Morgunblaðið - 10.08.2000, Qupperneq 48
£8> FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
MINNINGAR
MORGUNB LAÐIÐ
+ Friðrik Vigfús-
son fæddist í
Reykjavík 4. júlí
1913. Hann lést á
Landakot sspítala 1.
ágúst síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Fossvogskirkju
9. ágúst.
Mér barst sú harm-
fregn þriðjudaginn 1.
-ágúst sl. að góður vinur
minn til margra ára,
Friðrik Vigfússon,
hefði árla dags kvatt
þetta jarðlíf.
Á unglingsárum mínum kynntist
ég Friðriki, eða Fidda eins og hann
var ávallt nefndur af nánustu vinum.
Það var einmitt í gegnum starf
KFUM í Reykjavík sem vináttubönd
okkar tengdust, þar áttum við marg-
ar góðar stundir ásamt öðrum vin-
um.
Fiddi tók virkan þátt í starfi þess
félags, allt til þess er hann veiktist.
Nokkurra vikna gamall var hann
skírður af séra Friðriki Friðrikssyni,
stofnanda KFUM og KFUK á fs-
/^fcndi og heitir eftir honum.
Fiddi var einn af sautján ungum
mönnum sem árið 1945 stofnuðu
Gideonfélagið á íslandi. En sá fé-
lagsskapur hefur það að meginverk-
efni sínu að gefa Nýja testamentið
öllum tíu ára skólabörnum auk þess
sem Nýja testamentið er við hvert
rúm á sjúkrahúsum landsins. Þar að
auki hafa öll heimili eldri borgara
fengið Nýja testamentið með stóru
letri til afnota.
Fiddi hafði brennandi áhuga á því
að Guðsorð væri á þeim stöðum þar
auðvelt væri fyrir hvem og einn
að nálgast það til lestrar. Hann átti
þá trúarreynslu og sannfæringu að
enginn maður verður samur eftir að
hann hefir lesið Guðs heilaga orð
með fullri vitund og opnum huga, því
að slíkur lestur verður hverjum ein-
staklingi vegvísir á lífsleiðinni og til
eilífðar blessunar.
Fiddi átti glaða skaphöfn. Hann
hafði næmt auga fyrir hinu spaugi-
lega í lífinu og var fundvís á hið
græskulausa gaman. Þegar hann var
að segja frá ýmsu skemmtilegu sem
hann hafði upplifað sagði hann þann-
ig frá, að hver sem á hlýddi varð
glaður í geði enda leið öllum ávallt
vel í nærveru hans.
jg Friðrik var ráðinn forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma árið 1976. Hann lét af for-
stjórastarfinu þegar hann varð sjö-
tugur. Eftir það sinnti hann starfi í
Fossvogskirkju í nokkur ár, þar til
hann lét endanlega af störfum. Hann
sinnti þessu ábyrgðarmikla og við-
kvæma starfi af stakri samviskusemi
og eðlislægri skyldurækni. Á þeim
tíma sinnti ég formannsstarfi stjórn-
ar kirkjugarðanna, og var því sam-
starf mitt við Fidda mjög náið. Öll
stjómunarstörf hjá slíkri stofnun
geta oft verið vandmeðfarin og við-
kvæm. Verkefni þarf að leysa hverju
sinni með kærleika og hlýju. Öll þau
störf sem Fiddi sinnti vora unnin
rafið heiðríkju hugans og meðfæddri
sámviskusemi sem var einn af mörg-
um eðliskostum hans. Fiddi var vel
metinn af vinum og öllum þeim sem
hann átti samskipti við
á lífsgöngunni.
Fiddi eignaðist á
unga aldri persónulega
trú á hinn krossfesta og
upprisna frelsara Jes-
úm Krist. Sú trú mót-
aði persónu hans,
þannig að öll framkoma
hans við fólk var mótuð
af hlýju og virðingu.
Eg þakka Guði fyrir
góðan vin og sam-
starfsmann. Eg bið
Guð að styrkja og
blessa eftirlifandi eig-
inkonu hans, Þor-
björgu, og dætur þeirra, Guðlaugu
og Maríu, böm þeirra og aðra ást-
vini.
Ég lýk þessum fátæklegu orðum
mínum með tveimur erindum úr
sálmi séra Friðriks Friðrikssonar:
Ver hjá mér, Herra, dagur óðum dvín,
Nú dimman vex, ó, komdu nú til mín.
