Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 53 Forseti fer í hring 5 ■ LANDSSIMINN hf. hefur á undanfömum árum staðið fyrir upp- byggingu á öflugu ljós- leiðarakerfi á Islandi. Um 35.000 heimili geta nú tengst breiðbandinu (sem er einskonar sam- heiti yfir ljósleiðara- væðinguna), eða rétt um 40%, auk þess sem ljósleiðarar eru bein- tengdir við fjölda fyrir- tækja og stofnana. Síminn hefur með upp- byggingu ljósleiðarans gengið út frá þeirri for- sendu að í náinni fram- tíð verði þörf á miklu öflugri gagnaflutningskerfum en við nú höfum. Reynslan af tölvubylting- unni, Netinu og fjölrása sjónvarpi styðja þetta. Hin nýju flutningskerfi eins og breiðband Símans munu á næstu árum gera fólki kleift að taka risaskref fram á við, í takt við hina hröðu þróun á sviði upplýsinga- tækninnar. Árásir Helga Ekki er lengra síðan en í árslok 1997 að nokkrir þingmenn héldu því fram í utandagskrárumræðum að ljósleiðarinn væri tækni gærdagsins og fjárfesting í honum því glapræði enda myndu þráðlausar lausnir og gervihnattasambönd leysa allan vanda. I sama streng tók meðal annarra Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórn- ar, við annað tækifæri. Orð Helga þar að lútandi birtust m.a. í tveimur Morgunblaðsgreinum í fyrrasumar sem hétu: „Ríkissjónvarpið Breið- band“ og „Davíðs vídeó“ og birtust 6. og 10. júlí. Megininntak greinanna var að ráðast á uppbyggingu Símans á breiðbandinu, sem Helgi kallaði milljarðafjárfestingu sem aldrei myndi borga sig og talar Helgi um sóun á almannafé. í síðari grein sinni eftir svar frá Símanum ræðst Helgi á hugmyndir Símans um þá þjónustu sem mögulegt verður að veita á komandi árum með breið- bandinu til að auka fjölbreytni á þessu sviði afþreyingar, þ. á m. sjón- varps. Helgi kallar áformin um þessa þjónustu sem á ensku heitir „pay-per-view“ Davíðs videó. Athygli skal vakin á því að sami Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórn- ar, er varaformaður stjórnai- hjá fyrirtækinu Línu.Neti, sem er í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar og hefur nú uppi mikil áform um lagningu ljósleiðaranets til fyrir- tækja, stofnana og heimila. Eins og menn muna ætlaði Lína.Net í upp- hafi að hasla sér völl á gagnaflutn- ingsmarkaði með lögnum í holræsi og netflutningi um rafmagnslínur, en nú eru kynnt áform fyrirtækisins um að standa að allsherjar breið- bandsuppbyggingu til allra heimila. Ekki kemur fram hvort Lína.Net ætlar að einbeita sér að þeim hluta höfuðborgarheimila sem Síminn er ekki búinn að leggja breiðband til, sem er um helííiingur, eoa nvort Lína ætli sér að leggja sinn ljósleið- ara við hlið þess sem Síminn leggur. Af kynningu frá Línu.Neti verður ekki annað ráðið en að áherslur fyr- irtækisins séu að breytast og verið sé að grafa fyrri hugmyndir um lagnir í holræsum og gagnaflutning um rafmagnslínur. Samkvæmt nýj- ustu fréttum hefur Reykjavíkurborg nú samið við Línu.Net um ljósleið- aravæðingu skólanna án útboðs með þeirri röksemd að Landssíminn og aðrir geti ekki veitt þá þjónustu sem um er beðið. Petta er óvenju frum- legur undansláttur til að leyna spill- ingu, enda má af honum ráða að hið tiltölulega unga fyrirtæki, Lína.Net, hafi fundið upp Ijósleiðarann eða því sem næst. Forsetinn og varaformað- ur stjórnar Línu.Nets, Helgi Hjör- var, hefur sannarlega farið í stóran hring á skömmum tíma. Gylliboð Línu.Nets Síminn fagnar því að fá sam- keppni við að auka gæði gagnaflutn- inga á íslandi. Sú samkeppni mun líkast til hraða enn frekar uppbygging- unni. Ekki má gleyma því í allri umræðunni um tækni að það er þó þjónustan