Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 33 iEYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 19. ágúst Morgunblaðið/RAX Frá Ljósafossi. ði V:- ,1 9j£ *j3 svo mörgum útlendingum sem raun ber vitni, áfalla- og slysalaust. Það er brýnt verkefni að aga ökumenn hér á landi, kenna þeim og inn- ræta umferðarmenningu en skortur á henni er undirrót hraðaksturs og tillitsleysis. ■■■■■■■■■ SÚ FULLYRÐING Orka 02" Uin- gæti vel staðizt að ekk- , & ert fyrirtæki í landinu hverfísvernd kynni sig með jafngóðum og upplýsandi ritum og Landsvirkjun en þessi rit eða bæklingar liggja frammi þar sem fyrir- tækið hefur starfsemi og er þar geysimikinn fróðleik að finna. Einn bæklingurinn fjallar t.a.m. um umhverfi okkar og er þar lögð áherzla á að vatnsafl er sólarorka og sýnt fram á að raf- orka er hentugasta orkan og að sjálfsögðu end- urnýjanleg vegna hringrásar vatnsins, eða sjálf- bær eins og sagt er, og á það að sjálfsögðu bæði við vatnsafl og jarðhita en hvorki kjarnorku, kol, olíu né jarðgas. Þannig eru gróðurhúsaáhrif af vatnsafls- eða jarðhitaorku lítil sem engin og er það eins og nú háttar mikilvægast vegna þess hvert stefnir í þeim efnum. Að vísu er nokkur sjónmengun af rafmagnsmöstrum og nauðsyn- legt að hafa vaðið fyrir neðan sig svo viðkvæmt sem umhverfið er. Það er þá ekki síður mikil- vægt að velja rétta staði undir lón og orkuver og hefur það tekizt vonum framar hingað til. I því kynningarriti sem nefnt var er um þessi mál fjallað af viti og varkárni og af þeim sökum ekki sízt er þess að vænta að jafn-vel verði staðið að þeim framkvæmdum sem eru í undirbúningi og áður hefur tíðkazt, hvort sem þær verða á Sprengisandsleið - og þá á slóðum heiðargæsar- innar í Þjórsárverum - eða á Austurlandi þar sem við hljótum óhjákvæmilega að vinna að því að verndaður verði sá mikilfenglegi þjóðgarður sem allii' virðast sammála um að þar eigi heima, hvort sem um er að ræða náttúruverndar- eða virkjanamenn eins og þessar fylkingar hafa ver- ið nefndar. mmmmmmmm í tengslum við aiit Orka off list Þetta má nefna tíá ný- stárlegu og uppbyggi- legu starfsemi sem Landsvirkjun hefur efnt til að ósk og frumkvæði Félags íslenskra mynd- listarmanna og er þá átt við listsýningar við Laxárvirkjun og Ljósafoss. Þær eru án efa upp- örvandi nýjung eins og þeir hafa áreiðanlega sannfærzt um sem þangað hafa komið í sumar. I tengslum við þessar sýningar er það ekki sízt mikilvægt að nú gefst almenningi kostur á að skoða innviði þessara virkjana því að heimilt er að fara um berggangana við Laxárvirkjun en þeir eru svo vel gerðir að telja má til listrænnar sköpunar enda eiga þeir rætur í hugviti manns- ins og þrá hans eftir hagnýtum tengslum við náttúruna og umhverfið. Mannvirkin við Ljósa- foss eru með öðrum hætti og mætti kannski segja að þar sé vélasalurinn ekki minnsta lista- verkið á sömu forsendum og nú var nefnt. Þessi mannvirki eru einhvers konar leikur við berg og fossa, leikur hugans að umhverfi, leit mannsins að sjálfum sér og hlutverki sínu í þessu sama umhverfi. Hann er ekki utan við það heldur partur af því. Og því betur sem nútímatækni og hugvit mannsins fellur að náttúru og umhverfi, því reisulegra minnismerki um getu mannsins, þrá hans og viðhorf. Allt er þetta í samræmi við hugmyndir þess myndlistarmanns íslenzks sem einna helzt hefur opnað augu okkar fyrir þessu samsgili vísinda og listar, Ásmundar Sveinssonar. í Ásmundar- kveri er ekki sízt um þetta fjallað, en áður en að því er vikið er ástæða til að fagna mjög góðri og ítarlegri sýningarskrá Landsvirkjunar og Fé- lags íslenskra myndlistarmanna en hún er ekki sízt til þess fallin að vekja athygli á þessu sér- stæða framtaki og varðveita þau heillavænlegu áhrif og þá óvenjulegu reynslu sem fylgir heim- sókn í þetta stórkostlega - og nú einnig listræna - umhverfi. I Bókinni um Ásmund kemst listamaðurinn m.a. svo að orði: „Ég segi stundum við nemend- ur mína: Iþróttamaðurinn hleypur og nær marki, listamaðurinn nær aldrei marki - því það fer hraðar en hann sjálfur. Það opnast sífellt nýjar víðáttur. Nútímalistin gefur mönnum ein- mitt tækifæri til að horfa inn í þessar víðáttur - og endurnýja sköpunarmátt sinn. Áður héldu listamenn sig við bundna fyrirmynd, nú er listin orðin alheimslegri í eðli sínu. Það er ekkert und- arlegt ef við höfum í huga vísindi nútímans og hugarfar manna nú á tímum. Allt hefur víkkað. Allt hefur losnað úr læðingi. Og svo er það tæknin. Hún verður alltaf til. Ef hún á að verða eilífur þáttur í heimsmynd okkar verður hún að sameinast listinni." Þarna er tónninn sleginn. Eitt verka Ásmund- ar heitir Raforkan, það var engin tilviljun. Þegar kom að því að skoða vélahúsið var áhugi þeirra svo mikill að þeir gleyptu í sig mynd- band með fyrri eld- gosum og skoðuðu vélar og annan út- búnað af eftír- minnilegum áhuga. Þarna var fólk á öll- um aldi’i, karlar og konur, og augljóst að allt var það nýja- brum, sem fyrir augu bar, hinar mestu kræsingar, ef marka má áhugann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.