Morgunblaðið - 20.08.2000, Page 24
24 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MGHflíÓ®
Puerto Vallarta
Staður sem slær í gegn
Verðdæmi: 20. nóv. í 15 daga
76.233 kr.*
á mann m.v. hjón með 2 börn 2ja-llára
á Punta Arena.
*lnnifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá
flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og
fiugvallarskattar.
Kanarf
Vinsœlasti vetrardvalarstaður
sólþyrstra íslendinga
Verðdæmi 61.250 kr*
M.v. 2 fulloróna 6. des f 14 daga á Las Camelias
•Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting,
ferðir til og frá flugvclli erlendis
og fslensk fararstjórn
Miami
Fyrstu 200 sætin á
46.900 kr *
Frábærir ferðamöguleikar:
• Miami Beach
• South Beach
• Skemmtisíglingar
• Karabfska hafið, t.d. Dómenfska
lýðveldið, Cancun.
• Föst aukagjöld:
Fullorðnir 5.385 kr. börn 4.700 kr.
Frábærar skfðaferðir f beinu
leiguflugi til Verona.
Við bjóðum aðeins það besta.
• ítalia
• Austurríki
• Bandarfldn
Kynntu þér
nettilboðin d
www.urvalutsyn.is
URVAL UTSYN
Lágmúla 4: sími 585 4000, grænt númer: 800 630ð,
Kringlan: slmi 585 4070, Kópavogi: sfmi 585 4100,
Keflavík: sími 585 4250, Akureyri: sími 585 4200,
Selfoss: sfmi 482 1666
- og hjá umboðsmönnum um land allt.
www.urvalutsyn.is
Moskva er borg
andstæðnanna
mennra borgara. Átökin áttu sér
stað víðs vegar um Moskvu og voru
hrein og klár borgarastyrjöld. Þarna
var ég næstum því drepinn oftar en
einu sinni við þessa fréttaöflun, á
hlaupum undir vélbyssuhríðinni eða
fékk að kenna á kylfum eða stígvél-
um óeirðarlögreglunnar OMON.
Þetta lýsir mjög vel þeirri yfir-
borðslegu meðhöndlun sem er á
fréttum frá Rússlandi og þeir sem
þykjast vera miklir sovétfræðingar
tala oft af algerri vanþekkingu.“
Ástandið
íTsjetsjníu
Talandi um fréttir frá Rússlandi,
þá hlýtur ástandið í Tsjetsjníu að
vera það sem hæst ber þessa dag-
ana. Hvemig stendur á því að ekki er
hægt að finna lausn á deilunum þar?
„Rússland samanstendur af 89
sambandseiningum sem eru sýslur,
héruð og borgir í landinu. Þeirra á
meðal er Tsjetsjnía, sem tilheyrir
N orður-Kákasussvæðinu.
Átökin sem eiga sér stað í Tsje-
tsjníu eru sambærileg við það þegar
suðurríkin í Bandaríkjunum fóru í
stríð við norðurríkin og ætluðu að
fara út úr sambandi Bandaríkja
Norður-Ameríku á seinni hluta 19.
aldar. Þá sendi forseti Bandaríkj-
anna herinn á vettvang til að berja
niður aðskilnaðarsinna í suðri og ein
af fáum borgum Bandaríkjanna sem
skemmst hefur í stríði, Atlanta, höf-
uðborg Georgíu, var meira og minna
lögð í rúst í þeirri styrjöld. Tsje-
tsjníudeilan í dag er líka sambæriieg
þeirri borgarastyrjöld að því leyti að
í suðurríkjunum voru þrælahaldar-
ar, því í Tsjetsjníu var þrælahald ein
aðalatvinnugreinin og rússneskir
gíslar gengu kaupum og sölu sem
vinnudýr.
Þjóðskipulagið í Tsjetsjníu er eins
og hér á Sturlungaöld. Það saman-
stendur af ættarhöfðingjum sem eru
í stöðugum innbyrðis átökum. Um
áramótin 1994-95 fór rússneski her-
inn inn í Tsjetsjníu og barðist þar í
eitt og hálft ár, fram á mitt ár 1996
þegar Alexander Lebed gerði friðar-
samning við Maskhadov forseta
Tsjetsjníu um það að rússneski her-
inn hyrfi á brott, jafnvel þótt hann
hefði náð meirihluta landsins á sitt
vald. Rússneska hernum þótti þetta
súrt í broti og niðurlægjandi að
þurfa að hlýða þessu.
