Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 39 MINNINGAR i Guðjón Ingi starfaði með okkur í Erninum frá í janúar 1997 allt þar til í vor þegar hann þurfti að hætta þegar veikindi hans tóku sig upp aftur. Hann var mjög samvisku- samur, stundvís og eljusamur starfsmaður. Hann hafði gaman af skíðaferðum og stundaði þær þá er færi gafst. Hann var snyrtimenni hið mesta og var t.d. alltaf hálf- vandræðalegt að þurfa að leggja sínum bíl við hlið hans. Hans var alltaf svo skínandi glansandi. Þá var hann einstaklega fljótur til að rétta fram hjálparhönd með brosi á vör. Því hann kunni jú þetta og kunni hitt og svo sagði hann sögu um hvernig það hefði nú viljað til að hann vissi og þekkti allt um þetta verk eða málefni. Við höfum misst góðan dreng og við vottum börnum hans, þeim Ófeigi og Ingunni Önnu, og öðrum hans nánustu vinum og vanda- mönnum okkar dýpstu samúð. Við þökkum fyrir samfylgdina. Samstarfsmenn í Erninum. Allt frá því að ég kynntist Guð- jóni Inga fyrir tæpum 25 árum hef- ur vinátta okkar vaxið jafnt og þétt. Á undanförnum árum óx hún þó enn meir og Guðjón Ingi varð kærkomin heimilisgestur á heimili okkar í Bergsmáranum. Þar sátum við jafnan í góðu yfirlæti og rædd- um lífsins gagn og nauðsynjar. Guðjón Ingi var mikið snyrti- menni, sérlega laghentur og ná- kvæmur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Að sama skapi var hann kröfuharður á sjálfan sig og unni sér ekki hvíldar fyrr en hlut- irnir voru orðnir eins og hann vildi hafa þá. Hann lagði mikið upp úr því að hafa fallegt í kringum sig en án þess þó að það væri til að sýnast eða þykjast meiri en hann var. Guðjón Ingi kom þannig alltaf til dyranna eins og hann var klæddur og var ekkert að tvínóna við að segja sína skoðun. Um tíma bjó Guðjón Ingi og fjöl- skylda hans í Noregi. Við feðgarnir heimsóttum þá feðga eitt árið, Guð- jón Inga og Ófeig og kynntumst þannig takmarkalausri gestrisni Guðjóns Inga. Guðjón Ingi var mikill íþróttamaður og sinnti þeim áhugamálum sínum af mikilli ástríðu. Hann var líka sérlega lag- inn við að draga menn að því sem honum var kært og kveikja þannig áhuga annarra. Sem dæmi má nefna að Evrópukeppnin í fótbolta stóð sem hæst þegar yið dvöldumst hjá honum í Noregi. Áhugi Guðjóns Inga á fótbolta var þannig svo mik- ill að maður eins og ég, sem hafði takmarkaðan áhuga á boltanum, gat á endanum ekki slitið mig frá keppninni. Guðjón Ingi bar höfuðið hátt þrátt fyrir erfiðleika sem fylgdu veikindum hans síðustu árin. Hans verður sárt saknað í Bergsmáran- um. Við kveðjum vin okkar með söknuði en jafnframt með þakklæti fyrir öll góðu árin sem við fengum að eiga vináttu hans. Elsku Ófeigur og Ingunn Anna, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð en vonum að minningin um góðan pabba sefi sorgina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Agúst Gunnarsson og fjölskyldan Bergsmára 7. Vinur okkar Guðjón Ingi eða Ingi, eins við kölluðum hann í okk- ar hóp, er fallin frá langt um aldur fram. Með honum er farinn einn okkar traustasti vinur gegnum tíð- ina. Við Ingi vorum ekki háir í loftinu þegar við kynntumst á skíðum í Jósepsdal. Þar áttum við eftir að njóta saman bernsku- og unglings- ára við leik og gleði. Ingi var frá- bær félagi, glaðlyndur og traustur. Margt var brallað og prófað á þess- um árum, eins og ungum mönnum er tamt, og var Ingi þar oftar en