Morgunblaðið - 10.08.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 45
+ Sesselja Jó-
hanna Guðna-
dóttir fæddist í
Reykjavík 21. nóv-
ember 1929. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans að
kvöldi 2. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Kristín Agústa Ingi-
bjartardóttir, f. 17.
nóvember 1907, d.
12. maí 1995, og
Guðni Emil Júlíus
Kristjánsson, f. 26.
júlí 1905, d. 29. sept-
ember 1977, bæði frá Þingeyri.
Þau skildu 1936. Bræður Sesselju:
Kristinn Viktor, f. 15. júlí 1931,
dó fárra mánaða gamall, og Hall-
dór Viktor, f. 16. júli' 1932, læknir
í Bandaríkjunum, d. 15. júlí 1985.
Hálfsystkin Sesselju, samfeðra:
Reynir, f. 17. ágúst 1943, skóla-
stjóri, og Edda-Gunn, f. 24. maí
1947, d. 24. janúar 1952.
Sesselja giftist hinn 8. maí 1951
Guðmundi Ibsen skipstjóra, f. 9.
ágúst 1926. Þau
höfðu þá hafið bú-
skap sinn í Reykjavík,
og bjuggu þar siðan.
Börn þeirra: 1) Krist-
ín Guðmundsdóttir, f.
8. september 1951,
bankastarfsmaður,
maki Krislján Sigur-
geirsson kerfisfræð-
ingur, f. 8. janúar
1950. Þeirra synir:
Sigurgeir Kristjáns-
son, tölvunarfræðing-
ur, f. 2. júní 1974, og
Guðmundur Krist-
jánsson, stúdent, f.
10. febrúar 1980. 2) Dröfn Guð-
mundsdóttir, f. 11. febrúar 1953,
meinatæknir, maki Sigurður
Magnús Magnússon, kjarneðlis-
fræðingur, f. 12. nóvember 1953.
Þeirra börn: Sesselja Sigurðar-
dóttir, stúdent, f. 7. maí 1980 og
Magnús Sigurðsson, nemi, f. 28.
september 1984. 3) Dóttir, f. 17.
febrúar 1956, d. 22. febrúar 1956,
óskírð. 4) Þórir Ibsen Guðmunds-
son, f. 16. október 1959, alþjóða-
stjórnmálafræðingur, maki Domin-
ique Ambroise, f. 4. júlí 1951,
myndlistarkona. Þeirra sonur: Árni
Ambroise Ibsen, f. 7. mars 1987,
nemi.
Sesselja ólst upp í Reykjavík og á
Þingeyri og lauk þar barnaskóla.
Hún lauk einnig gagnfræðaprófi
1949 frá Gagnfræðaskóla Reykja-
víkur með góðum vitnisburði og
hvatningu til frekara náms, en erf-
iðar aðstæður hömluðu frekari
skólagöngu sem hugur hennar og
hæfileikar stóðu þó til. Hún stund-
aði þó nám við Húsmæðraskóla
Reykjavíkur 1950.
Við tóku húsmæðrastörfin og
uppeldi barnanna. Er börnin uxu úr
grasi hóf hún „útivinnu“, sem svo
var kallað. Hún starfaði sem lækna-
ritari í Reykjavík, og um skeið við
afgreiðslustörf í apóteki. Þá tók við
starf deildarritara á Landakots-
spítala til fjölda ára, og fann hún
sig þar vel í starfi, þótt álag væri
oft mikið. Síðustu 12 starfsárin
vann hún hjá Landsbanka Islands,
fyrst á Laugavegi 77, en síðar í að-
albanka í Austurstræti. Þessi störf
færðu henni mikla lífsfyllingu og
fjökla vina. Hún hætti „útistörfum"
að fullu fyrir 2 árum.
Útför Sesselju verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
SESSELJA JÓHANNA
GUÐNADÓTTIR
Elsku mamma, í dag kveðjum við
þig með miklum söknuði. Andlát þitt
bar alltof brátt að og við eigum erfitt
með að sætta okkur við fráfall þitt. I
hjarta okkar er nú mikið tómarúm
sem verður ekki fyllt. Sorg okkar er
mikil og sorg pabba enn meiri, en við
vitum að þú munt ávallt vaka yfir
okkur.
