Morgunblaðið - 20.08.2000, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 20. ÁGIJST 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær eiginkona mín,
JÓNÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Klængshóli í Skíðadal,
sem andaðist þriðjudaginn 15. ágúst sl.,
verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju miðviku-
daginn 23. ágúst kl. 13.30.
Jarðsett verður í Vallakirkjugarði.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hermann Aðalsteinsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa, langafa og bróður,
SIGURGEIRS ÓLAFSSONAR VÍDÓ,
Boðaslóð 26,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir sendum við Sjálfstæðis-
félögunum í Vestmanneyjum og Hafnarstjóm
fyrir hlýhug og aðstoð, Reykjalundi og Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja þakkir fyrir frábæra umönnun í veikindum hans.
Guð blessi ykkur.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla Eiríksdóttir.
t
Þökkum sýndan hlýhug og virðingu við and-
lát og útför móður okkar,
ÖNNU ÞORBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Skúlagötu 20.
Jón B. Stefánsson, Guðrún Sveinsdóttir,
Kristján Stefánsson, Steinunn Margrét Lárusdóttir,
Þorgrímur Stefánsson, Greta Sigurjónsdóttir,
Páll Stefánsson, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Anna Ósvaldsdóttir,
bamaböm og barnabarnabörn.
t
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
elskulegs föður okkar, sonar, bróður og
mágs,
HAFÞÓRS TORFASONAR,
Hólabraut 7,
Keflavik.
Samúð ykkar veitir okkur öllum styrk.
Guð geymi ykkur.
Fyrir hönd aðstandenda,
Torfi Agnars Jónsson, Jósebína Gunnlaugsdóttir.
rfisdrykkjur í Veislusalnum
Sóltúni 3, Akógeshúsinu,
fyrir allt ab300 manns.
Ol
EINNIC LÉTTUR IIADECISMATUR
ÍRTIJ A EF
MEOKAFFI OG TERTIJ A EFTIR - SAMA VERD
. S*oiii
ffíst
° netinu,
Glœsilegar veitingar frá Veislunni
Austurströnd 12 • I70 Sehjomomes • Sími: 561 2031 * Fax: 561 2008
VEISLAN
VEITINGAELDHUS
www.veislan.is . _
------------Og
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
með þjónustu allan
^ V sólarhringinn.
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
GUÐRUN
PÁLSDÓTTIR
+ Guðrún Pálína
Pálsdóttir söng-
kennari fæddist á 01-
afsfirði 15. nóvember
1909. Hún lézt á
heimili sínu, Löngu-
hlíð 3 í Reykjavík, 11.
ágúst sfðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Páll Bergsson
útgerðarmaður á Ól-
afsfírði og í Hrísey, f.
11. febr. 1871, og
kona hans Svanhild-
ur Jörundsdóttir, f.
22. ágúst 1877.
Systkini Guðrúnar:
Svavar, f. 6.4.1898, d. 8.6.1920;
Eva, f. 11.9.1899, d. 14.7.1941;
Hreinn, f. 6.6.1901, d. 28.12.1976;
Pálína, f. 11.12.1902, d. 1905; Gest-
ur, f. 24.9.1904, d. 27.3.1969;
Bjami, f. 27.7.1906, d. 17.2.1967;
sveinbarn, f. 1908, d. s. ár; Gunnar,
f. 28.12.1911, d. 13.11.1976; Jör-
undur, f. 20.12.1913, d. 6.9.1993;
Margrét, f. 3.8.1915, d. 19.9.1960;
Fréttin um lát Rúnu frænku kom
ekki á óvart - og þó - kemur dauðinn
ekki alltaf að óvörum? 90 ár er hár
aldur, en fáum er það gefið, að vera
svo vel á sig komin, geta fylgst af lif-
andi áhuga með umhverfinu og öllu
sem er að gerast í þjóðfélaginu, eins
og Rúna gerði.