ekki fremstur í flokki enda áræðinn að eðlisfari. Flestir fjallatoppar Bláfjallanna klifnir og skíðaðir nið- ur. I huga Inga var ekkert fjall svo mikið að ekki mætti að minnsta kosti reyna. Kvöldin í Jósepsdal verða ætíð minnisstæð en oftar en ekki Ingi driffjöðrin í því að drífa sig út eftir kvöldmat og skíða í svona tvo til þrjá tíma í upplýstri brekkunni til að ná úr sér strengj- unum eftir að hafa verið á skíðum allan daginn. Slíkur var áhuginn og krafturinn. Það kom því fáum á óvart er til hans þekktu þegar hann náði þeim árangri að verða einn al- besti skíðamaður íslands í alpa- greinum um Iangt árabíl. Það var oft unun að fylgjast með honum í keppni þar sem fór saman mýkt, snerpa og ekki síst gífurlegt áræði. Mér er mjög minnisstætt kvöld eitt eftir að ég hafði keypt mér skellinöðru og fór til Inga að sýna honum gripinn. Ekki var við annað komandi en að fá að prufa. Hann byrjaði síðan að keyra kringum húsið þar sem hann bjó í Kópavog- inum og var ekki hætt fyrr en bensínið var búið og grasflötin hálf- ónýt. Hann ljómaði út að eyrum en ég er ekki viss um að afi hans og amma, sem hann bjó hjá, hafi verið alveg jafn ánægð með framtakið þó lítið hafi verið sagt enda ýmsu vön. Eftir unglingsárin minnkaði sam- bandið um tíma þó við hittumst alltaf reglulega í fjöllunum. Þegar Ingi staðfesti ráð sitt og giftist Guðbjörgu hófst nýr kafli. Við hjónin og þau urðum góðir vinir og gerðum margt saman. Hæst ber í minningunni skíðaferð sem við fór- um til Aspen 1982. Þar áttum við frábærar stundir með þeim hjónum og hefur þeirrar ferðar oft verið minnst og mikið hlegið. Eftir að dætur okkar Svanhildur og Margrét og Ófeigur sonur þeirra fæddust vorum við mikið saman í sumarbústað okkar hjóna. Ingi var fljótur að rétta hjálpar- hönd ef á þurfti að halda til hvaða verks sem var enda einstaklega laghentur og vandvirkur til allra hluta. Sem dæmi má nefna að á frumbýlinsárum sumarhússins komu þau hjón í heimsókn og lítið um húsgögn í kofanum. Inga fannst ekki viðeigandi að setjast niður með góðar veigar við svo fá- tæklegar aðstæður, fór og fann gólfefni, smíðaði úr því sófaborð sem nú 17 árum síðar er enn stofustássið í bústaðnum. Það þýddi sem sagt ekkert að ætla sér að kasta til höndunum, ekki var hætt fyrr en Ingi var ánægður með verkið. Þessa bar einnig hús þeirra hjóna í Mýrarásnum glöggt vitni. Ingi innréttaði það að miklu leyti sjálfur og var það unnið með slíkum glæsibrag að eftir var tek- ið. Fyrir nokkrum árum dundi hins vegar ógæfan yfir er Ingi veiktist alvarlega. Erfiðir tímar fóru í hönd og varð Ingi aldrei samur eftir. Glaðlyndið, jákvæðið og krafturinn yfirgáfu hann þó ekki og má segja að hann hafi ómeðvitað kennt okk- ur að meta lífið með öðrum hætti en fyrr. Hin síðari ár áttum við góðar stundir saman hvort sem var að sitja og horfa á íþróttaviðburði í sjónvarpinu, göngutúrum á fornum fjallaslóðum, veiðitúrum, vélsleða- ferðum eða skíðaferðum bæði hér heima og erlendis. Ég minnist sér- staklega síðustu ferðar okkar sam- an í febrúar sl. er við fórum á vél- sleðum inn á Hellisheiði. í lok ferðar fundum við okkur gjótu í hrauninu þar sem logn var og feng- um okkur hákarl í tilefni dagsins. Inga varð tíðrætt um ferð dagsins og sagði síðan. „Hugsaðu þér, Valdi, að það skuli vera fullt af fólki sem aldrei hefur fengið að kynnast þessu lífi sem fjöllin bjóða upp á, en svona er lífið." Stuttu seinna kom annað áfall sem okkar kæri vinur réð ekki við. Við þökkum þér, Ingi, fyrir allt sem þú gafst okkur. Ófeigur og Ingunn, þið áttuð einstakan pabba en við getum nú lítið annað en sent ykkur okkar hjartanlegustu samúð- arkveðjur. Guð geymi góðan dreng. Valdimar og Gunna. HELGI GUÐLAUGSSON + Helgi Guðlaugs- son fæddist í Gerðakoti f ÖII'usi 20. mars 1906. Hann andaðist á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 25. september sfðastlið- inn. Foreldrar hans voru þau Guðlaugur Hannesson, f. 3. sept- ember 1858, bóndi í Þórðarkoti í Selvogi og svo í Gerðakoti í Ölfusi, d. 20. febrúar 1941, og kona hans Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 5. desember 1863, d. 4. ágúst 1940. Þau fluttu sfðar til Reykjavíkur og bjugjru þar til dánardags. Hehji var næst- yngstur systkina sinna en þau eru nú öll dáin: Hannes Guðlaugsson, f. í Þorðarkoti 17. mars 1888, múrari í Reykjavík; Herdís Helga Guðlaugsdóttir, f. í Þórðarkoti 4. september 1889, d. 30. desember 1890; Valdimar Guðlaugsson, f. í Þórðarkoti 25. desember 1891, húsasmiður í Reykjavfk; Ilerdis Helga Guðlaugsdóttir, f. í Þórðar- koti 19. maí 1894, húsfreyja í Reykjavík; Rósa Júlíana Guð- laugsdóttir, f. í Þórðarkoti 16. Helgi hafði þann léttleika og þá kímnigáfu til að bera sem gera lífið bærilegra. Fólk laðaðist að honum og alltaf voru fjölmargir til að heim- sækja hann og fá hjá honum kaffi og meðlæti. Hann var grænmetisæta og var óspar á að dreifa uppskriftum um frábæra grænmetisrétti. Með þess- um trakteringum voru spaklegar um- ræður um menn og málefni líðandi stundar. Ég þekkti ekki alla þá og þær sem heimsóttu hann og nutu grænmetissúpunnar í hádeginu. Enn voru fjölmargir eftir þegar ég fór að kaupa inn fyrir hann og annast mál hans, einkum eftir að hann missti sjónina fyrir alvöru. Straumur góðra vina kom í húsið hans á Njálsgötunni sem hann gaf Blindrafélaginu áður en hann flutti í húsið að Hamrahlíð 17. í Hamrahlíðinni var oft hið besta samsæti en eftir að Helgi var orðinn blindur lærði hann á allt sem hann þurfti til að komast af í hinni svörtu veröld. Síðustu tíu árin var Guðleif Bender hin mesta hjálparhella hans og fyrir honum var hin svarta veröld blindunnar ómöguleg án hennar. Vinirnir týndu tölunni en alltaf voru hinir tryggu og góðu vinir hans sem eftir lifðu til staðar í hverri viku, Gísli, Ægir, Magnús, Gunnar og Guðni. Tryggir vinir úr hópi nýals- sinna komu einstaka sinnum og svo vinkonur hans og ættingjar. Eg og konan mín Gerður eigum góðar minningar um hinn lífsglaða Helga sem lét ekki bugast þó að blindan SKILA- FRESTUR MINN- INGAR- GREINA EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. febrúar 1897, saumakona í Reykja- vfk; Guðmundur Guðlaugfsson, f. í Þórðarkoti 3. sept- ember 1898, bifreið- arsrjóri og verk- stjóri í Reykjavík; Pálína Guðlaugs- döttir, f. í Þórðar- koti 3. september 1898, ljósmdðir í Reykjavík; Svein- björn Guðlaugsson, f. í Þórðarkoti 17. mars 1902, bifreið- arstjóri í Reykjavfk; Arni Guðlaugsson, f. í Gerðakoti 9. september 1904, prentari í Reykjavík; Halldóra Guðlaugs- dóttir, f. í Gerðakoti 7. ágúst 1909, húsfreyja á Helluvaði á Rangár- völlum. Helgi vann sem verkamaður og verslunarmaður í Reykjavfk mest- alla starfsævi súia. Hann stundaði náin f Samvinnuskólanum f Reyk javik og f Vesi urliáskóianiim i'Moskvu. Helgi verður jarðsiiiiginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 2. október og hefst athðfnin klukkan 13.30. kæmi yfir hann og meinaði honum að njóta þess sem hafði verið svo mikil- vægt fyrir hann, að lesa bækur. Helgi tilheyrir þeirri kynslóð sem ólst upp í torfbæ. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur og stundaði margs konar störf. Hann vann sem verka- maður í byggingarvinnu, við verslun- arstörf og harðfiskframleiðslu svo að eitthvað sé nefnt. Hann stóð fyrir framkvæmdum í Barmahlíð fyrir systkini sín og seldi sína íbúð til að málið gengi upp. Helgi stundaði nám í Samvinnu- skólanum og rifjaði oft upp og mundi vel það sem kennarar hans kenndu honum þar. Einkum fannst honum gaman að rifja upp orð Björns Sigfús- sonar sem kenndi íslensku og sögu. Hann heillaðist snemma af kenn- ingum sósíalista og starfaði drjúgt í félögum þeirra. 1931 og 1932 var hann í Moskvu og nam í svoköiluðum Vesturháskóia. Aðalkennarar hans þar voru sænskumælandi Finnar, Allan Wallenius og Vistbakka. Þeir hurfu báðir í hreinsunum Stalíns eins og fleiri félagar Helga í Vesturhá- skólanum. Helgi komst til íslands í árslok 1932. Hann vann lengi með vini sínum Ægi Ólafssyni í heildsölufyrirtæki sem flutti inn vörur frá austantjalds- löndum, einkum TékkóslóvaMu. Hann var einn af brautryðjendun- um sem hófu nýja verkunaraðferð á harðfiski. Fyrirtækið sem hann stofnaði með nokkrum félögum sín- um hét Hjallur og var til húsa vestast í Kópavogi. Ég kynntist vel rekstri fyrirtækisins, einkum sumarið sem ég starfaði fyrir hann í fyrirtækinu þegar hann var erlendis og undraðist * ég þá mest nákvæmni hans í bók- haldi. Hann reyndi að kenna færeyskum vinum sínum hinar nýju verkunarað- ferðir og fór oft tíl Færeyja í þeim er- indum. Á seinni árum var aðaláhugamál Helga heimspeki, einkum speki Helga Péturss og vann hann árum saman að uppbyggingu félags nýals- sinna. Á tímabik' rak hann bókabúð á Njálsgötunni í litlu húsi við hliðina á félagshúsi nýalssinna. Ég vil þakka Helga fyrir allt sem hannveittí mér, skilning á því hve lífið er í sjálfu sér einfalt en á sama hátt margbrotíð, hve mikilvægt er að sjá hlutína í Ijósi þeirrar kúnni sem er af- stæð. Guðlaugur Rúnar Guðmundsson. Kveðja frá Blíndrafélaginu Helgi Guðlaugsson, heiðursféiagi í Blindrafélaginu - samtökum blindra og sjónskertra á íslandi, er látinn. Helgi bjó síðasta áratuginn í húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 og þó að ekki hafi farið miMð fyrir hon- um markaði hann djúp spor í hjörtu samferðamanna sinna. Helgi sýndi BUndrafélaginu mik- inn hlýhug og velvild á sínum tíma, > þegar hann gaf félaginu húseign sína á Njálsgötu. Sú höfðinglega gjöf var félaginu ómetanlegur stuðningur til eflingar starfsemi þess. Fyrir hönd félagsmanna Blindra- félagsins vil ég þakka Helga sam- fylgdina og hlýhuginn. Vinum hans og ættingjum votta ég mina innilegustu samúð. Guð blessi minningu Helga Guð- laugssonar. F.h. Blindrafélagsins, Halldór Sævar Guðbergsson, formaður. ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta EHK Höfum undirbúið og séð um útfarir Jyrir landsmenn í 10 ár. Súni 567 9110 & 893 8638 _____www.utfarir.is utfarir@utfarir.is Rúnar Geimuindsson Sigurður Rúnarsson útíararstjórí úlfararstjón LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK__________ Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.