Það er ekki svo langt síðan við
vorum öll saman komin til að sam-
fagna stúdentsprófi barnabarnanna
hennar mömmu. Reyndar hafði hún
þá þegar tekið þá sáru veiki er var
hennar hinsta mein, en það var
mömmu líkt að vilja vera með barna-
börnunum á þessari stundu þó svo
hún væri þungt haldjn. Svona var
hún elsku mamma. Ávallt hugsaði
hún fyrst um aðra en sjálfa sig. Það
er okkur minnisstætt hversu mikla
áherslu hún lagði á að allir gætu ver-
ið með og að enginn væri skilinn út-
undan. Þannig beið hún vikum sam-
an með að halda upp á sjö-
tugsafmælið sitt í vetur þar til öll
börn, tengda- og barnabörn gátu
verið með.
Mamma hafði brennandi áhuga
fyrir barnabömunum og lífi þeh-ra.
Hún fylgdist náið með öllu því sem
þau höfðu áhuga á og hvað var á döf-
inni hjá þeim. Ávallt var mamma til
staðar og fljót til að hvetja þau til
dáða í öllu því sem þau tóku sér fyrir
hendur.
Lífssýn hennar mömmu byggðist
á jöfnuði og jafnrétti. Hún fylgdist
vel með þjóðmálum og hafði skýrar
skoðanir á þeim. Sérstaklega bar
hún hag og rétt kvenna fyrir brjósti
og vildi ávallt sjá framgang þeirra
sem mestan. Okkur er mjög minnis-
stæður kvennafrídagurinn, 24. októ-
ber 1975, en hún tók þátt í honum af
heilum hug.
Líf mömmu og uppeldi okkar mót-
aðist af því að hún var sjómanns-
kona. Það var í þá daga er sjómenn
voru fjarri heimilum sínum nær alla
daga ársins og öll fjarskipti mun erf-
iðari en nú er. Þá var hún með stórt
heimili. Auk okkar barnanna bjuggu
hjá okkur amma og langamma. Um
hríð bjó hjá okkur bróðir hennar. Þá
var jafnan gestkvæmt hjá okkur.
Það voru margir ættingjar utan af
landi sem nutu þess að gista hjá okk-
ur þegar þeir komu í bæinn. Ávallt
stóð heimili okkar opið fyrir vinum
og ættingjum.
Það var og kast á henni mömmu
þegar okkur börnunum var skellt
upp í gamla Opelinn og ekið í sam-
floti sjómannskvenna austur á land,
á holóttum malai'vegum, til dvalar að
Eiðum. Þetta var á síldarárunum
þegar flotinn sótti síld allt austur á
Rauðatorg, sem er reyndar nafngift
frá pabba okkar komin, og landaði
aflanum á Austfjarðahöfnum. I þá
daga var talsvert ferðalag frá
Reykjavík að Eiðum. Enginn hring-
vegur og því varð að fara norðurleið-
ina.
Mamma tók virkan þátt í félags-
starfi sjómannskvenna og var í
stjórn kvenfélags Öldunnar til
margra ára. Líknar- og mannúðar-
mál voru henni mjög kær og tók hún
virkan þátt í starfi Kvenfélagsins
Hringsins.
Eftir að pabbi hætti sjómennsku
og útgerð vann mamma í mörg ár
sem læknaritari, en kærast var
henni starfið á barnadeild Landa-
kots. Þar starfaði hún til margra ára.
Oft höfum við heyrt frá samstarfs-
fólki hennar hversu ósérhlífin og
samviskusöm hún var í starfi sínu
þar. Til hennar leituðu bæði börnin
og samstarfsfólkið á deildinni, ann-
aiTa erinda en þeirra er vörðuðu
starf hennar. Síðar fór hún til starfa
hjá Landsbanka íslands, þar sem
hún undi sér vel og lauk starfsævi
sinni þar meðal góðra samstarfs-
manna.
