Morgunblaðið - 10.08.2000, Side 60

Morgunblaðið - 10.08.2000, Side 60
80 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ ■3 Matur og matgerð Garðyrkjukver. Næpur og hnúð- kál í skólagörðum Kristín Gestsdóttir segír að taka þurfi upp næpur snemma svo að þær vaxi ekki úr sér. Þær eiga að vera á stærð við mandarínur. Þetta ættu börn í skólagörðum að athuga. FÁIR rækta hnúðkál og næpur í heimilisgörðum sínum ólíkt því sem var hér á árum áður. Það er eins og íslendingar kunni ekki lengur að nota þetta góða græn- meti. Georg Sehierbeck land- læknir ræktaði þetta hvort tveggja fyrir aldamótin 1900 í garði sínum við Aðalstræti í Reykjavík, þar sem nú er Bæjar- fógetagarðurinn. Hann kallaði hnúðkálið hnúðakál eða ofan- jarðar-gulrófur. Hann ræktaði einnig alls konar annað græn- meti. Um þetta skrifar hann í Garðyrkjukveri sem kom úr árið 1891, en þar fá næpur mjög mikla umfjöllun. Næpur í kjöt- og fiskisúpu eru miklu betri en rófur og hráar safamiklar næpur, namm, namm. Þær spretta vel en kál- maðkur sækir í þær, þó ekki meira en í rófur og kál, en rófur, næpur og kál er eina grænmetið sem ég nota eitur á. Hnúðkál þekkja færri og hefi ég ekki ræktað það nema stöku sinnum, en það er talsvert ræktað í skóla- görðum. Eg keypti kálplöntur í vor, en eitthvað hefur ruglast í afgreiðslunni því fjórar blómkál- splöntur reyndust vera hnúðkál, og þótti mér það ekki verra, en í gær bjó ég til gómsætan hnúð- kálsrétt og í dag ljúffenga lúðu- súpu með næpum, grænkáli og blómkáli sem sprettur núna grimmt í garði mínum. Grsenmetis/ lúðusúpa ______1 frekar lítill laukur_ 2 msk. matarolía stórlúðusneiðar u.þ.b. 1 kg 2 tsk. salt safi úr hólfri sítrónu_ _________1 Vi lítri votn____ 2 tsk. salteða meirg í súpung 2 lórviðarlauf Afhýðið og saxið laukinn smátt, setjið matarolíuna í pott, hafíð hægan hita og sjóðið lauk- inn í olíunni í 5 mínútur. Hellið vatninu yfir Iaukinn ásamt 2 tsk. af salti, lárviðarlauf- um og piparkornum, sem má binda í grisju eða setja í lokaða tesíu. Látið sjóða upp. Leggið lúðusneiðarnar í soðið ásamt næpum og grænkáli og látið sjóða í 5 mínútur. Setjið blómkálið út í og sjóðið í aðrar fimm mínútur. Hitið rjómaostinn örlítið t.d. í örbylgjuofni og setjið í pottinn. Búið til ögn af hveitihristingi og setjið út í svo að súpan þykkni örlítið, látið sjóða í tvær mínútur. Bætið þá smjöri í. Athugið saltið í súpunni. 7. Fjarlægið bein, roð, pipar- korn og lárviðarlauf. Meðlæti: Heitt snittubrauð. Hnúdkúl med papríku og sveppum 2 hnúðkól I peli vatn + grænmetissoð/ teningur 5 stórar brauðsneiðar 2 msk. matarolía I lítill laukur 1 lítil rauð pgpríka 100 g ferskir sveppir 1 msk. smör +1/8 tsk. karrí Vi dl r|omi 100 g mjólkurostur, sú tegund sem ykkur hentar ögn af rifinni múskathnetu, mó sleppa 10 piparkorn 6 frekar litlar næpur 1 meðalstór blómkólshaus 2-3 frekor lítil grænkólsblöð 2 msk. hreinn rjómaostur hveitihristingur 1 msk. smjör Skafið roðið á lúðunni, skolið allt blóð úr, kreistið safann úr sítrónunni og hellið yfir sneið- arnar, stráið salti yfir. Látið bíða í 10 mínútur. Afhýðið næpurnar, skerið í tvennt. Klippið grænkál- ið frekar smátt, þvoið blómkálið og skiptið í hríslur. Afhýðið hnúðkálið, skerið í sneiðar og sjóðið í grænmetis- teningsvatni í 10 mínútur. Raðið ofan á brauðsneiðarnar og setjið áfat. Afhýðið laukinn, saxið smátt, takið stilk og steina úr papríku og skerið smátt. Setjið olíu á pönnu, hafið með- alhita og sjóðið lauk og papríku í olíunni í 5 mín. Setjið ofan á hnúðkálið á sneiðunum. Þvoið sveppina, skerið í sneiðar, setjið smjör og karrí á pönnuna og sjóðið sveppina í 3 mínútur, hell- ið þá rjómanum saman við og lát- ið sjóða vel upp. Hellið yfir brauðsneiðarnar. Rífið ostinn og stráið yfir ásamt múskati. