Morgunblaðið - 20.08.2000, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÁSGARDUR
— GLÆSIBÆ
FÉLAG
M ELDM
F-E-S
BORGARA
Capri trio
leikur öll
sunnudagskvöld
frá kl. 20.00.
Algjort dúndur
Allt að 80% afsláttur
Allra síðustu dagar útsölunnar á
morgun og þriðjudag.
Rýmum allt af lager fyrir nýjum vörum
Ath. nýjar vörur á miðvikudag
S\se>zi •tíekuhúe
Hverfíegötu 52, sími 562 5110
4-5 i hóp ottíuTskfpt óít nýjustu tögin.
Whitncy Höuston, Cetíne Qíon, Mcnoh Carey, Britney
Spears. Oiristmo Aguitera. Geri Hottiwetl, Tony
Broxton, Shonic Twcírv. Chier, Naíotie fmbrugíio,
Modonno og morgtr fietri.
Kennd er Öndun-roddbeiting og mikrofúntœkni.
Sungið er í hljóðnema með undirspili úr
Grease, Bugsy Malone, Flikk fta|k, Barnabros,
Bamaborg, Hryttingsbúðinni og ilabadabadú.
Kennd er öndun og raddbeiting og
sjálfstraustið batnar margfalt.
Síðasti timinn er upptaka á spótu.
Allir fá sinn söng með heim.
Niámsáseiðíð er 1 wst. sirea i vrku i 8 vAur og fer ?ran-.
' iéstmmmu HKhrertío. Ncrrar.eiðið hrsí sSuttu vfo-ne í ágúst
Soáreng : sámo 565 4464 og 89? TS22.
A;„;t fees c sfcrö iýó oékj' og mumtxrt við vetja neraendur
í vaerttarieg verfcefó
FÓLK í FRÉTTUM
Frumsýning Dancer in the Dark í Edinborg
MYNDBÖND
Björk litla Breiðhyltingur.
fflN ÁRLEGA Edinborg-
arhátið stendur nú yfir.
Um síðustu helgi var
mynd Lars von Triers
Dancerin the Dark
frumsýnd á hátíðinni og var það
jafnframt Bretlandsfrumsýning á
þessari umdeildu mynd.
Myndin hlaut mikla umfjöllun í
þarlendum fjölmiðlum og ekki síst
stjama myndarinnar, Björk.
I The Scotsman Magazine er ítar-
leg umfjöllun um ævi og störf
Bjarkar allt frá frumbemsku til
dagsins í dag. Þar kemur meðal
annars fram að stúlkan hafi alist
upp í Breiðholtinu, litlu þorpi fyrir
utan Reykjavík, og er ekki laust við
að þessi lýsing komi Reykvíkingum
örlítið spánskt fyrir sjónir. Höfund-
Yusuf Islam
■hklu g
Segjumnei
við vímuefnaneyslu
barna og ungliiiga
www.islartcianeiturlyfja.is
ur greinarinnar, Will Peakin, virð-
ist annars hafa kynnt sér líf og list
Bjarkar afar vel og endar greinina
á svoiítilli sálgreiningu: „Er Björk
bijáluð eða bara pínulítið sérvitur?
Eiginlega hvorugf , hún er andi
bams sem hefur verið lokkað inn í
unglingsárin, hún er unglingur að
kljást við vandamál fertugsaldurs-
ins og mitt í öllu þessu finnst henni
einfaldlega bara skemmtilegt að
klæða sig upp, standa á ströndinni
með sand og haf á milli tánna og
horfa á lífið í gegnum ljóðrænan
ljósgeisla.“
Yusuf Isl-
am kynnir
Cat Stevens
GAMLI kertatjósapopparinn Cat
Stevens hefur lítið sem ekkert ver-
ið í sviðsljósinu síðan hann breytti
nafni sínu í Yusuf Islam og tók
Múhameðstrú og afréð að lifa sam-
kvæmt bókstaf Kóransins fyrir um
tveimur áratugum. Af og til hefur
hann þó skotið upp kollinum og
enn er í fersku minni er hann
studdi dauðadóm samfélags
Múhameðstrúarmanna yfir Salman
Rushdie eftir að hann skrifaði hina
umdeildu bók Söngva satans. Nú
hefur hinn 52 ára gamli Yusuf Isl-
am hinsvegar tekið sig til og
ákveðið að kynna í fyrsta sinn sitt
gamla efni sem hann gaf út undir
gamla „Högna Stefáns“-nafinu en
um þessar mundir er verið að end-
urútgefa plötur hans á veglegan
máta vestanhafs.