Og þegar enga hjálp er hér að fá,
Þú þjálparlausra líknin, vert mér hjá.
Ó, birztu mér, er bresta augun mín,
Og bentu mér í gegnum húm til þín,
Þá ljómar dagur, líða myrkrin frá.
í lífi’ og dauða, Jesús, vert mér hjá.
(Friðrik Friðriksson.)
Helgi Eliasson.
Við sem höfum fengið að njóta
þess að lifa vel og lengi í „eldri deild-
inni“ verðum að sætta okkur við að
þeir týna nú ört tölunni, vinirnir
góðu og kæra, sem við höfum fengið
að njóta og vera samferða „langt
fram á horfinni öld“. Úr þeim hópi er
nú síðast genginn á Guðs síns fund,
hinn eftirminnilegi og fágaði sjentil-
maður, Friðrik Vigfússon. Við vor-
um báðir svo lánsamir að eignast eig-
inkonur af bestu gerð frá Þórs-
götunni, hann nr. 4 en ég nr. 9. Á
fjögur vora þrjár systur, en á níu
tvær. Vinátta góð var milli þessara
stúlkna allt frá æskudögum. Það var
lifandi, virk kristin trú og hin ljúfa
sönglist, sem fyrst og fremst tengdi
þær saman. Um langt árabil sungu
þær saman, ásamt Guðfinnu (Finnu),
söngfugli í nágrannagötu, á fundum
og samkomum í kristilegum félögum
ungra kvenna og manna. í þeim ótal-
mörgu, innihaldsríku söngvum skil-
aði textinn sér einnig svo vel, þannig
að við sem nutum og hlustuðum,
lærðum og uppbyggðumst af boð-
skap þeim, sem þessi ljóð og lög inni-
héldu. Þetta allt syngur enn innra
með mér og blessar mig. Ekki vildi
ég skifta á þessum gæðum og popp-
öskri því, sem nú er ríkjandi með öll-
um þeim skramskælingum, sem oft-
ast fylgja. Vonandi rennur þó senn af
þeim fjölmörgu, sem þann stíl hafa
tileinkað sér. Eflaust mundi flýta
fyrir því, ef ríkissjónvarpið endur-
flytti Bach-tónleikana, sem við nut-
um þar fyrir nokkram nóttum og
dögum, en þeir upphófust á unaðs-
tónunum „Jesus meine freude“ -
Jesús gleði mín og fögnuður. Já,
Þórsgötu-söngfuglarnir leiddu leiðir
okkar Friðriks ótal sinnum saman,
einnig á heimilum okkar á afmælis-
dögum, þar sem við - í góðra vina
hóp - nutum fjölmargra samvera-
stunda, sem glampar nú á í minning-
unni, sem eðalsteina í perlubandi.
Nú á þessum tímamótum, sem hinn
trúi, kristni vinur hefur verið „leidd-
ur lystigarð Drottins í...“ sbr. erfiljóð
Hallgríms Péturssonar um auga-
steininn og dótturina ungu, Stein-
unni, þá finn ég löngun til að minnast
hér og tjá þakkir fyrir samfylgdina
góðu og ljúfu, einnig á vegum Gídeon
í meira en hálfa öld, þar sem við vor-
um meðal 17 séra Friðriks-drengja,
er stofnuðu þau mikilvægu samtök
til útbreiðslu Ritningarinnar vegna
hvatningar Vestur-íslendingsins
Kristins Guðnasonar og Oláfs
kristniboða Ólafssonar. Þar var, nú
hinn látni vinur, frá upphafi í for-
ystu, ásamt fóstbróðurnum, Þorkeli
G. Sigurbjörnssyni. Þeir vora vel
samstiga og unnu vissulega mjög
gott verk, sem vert er nú að minnast
og þakka. Fyrir tilverknað Gídeon-
íta, allt frá 1945, mun heilög Ritning
nú vera til á flestum íslenskum heim-
ilum, svo og á dvalarheimilum aldr-
aðra, í fangelsum, sjúkrahúsum, hót;
elum og gistiheimilum og víðar. I
öllum þessum bókum er fólginn hinn
dýrasti fjársjóður, sem vert er að
„grafa eftir“ með reglubundnum
lestri þessarar sígildu bókar, en þar
er m.a. að finna þessi orð um tilgang
þessarar Bókar bókanna: „En þetta
er ritað til þess að þér skuluð trúa að
Jesús sé Kristur, Guðssonurinn, og
til þess að þér, með því að trúa, öðlist
lífíð í hans nafni.“ (Jóh. 20:31.) Þetta
líf þráum við Gídeon-félagar og biðj-
um að allir landsmenn okkar eignist
hlutdeild í. Að þessu vinna Gídeon-
menn og konur með kyrrlátum
hætti. Á Kristnishátíð á Þingvöllum í
sumar vora þeir einnig að verki með
því að dreifa Ritningunni til þeirra,
sem þiggja vildu. Og þeir vora all-
margir.
