Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 43
MUKUUJNJtSUAiJltJ öUininujjauuki. UKTÚBER2000 43 MINNINGAR Undirfelli í Vatnsdal sumarið 1926 var rafmagn ekki komið í sveitir og hafði hún sjálf síðar orð á þvi, að mesta breytingin í lífi sveitafólks hefði einmitt verið rafmagnið, því að þá var myrkrinu bægt burt. Hún mundi líka, þegar fyrsti bíllinn kom í sveitina hennar og þegar fólk safnað- ist saman til að hlusta á fyrsta út- varpstækið. Þessi kynslóð vann hörð- um höndum og skilaði íslandi bættu og breyttu í hendur okkar, sem nú yrkjum landið. Faðir Ástu, Hannes Pálsson frá Undirfelli, var þjóðkunnur maður á sinni tíð. Hann háði marga hildina í Austur-Húnavatnssýslu, þar sem hann var fjórum sinnum í framboði til þings fyrir Framsóknarflokkinn. Seg- ir hann frá því í bók sinni, VopnasMpti og vinakynni. Þar var síðan bróðir Hannesar, Björn á Löngumýri, sem vann sýsluna fyrir Framsóknarflokk- inn í sögulegri kosningu sumrið 1959. Annar bróðir Hannesar, dr. Halldór búnaðarmálastjóri, var líka þjóð- kunnur. Systir þeirra, Hulda, er móð- ir Páls Péturssonar, ráðherra. Ásta Hannesdóttir var eindreginn framsóknarmaður, eins og hún átti ættir til. Hún gekk í héraðsskólann á Laugarvatni og í Kennaraskólann, en í báðum skólunum sveif andi ung- mennafélaganna yfír vötnum. Kjör- orð ungmennafélagshreyfingarinnar, Ræktun lands og lýðs, var eins og tal- að út úr hennar hjarta. Eftir að um hægðist á heimili hennar og börnin komin upp hóf hún kraftmikið starf í Framsóknarflokknum í Kópavogi jafnframt kennslu, lengst í Breið- holtsskóla. Hún var árin 1987-1989 formaður Framsóknarkvennafélags- ins Freyju í Kópavogi og sat enn fremur lengi í stjórn félagsins. Hún var líka lengi í stjórn Framness í Kópavogi og lagði drjúgan skerf til fé- lagsheimilis Framsóknarmanna við Digranesveg í Kópavogi. Um skeið var hún varabæjarfulltrúi og einnig sat hún í mörgum nefndum á vegum flokksins. Var hún ætíð boðin og búin að leggja flokknum lið. Hún sótti ófáa miðstjórnarfundi og kjördæmisráðs- fundi og var jafnan ódeig að taka til máls og leggja gott til mála. Hún var kjarnyrt og kryddaði mál sitt gaman- semi þegar það átti við og jafnan var vel hlustað þegar hún var í ræðustóli. Þegar við nú kveðjum Ástu Hann- esdóttur verður mér hugsað til þeirra hliða stjórnmálanna sem mér hafa fundist jákvæðastar, sem er að kynn- ast fólki eins og Ástu, fólki sem býr yfir leiftrandi hugsjónaeldi og einlæg- um vilja til að láta gott af sér leiða. Kjarni stjórnmálastarfs er einmitt að láta gott af sér leiða. Ásta var framúrskarandi dæmi um hugsjóna- mann sem vildi vinna þjóðinni og flokki sínum gagn. Hún var ein af þeim sem aldrei slógu af í braráttunni við að byggja upp betra og réttlátara samfélag hér á Islandi. I þeirri bar- áttu var aldrei kvartað þótt mikið þyrfti að leggja á sig, jafnvel eftir langan vinnudag, og aldrei leiddi hún hugann að því að fá í staðinn umbun eða viðurkenningu.Tvö orð lýsa best starfi Astu Hannesdóttur fyrir Fram- sóknarflokkinn: Ósérhlífni og sjálf- stæði. Hún lét engan segja sér fyrir verkum, heldur hafði kjark til að segja skoðun sína umbúðalaust. Eitt er víst að hún hafði áhrif. Með hennar vinnu og þúsunda annarra höfum við byggt upp betra samfélag. Asta vissi betur en flestir að því starfi lýkur aldrei. Ásta lést á líknardeild Landsspítal- ans eftir að hafa háð langvinnt dauða- stríð