Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 37 FRETTIR Orri Vésteinsson með kirkjurústirnar í baksýn. Timburkirkja og rfkmann- legur skáli Inni í uppgreftinum af skálanum. AÐ HOFSSTÖÐUM í Mývatnssveit hefur staðið yfir fornleifauppgröftur síðustu sumur. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þar er grafið en fyrsti uppgröfturinn fór þar fram árið 1908. Þá var það Daninn Daniel Bruun sem stjórnaði uppgreftri og setti fram kenningar um helgihald á Víkingaöld í kjölfarið. Síðan þá hafa hugmyndir manna, kenningar og að- ferðir í fornleifafræði tekið miklum breytingum og menn hafa ekki verið á eitt sáttir um kenningar Bruun. Síðastliðin sumur hefur alþjóðlegur hópur grafið að Hofsstöðum og fundið fjölmargar byggingar, s.s. 40 metra langan skála og timburkirkju frá miðöldum. Morgunblaðið hitti Orra Vésteinsson, einn af umsjónar- mönnum verkefnisins, og spjallaði við hann um uppgröftinn og það sem hann hefur leitt í ljós. Mikil áhrif „Uppgröftur hófst hér árið 1908 en þá stjórnaði uppgreftri hér Daní- el Bruun og einnig kom að verkefn- inu Finnur Jónsson handritafræð- ingur. Hann hafði þá skoðað lýsingar á hofum í gömlum hand- ritum og Bruun er sá fyrsti til að gera kerfisbunda rannsókn hvar kunni að hafa verið hof, út frá hand- ritum og örnefnum. Til að gera langa sögu stutta afskrifa þeir alla staðina nema hér á Hofsstöðum og hefja hér uppgröft. Það var í raun fyrsti vísindalegi uppgröfturinn hér á landi,“ sagði Orri. Hann segir að Bruun hafi grafið upp þennan sama skála og þeir grafi upp núna. „Hann setti fram þá kenningu að þetta væri hof og fremst í því var grjóthleðsla sem hann taldi vera goðastúku. Kenningar Bruun höfðu mikil áhrif og fóru inn í allar kennslubækur í fornleifafræði og sagnfræði sem dæmigerð hof frá Víkingaöld. Næstu áratugi á eftir var mikið grafið hér á íslandi og kom þá í ljós að hofið hér á Hofsstöðum var lítt frábrugðið íbúðarhúsum sem fund- ust í öðrum uppgröftum. Það sem meira er, Bruun og félagar fundu af- ar lítið af gripum sem tengdust helgihaldi,“ sagði Orri. Nýjar kenningar Upp úr þessu segir Orri að borið hafi á vaxandi gagnrýni á kenningar Bruun. Annar Dani að nafni Olaf Olsen setur fram þá kenningu upp úr 1960 að engin sérstök hof hafi verið til, heldur fremur hofbæir. Ríkir bændur með stóra skála hafi þá haldið blótveislur á sínum bæj- um. Það styður þá kenningu að trúin I.F.IÐRRTT Röng síða Vegna mistaka við vinnslu blaðsins í gær birtust rangar upplýsingar á peningamarkaðssíðu blaðsins. Birtar voru vikugamlar upplýsingar. Á síð- unni hér til vinstri getur að líta rétt- ar upplýsingar. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Séð yfir fornleifauppgröftinn á Hofsstöðum. hafi þá verið meira tengd pólítík en einskæru helgihaldi. Olsen kom svo að Hofsstöðum og gróf hér árið 1965. Sannfærðist hann þá um kenn- ingar sínar og segir Orri þær njóta almennrar hylli enn þann dag í dag. Það var síðan haustið 1991 sem Adolf Friðriksson og Oiri Vésteins- son skoðuðu hugsanlega hofstaði og staðnæmdust hér við Hofsstaði í Mývatnssveit sem Bruun hafði gert forðum. Árið eftir grófu þeir skurð þvert yfir skálann til rannsóknar og til þess að timsetja hann. „Skálinn er frá 10. eða 11. öld því að við fund- um gjóskulög eftir gos bæði 1104 og 1158 og ljóst er að þá var töluverður tími síðan að byggt var,“ sagði Orri. Uppgröftur hófst síðan af fullum krafti sumarið 1995. Einangrun úr torfi Þetta er viðamikið verkefni og að því kemur fjöldi sérfræðinga, nem- enda í fornleifafræði