Morgunblaðið - 10.08.2000, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
4>2
-f3
Take a Look Around
Limp Bizkit
Falling Away From Me
Korn
Try Again
Aaiiyah
Æ, 5 Oops.,.1 did it again
Britney Spears
6 Lucky
Britney Spears
Ennþá
Skítamórall
V
r
The one
Backstreet boys
Make me bad
Korn
10
r1
12
;: M
11gi
14
15
i 16
4
17
•419
Big in Japan
Guano Apes
Shackles
Mary Mary
You can do it
lce Cube
Þær tvær
Land & Synir
Rock DJ
Robbie Williams
Dánarfregnir og jarðarfarir
Sigur Rós
Rock Superstar
Cypres Hill
Crushed
Limp Bizkit
Music non stop
Kent
Ex Girlfriend
No Doubt
20 I Disappear
Metallica
Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is.
O
jr
mbl.is
TIJPP50
Af áli, gróðurhúsa-
lofttegundum og
flótta frá Kyoto
JAKOB Björnsson
fyrrverandi orkumála-
stjóri skrifað yfirgrips-
mikla grein um ál,
vinnslu þess og notkun
sem birtist í Morgun-
blaðinu 30. júlí sl. Um
sama efni fjallar Jóhann
Már Maríusson aðstoð-
arforstjóri Landsvirkj-
unar í Lesbók Morgun-
blaðsins 5. ágúst sl.
Þessir mætu menn kom-
ast að þeirri niðurstöðu,
að framleiðsla áls á ís-
landi auki velferð jarð-
arbúa. Enn fremur að
Kyoto-bókunin sé
óskynsamleg leið til að
takmarka hættulegar breytingar á
loftslagi jarðar af mannavöldum.
Þær forsendur sem Jakob og Jó-
hann Már gefa sér virðast helst
vera þær að: 1) álnotkun á hvern
jarðarbúa fari ört vaxandi; 2) ál
sem framleitt er með vatnsorku (og
kjarnorku) dragi úr losun gróður-
húsalofttegunda (GHL) ; 3) það sé
til mikið af hagkvæmri vatnsorku á
Islandi sem ekki er nýtt nú og; 4)
Kyoto-bókunin sé gölluð þar sem
þróunarríki taki ekki á sig neinar
skuldbindingar.
Vissulega má taka undir ýmis-
legt í röksemdafærslu þeirra Ja-
kobs og Jóhanns Más, en það eru
fleiri hliðar á málinu sem gagnlegt
er að skoða.
Finnast umhverfis-
vænni efni en ál?
Ekki er sjálfgefið að álnotkun
haldi áfram að vaxa þó hún hafi
vaxið mikið sl. áratugi. Á1 er ekki
verðmætt í sjálfu sér heldur þau
lífsgæði sem felast í nýtingu þess.
Ymis efni sem hafa verið mikilvæg-
ur þáttur í að viðhalda lífsgæðum á
einu tímabili hafa skipt minna eða
engu máli á öðrum tíma. Tækni-
framfarir eru hraðar og kynnt hafa
verið trefjaefni sem eru bæði sterk-
ari og léttari en ál og kunna að
leysa þann málm af hólmi við fram-
leiðslu samgöngutækja. Þó ál hafi
ýmsa kosti fram yfir mörg önnur
efni, veldur framleiðsla þess og
notkun mengun sem rýrir gæði um-
hverfisins. Það er eftirsóknarvert
að hvetja til tækniframfara sem
kunna að leiða fram heppilega stað-
gengla fyrir ál. Með því að verð-
leggja ál rétt, þ.e. að tekið sé tillit
til umhverfiskostnaðar við fram-
leiðslu þess, aukast líkurnar á því
að umhverfisvænni staðgenglar
leysi það af hólmi. Með því að und-
anþiggja álframleiðslu frá skuld-
bindingum Kyoto-bókunar er í raun
verið að niðurgreiða ál og það kann
að tefja að fram komi umhverfis-
vænni staðgenglar.
Á1 sem framleitt er með vatns-
orku dregur ekki úr losun GHL.
Það má færa góð rök fyrir því að ál
sé heppilegra til notkunar á ýmsum
sviðum en t.d. járn og aðrir þyngri
málmar. En við þurfum að gera
betur. Finna þarf enn hagkvæmari
staðgengla, eða framleiðsluferli
fyrir ál, sem valda lítilli eða engri
losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Með því
að veita áli fram-
leiddu með vatns-
orku undanþágu frá
ákvæðum Kyoto-
bókunarinnar, eins
og íslensk stjórnvöld
sækjast eftir, dregur
úr þrýstingi á ál-
framleiðendur að
finna heppilegri
staðgengla eða betri
framleiðsluferli.
Hverju er fórnað
við orkufram-
leiðslu?
Rétt er að mikið er
til af vatnsföllum á íslandi sem ekki
hafa verið nýtt og nýta má til orku-
framleiðslu. Gætum hins vegar að
því að orkuframleiðsla skapar ekki
velferð heldur þau lífsgæði sem
notkun orkunnar veitir. Land og
gæði þess má nýta með fjölmörgum
hætti. I sumum tilfellum kann að
vera skynsamlegt að nýta það sem
orkulindir. Það kann hins vegar að
vera jafn hagkvæmt að nýta land
sem uppsprettu annarra lífsgæða,
s.s. til útivistar og náttúruupplifun-
ar. Eftirspurn eftir slíkum gæðum
virðist fara ört vaxandi, ekki síður
en eftirspurn eftir áli. Hingað til
hafa ekki verið framkvæmdar
rannsóknir hér á landi til að meta
verðmæti þessara gæða til fjár.
