Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MINNINGAR
Bíllinn
- ónýtur
eftir veltu
Laxamýri - Bíll valt út af veginum
neðan við Hrísateig í Reykjahverfí
seinni hluta fímmtudags og er talinn
gjörónýtur.
Þrír Spánverjar, sem voru á nýj-
um bílaleigubíl, lentu yfir á öfugum
vegarhelmingi og skipti engum tog-
um að bíllinn valt út af og langt út í
móa.
Mildi er talin að enginn skuli hafa
—Masast og var mönnunum ekið til
Húsvíkur þar sem þeir fengu annan
bíl og gátu haldið ferð sinni áfram.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Málþing um Island
sem heilsulind
Náttúrulækningafélag íslands
efnir til málþings undir fyrirsögn-
inni: „Island sem heilsulind" að
Hótel Loftleiðum, Þingsal 1,
miðvikudaginn 23. ágúst og hefst
kl. 20.
Ingibjörg Pálmadóttir, heil-
brigðisráðherra, flytur ávarp við
upphaf þingsins. Inngangsorð
flytur Árni Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Heilsustofnunar
NLFÍ. Auk þess verða flutt stutt
erindi og að lokum verða umræð-
ur og fyrirspurnir.
Eftirtaldir flytja stutt erindi:
Hrefna Kristmannsdóttir,
deildarstjóri jarðefnafræðideildar
Orkustofnunar, Anna G. Sverris-
dóttir, rekstrarstjóri Bláa lónsins,
Sigmar B. Hauksson, verkefnis-
stjóri hjá Reykjavíkurborg, Jón-
ína Benediktsdóttir, Planet Pulse
og Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar.
Auk frummælenda taka þátt í
umræðunum: Davíð Samúelsson,
forstöðumaður Upplýsingamið-
stöðvar Suðurlands, og Guðmund-
ur Björnsson, yfírlæknir HNLFI.
s
LUNDUR
|p***=Uí F A S T E
SÍMI 533 1616
SUDURl-ANDSBRAUT 10, 2.HÆH, F/OFAN »1
IGNASALA
FAX 533 1617
■ÚMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKIAVÍK
Bræðraborgarstígur
- 4ra herb. Vorum að fá ca 90
fm íbúð á 2. hæð í góðu húsi.
Suðursvalir. íbúðin er laus
strax. Verð 10,5 m. (2270).
Fífulind - 4ra herbergja
Vorum að fá glæsilega ca 105
fm endaíbúð á 2. hæð. Stórar
ca 15 fm suðursvalir. Mjög
vandaðar innréttingar og
gólfefni. Verð 14,6 m. (2271)
Upplýsingar veita í dag, sunnudag,
Ellert, gsm 899 4745 og Erlendur, gsm 897 6565.
SIGURÐUR RÓS-
BERG TRA USTASON
+ Sigurður Rós-
berg Traustason
fæddist á Hörgshóli
í Vesturhópi, V-
Hún. 9. desember
1957. Hann lést í
Los Angeles 8. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Sigríður Hansina
Sigfúsdóttir, hús-
freyja, f. 21. ágúst
1915, d. 29. ágúst.
1999 og Trausti Sig-
urjónsson, bóndi, f.
1. maí 1912. Sigurð-
ur Rósberg ólst upp
á Hörgshóli yngstur átta syst-
kina. Þau eru: Björn Trausta-
son, f. 29. maf 1938; Þorkell
Traustason, f. 10. júlí 1939; Agn-
ar Traustason, f. 22. mars 1941;
Þráinn Traustason, f. 9. apríl
1942; Guðbjörg Stella Trausta-
Sigurður Rósberg eða Beggi eins
og hann var alltaf kallaður meðal
fjölskyldu og vina var yngsta blómið
í barnagarði þeirra Trausta og Lillu
á Hörgshóli og það eina sem nú hef-
ur sofnað svefninum langa.
Hann ann jarðargróðri allt frá
barnæsku þar sem honum var Ijóst
að lífsafkoma fjölskyldunnar var háð
gróðri jarðar, grassprettu og veður-
fari. Þegar hann á unglingsaldri
kynntist hávöxnum trjám í húsa-
dóttir, f. 15. júní
1943; Sigfús
Traustason, f. 29.
maí 1945; Hörður
Traustason, f. 2.
janúar 1955.