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 200°C. Setjið í ofninn og bakið í 12 mínútur. VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Plús-ferðir og Hótel Cristóbal Cólon VIÐ höfum heyrt á undan- förnum vikum frásagnir af óheppnum ferðalöngum og ásakanir um að ferðaskrif- stofur og flugfélög hafi ekki staðið sig í stykkinu. Ekki er ætlunin með þessari grein að gera lítið úr því, en okkur finnst oft gleymast að geta þess sem vel er gert og hrósa þeim sem standa sig vel. Fyrir stuttu fórum við undiirítuð til Mallorca í hálfsmánaðar ferð á vegum Plús-ferða, sem er svo sem ekki í frásögur færandi því mörg þúsund Islendingar gera það árlega. Hins vegar finnst okkur rétt að segja frá þeim móttökum sem við fengum, en það er í raun að- eins eitt orð yfir þær, frá- bærar. Elskulegur farar- stjóri, Kristín, sem greinilega var tilbúin að leysa úr þeim vanda sem upp kynni að koma sem var ekki um að ræða í okkar til- felli. Þegar komið var á hót- elið mætti okkur vin- gjamlegheitin frá upphafi dvalar og til enda. Á hótel- inu ríkti afslappað and- rúmsloft, en þó ákveðinn agi. Hótelstjórinn og eig- andi voru mjög sjáanlegir, elskulegir og tilbúnir að greiða götu okkar. Sem dæmi má nefna að eitt okk- ar bað um auka kodda og var hann kominn inn á her- bergið á sömu mínútunni. Greinilegt var að allir sem þarna unnu voru með það eitt í huga að hótelgestum liði vel. Maturinn frábær, hreinlæti og allur aðbúnað- ur til fyrirmyndar. Allt gekk upp, nema dvölin var of stutt og það voru ánægð- ir ferðalangar sem snem heim, þökk sé starfsfólki Plús-ferða og Hótels Cristóbal Cólon. Vonandi hafa sem flestir sömu sögu að segja eftir sumarið. Helgi og fjölskylda, Sigrún og fjölskykia. Góð sárabót frá Heimsferðum EG vil segja frá því sem vel er gert. Eg og maðurinn minn keyptum flugmiða af Heimsferðum til Alieante nú í júlí. Þegar við vorum á heimleið hinn 25. júlí lent- um við í töf yfir nótt vegna hins hörmulega flugslyss á Charles De Gaulle-flugvelli í París, en vélin sem átti að sækja okkur var þar og komst þvi ekki til að sækja okkur. Þegar við komum á flugvöllinn var okkur til- kynnt um töf vegna þessa hörmulega slyss og af óvið- ráðanlegum ástæðum þurftum við að gista yfír eina mótt á hóteli nálægt Alicante og var boðið í kvöldmat, allt í boði Heims- ferða. Þetta var allt mjög vel gert, en viti menn, dag- inn eftir að við komum heim fengum við afsökunarbréf frá Andra Má Ingólfssyni, forstjóra fyrirtækisins, ás- amt boði að fljúga til Lon- don í sumar eða haust. Geri aðrir betur. Ánægður viðskiptavinur. Dýrahald Súlimann er týndur SÚLIMANN (kallaður ,,Súli“) á heima í Mjóstræti 2, í Grjótaþorpi. Hann hvarf þaðan síð- degis fimmtudaginn fyrir verslunarmannahelgi og líklegast er að hann hafi lokast inni í skúr, kjallara eða geymslu í nágrenninu. Einnig gæti hann hafa fengið sér far með bíl eitt- hvað lengra eða hreinlega verið tekinn. Súlimann er með stærstu síams-köttum, háfættur, grannur og stælt- ur, með ljósblá augu og djúpa „rödd“. Dökkbrúnn í framan, á eyrum og loppum en feldurinn ljósbrúnn. Hann er með númer tattó- verað í eyra en enga hálsól. Þekkir nafnið Súli. Vinsam- lega aðgætið hvort Súli- mann gæti hafa lokast inni hjá ykkur eða ná- grannanum, eða ef þið verð- ið hans vör þá vinsamlega látið Þorbjörn vita í síma 864-0000 eða 552-3777. Míaertýnd SVÖRT og hvít kisa með bleika ól og gegnir nafnin Mía hvarf frá heimili sínu að Geithálsi. Mía var ný- flutt að Geithálsi og því ókunnug þessu umhverfi og gæti hafa villst. Sá sem get- ur veitt upplýsingar vinsa- mlega hringið í síma 555- 0787. Tapað/fundið Myndavél týndist PENTAX Zoom myndavél týndist 5. júlí, sennilega í Fjaðrárgljúfri eða á Kirkju- bæjarklaustri. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 565-8866 eða 899-35553. Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust við þjóðveg 1 við vegaskiltið við Álftaversveg nr. 212. Upp- lýsingar í síma 487-1390. Herjólfsstöðum. Göngustaiír í óskilum TVEIR göngustafir eru í óskilum í afgreiðslu Morg- unblaðsins. Annar er brúnn með svörtu handfangi og hinn er svartur. Upplýsing- ar í afgreiðslu Morgun- blaðsins, Kringlunni 1. . ♦ . Morgunblaðið/Kristinn Ferðamenn Víkverji skrifar... TALSVERÐ umræða hefur verið um innflutning á fósturvísum úr norskum kúm en umsókn um slíkan innflutning bíður afgreiðslu landbúnaðarráðuneytisins. Margir hafa blandað sér í umræðu um mál- ið og sýnist sitt hverjum. Víkverji var nýverið að lesa ágæta bók eftir dr. Inga Sigurðsson, prófessor í sagnfræði, sem heitir „Hugmynda- heimur Magnúsar Stephensen", en hún fjallar um Magnús dómstjóra í Viðey, sem var sem kunnugt er öfl- ugasti fom'gismaður upplýsinga- stefnunnar á íslandi við lok 18. ald- ar og í byrjun 19. aldar. Magnús var framfarasinnaður og hafði m.a. áhuga á eflingu landbúnaðar. í bók Inga segir að Magnús hafi flutt inn kýr og að kúastofn hans hafi verið vel þekktur fyrir góðar afurðir. Vís- að er á frásögn Þorvaldar Thorodd- sen náttúrufræðings um þetta efni í „Lýsingu íslands“ sem gefin var út árið 1919. í bók Þorvaldar segir: „Eins og vér höfum séð, eru hér engin ákveð- in kúa- eða nautpeningskyn, að því er búfræðingar segja, alt hefur ruglast saman á fyrri öldum, ef á annað borð ýmis afbrigði nautpen- ings hafa komið hingað með land- námsmönnum. Oft hefur verið talað um það fyrir löngu, að nauðsyn væri á að bæta kúakynið, en engin fram- kvæmd varð úr því önnur en sú, að menn við og við á 18. og 19. öld fengu sér útlendar kýr. Hina veiga- mestu tilraun í þessum efnum gerði Magnús Stephensen, fékk rauðar kvígur frá Sjálandi 1816 og 1819 af konungsbúum og danska bola; kvíg- ur þessar reyndust vel, komust í 18- 20 merkur; segist Magnús hafa breytt nautakyni sínu mjög til hins betra á þennan hátt, það orðið stærra og mjólkað betur. Kýr af þessu danska kyni komust að Hvít- árvöllum og í Hjálmholt. Fyrir miðja 19. öld voru danskar kýr all- víða fluttar til landsins eins og sjá má af sóknalýsingum." XXX ESSI frásögn er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi telur Þorvaldur hæpið að tala um að íslenski kúastofninn sé sérstakt kúakyn heldur sé _ hann samsettur úr ýmsum áttum. í öðru lagi er ljóst að erlendar kýr hafa verið fluttar til landsins í einhverj- um mæli. í bók Þorvaldar eru nokkrir bæir taldir upp þar sem vit- að var að voru erlendar kýr. I þriðja lagi virðist ljóst að samtímamenn töldu reynslu af þessum innflutningi almennt góðan. Þess má geta að flestar tilraunir til innflutnings á er- lendu sauðfé tókust illa og höfðu sumar skelfilegar afleiðingar þar sem með fénu bárust alvarlegir sauðfjársjúkdómar. I fjórða lagi er ljóst að það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að íslenski kúa- stofninn hafi verið ræktaður ein- angraður hér á landi í 1000 ár. xxx ÍKVERJI er einn þein-a sem lengi hafa klórað sér í höfðinu yfir skattseðlinum. Á honum er að finna ýmsar tölur og orð, en Vík- verji hefur alla tíð átt erfitt með að skilja samhengi þeirra. Af hverju er ekki hægt að setja upplýsingar um skatta fram með einföldum og skýr- um hætti? Það sem Víkverji er óánægðastur með er hvað upplýs- ingar um endurgreiðslur og bætur eru óskýrar. Víkverji fékk t.d. nokk- ur þúsund krónur endurgreiddar vegna „oftekinnar staðgreiðslu“. Ekkert er útskýrt hvers vegna. Eru þetta vaxtabætur, barnabætur, end- urgreiðsla vegna bifreiðar, endur- greiðsla vegna lægri útsvarsprós- entu eða hvað? Víkverji hefur sterkt á tilfinningunni að í þessu efni sé hann alfarið undir náð og miskunn skattayfirvalda kominn. Þau ein vita hvað er verið að endurgreiða og hvers vegna og skattgreiðandinn getur nánast ekki gert annað en treyst því að réttsé reiknað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.