Morgunblaðið - 20.08.2000, Side 64
VIÐSKIPTAHUGBÚN AÐUR
Á HEIMSMÆLIKVARÐA
<Q>
NÝHERJI
S: 569 7700
heim að dyrum
www.postur.is
| PÓSTURINN
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVtK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIfT-AFGRElÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTTJ&MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Konan enn
ófundin
YFIR fimmtíu björgunarsveit-
armenn tóku í gær þátt í leit að
konu sem hvarf af heimili sínu á
fimmtudagskvöld. Enn hefur
leitin engan árangur borið.
Megináhersla leitarinnar hefur
verið á Fossvoginn og nágrenni
hans en lögregla tekur við öll-
um ábendingum. Að sögn lög-
reglunnar eru fimm lögreglu-
menn í því verkefni að ganga
skipulega í hús í nágrenni
heimilis konunnar og kanna
hvort konuna sé að finna þar.
Auk þess eru allir lögreglu-
menn á vakt að svipast um eftir
konunni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
tók einnig þátt í leitinni í gær,
líkt og á föstudag, auk þess sem
leitað var úr bátum í Fossvog-
inum.
Konunnar hefur verið leitað
frá þvi á fimmtudagskvöld. Á
föstudag tóku á miili 70 og 100
manns þátt í leitinni. Aðfara-
nótt laugardags var leitað með
hundum á leitarsvæðinu.
Konan, sem er liðlega átt-
ræður alzheimer-sjúklingur,
var klædd í ljósbrúnar buxur
og jakka með prjónahúfu.
Sturla Böðvarsson segir að færa þurfí veginn við Herðubreiðarlindir
Nýr varnargarður verð-
ur reistur í Kelduhverfí
STURLA Böðvarsson samgönguráð-
herra sagði í gær að tekin hefði verið
ákvörðun um að ekki þyldi bið að
reisa vamargarð í Kelduhverfi til að
^ > hemja Jökulsá á Fjöllum.
Sturla sagði að ekki væri ljóst und-
ir hvaða ráðuneyti þessar fram-
kvæmdir heyrðu vegna þess að ann-
ars vegar gætu framkvæmdimar
snúist um að verja vegi og hins vegar
að verja gróið land. Bændur í Keldu-
hverfi kröfðust þess fyrr í sumar að
gripið yrði til aðgerða enda ijóst að
áin hefði hlaðið mikið undir sig og að-
eins spuming um tíma hvenær hún
leitaði úr farvegi sínum.
„Þegar þetta kom upp fól ég vega-
málastjóra að láta fara yfir og rann-
saka málið því að vegagerðin hefur
haft veg og vanda af slíkum fram-
kvæmdum, hver sem hefur síðan
greitt fyrir þær,“ sagði hann. „Menn
á vegum vegamálastjóra og fulltrúar
búnaðarsamtaka þama fóru þegar á
vettvang og gáfu skýrslu. í framhaldi
af því gerði ég grein fyrir þessu í rfk-
isstjóminni og því að þama þyrfti þá
þegar að hefja aðgerðir. Ég lét vita af
því fyrir norðan. Viðræður hafa átt
sér stað milli samgönguráðuneytis og
landbúnaðarráðuneytis um hvemig
eigi að fjármagna þetta en við höfum
ekki látið það tefja, heldur hefur
Vegagerðin þegar gert ráðstafanir til
að hefja þær framkvæmdir sem
þama eru nauðsynlegar.“
Sturla kvaðst ekki eiga von á öðru
en að fljótlega yrði ráðist í verkið.
Hann sagði að svo virtist sem garður-
inn, sem hlaðinn var í sumar að írum-
kvæði Ferðafélags Akureyrar til að
verja Herðubreiðarlindir, hefði stað-
ist þá áraun sem nú reið yfir. En
samkvæmt þeim upplýsingum sem
hann hefði frá vegamálastjóra benti
allt til þess að færa þyrfti veginn
bæði uppi við Herðubreiðarlindir og
einnig niðri við Lindaá þar sem rúta
með hópi ferðamanna frá Austurríki
fór út í Jökulsá á miðvikudag.