Allt okkar líf var Rúna eitt af stóru
akkerunum í okkar fjölskyldu - alltaf
fylgdist hún af brennandi áhuga með
öllu sem við vorum að taka okkur fyr-
ir hendur. Og þetta gilti fyrir öll
systkinabömin, sem er geysistór
hópur í dag. Föðurfjölskylda okkar er
stór - systkinin voru þrettán, uppalin
á stóru heimili í byrjun aldarinnar
þar sem verslun, útgerð og búskapur
var stundaður og allir höfðu sitt hlut-
verk. A þessum tíma virtist dags-
verkum kvenna aldrei lokið. Þegar
komið var heim frá útiverkum hvíldu
karlar sig en konur drógu skó af
bræðrum og mönnum heimilisins og
tóku til við innistörfin. Mikið var unn-
ið í fiski, í bleytu og kulda. Og þegar
senda átti unga fólkið til mennta þá
voru það eingöngu synimir sem fóru,
það var ekki sjálfsagt að konur
gengju menntaveginn en seinna kost-
aði Rúna sína menntun sjálf. Þetta
var sá jarðvegur sem mótaði Rúnu og
konur af hennar kynslóð. Og er nú
hún að kveðja, síðust af systkinunum
þrettán. Það er eins og að loka stórri
bók - og geta aldrei opnað hana aftur.
Rúna fylgdist vel með gangi mála
fram á síðustu stundu og gaman var
að ræða við hana um þau. Hún hafði
lifandi áhuga og ákveðnar skoðanir á
fjölmörgum málefnum, erlendum
sem innlendum og ekki síst mikinn
áhuga á ölium nýjum bókum sem út
komu. Þessar bækur las hún margar
og var gaman að ræða um þær við
hana. Rúna hefur alltaf átt stóran
þátt í lífi okkar systkinanna á Akur-
eyri. Það fylgdi hverri sumarkomu að
hún kæmi norður með fjölskyldu sína
á leið austur í Höfða í Mývatnssveit
þar sem hún dvaldi með sínu fólki á
sumrin I mörgu var að snúast við
undirbúning sumardvalarinnar og
mikið þurfti að kaupa inn. Oft fengum
við systkinin að fara með austur í
Höfða og eigum við þaðan margar
ljúfar minningar. Seinna fórum við
með fjölskyldur okkar í Höfða og enn
var safnað í sarp góðra minninga.
Móttökur alltaf jaln hlýlegar og um-
hyggjusemin í fyrirrúmi fyrir okkar
fólki. I ferðum okkar til Reykjavíkur
vorum við alltaf velkomin í Bólstaðar-
hlíðina - til lengri eða skemmri dval-
ar. Aldrei bar nokkum skugga á sam-
skipti okkar norðanki’akkana við
Rúnu frænku og munum við alltaf
minnast og sakna hennar hlýlegu og
notalegu nærveru.
Rúna var okkur ómetanlegur
stuðningur þegar erfiðleikar voru í
okkar fjölskyldu við lát foreldra okk-
ar og bróður. Þá studdi hún okkur og
huggaði, þótt hún ætti líka oft um
sárt að binda. Það hefur ekki verið
auðvelt að sjá á eftir eiginmanni,
einkadóttur og systkinum sínum einu
af öðru. Fyrir utan að fylgjast með
Bergur, f. 13.9.1917,
d.14.11.1991; Svavar,
f. 23.9.1919, d.
14.2.1978.
Guðrún Pálsdóttir
giftist 15. sept. 1934
Héðni Valdimarssyni
alþingismanni, fram-
kvæmdastjóra Olíu-
verzlunar íslands og
formanni verka-
mannafélagsins Dags-
brúnar, f. 26.5.1892,
d.12.9.1948. Barn
þeirra: Bríet, f.
14.10.1935, d.
26.10.1996.
Fyrri maður Bríetar: Sigurður
Öm Steingrímsson, f. 14.11.1932.
þau slitu samvistir. Böm þeirra: 1)
Laufey, f. 10.5.1955, maki Þor-
steinn frá Hamri, f. 15.3.1938, bam
þeirra: Guðrún, f. 2.3.1994. 2) Guð-
rún Theodóra, f. 24.12.1959, maki 1:
Brendan Casey, bam þeirra: Esther
Talia Casey, f. 25.11.1977; maki 2:
Szymon Kuran, f. 16.12.1955, börn
öllum systkinum sínum og bömum
þeirra, var það dóttir hennar Bríet
Héðinsdóttir, dætur hennar þrjár
sem stóðu Rúnu næst. Laufey, Guð-
rún Theódóra og Steinunn Ólína, sem
þegar hafa misst móður sína, eiga nú
um sárt að binda og vottum við þeim
okkar innilegustu samúð. Undir lokin
var Rúna orðin þreytt eftir langt og
viðburðaríkt líf. Hún hefur nú fengið
þá hvfld sem hún þráði, en við hin
þökkum fyrir allt sem hún gaf okkur
og söknum hennar mikið. Hvfldu í
í'riði, elsku Rúna.