Sigurður Rósberg
vann við Mjólkur-
stöðina á Hvamms-
tanga í nokkur ár,
rak blómaverslun-
ina Flóru f Reykja-
vík um skeið, var
búsettur í Los Ang-
eles 1986-1994 og
dvaldi þar einnig
síðustu misserin.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
títför Sigurðar Rósberg fer
fram í Fríkirkjunni í Reykjavík,
mánudaginn 21. ágúst og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett
verður að Breiðabólsstað í Vest-
urhópi.
görðum Reykjavíkur og skrautblóm-
um þeim sem uxu í skjóli þeirra varð
hann hugfanginn. Hann dvaldi hjá
okkur hjónunum tvo vetur á ungl-
ingsaldri og fylgdist af áhuga með
vorkomunni í garðinum. Fullur
áhuga og áforma safnaði hann af-
leggjurum og útvegaði sér trjáplönt-
ur til að fara með norður og planta út
heima í garðinum á Hörgshóli. Það
var stoltur drengur sem sýndi okk-
ur, þá um sumarið, afgirtan gróður-
Opið hús í dag
Fannafold 143,
parhús, laust strax
Fallegt 114 fm parhús með innb. 26 fm bílskúr sem búið er að innrétta sem
aukaherb. og geymslu. Húsið er staðsett á frábaerum útsýnisstað. 3 svefn-
herb., stofa og sólskáli. Fallegar innr. og gólfefni.
Vigdís og Skarphéðinn taka á móti ykkur í dag milli kl. 15.00 og 18.00.
Áhv. 7,0 millj. byggsj. Verð 13,9 millj.
Gimli, Þórsgötu 26, sími 552 5099.
HÚSNÆÐI FYRIR
ARKITEKTA - VERKFRÆÐINGA -
TÆKNIFRÆÐINGA
Gott skrifstofuhúsnæði í Ármúlahverfi.
Tvö rúmgóð fullbúin skrifstofuherbergi með nýjum glæsilegum
húsgögnum, ásamt nýjum HP tölvum,
prenturum og öðrum tækjabúnaði.
Forrit eru m.a. Auto Cad 2000, MegaCard, Mega-CAD V 13.5,3-D,
Ópus allt bókhaldsf. H-laun, Office 2000,
Corel Draw, Back Office. o.m.fl.
Æskilegt að selja húsgögn og tækjabúnað á hóflegu verði.
Ýmsir möguleikar.
Upplýsingar veitir
Dan V.S. Wiium
í símum 896 4013 og 533 4040
oig; 4. hæð; íi' iLæilfejjaiiígöttii 2A\
Nánari upplýsingar veita Pálmi Kristins-
son og Þorvaldur Þorláksson í síma
545 4600 eða á tölvupósti
palmi@smaralind.is
Fasteignafélag íslands hf.
Smáralind ehf.
Hæðasmára 6, 200 Kópavogi
Sími: 545-4600
Báðar hæðirnar eru með mikilii lofthæð og birtu og án steyptra innveggja sem býður upp á
ýmsa möguleika varðandi skipulag og innréttingar. Á 3. hæð eru ca 250 fm svalir til vesturs
sem mögulegt er að nýta í tengslum við leigurýmið. Sérinngangur og lyfta er frá Lækjargötu.
Um er að ræða sérlega glæsilegt og vandað húsnæði með einstaka staðsetningu á einum
mest áberandi stað í miðborg Reykjavíkur. Stórir útbyggðir gluggar snúa út á Lækjargötu með
frábæru útsýni yfir gömlu borgina.
Tíl leigu er atvinnuhúsnæði á 3. og 4. hæð í nýbyggingu við Lækjargötu 2A í Reykjavík.
Heildarstærð leigurýmis er 422 fm, þ.a. eru 209 fm á 3. hæð og 213 fm á 4. hæð. Húsnæði
þetta býður upp á mjög spennandi möguleika og leigist í einum hluta eða tveimur.
reit fyrir sunnan bæinn á Hörgshóli,
endurnýjaðan með plöntunum að
sunnan. Þær færðu nýtt líf í þann
gróðurreit sem Guðbjörg amma
hans hafði áður ræktað.