Elsku mamma. Við systkinin
þökkum þér innilega fyrir allar þær
yndislegu stundir sem þú veittir
okkur og börnum okkar. Þær munu
ávallt vera í huga okkar. Þú varst
alltaf til staðar þegar við þurftum á
þér að halda og lagðir þig alla fram
til að aðstoða okkur. Það veganesti
sem þú bjóst okkur út með fyrir lífið
er dýrmætt. Elsku mamma, við vit-
um að þú munt ávallt vaka yfir okk-
ur.
Guð geymi þig.
Þín
Krístín, Dröfn og Þórir.
í dag kveðjum við ástkæra
tengdamóður okkar sem fallin er frá,
fyrir aldur fram, eftir stutta en
hai'ða baráttu við óvígan sjúkdóm. Á
kveðjustund er okkur efst í huga
innilegt þakklæti í hennar garð.
Þakklæti fyrir allt það góða sem hún
gerði fyrir okkur, maka okkar og
börn okkar. Á hugann leita margvís-
legar minningar um ánægjulegar
samverustundir heima og heiman.
Minningin um kæra tengdamóður
mun lifa í hjarta okkar um ókomin
ár. Minningin um vandaða og hjarta-
hlýja tengdamóður sem ávallt vildi
öllum vel og þá sérstaklega þeim
sem minna mega sín í samfélaginu.
Tengdamóður sem ekkert illt mátti
sjá og þoldi hvorki óréttlæti né rang-
indi.
Missir okkar, maka okkar og
barna er mikill. Mestur er þó missir
tengdaföður okkar, sem skyndilega
má sjá á bak ástkærum lífsförunaut
eftir hartnær 50 ára hamingjusamt
hjópaband.
Á sorgarstundu leita á hugann
margvíslegar hugrenningar um lífið,
dauðann og tilveruna. Andspænis
dauðanum og öðru því sem ekki
verður breytt finnum við til smæðar
okkar og vanmáttar. En tíminn
læknar öll sár, hversu þungbær sem
þau eru. Við fráfall ástvinar lifa
áfram góðar minningar í huga okkar
og hjarta. Svo er því farið með
tengdamóður okkar. Með okkur lifa
kærar minningarnar um allar góðu
stundirnar sem við áttum með henni
um áratuga skeið.
Svoerþvífarið:
Sáereftir lifir
deyrþeimerdeyr
en hinn látni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeireruhimnamir
honum yfir.
(Hannes Pét.)
Dominique, Kristján og
Sigurður.
Elsku besta amma, nú ert þú farin
frá okkur en minning þín mun ávallt
lifa í hjarta okkar. Þótt söknuður
okkar sé sár huggum við okkur við
að nú líður þér vel eftir erfiða bar-
+
Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GYÐA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Smárahvammi 2,
Hafnarfirði,
(áður Grenigrund 6, Kópavogi),
sem lést á Landspítalanum aðfaranótt föstu-
dagsins 28. júlí, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hinnar látnu, er bent á MND-félagið, hjúkrunarþjónustu Karitas og Minn-
ingarsjóð Breiðfirðingafélagsins.
Guðmundur Árni Bjarnason,
Guðríður Guðbrandsdóttir,
Þorsteinn Guðmundsson, Unnur Jónsdóttir,
Júlíana Ósk Guðmundsdóttir, Ólafur Björn Heimisson,
Guðmunda Gyða Guðmundsdóttir, Gylfi Bergmann Heimisson,
og barnabörn.
áttu við veikindin, sem svo skyndi-
lega og óvænt dundu yfir.