Guðný, Þórunn, Guðrún
og Bergur Bergsböm
og fjölskyldur.
Rúna frænka er látin í hárri elli.
Við sem nutum samvista við hana
kveðjum hana með þökkum fyrir allt
sem hún hefur kennt okkur.
Þær systur, Rúna frænka og móðir
mín, önnur ekkja hin sjómannskona,
stóðu alla tíð þétt saman og voru svo
nánar vinkonur að heimili þeirra
blönduðust.
Við systkinin ólumst upp við það að
eiga tvö heimili, eins og ekkert væri
eðlilegra. Er t.d. eina myndin, sem ég
hef nokkumtíma séð af sjálfri mér
sem komabarni, tekin af mér í fangi
Rúnu frænku.
Móðir mín fór með Rúnu frænku,
ásamt okkur systkinum litlum, á
hverju vori norður í Mývatnssveit til
sumardvalar. „Vinnukona með þrjú
böm,“ glettust þær systumar. Síðar,
þegar móðir mín var orðin veik og
eldri systkinin komin í sveit, hélt ég
áfram að fara norður með Rúnu. I
veikindum móður minnar dvaldi ég
alltaf hjá Rúnu frænku þau tímabil
sem hún lá á sjúkrahúsi eða illa hald-
in heima. Þegar móðir mín dó var því
ekkert eðlilegra en að við nöfnumar,
amma og ég, færum báðar í fóstur til
Rúnu. Nema hvað! Þannig var Rúna,
hugsaði alltaf fyrst um aðra og virtist
alltaf geta bætt á sig. Hún, sem hafði í
rauninni aldrei verið fullkomlega
hraust. Rúna var á þessum tíma búin
að taka að sér dótturdóttur sína, hafði
alið hana upp svo til frá fæðingu. Síð-
ar kom önnur dótturdóttir og áður,
fyrir mitt minni, hafði hún fóstrað
ýmis börn um lengri eða skemmri
tíma.
Það hefur eflaust ekki verið neinn
leikur að taka að sér tíu ára gamalt
bam. I þá daga var ekkert til sem hét
áfallahjálp eða tekið á sorgai-við-
brögðum bama eins og nú er gert,
það var í besta falli haldið í höndina á
bairá sem missti foreldri.
Eg vissi ekki alltaf hvað mátti og
hvað mátti ekki og æ, við misskildum
stundum hvor aðra. Eg dró mig inn í
skel, en elskaði hana og virti. Einu
trúnaðarsamtali okkar man ég eftir;
Rúna frænka spurði hvort ég vildi
kalla sig mömmu. Logandi hrædd um
að valda henni vonbrigðum svaraði ég
að ég vildi bara kalla hana Rúnu
frænku eins og áður. Seinna skildi ég
að hún var ekki að fara fram á að ég
kallaði sig mömmu, hún var einungis
þeirra: Súnon Héðinn, f. 28.3.1988,
Anna Kolfinna, f. 5.12.1989, Jakob,
f. 1.11.1991; maki 3: Lan Shui, f.
7.10.1957.
Seinni maður Bríetar: Þorsteinn
Þorsteinsson, f. 10.6.1938. Barn
þeirra: Steinunn Ólína, f. 2.7.1969.
Barn hennar: Bríet Ólína Kristins-
dóttir, f. 16.8.1995. Sambýlismaður
Stcinunnar: Ágúst Hilmisson, f.
27.1.1969.
Guðrún Pálsdóttir tók kennara-
próf 1930. Hún stundaði söngnám
hjá Sigurði Birkis í fjögur ár,
kynnti sér söngkennslu í Kaup-
mannahöfn 1933 og í New York
1950, og sótti söngkennaranám-
skeið í Finnlandi og Svíþjóð 1951.