Eftir þessa samninga lögðu öfga-
múslimar alla Tsjetsjníu undir sig.
Landinu var stjórnað af ættarhöfð-
ingjum sem hafa einkaheri, stunda
vopnasölu, rán á olíu úr leiðslum sem
liggja í gegnum landið, mannrán og
þrælasölu, auk þess sem talið er að
fíkniefni frá Pakistan og Afganistan
fari þarna í gegn til Moskvu, þaðan
til Prag, Munchen, Berlínar, Kaup-
mannahafnar og Amsterdam.
Þetta er hinn svokallaði „Gullni
vegur.“ Tsjetsjenar njóta stuðnings
frá Talíbönum í Afganistan og leyni-
þjónustum Sádi-Arabíu, írans og
Tyrklands. Pútín og FSB - fyrrum
KGB - segja að CIA styrki Tsje-
tsjena líka og nefna sem dæmi að
Bandaríkjamenn hafi komið fótun-
um undir Osama Ben-Laden sem
barðist á móti Sovétríkjunum í
Afganistan en sprengdi síðar upp
sendiráð Bandaríkjanna í Nairobi í
Kenýa og Dar es Salaam í Tansaníu.
Að sögn Pútíns misstu Bandaríkja-
menn stjórn á Ben-Laden og hann
hóf heilagt stríð gegn Bandaríkjun-
um líka.
Reyndar er hér eins og alltaf um
hagsmunabaráttu að ræða, miklar
olíulindir hafa fundist í Kaspíahafi í
lögsögu Azerbædsjans. Þrjár leiðir
eru til að koma olíunni á markað á
Vesturlöndum: 1. Gegnum Suður-
Rússland til Novorossisk við Svarta-
haf; 2. Gegnum íran til Persaflóa; 3.
Gegnum Azerbædsjan og Grúsíu til
Dseikhan, sem er tyrknesk hafnar-
borg við Svartahaf (NATO-svæði).
Leið 3 var valin og um daginn skrif-
uðu forsetar Azerbædsjans, Grúsíu
og Tyrklands, Aliev, Shevardnadze
og Demirel, undir sanming þessa
efnis en einhverra hluta vegna sat
Vilhjálmur nokkur Clinton á milli
þeirra við undirskriftina, sennilega
mættur frá Washington.“
Markmiðið er stórt
öfgamúslimaríki
„Ben-Laden styður Tsjetsjena og
þeirra skæruliða eindregið gegn
Rússum og telur sig vera í „heilögu
stríði“ gegn trúleysingjum. Trúleys-
ingjar eru allir sem eru ekki heit-
trúaðir múslimar, þar á meðal
Bandaríkin, Rússland og öll Evrópa.
Þeir hörðustu sem ég hef rætt við
fara ekkert í launkofa með hvað
stendur til, ætlunin er að „frelsa ísl-
amska bræður“ undan oki trúleys-
ingja og stofna stórt öfgamúslima-
ríki sem á að ná frá Adríahafi (Bosn-
ía, Kosovo) gegnum Tyrkland og
Norður-Kákasus í gegnum Fergana-
dalinn (mið-Asíuríki fyrrv. Sovét-
ríkjanna) og yfir í Pamírfjöll þar sem
er Austur-Túrkestan eða Sin-Tzjan á
kínversku, sem er múslimaland inn-
an kínversku landamæranna. Þetta
er framtíðarmarkmið öfgamúslima
og þeir róa að því öllum árum.
Rússneski herinn er að reyna að
spoma gegn því að innan rússnesku
landamæranna komi upp svæði þar
sem öfgamúslimar ráða lögum og
lofum.