M.ö.o við gerum okkur ekki ljóst
hverju er verið að fórna þegar stór
og smá landsvæði eru lögð undir
orkumannvirki. Raunveruleg hag-
kvæmni orkuframleiðslu hér á
landi kann því að vera talsvert
minni til lengri tíma litið en fram
hefur komið í hagkvæmnirannsókn-
um hingað til. Hér eftir er nauðsyn-
legt að leiðrétta þetta og hagfræðin
býr yfir aðferðum til þess.
Kyoto-bókunin fyrsta
skrefið í rétta átt
Kyotobókunin er tæknilega séð
e.t.v. ekki besta leiðin til að ná þeim
markmiðum að takmarka og draga
úr losun GHL sem valda hættuleg-
um breytingum á loftslagi jarðar. í
alþjóðlegum samningaviðræðunum
um þetta mál, sem staðið hafa í rúm
10 ár, hafa komið fram fjölmargar
hugmyndir sem tæknÚega séð
kunna að vera vænni til árangurs
en sú leið sem þjóðir heims komu
sér saman um í Kyoto 1997. T.d var
því haldið fram að best væri að
deila losunarheimildum fremur á
atvinnugreinar en einstök ríki, þar
sem fyrirtæki starfa um allan heim
og vörurnar sem þau famleiða fara
einnig yfir mörg landamæri. En því
miður er það ekki framkvæmanlegt
m.a. vegna þess að ekki er fyrir
hendi neinn aðili sem gæti fylgt
slíkri ákvörðun eftir. í alþjóðasam-
starfi eru það einstök ríki sem
koma að samningaborðinu og þegar
samningar eru afstaðnir er það á
ábyrgð fullvalda ríkja að staðfesta
þá og fylgja þeim eftir. Atvinnu-
greinarnar hafa ekki sömu stöðu
þar sem þær falla undir fjölmörg
Kyoto
Kyoto-bókunin leysir
ekki þann vanda sem
felst í óheftri og vax-
andi losun GHL, segir
Tryggvi Felixson. Það
samkomulag er einungis
fyrsta skrefíð af mörg-
um sem eru nauðsynleg
til að takmarka hættu-
legar breytingar á
loftslagijarðar.
ríki. Það varð því að ráði að úthluta
losunarheimildum á einstök ríki, en
tryggja ákveðinn sveigjanleika í
framkvæmd, t.d. með því að leyfa
viðskipti með losunarheimildir.
Ekki má gleyma því að við úthlutun
á losunarheimildun var að ein-
hverju leyti tekið tillit til aðstæðna
einstakra ríkja eins og t.d. íslands,
sem fékk heimild til að auka losun
um 10 prósent á samningstímabil-
inu 2008-12.
Spurning um hver ber ábyrgð á
þeim vanda sem mannkynið stend-
ur frammi fyrir vegna gróðurhúsa-
áhrifanna, hefur verið mikið rædd á
fundum aðildarríkja rammasamn-
ings Sameinuðu þjóðanna um lofts-
lagsbreytingar. M.a. hefur komið
fram að sum ríki telja að eina sann-
gjarna leiðin sé sú, að deila losun-
arheimildum jafnt milli jarðarbúa.
Um tveir þriðju hlutar losunar
GHL af mannvöldum eru í iðnríkj-
unum, en þar býr aðeins lítill hluti
mannkyns. Ef þessi regla, sem í
fljótu bragði virðist afar sanngjörn,
hefði orðið fyrir valinu, þá hefðu
þær losunarheimildir sem íslend-
ingar fengju, orðið a.m.k. helmingi
minni en raun varð á í Kyoto.
Kyoto-bókunin leysir ekki þann
vanda sem felst í óheftri og vaxandi
losun GHL. Það samkomulag er
einungis fyrsta skrefið af mörgum
sem eru nauðsynleg til að takmarka
hættulegar breytingar á loftslagi
jarðar. Það varð að samkomulagi að
hinar ríkari þjóðir heims skyldu
axla byrðarnar í þessum fyrsta
áfanga. Það er afar alvarlegt ef eitt
eða fleiri ríki (af 38 iðnríkjum)
skorast undan því að vera með,
jafnvel þó færa megi rök fyrir að
samkomulagið kunni að takmarka
svigrúm þeirra til auðlindanýtingar
þegar til skamms tíma er litið. ís-
land er eitt auðugasta ríki heims:
Auðlegð og hagsæld fylgir ábyrgð.
Þá ábyrgð ber okkur að axla í þessu
máli eins og öðrum. Við skulum
ekki flýja frá þeirri ábyrgð sem
okkur var ætlað að axla í Kyoto.
HSfundur er hagfræðingur
og starfar sem framkvæmda-
sljóri Landvemdar.
Tryggvi
Felixson
0
YOGASTOÐIN HEILSUBOT
Síðumúla 15, sími 588 5711.
Námskeið í HA THA-yoga.
Kennsla byrjar fimmtudaginn 10. ágúst
Kennt verður mánud., fimmtud. og laugard.
Sértími jyrir barnshafandi konur.
A YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, sími 588 5711.
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Nýbýlavegi 12, sími 5544433