram áður. Bæjar- stæðið er einstakt, kjai-ri vaxnar grandir og Breiðafjörðurinn og Snæ- fellsnesið blasa við. Reisulegt bára- jámshús, byggt árið 1915, var veðrað eftir áratugi án búsetu. Það vakti hjá eiginkonu minni sterkar tilfinningar að sjá dagblöð frá árinu 1954 á borð- um. Þarna hafði faðir hennar setið einsamall tæpum fjörutíu árum áður og tekið þá öriagaríku ákvörðun að söðla um. Þó svo að náttúrafegurðin væri einstök var auðvelt að sjá að ein- veran á löngum vetrardögum hlaut að hafa verið kæfandi. Eftir að hafa upp- lifað húsakynnin gengum við yfii’ að kirkjunni á Dagverðamesi, lítilli fal- legri svcitokirkju, og fundum þar leiði Kristínar Jónasdóttur. Þijátíu og sex ára hafði Guðmundur lagt móður sína til hinstu hvíldar á jörðinni sem keypt hafði verið eftir ái’alangt strit í kaupa- mennsku. Nú, tæpum fimmtíu áram síðar, hefur fjölskylda Guðmundar lagt hann til hinstu hvfldar í kyrrþey eins og hann hafði sjálfur óskað. Guð- mundur vildi aldrei básúna eigin af- rek og þegar hann kvaddi þennan heim vildi hann gera það ásamt sínum nánustu sem hann studdi sjálfur svo vel alla tíð. Petrea, tengdamóðir mín, stóð eins og klettur við hlið bónda síns í gegnum sjúkraleguna eins og hún hafði ætíð gert. Megi hún hugga sig við minninguna um sómamanninn Guðmund Guðmundsson, rétt eins og við hin munum gera. Það er síðan hlutverk bama og barnabama að minnast og virða þá lífspeki sem Guð- mundur innrætti þeim. Magnús Karl Magnússon. Við ástvinamissi er margs að minn- ast, sérstaklega núna þegar hann pabbi er dáinn. Það er erfitt að koma orðum á blað þegar söknuðurinn er svo mikill eins og nú. Pabbi var afar sterkur maður, áreiðanlegur og tryggur. Hann var sérlega vinnusamur og góð fyrir- mynd. Þegar ég ung eignaðist eldri dóttur mína, var henni tekið af ömmu og afa eins og prinsessu og bar hún alltaf sérstakar tilfinningar til afa sem tók henni sem dóttur. Að hafa notið pabba við hlið sér, og átt að eilíf- an stuðning hans, hefur verið ómetan- legt. Pabba var alltaf umhugað um að við væram að vinna og við góða heilsu - ef þetta tvennt var í lagi þá var allt vel. Pabbi var með hraustari mönnum og kveinkaði sér aldrei. Núna síðustu árin hrakaði heilsunni þó, enda pabbi orðinn líkamlega slitinn eftir mikla vinnu frá unga aldri. Elsku mamma - takk fyrir allt sem þú varst pabba, þú varst honum ómetanleg hjálp til síðustu stundar. Guð geymi þig. Elsku pabbi - ég veit að Kristín amma hefúr tekið vel á móti þér og nú færð þú hvfldina sem þú áttir svo skil- ið. Hafðu þökk fyrir allt. Margt er það, margt er það sem minningamarvekur, þaðerþaðeina sem enginn Itá mér tekur. Kær kveðja, þín dóttir, Kristín. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn, elsku afi minn. Það er ekkert sem undirbýr mann undir sorgina sem fylgir þessum missi en þessu verður maður víst að taka. Síð- ustu daga hafa flætt yfir mig óteljandi minningar og ég er alltaf að gera mér betur grein fyrir því hvað ég á eftir að sakna þín mikið. Lífið verður aldrei alveg eins án þín. Þú færðir okkur svo mikið á svo margan hátt og ég mun alltaf vera þér þakklát fyrir þitt hlut- verk í mínu h'fi. Ég veit að þú munt halda áfram að fylgja mér og styðja þaðan sem þú ert nú. Þú munt lifa áfram í hjarta mínu þar til við hitt- umst á ný. Þín Sofia. Frágangur afmælis- og minning- argreina ÁHERSLA er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvu- sett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Þá er enn fremur unnt að senda greinarn- ar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling bfrtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BRYNGEIRSSON verksmiðjustjóri frá Búastöðum, Vestmannaeyjum, Heiðvangi 30, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 7. ágúst. Hrafnhildur Helgadóttir, Skarphéðinn Haraldsson, Guðrún E. Guðmundsdóttir, Dagur Jónsson, Jóhanna Berentsdóttir, Lovísa A. Jónsdóttir, Þorleifur Kr. Alfonsson, Eyjólfur G. Jónsson, Karen B. Guðjónsdóttir og barnabörn. t Ástkær unnusti minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, JÓN ANDRÉSSON, Gyðufelli 16, lést mánudaginn 7. ágúst. Elisabet Lára Tryggvadóttir, Aron Franklín, Aþena Marey, Brynja Sól, Andrés Jón Bergmann, Ásgeir Ingi Jónsson, Guðný Jónsdóttir, Þorgeir Jónsson, Svandís Jónsdóttir, Andrés Jónsson, Logi Jónsson, Lísa Jónsdóttir, Olga Jónsdóttir, Fanný Brynjarsdóttir, Tryggvi Þór Agnarsson, Valdís G. Jónsdóttir, Fjóla Björgvinsdóttir, Guðjón Ómar Hauksson, Harpa Jóhannsdóttir, Jón Ellert Lárusson, Maree Harris, Kristín Skúladóttir, Ólafur H. Knútsson, John Jimma Dabaly, Birgir R. Davíðsson, Erla Sólrún Valtýsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÉTUR STEFÁNSSON frá Hofi, Hólavegi 42, Sauðárkróki, andaðist á Dvalarheimili aldraðara á Sauðár- króki sunnudaginn 6. ágúst sl. Jarðarförin ferfram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 15.00. Guðrún Jónsdóttir, Bára Pétursdóttir, Margrét Pétursdóttir, Jón S. Pétursson, Gunnar Pétursson, Pétur Axel Pétursson, Svanhildur Pétursdóttir, Skarphéðinn Pétursson, Steinunn Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Pétursdóttir, Birgir R. Rafnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Baldur Sigurðsson, Erna Jóhannsdóttir, Sólveig Þorvaldsdóttir, Steinunn Kristinsdóttir, t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG MARGRÉT SIGMARSDÓTTIR frá Krossavík, Vopnafirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 4. ágúst, verður jarðsungin frá Vopnafjarðar- kirkju laugardaginn 12. ágúst kl. 11.00. Sigríður Kjerúlf Frímannsdóttir, Björn Traustason, Hallfríður Frímannsdóttir, Hörður Pálmarsson, Margrét Sigrún Björnsdóttir, Karen Björnsdóttir, Frímann Freyr Björnsson, Pálmar Kristinsson, Sóldís Björk Traustadóttir, Jónas Theodór Liliiendahl, Óskar Jóhann Björnsson, Guðrún Finnborg Þórðardóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.