Aðrir munu verða til að minnast
betur en ég kann og get, hins mæta
Friðriks, sonar Vigfúsar, klæðskera
hinna vandlátu, sem lengi rak verk-
stæði og verslun í Austurstræti, en
þar starfaði sonurinn einnig um
langt árabil, og kona mín, Inga (d.
’93), einnig um skeið. Handan göt-
unnar, í Landsbankanum, starfaði á
sama tímabili bróðirinn, Haukur
Vigfússon, forstöðumaður verð-
bréfadeildarinnar.
Ég fann að ég varð að tjá mig nú
og hér um hinn gengna vin og bróð-
ur, til að þakka samfylgdina og til að
biðja blessunar og styrks Þórsgötu-
stúlkunni kæra, Þorbjörgu (Obbu)
og dætram þeirra hjóna, Guðlaugu
og Maríu, svo og afkomendum þeirra
og venslafólki öllu. „Friður Guðs,
sem er æðri öllum skilningi, mun
varðveita hjörtu yðar og hugsanir
yðar í samfélaginu við Krist Jesú.“
(Fil. 4:7.)
Hermann Þorsteinsson.
Afi var okkur alltaf góður. Hann
var í kinnum rjóður. Hann góðlega
hlær, hann var okkur alltaf nær, þeg-
ar við voram viti okkar fjær. Ljósið
hans skært, það lýsti okkur veg.
Hvert sem við áttum að halda.
Listfengur var hann, svo mikill.
Að við gátum ei, táranna bundist
lengur. A heimili hans var aldrei
slæmur fengur.
Afi var góður drengur.
Rósa Grímsdóttir.
Ég á aðeins eitt líf.
Það er mér mjög dýrmætt.
Ég reyni að lifa því
ogégvandamig.
Samt veikist ég,
verð fyrir vonbrigðum og særist,
að lokum slokknar á líkama mínum,
hann deyr og verður að moldu.
Ég á aðeins eitt líf,
en það gerir ekkert til,
ég sætti mig við það.
Því líf mitt er í Jesú
og það varir að eilífu.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Friðrik Vigfússon, eða Fiddi eins
og hann var gjarnan kallaður af vin-
um og sínum nánustu, hefur verið
hluti af minni tilvera allt frá upphafi
hennar.
Faðir minn, Þorkell G. Sigur-
björnsson og Friðrik hafa verið
óvenju nánir vinir allt frá því þeir
voru í sunnudagaskólaaldri eða í yfir
áttatíu ár.
Þau óvenju sterku vináttubönd
sem bundu þá pabba, Fidda og Egil
Th. Sandholt saman hafa verið mér
mikið umhugsunarefni, lærdómur og
fyrirmynd. I vinavali mínu hafði ég
þá fóstbræður ávallt til fyrirmyndar.
Og þó ég hafi alla tíð verið lánsamur
með vini var samanburðurinn líklega
ekki sanngjarn, svo einstök var vin-
átta þeirra Egils, Fidda og pabba.
Stundum reyndi ég meira að segja
að troða mér í hópinn og leyfðu þeir
mér að halda að ég væri einn af þeim.
Lýsir það þeim vel hve vel þeir tóku
mér alla tíð þótt yfir fimmtíu ár væra
á milli okkar.
Vináttan þessi, fóstbræðralag
þessara manna, kom sér því vel og
var kannski engin tilvilj un því að við
stofnun Gídeonfélagsins á íslandi ár-
ið 1945 vora þeir ásamt kæram fé-
laga þeirra og bróður, Árna Sigur-
jónssyni, valdir tO að mynda fyrstu
stjórn félagsins. Þar fóra hugsjóna-
menn sem kallaðir vora til að koma
hugsjón sinni í ákveðinn og mikil-
vægan farveg sem hefur orðið Is-
lendingum til ómælanlegrar bless-
unar. Hugsjónin var útbreiðsla Guðs
orðs sem fylgt var eftir með hljóðri
en samstilltri bæn íyrir málefninu.
