Morgunblaðið - 20.08.2000, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
BAKSVIÐ
langar deilur innan CDU. Margir
forystumenn flokksins höfðu kraf-
ist þess að Biedenkopf byði Kohl
að halda ræðu á hátíðinni. Einn
varaformanna CDU, Volker Riihe,
hafði hótað því að sniðganga hina
opinberu uppákomu myndi Bieden-
kopf ekki endurskoða ákvörðun
sína: „Ef Lothar de Maiziére held-
ur ræðu en ekki Kohl þá fer ég
ekki til Dresden", sagði Riihe. Á
bak við slíkar yfirlýsingar býr sú
röksemdafærsla að þótt Kohl sé
flæktur í fjármálahneykslið er óv-
iðeigandi að setja hann ekki á ræð-
ulistann ef de Maiziére, sem er
grunaður um að hafa verið í
tengslum við austurþýsku leyni-
þjónustuna Stasi, er boðið að flytja
ræðu.
I kjölfar umræðunnar varð
skiptingin milli stuðningsmanna og
gagnrýnenda Kohls innan CDU
skýr á ný. Þótt flokkurinn hafi
yngt upp á flokksþinginu í Essen í
vor og núverandi formaður, Merk-
el, hafi verið harðasti gagnrýnandi
Kohls í fjármálahneykslinu, hefur
umræðan um ræðulistann sýnt að
stuðningurinn við Kohl er enn þá
mikill innan CDU. Á meðan Wolf-
gang Scháuble, sem varð að segja
af sér í vor í kjölfar fjármála-
hneykslisins, er glejrmdur og graf-
inn virðist nærvera Kohls aftur
vera orðin jafnmikil og fyrir
hneykslismálið. Athafnamöguleik-
ar hinnar nýju stjórnar eru því
takmarkaðir og áhrifamáttur
Kohls og stuðningsmanna hans
mikill.
Samninga-
viðræður við Kohl
Fram að þessu hafði það verið
stefna Merkels að flokkurinn gæti
ekki haldið uppi hefðbundnum
samskiptum við Kohl á meðan að
hann neitaði að vinna að því að
upplýsa fjármálahneykslið. Þótt
hin nýja stjórn vilji ekki að Kohl
verði aftur að miðpunkti innan
CDU sá hún sig knúna, í kjölfar
þrýstings stuðningsmanna hans, til
að miðla málum milli gagnrýnenda
og stuðningsmanna Kohls innan
flokksins.
Á mánudeginum gerði stjórnin
tilraun til að rétta Kohl sáttarhönd
þegar framkvæmdastjóri CDU,
Ruprecht Polenz, tilkynnti að
flokkurinn hygðist standa fyrir
eigin hátíðarhöldum þar sem hylla
ætti framlag Kohls til sameiningar
Þýskalands. Kohl svaraði tillögu
þessari með kjaftshöggi. Nokkrum
klukkutímum eftir tilkynningu Pol-
enz hafði Kohl, sem er í sumarfríi
við Wolfgangsee, samband við
skrifstofu sína í Berlín og lét
senda út þá fréttatilkynningu að
hann afþakkaði boð Biedenkopfs
og ætlaði sér auk þess ekki að
mæta á uppákomu sem stjórnin
hyggðist skipuleggja honum til
heiðurs.
Víst er að þessi ákvörðun Kohls
hefur styrkt stuðningsmenn hans
innan CDU í átökunum við Merk-
el. Þremur dögum síðar tók Merk-
el þá ákvörðun að hringja til Wolf-
gangsee og gera aðra tilraun til að
bjóða Kohl heiðurssamkomu. Að
þessu sinni féllst Kohl á sáttmála:
Þann 1. október munu bæði Kohl
og Merkel halda ræðu á uppákomu
sem flokkurinn stendur fyrir í til-
efni af því að tíu ár eru liðin frá
því að kristilegir demókratar í
Austur-Þýskalandi sameinuðust
flokksbræðrum sínum í vestri.
Þetta verður í fyrsta skipti í marga
mánuði sem Merkel og Kohl mæta
saman á samkomu hjá CDU.
Einnig eru uppi raddir um að
Friedrieh Merz, formaður þing-
flokks CDU/CSU, muni í næstu
viku bjóða Kohl að tala fyrir hönd
þingflokksins á Sambandsþinginu
þegar sameining Þýskalands verð-
ur á dagskrá.
Hinn mikli stuðningur við Kohl
hefur líklegast komið Merkel á
óvart og hefur hún þurft að draga
úr gagnrýni sinni á kanslarann
fyrrverandi þó svo að hann neiti
enn að vinna að upplýsingu fjár-
málahneykslisins. „Svarti risinn“
(svartur er litur CDU) varpar
skugga á hina nýju stjórn flokks-
ins og hið óbeina vald hans virðist
tryggt í sessi um ókomin ár.
