Morgunblaðið - 20.08.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 31
ing hefur umsjón með námskeiðun-
um og fær til sín gestakennara úr
leikhúss- og kvikmyndaheiminum.
Andrea segir að það sem hafi komið
sér á óvart sé hve mikil breidd er í
aldurshópnum sem sækir námskeið-
in, eða allt frá 12 ára aldri og upp í
fólk á sjötugsaldri, flestir séu þó á
aldrinum 25-40 ára.
„Margir koma til að auka sjálfsör-
yggi sitt en ekki endilega vegna þess
að þeir hafi áhuga á að koma fram í
auglýsingu eða kvikmynd.
Við erum líka með leiklistarnám-
skeið - workshop, sem stendur yfir
frá morgni til kvölds í fjóra daga.
Pá erum við með sérstakt nám-
skeið ætlað konum, þar sem þeim er
meðal annars kennd eigin förðun,
fataval og framkoma auk þess sem
rætt er á hreinskiptin hátt um kyn-
lífið. Við stöndum fyrir förðunar-
námskeiði sem snyrtivörufyrirtækið
Face hefur veg og vanda að. Loks er-
um við með framkomu og fyrirsætu-
námskeið.
Ánægjulegt að koma ungu
fólki á framfæri
I upphafi hafði ég ekki í hyggju að
vera með fyrirsætur á skrá hjá okk-
ur en svo gerðist það að auglýsinga-
stofurnar fóru að hafa samband við
okkur og spyrja hvort við værum
með fyrirsætur á skrá hjá okkur. Og
nú erum við með mjög efnilegar fyr-
irsætur af báðum kynjum hjá okkur.
Það byrjaði með því að fyrir ári
síðan sá ég hópmynd af þátttakend-
um í keppninni Herra Vesturland.
Þar kom ég auga á ungan mann, Sig-
þór Ægisson frá Olafsvík, sem ég sá
strax að gæti gert það gott sem fyr-
irsæta. Eg hafði fljótlega samband
við hann og bauðst til að koma hon-
um á framfæri. Ég sendi ljósmyndir
af honum til þekktrar fyrirsætu-
skrifstofu í Bretlandi sem heitir Sel-
ect. Hann fór utan skömmu síðar og
hefur síðan verið að vinna út um all-
an heim.
Mér finnst ánægjulegt að geta
komið ungu fólki eins og honum á
framfæri því fyrirsætustarfið er æv-
intýralegt. Ég legg líka áherslu á að
undirbúa fólkið undir starfið. Ég býð
því upp á ráðgjöf sem felst í hagnýt-
um upplýsingum um starfið eins og
hvernig á að haga sér í prufumynda-
tökum. Við bjóðum einnig upp á fjár-
málaráðgjöf, þ.e. hvernig viðkom-
andi getur fjárfest þá peninga sem
hann vinnur sér inn, sem geta verið
umtalsverðir ef vel gengur."
fhuga að opna skrifstofu í
samvinnu við Marbella
Film Factory
Þegar Casting ehf tók til starfa
byrjaði það starfsemi sína í einu litlu
herbergi að Skipholti 33 en er nú
komið í eitt hundrað og fimmtíu fer-
metra húsnæði á sama stað. í upp-
hafi starfaði Andrea ein hjá fyrir-
tækinu en nú eru starfsmenn þrír
auk lausafólks sem kemur til starfa
þegar mikið er að gera.
En hvernig hefur reksturinn
gengið?
„Hann hefur staðið undir sér frá
upphafi þrátt fyrir að við höfum fjár-
fest í tækjum og stækkað við okkur
húsnæði, “ segir Andrea.
Aðspurð um helstu vandamálin
sem koma upp segir Andrea þau
vera að fólk þurfi að taka sér frí frá
sínum föstu störfum til að taka þátt í
verkefnum. Erlendir viðskiptavinir
eiga oft erfitt með að skilja það, þar
sem þeir vilja stundum fá fólk með
mjög stuttum fyrirvara. „Það er líka
tilhneiging hjá sumum að vera með
allt á síðustu stundu sem getur kom-
ið sér illa ef vanda á valið á fólkinu."
Er einhver samkeppni á þessu
sviði fyrir utan fyrh-sætuskrifstof-
urnar?
„Já, samkeppnin kemur einkum
frá fólki sem er í þessu starfi í lausa-
mennsku. Öll samkeppni er þó af
hinu góða og heldur manni við efn-
ið.“ Andrea segir að fyrirtækið sé
með ýmsar fyrirætlanir á prjónun-
um til að bæta þjónustu við við-
skiptavinina. Stefna þau að þvi að
koma myndum af öllu sínu fólki á
Netið og koma upp fullkomnu leitar-
forriti í því skyni. „Við höfum einnig
tekið það til alvarlegrar athugunar
að opna skrifstofu erlendis í sam-
starfi við Marbella Film Factory
sem er að hluta til í eigu Saga Film.
Þeim sem standa að fyrirtækinu
finnst vanta þessa þjónustu þar.
Okkur hefur gengið vel hér heima og
hvers vegna þá ekki að nýta þá
reynslu og þekkingu á erlendum
vettvangi?"
Sumarstemmning í
Mallorca
Sól, skemmtun og verslun.
Verðdæmi 4. október:
35.675.
Innifalið: Flug, gisting í 1 viku á Pil Lari Playa,
ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir
flugvallarskattar. M.v. að 2 fullorðnir og 2 börn
2ja-11 ára ferðistsaman.
Portúgal
í sól og sumaryl.
Verðdæmi 5. september:
33.020.
Innifalið: Flug, gisting á Garden Choro í 1 viku,
ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir
flugvallarskattar. M.v. að 2 fullorðnir og 2 börn
2ja-11 ára ferðistsaman.
Krít
Sumar og sól
Verðdæmi, 1 vika í september:
46.413.
Innifalið: Flug, gisting í 1 viku á Dolphin
ferðirtil og frá flugvelli erlendis og allir
flugvallarskattar. M.v. að 2 fullorðnir og 2 börn
2ja-11 ára ferðistsaman.
Glasgow
Fróðleikur, verslum og skemmtun.
Verðdæmi 27. október:
34.325.
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur í tveggja manna
herbergi, morgunverður og flugvallarskattar.
(D ® E
Umbodkmerr Pliisferda um allt land 1 ísafjörður • S: 456 5111 Höfn^S: 4781000 Vestmannaeyjar • S: 481 1450
Borgames • S: 437 1040 Sauðárkrókur • S: 453 6262/896 8477 Egllsstaðir • S: 471 2000 Kefíavík* S: 421 1353
DalvíleS: 466 1405 Akureyri • S: 462 5000 Selfoss • S: 482 1666 Grindavík • S: 426 8060
Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogur
Simi 535 2100 • Fax 535 2110 »Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is
FERÐIR
m
Verðdœmi:
Geqnheitar útiftísar frá kr. 990.
Afoangar frá kr. 600.- m2
75% afsláttur
af öttum
hrein tœ tistcekjum
FHtteppi frá2
kr. 225.- w
AIFABORG ?
Knarrarvogi 4 • S. 568 6755