Beðið var þess að Orðið það mætti
verða lifandi og sjálfsögð staðreynd í
lífi landsmanna. Að Hann sem varð
hold og bjó með oss, frelsarinn Jesús
Kristur, fengi að leiða og blessa ung-
menni þessarar þjóðar, ferðalanga,
hótelgesti, sjúka, fanga, aldraða, sjó-
menn, þá sem sinna heilbrigðisþjón-
ustu, já landsmenn alla.
Hafa þeir félagar alla tíð verið í
fylkingarbrjósti og farið fyrir annars
myndarlegum hugsjónaher manna
og kvenna. Enda vart hægt að hugsa
sér heilsteyptari og sannari fyrir-
myndir, slík hefur trúfesti þeirra,
elja og eldur fyrir málefninu verið
um áratuga skeið.
Það er meðal annars vegna for-
ystu þeirra og fyrirmyndar að nú
ættu flestir Islendingar á aldrinum
10-58 ára að hafa fengið Nýja testa-
mentið að gjöf frá Gídeonfélaginu.
Ekki fyrirferðamikil gjöf en þeim
mun innihaldsríkari. Gjöf sem fjallar
um lífið sjálft. Gjöf sem Gídeonfélag-
ar hafa afhent persónulega heilum
árgangi íslendinga í skólum landsins
í um fimmtíu ár. Þessi staðreynd
hlýtur að teljast stór hluti af kristni-
sögu þjóðarinnar sl. fimmtíu ár. Þótt
þeirri staðreynd sé reyndar hvergi
getið í nýútkomnu Jjögurra binda
stórriti um kristni á Islandi frá árinu
1000-2000, gefnu út af Alþingi, sem
hlýtur að rýra gildi þess annars viða-
mikla og ágæta rits. Sjálfsagt er þar
um yfirsjón og leið mistök að ræða
sem hljóta að verða leiðrétt á þar til
gerðum vettvangi en það er nú önnur
saga sem að sjálfsögðu verður ekki
farið frekar út í hér.
Þegar pabba tókst loks að fá sig
lausan sem formaður Gídeonfélags-
ins eftir tuttugu ára setu sem slíkur,
en reglur félagsins kveða á um að
kjörnir stjórnarmenn sitji ekki leng-
ur en þijú ár í hverju embætti, var
það að sjálfsögðu Friðrik sem tók við
formenskunni enda hafði hann verið
ritari félagsins og hægri hönd pabba
allt frá fyrstu tíð. Friðrik varð svo
fyrsti forseti Landssambands Gíd-
eonfélaga á íslandi eftir stofnun þess
árið 1965.
Það einstaka bræðralag, sem
einkenndi þessa heiðursmenn og
aðra samferðarmenn þeirra, smitaði
út frá sér og hefur verið einkennandi
fyrir Gídeonfélagið á íslandi alla tíð,
félagsmönnum öllum til ómetanlegr-
ar blessunar og uppörvunar og sér-
lega mikilvægrar samstöðu. Sannar-
lega verið gott nesti það og ekki
sjálfgefið í félagsstarfi.
ísland var þriðja landið þar sem
Gídeonfélag var stofnað. Nú starfar
félagið í 173 löndum og byggist á
þátttöku innlendra manna og kvenna
í hverju landi.
Tvívegis sóttu þeir bræður, Sigur-
björnsson og Vigfússon, alþjóðamót
Gídeonsamtakanna og gengu
snemma undir nöfnunum „Sig and
Vig“ sem festust fljótlega við þá fóst-
bræður.
Hann Fiddi var séntilmaður af
gamla skólanum. Einstaklega hátt-
vís og prúður maður sem kunni sig í
hvívetna. Hann fór hvergi leynt með
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í
^Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
'•'Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa
skfmamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
FRIÐRIK
VIGFÚSSON
ást sína á sinni ágætu eftirlifandi eig-
inkonu, henni Obbu sinni, og bar hag
dætra sinna, barnabarna og fjöl-
skyldna þeirra fyrir brjósti. Kom
það m.a fram í einlægum bænum
hans en þeir Sig and Vig ásamt fleiri
liðsmönnum Gídeonfélagsins komu
saman til bænahalds á hverjum mið-
vikudagsmorgni kl. 08:00 svo áratug-
um skipti. Beðið var fyrir líðandi
stundu, fjölskyldum þeirra, þeim
sem óskuðu fyrirbænar eða komu
upp í hugann og ekki síst áframhald-
andi kristni á Islandi, starfi Gídeon-
félagsins að útbreiðslu Guðs heilaga
orðs, að menn mættu verða hand-
gengnir orðinu í daglegu lífi sínu og
því að orðið mætti verða sem flestum
til blessunar og eilífrar sáluhjálpar.