„Þetta er verið að skoða og það er
náttúrulega óskaplega erfitt að ætla
að hlaupa út og suður með vegarslóða
eftir því hvemig þessi stóm vatnsföll
láta,“ sagði hann. „Það þarf að gæta
sín á því að ekki séu lagðir vegir víðar
um hálendið en ástæða er til og hafa
traustar forsendur þegar breyta á
slóðum. í þessu tilviki bendir hins
vegar allt til að það verði að gera.“
Sturla sagði að hins vegar yrði að
fara sér hægt í að taka slíkar ákvarð-
anir því að ætti að leggja veg i hvert
skipti sem einhver spræna léti á sér
kræla yrði lítið annað gert.
Morgunblaðið/Sverrir
Reykjavík-
urmaraþon
HLAÚPARAR í Reykjavíkur-
maraþoni voru ræstir á hádegi í
gær. Um 2800 voru skráðir í
hlaupið sem er heldur meira en
undanfarin ár að sögn Ágústs
Þorsteinssonar, starfsmanns
Reykjavíkurmaraþons. Sólin
skein á hlauparana í gær og
borgin skartaði sínu fegursta.
Um 200 voru skráðir í hið eig-
inlega maraþonhlaup, en flestir
hlupu styttri vegalengdir, allt
frá þriggja til 21 km langar
leiðir. Einnig var boðið upp á 10
km hnuskautahlaup. Á myndinni
má sjá þátttakendur í þriggja
km skemmtiskokki leggja af
stað en þeir voru mcirihluti
hlaupara.
Skotvís, félag skotveiðmanna óskar eftir að fá auknar skotveiðiheimildir
Vill veiðileyfí á hrossagauk
SIGMAR B. Hauksson, formaður
Skotvíss, félags skotvciðimanna,
vill að leyfðar verði veiðar á hrossa-
gauk. Stofninn sé gríðarstdr og þoli
veiðar vel. „Líf hrossagauks er ekk-
ert mikilvægara eða verðmætara
en t.d. ijúpu, eða iambsins þess
'M EEE p
vegna,“ segir Sigmar. Stjórnvöld
hafi stytt veiðitíma og sett ýmsar
hömlur á skotveiðimenn. Þetta hafi
þeir látið yfir sig ganga en vildu
gjarnan fá einhveija viðbót.
Afar fátt mæli gegn því að hefja
veiðar á hrossagauk. Helst séu það
tilfinningarök sem hann segir að
sjálfsögðu fullgild.
Erfiður veiðifugl
Hrossagaukurinn mun vera af-
burðaerfiður veiðifugl og því
skemmtileg bráð. Sigmar segir
hrossagaukinn vera vinsælan í
Brctlandi og Belgíu og bragðast af-
ar vel. Það sé þó ekki víst að íslend-
ingar taki vel í þessa hugmynd. „Ég
held að hinn háværi hluti al-
mennings sé mjög mót fallinn
þessu,“ segir Sigmar. „Ég undrast
það ekki enda er engin hefð fyrir
veiðum á þessum fugli.“ Ef fdlk
kynni sér málið megi þó búast við
að afstaða þess breytist enda séu
engin vísindaleg rök gegn veiðum á
Morgunblaðið/Guðmundur Páll Ólafsson
Formaður félags skotveiði-
manna vill að veiðar á hrossa-
gauk verði leyfðar.
hrossagauk. Sigmar segir að þar
sem veiðar á hrossagauk eru Ieyfð-
ar fari menn ekki á „hrossagauks-
veiðar" heldur skjóti þeir fuglinn
þegar færi gefst.
Hann býst við að slíkt myndi
einnig gilda hér á landi. Hann bend-
ir á að hrossagauksveiðar voru
leyfðar hér á landi til 1913 en
reyndar lítið stundaðar. Helst hafi
breskir laxveiðimenn skotið fuglinn
og Islendingar sem voru menntaðir
í útlöndum. „Jónas Jonassen land-
læknir í Reykjavík og Einar Bene-
diktsson skáld veiddu þessa fugla,“
segir Sigmar.
Ekki vistfræðileg rök
gegn veiðum
Arnór Þórir Sigfússon, fugla-
fræðingur hjá Náttúrfræðistofnun
Islands, segir að fyrir nokkrum ár-
um hafi stofnunin verið spurð að
því hvort hrossagauksstofninn
þyldi veiðar. Hann segir að niður-
staðan hafi verið sú að stofninn
þyldi eflaust veiðar. „Ástæðan fyrir
því að við skjótum ekki vaðfugla og
mófúgla er tilfinningalegs eðlis,
ekki vistfræðileg. Þetta er mjög
stór stofn, hrossagauksstofninn,"
segir Amór.