Poirot
leysir málið
Morðið í Austurlanda-
hraðlestinni
(Murder on the Orient Express)
Spennumynd
★★★%
Leikstjóri: Sidney Lumet. Handrit:
Paul Dehn. Aðalhlutverk: Albert
Finney, Ingrid Bergman, Sean
Connery. Vanessa Redgrave. (128
mín) England. Myndform, 1974.
Bönnuð innan 12 ára.
ÞAÐ ER ekki oft að sakamála-
myndir koma manni á óvart en þessi
skemmtilega uppfærsla af sögu Ag-
öthu Christie gerir
það svo sannarlega.
Leikstjórinn Sidn-
ey Lumet hefur
safnað að sér einum
besta hópi af hæfi-
leikafólki í leiklist-
arbransanum sem
hugsast getur og
lætur hvert og eitt
þeirra fá eitthvað
fyrir sinn snúð. Al-
bert Finney stendur upp úr sem hinn
hrokafulli, litli og snjalli morðgátu-
maður með vaxboma yfirvaraskegg-
ið. Myndin leiðir áhorfandann ávallt í
ýmsa króka og kima sem halda hon-
um ávallt giskandi á hver morðinginn
sé og hver tilgangurinn með morðinu
er. Eins og með allar sögur Christie
er morðinginn sá ólíklegasti sem
hægt er að hugsa sér. Eftir þessa
mynd komu margar síðri myndir í
kjölfarið þó að Peter Ustinov hafi
skilað sinni rullu sem Poirot af stakri
snilld og ekki má gleyma David
Suchet í sjónvarpsútgáfunum af
meistaranum. Morðið í Austurlanda-
hraðlestinni er sígild mynd sinnar
tegundar og væri óskandi að fleiri
myndir hefðu jafnsterkan leikarahóp
og söguþráð.
Ottó Geir Borg
Meadows er
maðurinn
Herbergi handa Romeo Brass
(A Room for Romeo Brass)
GamanmyRd/Hrama
★★★
Leikstjóri: Shane Meadows. Hand-
rit: Paul Fraser, Shane Meadows.
Aðalhlutverk: Andrew Shim, Ben
Marshall og Paddy Considine. (90
mín.) England 1999. Myndform.
Öllum leyfð.
BRESKI leikstjórinn Shane
Meadows hlýtur að fara að öðlast þá
athygli sem hann á skilda. Fyrir á
hann m.a. eina
bestu myndina sem
frumsýnd hefur
verið á myndbandi
hériendis á þessu
ári, TwentyFour-
Seven, og nú kem-
ur hún þessi, Her-
bergi handa Romeo
Brass, sem er litlu
síðri og á vafalítið
eftir að gleðja
margan myndbandaunnandann og
vinna fleiri á hans band. Romeo og
Gavin eru perluvinir sem báðh- þjást
af minnimáttarkennd sökum þess að
Romeo telur sig of feitan og Gavin er
hreyfihamlaður. Þegar þeir lenda í
ryskingum við sér eldri drengi kem-
ur ókunnur maður til bjargar og
halda þeir í fyrstu að þar sé kominn
hinn fullkomni vinur en þar fer öðru
nær. Meadows hefur sérstakan raun-
sæisstíl - nokkuð samhljóma eldri
breskum raunsæismeisturum á borð
við Mike Leigh og Ken Loach. Veru-
leiki Meadows er samt ekki jafn grár
og gugginn. Hann leyfir sér að benda
á björtu hliðamar í myglaðri tilver-
unni og leikur sér að því að rugla að-
eins í höfðinu á áhorfandanum með
því að gæða ofurraunsæið skemmti-
lega fáránlegum aðstæðum sem á
stundum jaðra við súrrealisma.
Skarphéðinn Guðmundsson