sem mun skipta viðskiptavininn mestu máli þegar fram líða stundir, hvort heldur um er að ræða sj ónvarpsþj ónustu, Netið eða gagnaflutn- ing. Því er rétt að benda neytendum á að í nýlegri opnuauglýs- ingu frá Línu.Neti er mjög frjálslega farið með staðreyndir varð- andi samspil tækni og þjónustu. í auglýsingaopnunni í blöðum má sjá eftirfarandi setning- ar: „100 Mbita flutningsgeta á hvert heimili", „Samningurinn [við Erics- Gagnaflutningar Þrátt fyrir upphrópanir forseta borgarstjórnar fyrir ári, segir Friðrik Friðriksson, hefur fyr- irtækið sem hann er í forsvari fyrir nú ákveðið að veðja á ljósleiðarann sem framtíðarlausn í gagnaflutningi. son] mun hafa í för með sér bylting- arkenndar nýjungar í þjónustu . . . með möguleika á stafrænu og gagn- virku sjónvarpi, video-on-demand og pay-per-view, háhraða Interneti. . .“, „Með „Fiber to the home“ . . . velur þú það sjónvarpsefni sem þú vilt horfa á... kaupir þér kvikmynd- ir beint í gegnum ljósleiðarakerfið o.s.frv.“. Greinarhöfundur fullyrðir reyndar að sambærileg auglýsing frá Símanum hefði samstundis verið kærð til samkeppnisyfirvalda þar sem hún væri stórlega ónákvæm og lofaði þjónustu sem ekki er til og er ekki á leiðinni að verða til. Það hlýt- ur að vera á mörkunum að hægt sé að auglýsa framtíðarsýn á þann máta að skilja megi að varan sé til reiðu. Svo er ekki. Það er ekki rúm til að ræða álitaefnin í smáatriðum en þó má segja að ekkert liggi fyrir um það hvenær hægt verður að veita umrædda þjónustu hérlendis og stórum spurningum um höfundar- réttarmál á efni er ósvarað. Hvenær verður nauðsynlegur myndtölvu- búnaður á viðráðanlegu verði fyrir almenning og hvenær verða hús- kerfin á heimilum af þeim gæðum að þau beri nýja þjónustu, svo ekki sé talað um að þau flytji 100 megabita? Það er í sjálfu sér vandalaust að gera afmarkaðar tilraunir á þessu sviði á fáum heimilum en fullyrða má að heimurinn sem Lína.Net boð- ar er ekki alveg hinum megin við hornið. Þótt tæknin leyfi það er eng- in trygging fyrir þjónustuframboði. Ljósleiðarinn sigrar Að lokum þetta: Þrátt fyrir upp- hrópanir Helga Hjörvar, forseta borgarstjórnar, fyrir ári hefur fyrir- tækið sem hann er í forsvari fyrir nú ákveðið að veðja á ljósleiðarann sem framtíðarlausn í gagnaflutningi. Ekki er annað hægt en að óska Línu-mönnum til hamingju með framsýnina. Ljósleiðarinn hefur borið sigurorð í þessari umræðu og Síminn mun hér eftir sem hingað til gegna forystuhlutverki við að tryggja Islendingum öflugusta kerf- ið á sviði gagnaflutnings. Höfundur er hagfræðingur og forstöðumaður breiðbands- þjónustu Landssímans. Min.-Fös. 09.00-17:00 Vilhjálmur Bjamason Sölumaour Haraldur R. Bjamason Sölumabur Sigfríö M. Bjamadóttir Rltari Sigurður öm Sigurbarson Vií>sk.fr. & lögg.fasteignasli FASTEIGNASALA • heilsbugar um þintt hag Suburlandsbrant 50 o 108 Reykjavík o Síml: 533 4300 o Fax: 568 4094 Atvinnuhúsnæði óskast Erum að leita að 500-1000 fm rými fyrir traustan aðila annað hvort til kaups eða langtímaleigu. Húsnæðið þarf að vera staðsett í Kópavogi. Uppiýsingar gefur Þórarinn í síma 898 1437 Grjóthalsi 1 Sími 575 1230 ujiuuj.bilQlQnd.is Friðrik Friðriksson A UTIMALWINGU Verð á lítra Hörpusilki, miðað við 10 lítra dós og hvíta Iiti HARPA MÁLNINGARVERSLUN BÆJARUND 6, KÓPAVOGI. oiml HARPA MÁLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK. Sími 568 7878 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFÐA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400 HARPA MÁLNINGARVERSLUN DROPANUM, KEFLAVÍK. Sími 421 4790
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.