Asameiningarhátíð Aust-
ur- og Vestur-Þýska-
lands þann 3. október
1990 stóðu kristilegu
demókratarnir Helmut Kohl og
Lothar de Maiziére, síðasti for-
sætisráðherra Austur-Þýskalands,
hlið við hlið og sungu þýska þjóð-
sönginn. Tár láku niður kinnar de
Maiziéres. Þá var liðið tæpt ár frá
því að Kohl hélt áhrifamikla ræðu í
Dresden sem varð mikilvægur lið-
ur í sameiningarferlinu. Nú þegar
farið er að styttast í hin opinberu
hátíðarhöld í Dresden í tilefni af
tíu ára sameiningarafmæli Þýska-
lands er nokkuð víst að ólíkt de
Maiziére mun Kohl ekki halda
ræðu við þetta tækifæri. Á mánu-
daginn varð síðan ljóst að Kohl
mun ekki syngja þjóðsönginn með
flokksbróður sínum á þjóðhátíðar-
daginn þvi „kanslari sameiningar-
innar“ hefur tilkynnt að hann muni
ekki verða viðstaddur hátíðarhöld-
in.
Gamlir
andstæðingar
Þótt deilan um það hvort Helm-
ut Kohl ætti að flytja ræðu á degi
sameiningarinnar hafi byrjað fyrir
nokkrum vikum var í raun löngu
búið að taka ákvörðun um þetta
mál. Það er ekki í höndum ríkis-
stjórnarinnar heldur forseta Sam-
bandsráðsins að skipuleggja hátíð-
arhöldin og fer hún fram í sam-
bandslandi því sem teflir fram
forseta það árið. Nú vill svo til að á
tíu ára afmæli sameiningarinnar er
gamall andstæðingur Kohls innan
CDU, Kurt Biedenkopf, forseti
Sambandsráðsins.
í nóvembermánuði sendi forsæt-
isráðherra Saxlands Kohl tveggja
blaðsíðna handskrifað bréf þar
sem kanslaranum fyrrverandi er
boðið sæti í fremstu röð en ekki að
stíga í pontu. Þar sem Biedenkopf
hefur í áraraðir verið einn harðasti
gagnrýnandi Kohls innan CDU
hefur eflaust læðst sá grunur að
einhverjum að Biedenkopf hafi úti-
lokað „kanslara sameiningarinnar"
frá ræðulistanum til að kvitta fyrir
gamlar deilur við Kohl.
Hvað sem því líður er ekkert at-
hugavert við ákvörðun Bieden-
kopfs þar sem að hún samræmist
skipulagi því sem hefur einkennt
hátíðina undanfarin ár. Tíðkast
hefur að annaðhvort tali kanslar-
inn, forsetinn eða forseti Sam-
bandsþingsins auk erlends þjóð-
höfðingja. Biedenkopf heldur í
þessa hefð; fyrstur á listanum er
Johannes Rau, forseti Þýska sam-
bandslýðveldisins, síðan Bieden-
kopf sjálfur sem fulltrúi sam-
bandslandanna og svo Jacques
Chirac Frakklandsforseti.
Auk þess ákvað Biedenkopf í
samráði við forseta Sambands-
þingsins að virða framlag Austur-
Þjóðverja og bjóða Lothar de Ma-
iziére sem var fyrsti og síðasti for-
sætisráðherra austurþýskrar rík-
isstjórnar sem valin var í frjálsum
kosningum.
Ekki ráðlagt að
Kohl haldi ræðu
Þegar Biedenkopf tók þá form-
legu ákvörðun í nóvember að Kohl
yrði ekki á ræðulistanum vakti það
litla athygli. Skömmu síðar kom
fjármálahneykslið upp á yfirborðið
og eftir það hefur margt breyst.
Lagabrot varpa skugga á „kansl-
ara sameiningarinnar" og nú þegar
styttast tekur í tíu ára afmælið
sPyrja menn sig hvort mögulegt sé
að aðskilja tvær staðreyndir, þ.e.
hið óumdeilda framlag Kohls til
sameiningar Þýskalands frá þeirri
staðreynd að hann hefur brotið lög
sem gilda um starfshætti stjórn-
málaflokka og skaðað þannig þýsk
stjórnmál, flokk sinn og eigið
mannorð. í nóvember leit Bieden-
kopf á ákvörðun sína sem formlega
ákvörðun í samræmi við hefð og
eftir atburði undanfarinna mánuða
hefur skoðun Biedenkopfs ekki
breyst þótt rökin séu nú önnur.