Síðar kynntist Beggi suðrænum
aldingarði Kalifomíustrandar. Þar
dvaldi hann í átta ár, lengst af við
vinnu í blómaverslunum, en kom svo
heim 1994 illa haldinn af þeim sjúk-
dómi sem nú hefur lagt hann að velli.
Hann sýndi mikið baráttuþrek í
veikindum sínum og fylgdist vel með
nýungum í lyfjameðferð á þessum
áður óþekkta sjúkdómi og lagði mik-
ið á sig til að fá þá bestu meðferð sem
hann átti völ á. Hvað eftir annað lá
hann helsjúkur á Landspítalanum
þau fímm ár sem hann var hér
heima. Hann sagði í gríni að hann
hefði níu líf eins og kötturinn. Þess
vegna var svo erfitt að trúa því að nú
væri komið að því að alnæmið hefði
náð yfirtökunum.
Beggi var afskaplega listrænn
maður og naut listfengi hans best
þegar hann fékkst við að setja saman
blómaskreytingar. Hann vann við
blómaskreytingar fyrst í Reykjavík
þar sem hann rak blómabúð um
skeið og síðar í Los Angeles þar sem
hann fékkst m.a. við skreytingar fyr-
ir ýmis veisluhöld hjá frægu fólki þar
vestra.
í veikindum sínum fékkst hann við
kortagerð sem færði honum smáveg-
is í aðra hönd en það var þó mest um
vert fyrir hann að hafa eitthvað fyrir
stafni sem hann hafði ánægju af.
Beggi var í eðli sínu athafnamaður
en hafði oft háleitar hugmyndir sem
okkur fannst stundum fjarstæðu-
kenndar. Sumar þeirra framkvæmdi
hann með misjöfnum árangri. Þegar
litið er til baka lýsti hann sjálfum sér
best þegar hann kom fram í sjón-
varpsviðtali eftir jarðskjálftann í Los
Angeles 1994, eftir að hafa misst allt
sem hann átti. Þá sagði hann eitt-
hvað á þessa leið: „Nú er bara að tína
saman brotin og byrja upp á nýtt.“
Hann tók örlögum sínum með ein-
stöku jafnaðargeði og lét aldrei í ljós
biturleika út í nokkurn mann.
Beggi var líka afskaplega örlátur
ef hann átti eitthvað til að gefa. Þeg-
ar vel gekk átti hann það til að senda
blómvendi til kunningja í ýmsu til-
efni eða til styrktar einhverju mál-
efni. Þá sendi hann ekki neina smá-
vendi, það voru oftast stórar
skreytingar sem hefðu sómt sér í
hvaða höll sem væri. Á hinn bóginn
var hann afskaplega nægjusamur ef
hann hafði lítið fé á milli handanna
og tókst að gera sér mikið úr litlu
þegar þannig stóð á enda var hann
alla tíð reglumaður, bæði á vin og
tóbak.
Þegar Beggi gerði sér ljóst að bar-
áttunni við alnæmið væri lokið lét
hann engan bilbug á sér finna þó
hann væri á þeirri stundu svo langt í
burtu frá fjölskyldu sinni. Hann
kvaddi okkur öll í gegnum síma, en
öll fundum við fyrir því að lífsneist-
inn var ekki slokknaður íyrr en alveg
síðustu dægrin. „Kannski hressist ég
og kem heim til ykkar“ voru oft síð-
ustu kveðjuorðin.
Elsku Beggi, nú gengur þú á
grænum grundum eilífðarinnar þar
sem þú hittir fyrir mömmu þína og
ömmu sem elskuðu þig svo heitt en
við munum sakna þín.
Við viljum þakka Saint, vinkonu
Begga í Los Ángeles, fyrir frábæra
umönnun og styrk sem hún veitti
okkur öllum á sorgarstund. Einnig
viljum við þakka starfsfólki deildar
11A á Landsspítalanum í Reykjavík
á árunum 1995-99, Ainæmissamtök-
unum á íslandi og í LA, og öllum
þeim sem greiddu götu hans á erfið-
leikatímum.
Þorkell og Dóra.
Formáli minn-
ingargreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram.