Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 14
14 A SUNNUDAGUR1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ -j- ^><<«^rveM^oza> QCg) Bið Hattestad lauk í Sydne EFTIR að hafa verið einn ailra fremsti spjótkastari heims í rúm- lega hálfan annan áratug tókst Trine Hattestad loks að verða ól- ympíumeistari. Nú var loks komið að norsku spjótkastdrottning- unni að sýna hvað í henni bjó, en hún keppti fyrst á Ólympíuleikum árið 1984. Ivar Benediktsson skrífar Trine gerði út um keppnina strax í fyrstu umferð með því að kasta spjótinu 68,91 metra, aðeins 57 sentímetrum frá eigin heimsmeti. Þetta kast sló öll vopn úr höndum andstæðinganna sem náðu ekki að svara. Hattestad vissi strax eftir fyrsta kastið að mikið þyrfti til þess að hún fengi ekki gullverðlaunin að þessu sinni. Hún steig trylltan stríðsdans á brautinni þegar hún sá að fyrsta tilraun keppninnar var rétt við heimsmetið sem hún setti fyrr í sumar. Grikkinn Mirella Tzelili- Maniani varð í öðru sæti á grísku meti, 67,51 sem hún náði í síðasta kasti. Þriðja sætið kom i hlut Osleidys Menendes með 66,18, einn- ig í síðustu umferð. „Biðin eftir að keppninni lyki var löng," sagði Hattestad í sjöunda himni er hún hafði lokið keppni. „Loksins tókst mér að vinna gullið. Fram til þessa hef ég aðeins fundið reykinn af réttunum, nú var komin röðin að því fengi að bragða á og víst er að sú stund er ósvikin," bætti hún við. Það var Hattestad sem átti keppnina frá upphafi til enda, loks kom röðin að henni. Hattestad var aðeins 18 ára er hún varð mjög óvænt í 5. sæti á leikunum í Los Angeles 1984 undir eftirnafninu Sol- berg. Fjórum árum síðar ætiaði hún sér enn stærri hlut, en það verður oft lítið úr því höggi sem hátt er reitt. í Seoul komst Hattestad ekki í úrslit. í Barcelona árið 1992 varð Hattestad enn fyrir vonbrigðum, hafnaði í 5. sæti og kastaði um það bil einum metra skemur en í Los Angeles. Enn og aftur beit Hatte- stad í skjaldarrendur og kom full af eldmóði til Atlanta 1996, þá tví- mælalaust talinn sigurstranglegust. Aftur fór á annan veg og vonbrigðin leyndu sér ekki í andliti Hattestad þegar ljóst var að hún yrði að gera sér 3. sætið að góðu, en um leið sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum. Það var síðan í gær sem stund hinnar 34 ára gömlu norsku spjót- kastdrottningar rann upp. Loksins stóð hún undir væntingunum sem hún og landar hennar hafa gert til hennar undanfarin áratug hið minnsta. Af mörgum góðum árum í keppni þeirra bestu er það sem keppnisár sem nú er senn á enda hið besta í sögu Hattestad. Hún hef- ur vart tapað spjótkastkeppni á þessu ári og var talinn femsta frjáls- íþróttakona heims samkvæmt styrkleikalista Alþjóða frjálsiþrótta- sambandsins fyrir leikanna. Undir þessu stóð hún svo sannarlega með því að gera út um keppnina strax í fyrsta kasti. Þijú gull og tvö brons hjá Jones FR JÁLSÍÞRÓTTAKEPPNIN uar í sviðljósinu á Ólympíuleikunum í Sydney í gær en keppt var til úrslita í síðustu greinunum nema maraþonhlaupinu sem þreytt verður í dag. Helstu tíðindin urðu þau að bandaríska stúlkan Marian Jones bætti tvennum verð- launum í safn sitt, gullpeningi í 4x400 metra boðhlaupinu og bronspeningi í 4x100 metra boðhlaupinu. Norska stúlkan Trina Hattestad kastaði lengst allra í spjótkastinu og Eþíópíumenn voru sigursælir í hlaupagreinunum. Ovænt úrslit urðu í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Sveit Bah- ama varð ólympíumeistari, hljóp vegalengdina á 41,95 sekúndum, Jamaíka varð í öðru sæti á 42,13 sekúndum og bandarísku stúlkurn- ar sem spáð var sigri, urðu að láta sér lynda þriðja sætið á tímanum 42,20. Hlaupið var æsispennandi og 100.000 áhorfendur á Olympíuleik- vanginum í Sydney héltu niðri í sér andanum af spenningi. Debbie Ferguson innsiglaði óvæntan sigur stúlknanna frá Bahama, 300.000 manna þjóð, en hún átti síðasta sprettinn. Hin 40 ára gamla Merlene Ottey frá Jama- íka veitti Ferguson harða keppni en kom í mark 18/100 hlutum úr sek- úndu á eftir. Marian Jones, sem stefndi að því að vinna til fimm gullverðlauna, átti síðasta sprettinn fyrir bandarísku sveitina og þrátt fyrir frábært hlaup dugði það ekki nema í þriðja sætið. Slæmar