Hann lítur svo á að það sé Kohl
sjálfum í hag að vera ekki á ræðu-
listanum 3. október. í stað þess að
eiga það á hættu að verða á ný fyr-
ir gagnrýni ætti kanslarinn fyrr-
verandi frekar að sitja í fremstu
Helmut Kohl og Hannelore, eiginkona hans, veifa til mannfjöldans er safnast hafði saman fyrir utan þinghúsið í
Berlín til að fagna sameiningu Þýskalands þann 3. nóvember 1990. Kohl verður hins vegar ekki viðstaddur er
haldið verður upp á að tíu ár séu liðin frá þessum atburði.
Kanslarí sameining-
arínnar fjarstaddur
á sameiningarhátíð
Helmut Kohl verður ekki viðstaddur hátíð-
arhöld í Dresden í nóvember í tilefni af því
að tíu ár eru liðin frá sameiningu Þýska-
lands. Davíð Kristinsson í Berlín rekur
aðdraganda málsins.
röð og hlusta á aðra lofa framlag
hans til sameiningar Þýskalands.
Biedenkopf hefur eflaust rétt
fyrir sér og væntanlega er Kohl
sömu skoðunar enda hefur hann
ekki farið fram á að fá að stíga í
pontu.
Þar sem að rannsókn fjármála-
hneykslisins er langt frá því að
vera lokið er ekki hægt að útiloka
að óþægilegar upplýsingar líti
dagsins ljós skömmu fyrir 3. októ-
ber. Ekki er óh'klegt að pólitískir
andstæðingar Kohls verði óvenju
iðnir við rannsókn fjármála-
hneykslisins vikurnar áður en
hylla á kanslara sameiningarinnar.
Fyrr í þessum mánuði sendi
Uwe Lúthje, fyrrverandi fjármála-
ráðgjafi Kohls, rannsóknarnefnd
Sambandsþingsins skriflega til-
kynningu þar sem hann heldur því
fram að Kohl hafi eigi síðar en
1976 vitað að flokkurinn sniðgengi
lög um starfshætti stjórnmála-
flokka með notkun leynireikninga í
Sviss. Líklegt er að þessar óþægi-
legu upplýsingar hafi ýtt undir þá
ákvörðun Kohls að afþakka boð um
að vera viðstaddur hátíðarhöldin í
Dresden 3. október.
I bréfi því sem Kohl sendi
Biedenkopf í upphafi vikunnar er
ákvörðunin þó rökstudd með öðr-
um hætti. Hann segir að í ljósi
hlýrra tilfinninga sinna til þessa
dags hafi hann ákveðið að afþakka
boðið til að ýta undir að haldið
verði upp á afmælið án pólitískra
átaka. Hann segir að atburðurinn
sjálfur fremur en einstakar per-
sónur eigi að vera miðpunktur há-
tíðarhaldanna.
„Ég vildi sameiningu
Þýskalands“
Ekki finnst þó öllum hógværð
kanslarans fyrrverandi sannfær-
andi. Þegar fjármálahneykslið stóð
sem hæst lýsti de Maiziére hugs-
unarhætti Kohls með eftirfarandi
hætti: „Ég, Helmut Kohl, er CDU
og CDU er ríkisstjórnin. Því er
Helmut Kohl Þýska sambandslýð-
veldið." De Maiziére er þeirrar
skoðunar að sagnaritarar hafi gert
Kohl að óþarflega miklum
miðpunkti sameiningarinnar á
kostnað einstaklinga á borð við
Wolfgang Scháuble (CDU) sem
var innanríkisráðherra á þeim
tíma og vafalaust einn af bygg-
ingameisturum sameiningarinnar.
De Maiziére er þannig að vísa til
ævisögu sem tveir þýskir blaða-
menn skrifuðu í samráði við Kohl
og ber titilinn „Ég vildi samein-
ingu Þýskalands". Við lestur bók-
arinnar segist de Maiziére nánast
hafi fengið það á tilfinninguna að
Kohl hafi sameinast sjálfum sér.
Hann segir sameininguna ekki hafi
orðið vegna þess að Kohl hafi vilj-
að hana heldur sökum þess að hún
hafi verið á dagskrá sögunnar.
Aðrir benda á að þótt Kohl hafi
ekki verið fyrstur til að sjá hvert
stefndi eftir fall múrsins hafi hann
þó verið fljótur til aðgerða.
Hvað sem því líður er víst að
margir líta svo á að einungis sú
sameiningarhátíð standi undir
nafni þar sem Kohl er viðstaddur.
Án Kohls muni uppákoma þessi
einkennast af vangaveltum um það
hvers vegna kanslarinn fyrrver-
andi sé ekki viðstaddur. Forsætis-
ráðherra Thúringen, Bernhard
Vogel (CDU), sagðist harma
ákvörðun Kohls og sagði að hátíð-
arhöldin yrðu ekki þau sömu án
hans.
Ákvörðun Kohls féll eftir viku-