af æðruleysi, eins og hennar kynslóð er líkt. Hún lætur eftir sig fjögur börn, Hannes Hólmstein, Salvöru Kristjönu, Kristin Dag og Guðrúnu Stellu, og fimm barnabörn og votta ég þeim innilega samúð mína fyrir hönd Framsóknarflokksins. Halldór Ásgrímsson. Ásta Hannesdóttir var vinkona mín í blíðu og stríðu í tæpa hálfa öld. Eig- inmaður minn, Eiríkur Gíslason, var stjúpbróðir Gissurar Jörundar Krist- inssonar og haustið 1952 bjuggum við öll í húsi fóður hans, Kristins Guð- bjartssonar vélstjóra, á Óðinsgötu 25. Þá kom Gissur Jörundur blaðskell- andi einn góðan veðurdag og vildi kynna mig fyrir unnustu sinni. Hún reyndist vera brosmild og hnellin stúlka úr Húnaþingi, Ásta Hannes- dóttir. Við Asta settumst niður, drukkum saman kaffi og urðum strax góðar vinkonur og féll síðan aldrei styggðaryrði á milli okkar. Þau Giss- ur hófu skömmu síðar búskap í næstu íbúð við okkur og á Óðinsgötu fædd- ust þrjú eldri börn þeirra, Hannes, Salvör og Kristinn. Hafði Ásta hætt kennslu, sem hún hafði stundað næstu ár á undan, til að ala börnin upp. Man ég enn, hversu alvarlega hún tók móðurhlutveridð, ekM síst í byrjun, og hversu mikið hún lagði jafnan á sig fyrir börnin sín. Árið 1957 fluttust báðar fjölskyldurnar, mln og hennar, á Laugarnesveg 100, þar sem yngsta dóttir Astu, Guðrún, fæddist. Nokkur frumbýlingsbragur var þá í Laugarnesinu, götur ómalbikaðar, mörg hús lengi ófrágengin og barna- grúi í fiestum þeirra. Þetta var erfið- ur en um margt skemmtilegur tími. Ásta hóf aftur kennslu árið 1967 eftir að hafa bætt við sig handavinnukenn- araprófi. Þau Ásta, Gissur og börnin bjuggu á Laugarnesvegi fram til 1970, þegar þau fluttust í einbýlishús í Kópavogi. Má nærri geta, að ég kynntist Astu og fjölskyldu hennar vel í þessu nær tveggja áratuga sam- býli. Asta Hannesdóttir var i fæstum orðum stórkostleg kona, sem gaf mik- ið af sjálfri sér og hafði líka mikið að gefa. Hún var greind og vel menntuð og sérlega glaðlynd og hláturmild. Tók ég enn fremur til þess, hversu vinnusöm hún var og kappsöm, að hverju sem hún gekk, jafnvel áköf. Er óhætt að segja, að henni hafi aldrei fallið verk úr hendi. Þótt hún hefði ákveðnar skoðanir, einkum á stjórn- málum, var hún umburðarlynd, víðsýn og frjálslynd. Hún var í senn hörð og viðkvæm. Hún var hörð í þeim skilningi, að hún var sterk og haggaðist lítt jafnt í mótlæti sem meðbyr. En hún var líka viðkvæm undir niðri, mátti ekkert aumt sjá og bar miMa umhyggju fyrir öðrum, ekM síst þeim, sem áttu undir högg að sækja. Hún sagði stundum, að hún hefði teMð út sorgina í sínu lífi, þegar systir hennar, Guðrún, sem hún kall- aði Diddu, féll skyndilega frá aðeins fjórtán ára að aldri. Höfðu þær systur verið mjög samrýndar. Ég sá Ástu síðast í brúðkaupi dótturdóttur minn- ar, mánuði áður en hún féll frá, og var hún þá glöð og kát að vanda, þótt hún hefði þá glímt við erfiðan sjúkdóm í nokkra mánuði. Ég skrapp til útlanda skömmu eftir þetta og nokkrum dög- um áður en Asta dó vitjaði hún mín þar ytra í draumi og sagðist vera að fara í langt ferðalag, en hún legði ekM af stað fyrr en eftir helgi, eins og hún orðaði það. Þriðjudaginn eftir þetta var hún öll. Síðustu mánuðina hafði hún notið frábærrar umönnunar á líknardeild Landspítalans, en böm hennar létu sér líka öll mjög annt um hana. Var það Ástu ætíð óblandin ánægja að hitta dæturdætur sínar og annast um þær. Astu Hannesdóttur verður sárt saknað, en hún mun lifa í minningu allra þeirra, sem þekktu hana. María Haraldsdóttir. Ég dey og ég veit, nær dauðann að ber. Ég dey, þegar komin er stundin. Ég dey, þegar ábatí dauðinn er mér. Eg dey, þegar lausnin mér hentust er og eilífs lífs uppspretta er fundin. (Stefán Thorarensen.) „Mér finnst það tillitsleysi af skaparanum að láta mig kafa snjóinn í vetur ef hann lofar mér ekM að lifa sumarið." Þetta voru orð alþýðuhetj- unnar Astu Hannesdóttur í fyrsta símtalinu sem við áttum saman eftir að ljóst var að hún væri helsjúk. Hún var létt í tali eins og venjulega, gerði grín að veikindum sínum og sagðist svo sem vera tilbúin að fara - búin að tjúka sínu dagsverM - en blóm sum- arsins væru svo falleg. Ásta fékk að njóta blóma sumarsins. I hennar erf- iða dauðastríði heyrði ég hana aldrei kvarta enda ekM henni líM að bera harm sinn á torg. Þetta lýsir Astu mjög vel. Hún var raunsæ og sann- gjörn baráttukona. Enda þótt sérhver kona sé einstök var Ásta alveg einstök. Hún var ein af þessum dyggðum prýddu konum, sem samferðamennirnir leituðu til vegna þess að þeir treystu henni. Hún var kennari af lífi og sál. Hún hafði ákveðnar skoðanir á skólamálum sem og öðrum þjóðfélagsmálum og rök- festa Astu var engu lík. Hún var kona sem þorði að segja skoðanir sínar jafnt í ræðustól sem við eldhúsborðið, enda virt af þeim sem hana þekktu. Hún var hlý, úrræðagóð, heiðarleg, hjálpfús og góðum gáfum gædd hvort sem var til hugar eða handa. Hún var mjög framsýn og fylgdist vel með öllu sem verða mátti til framfara. Sem dæmi um það er að hún talaði um gagnsemi þess að leggja járnbraut frá Keflavík til Reykjavíkur fyrir mörgum árum. Þá hlustuðu fáir en nú er talað um jámbraut í fullri alvöru. Asta hafði mikla trú á æsku þessa lands, treysti henni til að erfa landið. Kímni brá fyrir á andliti hennar þeg- ar bernskubrek bar á góma. Hún skildi að litlir fingur þurfa að fá að snerta og var þess fullviss að „enginn verður óbarinn bisMip". Asta var eitt af hinum fjölmörgu „skúffuskáldum" samtímans, prýðUega hagmælt en flíkaði því aldrei. Eg veit að hún orti sig frá vandamálum h'ðandi stundar og í glettinni ferskeytlu fékk ólgandi skap hennar oft útrás. Asta var ákaflega glaðlynd og bros- mild kona og hún hafði þann hæfileika sem ekM er öllum gefinn, að brosa til að breiða yfir ama. Ég kveð Astu Hannesdóttur með virðingu og þökk fyrir allt. Fyrir mig var það einn af stóru vinningunum í happdrætti lifsins að fá að kynnast þessari einstöku merMskonu. Börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum syrgjendum votta ég mína dýpstu samúð og vona að þau geti glaðst í hjarta sínu yfir að hafa átt svo trausta og trygga konu við hlið sér á lífsveginum. Ó blessuð stund, er hátt í himinsölum minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá og við um okkar ævi saman tölum sem eins og skuggi þá er liðin hji (MatthJoch.) Guð blessi minningu Ástu Hannes- dóttur. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Það er með miklum trega að ég kveð vinkonu mína, Ástu Hannesdótt- ur. Hugurinn reikar til baka til sum- arsins 1994. Um 1.300 íslenskar kon- ur skunda á kvennaráðstefnuna í Turku í Finnlandi. Þúsundir kverma af Norðurlöndunum kynnast hag og menningu hver annarrar um leið og þær skemmta sér undir finnskri ágústsólinni. Asta Hannesdóttir var ein íslensku kvennanna. I Turku átt- um við saman góðar og gjöfular stundir. Mér er afar minnisstætt er við sátum þar tvær samanj ræddum heimsmálin, stjórnmálin á íslandi og hlutverk Framsóknarflokksins. Asta varð á þeirri stundu einn af örlaga- völdunum í mínu lífi. Hún tók sér langan tíma í að ræða við mig um þörf og mikilvægi þess að konur létu meira til sín taka í stjórnmálum, það væri Framsóknarflokknum og samfélag- inu nauðsynlegt. Konur þyrftu að taka sér tak og skunda fram. „Þú átt að hella þér út í landsmálin, Siv, það er ekkert mál. Skelltu þér í slaginn og við kerling- arnar skulum styðja við baMð á þér," sagði hún kampakát og sannfærandi. Hvatning Ástu vó þungt í þeirri ákvörðun minni að taka þátt í stjórn- málum á landsvísu. Síðan hafa hún og Freyjukonur stutt mig gegnum þykkt og þunnt í stjórnmálastörfunum. Asta Hannesdóttir var einstök manneskja. Um leið og hún var hlý og einlæg í samsMptum sínum við annað fólk var hún hörð á sínu. Ásta var afar félagslynd. Það var gaman og gefandi að vinna við hlið hennar. Því kynntist ég í gegnum starf hennar innan Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi. Þar stóð Ásta í broddi fylk- ingar um árabii ásamt þeim Sigur- björgu Björgvinsdóttur og Birnu Arnadóttur. Kraftur Freyjukvenna í Kópavoginum hefur verið aðdáunar- verður. Freyjukonur hafa verið hvað virkastar og duglegastar í flokks- starfinu í Reykjaneskjördæmi. Asta mætti á flestalla fundi í Framsókn- arhúsinu við Digranesveg. Um leið og hún hellti upp á og tók til kaffi- veitingarnar tók hún þátt í umræðum og kom með sínar athugasemdir jafnt úr eldhúsinu sem úr ræðustól. Ásta var frábær ræðumanneskja. Þegar hún talaði lögðu allir við hlustir. Hún talaði af krafti og beitti það sterkum og hnyttnum rökum að ræður hennar urðu oft hin mesta skemmtan þrátt fyrir að undirtónninn væri há- pólitískur. Þegar ég kynntist Ástu vissi ég það eitt að hún væri vön að standa upp á kjördæmaþingum Framsóknar- flokksins á Reykjanesi og segja þar meiningu sína umbúðalaust. Hún hafði sterkar skoðanir á málum, nán- ast sama hvar borið var niður. Sýn hennar á mennta-, félags- og sjávar- útvegsmálin var skýr og margir fram- sóknarmenn á Reykjanesi minnast Ástu fyrir óbilandi áhuga hennar á járnbraut milli Keflavíkur og Reykja- víkur. Mér er eins afar minnisstætt þegar Asta kom á einu kjördæmis- þinginu upp í ræðustól. Umræðan snerist um skattamál og sá hún öll tormerM á hugleiðingum fyrri ræðu- manna. Spurði hún, með hárbeittri Mmni, hvaðan í ósköpunum menn hefðu fengið þessar hugmyndir og hvernig það væri, hvort menn kynnu ekM lengur að reikna í þessu landi? Astu var illa við allan undirlægjuhátt, menn áttu að bera höfuð sitt hátt hvað sem á gengi og standa fast á sínu. Orðið uppgjöf var ekM til í hennar orðabók, enda var Ásta bjartsýn að eðlisfari. Asta sýndi samferðafólM sínu miMa ræktarsemi. Garðurinn hennar í Hjallabrekkunni með sínum lit- skrúðugu blómum bar einmitt þessari ræktarsemi Astu glöggt vitni. Ég naut þessa eiginleika Astu ríkulega. Allt frá því að hún hvatti mig til þess að hella mér út í stjórnmálin af krafti á kvennaráðstefnunni í Turku sýndi hún mér þessa ræktarsemi. í próf- kjöri, sem þingmaður og nú síðast sem ráðherra. Alltaf naut Ástu Hann- esdóttur við, þar sem hún hvatti mig áfram með ráðum og dáð. Undir það síðasta, þegar hún var þrotin að Möft- um, kom hún hvatningarorðum sínum