Þegar við hugsum til þín á þessum
erfiðu tímum er okkur efst í huga
kærleikur þinn í okkar garð og sú
ást og umhyggja sem þú sýndir okk-
ur. Hjartahlýja þín og örlæti áttu sér
engin takmörk. Fundum við sérstak-
lega fyrir því þegar við dvöldum með
þér og afa uppi í sumarbústað og
einnig þegar við gistum hjá ykkur í
Skipholtinu. Þá varst þú svo sannar-
lega í essinu þínu, að stjana í kring-
um okkur og sjá til þess að okkur liði
sem best. Það vafðist aldrei fyrir þér
að töfra fram ríkulegar veitingar og
sérstaklega eru þá minnisstæðir
morgunverðirnir í sumarbústaðnum
þar sem hafragrauturinn var fastur
liður. Hjálpsemi þín og ósérhlífni var
meiri en nokkur orð fá lýst. Ávallt
var hægt að leita til þín með allt sem
okkur lá á hjarta og hlustaðir þú af
athygli á það sem við höfðum fram
að færa. Jólin voru sá tími sem þú
hélst einna mest uppá. Var það sér-
staklega vegna þess að þá átti öll
fjölskyldan ánægjulegar stundir
saman við kertaljós og kræsingar.
Fjölskylduboðin verða nú aldrei söm
þar sem þú, elsku amma, verður ekki
með okkur. En við vitum að þú munt
vaka yfir okkur jafnt á jólum sem á
öðrum tímum.
Sú minning sem er okkur ferskust
í huga er sjötugsafmæli þitt nú í vet-
ur. Þá átti öll fjölskyldan saman
ógleymanlega kvöldstund þar sem
gleði og hlátur réðu ríkjum og ham-
ingjan skein úr augum þínum.
Á kveðjustund viljum við þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gefið okk-
ur. Ást þín og umhyggja hefur verið
okkur ómetanleg. Minning þín, elsku
besta amma, lifir í hjarta okkar um
ókomna tíð og verður þín sárt sakn-
að.
Guð geymi þig að eilífu.
Þín
Sigurgeir, Guðmundur,
Sesselja, Magnús og Árni.
Okkur, samstarfskonur Sessýjar
úr Landsbankanum, setti hljóðar
þegar við fréttum að hún væri fár-
veik og að það væri lítil sem engin
von um bata. Síðast hittum við hana
á fallegu heimili þeirra Guðmundar
síðastliðinn vetur, en þá héldu þau
okkur veglega veislu í tilefni af sjö-
tugsafmæli hennar. Þetta var yndis-
legur eftirmiðdagur, mikið skrafa<|
og hlegið. Sessý var frísk og glöð og
lék á als oddi og þau hjónin tóku á
móti okkur af mikilli gestrisni og
voru samhent í að láta okkur líða vel.
Sessý vann í Landsbankanum í
rúmlega tíu ár. Hún var einstakur
vinnufélagi og vinur, við leituðum til
hennar og sóttum til hennar ráð og
hún var alltaf tilbúin að taka þátt í
sorgum okkar og gleði. Við söknuð-
um hennar sárt þegar hún lét af
störfum fyrir þremur árum.
Elsku Sessý, við þökkum þér inni-
lega fyrir samfylgdina. Guðmundi og
fjölskyldu sendum við hlýjar samúð-
arkveðjur.
Farþúífriði, *
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem.) ®
Vinkvennahópurinn úr
Landsbankanum.
+
Elskuleg móðir okkar, amma og langamma,
KRISTJANA VALDEMARSDÓTTIR,
Sólheimum 23,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítalanum að kvöldl sunnu-
dagsins 6. ágúst sl.
Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju föstu-
daginn 11. ágúst kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Krabbameinsfélag
Islands njóta þess.
Birgir Antonsson,
Valborg Antonsdóttir,
Óli Antonsson
barnabörn og barnabarna-
börn.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR
frá Ásmúla,
Furugerði 17,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 11. ágúst kl. 10.30.
Jarðsett verður í Kálfholtskirkjugarði.
Rut Guðmundsdóttir, Bjarni H. Ansnes,
Þórunn Ansnes, Sigurður I. Björnsson,
íris Ansnes, Einar Hilmarsson
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför ástkærs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
FRIÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR,
Nesbala 12,
Seltjarnarnesi.
Heimir Hávarðsson, Þuríður Magnúsdóttir,
Haraldur Friðjónsson,
Magnús Örn Friðjónsson, Elín Árnadóttir,
Guðmundur V. Friðjónsson, Þórlaug Sveinsdóttir,
Héðinn Friðjónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.