Var kennari við Miðbæjarskólann í
Reykjavík 1930-1936, Melaskólann
1950-1966 og stundakennari við
Húsmæðraskóla Reykjavíkur
1954-1957. Kenndi einnig lítils
háttar við Fóstruskólann og Iðn-
skólann. Hún sat í stjóm Olíuverzl-
unar íslands 1948-1980; var stofn-
andi og fyrsti formaður Söngkenn-
arafélagsins og stofnaði einsöngv-
arafélagið Elisu.
Utför Guðrúnar fer fí-am frá
Dómkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 21. ágúst og hefst athöfnin
kl. 15.
að bjóða mig velkomna á heimilið.
Rúna hafði lofað systur sinni að ann-
ast litla bamið eftir hennar dag og
það ætlaði hún að gera svikalaust,
ganga mér í móður stað. Það var því
með nokkru samviskubiti sem ég
kvaddi þetta góða heimili nokkrum
árum síðar þegar við systkinin flutt-
um heim aftur.
Rúna var hvetjandi uppalandi,
hældi teikningunum mínum á hvert
reipi, sagði ekki orð þegar ég vfldi
hætta í píanótímum, heldur sat á
kvöldin með mér og reyndi að kenna
mér á gítar. Um áttrætt fór hún svo
sjálf í tíma til að læra betur á þetta
ágæta hljóðfæri. A sumrin kenndi
hún okkur að skoða og virða náttúr-
una og kenndi okkur að fletta upp í
blómabókum. Enn í dag þekki ég vel
flestar blómategundir sem vaxa í
Höfðanum. Þegar ég var búin að lesa
allar bamabækur sem fundust á
heimilinu dró hún fram danskar
bamabækur og sagði að ég gæti vel
lesið þær. Það var nú ekki alveg rétt
en einhvem veginn gat hún komið
mér til að stauta mig fram úr þeim.
Mörgum ámm seinna var ég að
kvarta yfir lélegri þýskukunnáttu
minni, sagði hún „hvaða vitleysa" og
lánaði mér bækur og hreinlega skip-
aði mér að lesa þær. Hún hafði vetur-
inn áður farið í þýskutíma og upp-
götvað að hún kunni þó nokkuð í því
máli enn, fimmtíu ámm eftir að hún
lærði þýsku í Kennaraskólanum.
Rúna var gædd afburðagáfum og var
góður námsmaður en aldrei, aldrei
var þeirri mælistiku beitt í uppeldinu.
Aldrei var sagt að fyrst hún hefði get-
að eitt og annað þá ættum við að geta
það líka. Hún mat okkur á okkar eig-
in forsendum - og það er ekki svo h't-
ils virði fyrir böm. Samt var hún,
skoðanir hennar og lífsmat, afar
sterkur áhrifaþáttur í lífi bamsins og
er enn.
Hún tók alla tíð afstöðu, hafði
áhuga á pólitflc fram til síðasta dags
og fann sárt til með lítilmagnanum.
Það er hollt að alast upp hjá konu
með svo ríka réttlætiskennd. Ég mun
minnast hennar með þakklæti og
geyma boðskap hennar í hjarta mér
alla ævi.
Svanhildur Jóhanncsdút tir.
Látin er í Reykjavík Guðrún Páls-
dóttir húsfreyja og kennari í Reykja-
vík, sú síðasta úr stórum systkinahóp
óvepju glæsilegs atgervisfólks. Þau
systkin vom vel menntuð og listfeng,
þar fóm m.a. söngvarar, leikari og
listmálari. Guðrún var búin góðum
tónlistarhæfileikum, hafði fallega
söngrödd, lék á píanó og menntaði sig
sem tónlistarkennari og starfaði við
það, var söngkennari, eins og það var
kallað þá, í fjölda ára, lengst af við
Melaskóla.
Eiginmaður Guðrúnar var Héðinn
Valdimarsson, stórbrotinn stjóm-
mála- og athafnamaður, sem ég tel að
sagan eigi eftir að gera betri skil. Þau
áttu dótturina Bríeti. Þessi litla fjöl-
skylda hafði orð á sér fyrir menning-