Shiriat-dómskerfið, sem er dóm-
stóll öfgamúslima, er virkt í Tsje-
tsjníu. Þar eru konur grýttar í hel
íyrir minnstu misgjörðir og menn
teknir af lífi án dóms og laga, hvort
sem er vegna ölvunar, fyrir að hafa
ekki virt lög og reglur eða að vera
taldir hafa haft Kóraninn að háði.
Tsjetsjenar hafa meira að segja sýnt
þessar aftökur í sjónvarpi - öðrum
til varnaðar. Mönnum er bara stillt
upp við vegg og þeir eru skotnir eða
hengdir í ljósastaur eða byggingar-
krana. Það þykir töff og hið besta
mál að standa fyrir opinberri aftöku
þarna. Dsjikhad eða heUagt stríð
telja múslimar að nú í augnablikinu
fari fram í eftirtöldum löndum: Afg-
anistan, Bosníu, Kosovo, Indónesíu,
Kasmír, Tsjetsníu, Austur-Túrk-
estan (í Vestur-Kína), Palestínu,
Burma, Filipseyjum, Súdan, Eritr-
eu, Líbanon og Tadsikistan.
Eftir að rússneski herinn yfirgaf
Tsjetsjníu um mitt ár 1996 blómstr-
aði óaldarástandið sem aldrei fyrr.
Ættarhöfðingjamir hugsuðu ekki
um neitt annað en að græða og auka
völd sín - á kostnað almennings.
HeUsugæsla var í molum, mennta-
kerfið sömuleiðis. Það var engin fé-
lagsleg þjónusta, engin uppbygging
- ekkert.
Ég var að þvælast þarna 1997 og
talaði við margt fólk. Tsjetsjenar eni
mjög gott fólk og gestrisið, það er að
segja hinn venjulegi borgari sem vill
lifa í sátt og samlyndi, kaupa sitt
brauð á morgnana og drekka sitt te.
Meirihluti almennings er andsnúinn
öfgamúslimum og vill fá að lifa og
starfa eins og á Sovéttímanum en
ekki snúa aftur tU grárrar forneskju.
Hins vegar eru Tsjetsjenar ákaf-
lega blóðheitir og vígreifir og þeir
sem stjóma leiknum em ættarhöfð-
ingjarnir. Blóðhefnd er enn í gildi
þar. Ef einhver gerír á hlut einhvers
manns verður elsti sonurinn að
hefna hans, jafnvel þótt maðurinn
hafi farist í bílslysi eða við aðstæður
sem annar staðar teljast eðlilegar.
Það eina sem til þarf er að fjölskyld-
an álíti að eitthvað hafi verið gert á
hennar hlut.
Þeir em líka stórir með sig og eru
alltaf með mikil mannalæti. Það
gengur allt út á það að allir beri
mikla virðingu fyrir þeim og séu
hræddir við þá. Þeir em í rauninni
herskáustu og grimmustu ættbálk-
arnir í Kákasus - og þeir vinna ekki.
Það þykir ekki flott að vinna í Tsje-
tsjníu. Þú verður helst að vera ræn-
ingi eða mafíósi. Þeim þyldr ekki
karlmannlegt að vinna og þess vegna
er það að allt sem hefur hmnið og
eyðilagst í Tsjetsníuátökunum er
bara hmnið og eyðilagt. Það er fyrir
neðan þeirra virðingu að vinna við að
lagfæra hlutina.“
Ekki raunhæft að tala um
„frelsisbaráttu" Tsjetsjníu
Sér ekkert fyrir endann á þessum
deilum?
„Það má að vissu leyti segja að
Tsjetsjma sé Norður-Irland fyrir
Rússa.
Það verða þama skærur næstu
áratugina. Þessir stríðsmenn em
ekkert á því að gefast upp og Pútín
og hans menn em ekkert á því að
gefa landið eftir úr sambandsríkinu,
ég veit það að fyrr segir Pútín af sér,
það er alveg klárt mál. Almenningur
vUl vera innan sambandsríkisins, fá
menntun, ellUífeyri, heilsugæslu,
ókeypis vatn, olíu, rafmagn og gas
frá Rússlandi vegna þess að ástandið
frá 1996 hefur verið þannig að þetta
hefur allt vantað. Skólabækur lentu í
eldinum þegar öfgamenn vom við
völd. Þessir menn hugsuðu ekkert
um hag fólksins. Þeir eiga villur,
flottustu og nýjustu japönsku jepp-
ana og em gríðarlega ríkir. Þeir efn-
ast á því að stela gasi og olíu úr
leiðslum þama í gegn auk vopna- og
eiturlyfjasölu. Rússneski herinn er
þama að takast á við óhemju öfluga
glæpamenn.