skipt- ingar bandarísku stúlknanna í hlaupinu gerðu draum þeirra um gullið að engu. Bandaríkjamenn unnu öruggan sigur í karlaflokki. Sigurtími þeirra var 37,61 sekúnda sem er besti tími ársins í þessari grein. Brasilíumenn urðu í öðru sæti á 37,90 sekúndum og Kúbumenn í þriðja á 38,04 sek- úndum. Maurice Green hljóp síð- asta sprettinn fyrir bandarísku sveitina og innbyrti sigurinn fyrir sína menn en hann varð ólympíu- meistari í 100 metra hlaupi um síð- ustu helgi. Þetta var 15. sigur Bandaríkja- manna í þessi grein á Ólympíuleik- unum. Einu sinni hafa þeir þurft að játa sig sigraða í úrslitum, í Atlanta fyrir fjórum árum þegar Kanada- menn fögnuðu sigri. I tvö önnur skipti hafa Bandaríkjamenn ekki staðið á efsta palli en þá komust þeir ekki í úrslitin. Tvöfaldur sigur Bandarikjanna Bandaríkjamenn unnu bæði í karla- og kvennaflokki í 4x400 metra boðhlaupinu. Bandarísku konurnar gerðu betur í 4x400 Merah- Benida Alsír Ólympíumeistari í 1500 metra hlaupi kvenna. Fædd: 19. október 1970 í Alsír. Helstu afrek: Hefur unnið öll 1500 metra hlaup á þessu ári. ¦ Varð í öðru sæti bæði í 800 og 1500 metra hlaupi á Afríkuleikunum árið 1999. ¦ Komst í undanúrslit í 800 metra hlaupi á heims- meistaramótinu árið 1997. Vt^J Reuters Loksins rættist draumur Trine Hattestad að fara með gull heim frá Ólympíuleikum. Hattestad Noregi spjót- Ölympíumeistari kasti kvenna. Fædd: 18. apríl 1966 í Ósló, Noregi. Helstu afrek: Hefur tví- vegis orðið heimsmeistari, 1993 og 1997. ¦ Hafnaði í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Atlantaáriðl996. ¦ Var að,taka þátt í sínum fimmtu Ólympíuleikum en hún keppti fyrst í Los Angles árið 1984 þá 18 ára. ¦ Bætti heimsmetið tví- vegis á þessu ári. ¦ Var sýknuð af ákæru um að hafa neytt ólöglegra lyfjaáriðl990. ¦ Er gift og á tvo drengi, Joaehim og Robin. ¦ Þótti efnileg handbolta- kona áður en hun sneri sér að spjótkastinu. Jelena Jelesina Rússlandi Ólympíumeistari í há- stökki kvenna. Fædd: 5. apríl 1970 í Chel- yabins, Rússlandi. Helstu afrek: Vann til silf- urverðlauna á heimsmeist- aramótinu árin 1991 og 1993. ¦ Stökk 2,01 metra árið 1999 sem var besti árang- ur hennar í níu ár. Hún fór yfir þessa hæð í gær þegar hún tryggði sér ólympíu- meistaratitilinn en fram að því hafði hún stokkið best 1,99 metra á þessu árL ¦ Býr í Melbourne í Astr- alíu ásamt manni sínum sem er lyftingamaður. metra hlaupinu en í 4x100 metra boðhlaupinu og unnu ólympíumeist- aratitilinn. Jamaíka varð í öðru sæti og Rússland í því þriðja. Marian Jones átti stærstan þátt í sigri bandarísku sveitarinnar. Hún hljóp Morgunblaðið/Sverrir Marion Jones fer frá Sydney með fjóra verðlaunapeninga. Millon Wolde Eþíópía Ólympíumeistari í 5000 metra hlaupi karla. Fæddur: 17. mars 1979 í Eþíópíu. Helstu afrek: Sigraði í 5000 metra hlaupi á heims- meistaramóti unglinga ár- ið 1998. ¦ Varð í þriðja sæti í 3000 metra hlaupi á HM innan- húss í fyrra og í áttunda sæti á heimsmeistaramót- inuíSevilla. ¦ Á besta tíma ársins í 3000 metra hlaupi innan- húss, 35,84 sekúndur. þriðja sprettinn og náði afgerandi forystu. Þar með vann Jones þriðju gullverðlaun sín á leikunum og fimmtu verðlaunin í það heila, en hún varð þriðja í langstökkinu og í sveit Bandaríkjanna sem varð í þriðja sæti í 4x100 metra boðhlaup- inu. Michael Johnson og félagar hans í bandarísku sveitinni tóku frum- kvæði strax í byrjun í 4x400 metra boðhlaupinu og það kom í hlut Johnsons að innsigla sigurinn með síðasta sprettinum en hann var að keppa á sínum síðustu Ólympíuleik- um. Þetta var 5. sigur Bandaríkj- anna í röð á Ólympíuleikunum í þessari keppnisgrein. Nigeríumenn tryggðu sér silfrið með frábærum endaspretti og Jamaíkumenn fengu bronsverðlaunin. Benida vann 1.500 metrana Nouria Merah-Benida tryggði sér ólympíumeistaratitlinn í 1.500 metra hlaupi kvenna með góðum endaspretti. Sigurtími hennar var 4:05,10 mínútur. Silfrið og bronsið fór til Rúmeníu. Violeta Szekely varð önnur á 4:051,5 mínútum og Gabriela Szabo, ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupinu, varð í þriðja sætinu. Szabo tryggði sér bronsið með frábærum endaspretti en hún SJÁSÍÐU16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.