Trúfesti Fidda, einlægni, heiðar-
leiki, uppörvun, eljusemi og fram-
koma öll mætti verða okkur sem
kynntust honum og eftir stöndum til
eftirbreytni. Enda þarf nú að safna
liði til að halda áfram þvi mikilvæga
starfi sem þeir hófu, Friðrik og fé-
lagar, að sjá til þess að hin kristna
þjóð Islendinga eignist Guðs heilaga
orð eins og það birtist hreint og
ómengað á síðum heilagrar ritning-
ar. Orðinu sem boðar kærleika Guðs,
skilyrðislausa náð og fyrirgefningu.
Fiddi og áður nefndir fóstbræður
og reyndar allir sautján stofnendur
Gídeonfélagsins á Islandi voru einn-
ig liðsmenn KFUM og lærisveinar
sr. Friðriks Friðrikssonar stofnanda
KFUM. Enda gerðu þeir hann síðar
að heiðursfélaga Gídeonfélagsins á
íslandi og mun sr. Friðrik vera eini
maðurinn í heiminum sem gerður
hefur verið að heiðursfélaga í Gíd-
eonsamtökunum því það mun ekki
venja samtakanna að gera menn að
sérstökum heiðursfélögum.
Fiddi var alla tíð einn af máttar-
stólpum KFUM og sóttu þau hjón,
hann og Obba, flestar samkomur,
fundi og aðrar uppákomur sem
KFUM og KFUK stóðu fyrir.
Það var reyndar Maríu móður
Fidda að þakka að KFUK var stofn-
að því það var hún sem kom að máli
við sr. Friðrik og spurði hann hvort
hann gæti ekki líka stofnað félag fyr-
ir stelpur því hún hélt nú að þær
þyrftu að heyra Guðs orð boðað rétt
eins og strákarnir. Það var því ekki
síst vegna áhuga hennar og staðfestu
að sr. Friðrik lét til leiðast á sínum
tíma að stofna KFUM fyrir stelpur
sem hann sagðist nú reyndar ekkert
kunna á. Og Fiddi lifði það að taka
þátt í hátíðarhöldum vegna 100 ára
afmælis KFUM og KFUK árið 1999,
þótt aldur og sjúkdómar væru þá
nokkuð farin að taka sinn toll af hon-
um. Sem framkvæmdastjóra KFUM
og KFUK á þeim tíma þótti mér
einkar vænt um að geta tekið á móti
mínum kæra vini, bæði á æskulýðs-
hátíðinni í Perlunni í mars 1999 og
síðan á hátíðarsamkomu á afmælis-
degi KFUK þann 29. apríl sama ár.
Án hans nærvera hefðu hátíðirnar í
mínum huga orðið mun fátæklegri.
Þvílíkum augum leit ég hann. Hann
var þvflíkur hluti af sögunni og mikil-
vægur tengill við upphafið.
Þegar ég var ungur kallaður til að
gerast framkvæmdastjóri Gídeonfé-
lagsins á íslandi 1986-1998 var Fiddi
einn af áhugasömustu og bjartsýn-
ustu stuðningsmönnum þess en þá
hafði ekki áður verið launaður
starfsmaður við störf hjá félaginu.
Ég verð alla tíð þakklátur fyrir allan
þann stuðning, vináttu, uppörvun og
umhyggju sem Fiddi sýndi mér.
Hann reyndist mér sem besti föður-
bróðir.
Góður Guð blessi þig Obba mín og
fjölskylduna þína. Hann blessi okkur
jafnframt bjarta minningu um ein-
stakan heiðursmann. Minningu sem
mun ekki gleymast þeim sem fengu
að verða samferða Fidda.
Égbiðþiggóði Jesús
aðgistahjámérínótt.
Gef ég heyri orð þín:
„Vinursofðurótt."
Til þín er gott að flýja,
þú gefúr mér krafta nýja,
svohjarta mitt fái tifað,
og orð þitt í mér lifað.
(Sigurbjöm Þorkelsson.)
Einlægar kveðjur og blessunar-
óskir á útfarardegi.
Sigurbjöm Þorkelsson og
fjölskylda.