víðs vegar að úr heiminum, auk leiðbeinenda. Orri segir að á þessum árum hafi margt komið í Ijós. „Þrátt fyrir að ekki allt standist sem Bruun gerði eru t.d. teikningarnar sem hann gerði af staðnum mjög nákvæmar. Það er ljóst að þessi skáli sem hér stóð var afar stór eða um 40 metrar. Það er eiginlega tvennt sem kemur á óvart hér. í fyrsta lagi virðast elstu húsin hafa verið timburhús, fundist hafa hér stoðarholur fyrir timbur. f öðru lagi eru torfveggir fremur þunnir og ræfilslegir og virðist sem torfið hafi fyrst og fremst nýst til einangrunar á milli timburveggja. Eins og oft í fornleifarannsóknum eru sorphaugar mikilvæg rannsókn- arauðlind því þar má oft finna dæmi um fæðuval og skepnuhald forfeðra okkar. Við höfum fundið hér heil- mikið af dýrabeinum og erum að endurgera hugmyndir um efnahag þessa fólks. Hér virðist fólk hafa haldið hinn venjubundna búpening, þ.e. nautgripi og sauðfé en einnig svín og geitur. Eftir því sem árin líða virðist geitunum og svínunum fækka en fé og nautpeningi fjölgar, sem er þá kannski í samræmi við eyðingu skóga,“ sagði Orri. En fólk- ið virðist einnig hafa veitt sér tölu- vert til matar því Orri segir að í öskuhaugnum hafi fundist töluvert af rjúpnabeinum, beinum af sjófugl- um, silungsbein og svo einnig þorsk- og ýsubein. Það sem einnig hefur vakið at- hygli fornleifafræðinganna er að þarna finnast mörg byggingastig og virðist fólkið alltaf hafa verið að breyta húsunum, s.s færa til dyr og glugga eða breyta íbúðarhúsum í hlöður. „Hér hefur allt verið mjög stórt í sniðum, það er alveg ljóst. Samhliða þessum uppgreftri höfum við einnig grafið í Sveigakoti við Grænavatn og þar er allt minna í sniðum. Hægt verður því að bera saman mismunandi aðbúnað fólks.“ Heillegar beinagrindur Á Hofsstöðum hefur einnig verið staðið að uppgreftri kirkju sem þar stóð fyrr á öldum. Orri segir margt merkilegt koma þar í ljós. „Þetta hefur verið lítil timburkirkja frá 12. öld. Við sjáum engin ummerki um hlaðna torfveggi þannig að hún virð- ist hafa verið öll úr timbri en ekki er vitað um aðrar timburkirkju frá þessum tíma. I kirkjugarðinum höf- um við grafið upp nokkrar grafir og fundið beinagrindur í mjög góðu ásigkomulagi. Þær eiga eftir að nýt- ast vel í rannsóknum á sjúkdómum fólks á þessum tíma,“ sagði Orri. Orri segir að stefnt sé að því að ganga svo frá að uppgreftri loknum að hægt verði að sýna almenningi svæðið. Hann segir þó að enn séu nokkur ár í að það verði að veru- leika. Grjóthólsi 1 Sími 575 1230 uuujuu.bilaland.is 2 fyrir 1 til Benidorm 6. september frá kr. 18.800 Nú bjóðum við einstakt tækifæri á síðustu sætunum í sól- ina þann 6. september til vinsælasta áfangastaðar við Mið- jarðarhafið, Benidorm. Þú bókar 2 sæti en borgar bara 1 og kemst í viku í sólina á verði sem hefúr aldrei sést fyrr. Að auki getur þú valið um fjölda gististaða hjá Heims- ferðum á góðu verði og að sjálfsögðu nýtur þú þjón- ustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 18.800 Verð p.mann, m.v. 37.600/2 - 18.800.- Flugvallarskattar kr. 2.490.-, ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvclli kr. 1.600.- HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð sími 595 1000, www.heimsferdir.is Ert þú með smá appelsínuhúð eða kannski bara mikla? Er húð þín sIöpp eftir meqrun eða meðqönqu? Ef eitthvað af þessu á við þig þá er SILHOUETTE ALLTAF LAUSNIN! Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland ...ferskir vindar í umhirðu húðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.