Það að tala um frelsisbaráttu
tsjetsjnísku þjóðarinnar á þessu
stigi er ekki raunhæft, vegna þess að
þá er verið að tala um frelsisbaráttu
ættarhöfðingjanna og öfgamúslim-
anna tU að leggja imdir sig landið.
En eins og ég sagði, þá em þeir líka í
innbyrðis átökum, það er gríðarleg
hagsmuna- og valdabarátta á milli
þeirra, svo landið er allt eins og púð-
urtunna.11
Hvers vegna fóm Rússar aftur inn
í landið í fyrra?
„Þegar Rússar fóm út úr landinu
1996 urðu Tsjetsjenar afar sigurviss-
ir og næstu þrjú árin eignuðust þeir
fjall af vopnum sem komu þangað
eftir ýmsum leiðum. Mikill fjöldi
hermanna hins „Heilaga stríðs“ kom
til Tsjetsjníu á þessum ámm, þar á
meðal Jórdaninn Hattab. Hann er
auðmannssonur frá Amman í Jórd-
aníu, afar trúaður og vígreifur ungur
maður, sumir kalla hann múslimsk-
an Che Guevara enda er hann ekki
ólíkur meistara Emesto í útliti, með
alpahúfuna og alskeggjaður. Besti
vinur hans er Tsjetsjeninn Basajev
sem er einna frægastur fyrir stærstu
gíslatöku sem sögur fara af. Hann
rændi fæðingarsjúkrahús með 500
manns, mest sængurkonur og ung-
böm, í borginni Budjonnovsk árið
1994 og í þeirri aðgerð dó fjöldi
kvenna og ungbama. Það sýnir nú
manndóminn.
Basajev ákvað að gefa Hattab vini
sínum frænku sína og allt héraðið
Dagestan í heimanmund. Dagestan
er land sem er fjómm sinnum stærra
en Tsjetsjnía og er múslimahérað
sem liggur að vestanverðu Kasp-
íahafi. Þeir réðust þar inn í ágúst
1999 með það fyrir augum að koma á
laggirnar stórmúslimalandi en rúss-
neski herinn brást strax við innrás-
inni. Pútín sendi hann á móti Tsjet-
sjenum og hann vann sigur eftir
mjög harða baráttu.
I kjölfarið sprengdu Tsjetsjenar
háar blokkir í þremur borgum í
Rússlandi að nóttu til og drápu mörg
hundrað óbreytta í svefni, en þá fóm
Rússamir inn i Tsjetsjníu sjálfa með
herinn.“
Ekki stefnan að vinna
á ferðamönnum
Hvemig er staðan núna?
„Rússar hafa lagt undir sig norð-
urhémðin en skæruliðar hafa falið
sig til fjalla í suðurhluta héraðsins.
Það sér ekki fyrir endann á þessum
átökum en Pútín er ekkert á leiðinni
þaðan út.“
Hafa þessi átök eitthvað að segja
fyrir þá sem ferðast til Rússlands?
„Nei, þetta ógnar ekki öryggi
þeirra sem ferðast tii Rússlands.
Þetta er lokað svæði og engin dæmi
þess að ferðamenn hafi lent í vanda
vegna átakanna - enda er ekki
stefna Tsjetsjena að vinna á ferða-
mönnum. Þeir hafa bara áhuga á
herstöðvum eða hemaðarlega mikil-
vægum mannvirkjum, auk þess ráða
Rússar öllu þama núna og enginn
dæmi em um neitt vesen við Svarta-
hafið sem tilheyrir Krasnodar-sýslu
en þar er kommúnistinn Nikolai
Kontratenko við völd og kósakka-
sveitir hans halda uppi röð og reglu
ásamt lögreglunni.“