áleiðis til mín í gegnum Birnu Árna- dóttur, vinkonu okkar. Mig langar í þessum kveðjuorðum að þakka Ástu Hannesdóttur fyrir samfylgd hennar og stuðning í minn garð á liðnum árum. Stuðningur hennar og hvatning hafa verið mér ómetanleg. Framsóknarmenn eiga henni miMð að þakka fyrir allt það starf sem hún innti af hendi í þágu flokksins, styrk hennar og þraut- seigju. Við sem vorum svo lánsöm að eiga Astu að munum sakna hennar sárt. Börnum hennar, þeim Hannesi Hólmsteini, Salvöru Kristjönu, Kristni Degi og Guðrúnu Stellu, ásamt öðrum ættingjum og samfylgd- armönnum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi niinning Ástu lifa um ókomna tíð. Siv Friðleifsdóttir. Nú í haust eru liðin 57 ár frá því að kynni okkar Astu hófust. EkM leist okkur nú of vel hvorri á aðra við fyrstu sýn. Við lentum saman á fjög- urra stúlkna herbergi á Laugarvatns- skóla. Það var liðinn smátími frá skólasetningu þegar hún kom í skól- ann og það átti að vera skólaball um kvöldið. Ég rétt heilsaði henni og hélt svo áfram að búa mig, greiða mér og mála mig og púðra. Asta sagðist hafa hugsað með sér að ég væri nú meiri pjattrófan og ég hugsaði að hún væri nú meiri fitubollan. Við hinar þrjár vorum allar svo grannar. En þegar við hittumst mörgum árum seinna og höfðum verið duglegar við að bæta á okkur aukakílóum sagði Ásta: „Svei mér þá, ég held að ég sé bara orðin grennst af okkur." Og svo hló hún sín- um gleðigjafahlátri. Margar skemmtilegar minningar eru frá þessum skólaárum, það var dásamlegur tími. Ásta fór svo í Kenn- araskólann en ég fór að vinna og vin- átta okkar hélt áfram í Reykjavík. Tveimur árum seinna tók ég mér frí úr vinnu og fór með henni norður í Guðlaugsstaði í kaupavinnu, en þar bjuggu afi hennar og amma og fóður- bróðir. Auðvitað vildum við komast á þau fáu böll sem voru í boði yfir sum- arið. Ég man hvað mér leist flla á Máf yfir Blöndu til að komast á ball í Bólstaðarhlíð. En Ásta sagði mér bara að stíga upp í Máfinn og loka augunum, hún skyldi draga okkur yf- ir og það gerði hún. MiMð var hún líka búin að hlakka til að fara á ballið í Vatnsdalnum, en þar var hún fædd og uppalin. Hún var hins vegar búin að lofa að vera hjá frænku sinni þegar , hún eignaðist barn og barnið þurfti ^- endilega að fæðast á sama tíma og ballið var. Ég fór og var í reiðbuxum og rússastígvélum, en farið var á hestum yfir í Vatnsdal. Ég kallaði það „Fjallabaksleið". Þegar á ballið kom voru allar stúlk- ur í sumarkjólum og á spariskóm. Þá vantaði mig minn góða ráðgjafa til að segja mér til og taka með mér kjól og skó. I Astu eignaðist ég mína bestu vin- konu. Það er vandfundin manneskja sem er eins mörgum kostum búin og hún var. Þess fékk ég að njóta öll. þessi ár frá skóladögum okkar. Ásta kenndi í einn vetur eftir að hún lauk skóla og giftist síðan og eignaðist fjögur börn. Seinna fór hún í handa- vinnukennaradeildina og kenndi eftir það handavinnu. Eftir að við maður- inn minn fluttumst úr Reykjavík í Neistastaði heimsótti hún mig þang- að. Hún kom með börnin með sér og meðan hún dvaldi þar hjálpaði hún mér að sauma á mig og börnin mín. Nærvera hennar og félagsskapur var ekM síðri en hjálpin. Það kom sér líka vel að eiga Ástu fyrir vin, eftir að við fiuttum aftur til Reykjavíkur. Einu sinni þegar maðurinn minn var nýkominn heim af spítala og ég var svo lasin að ég treysti mér ekM út til að versla fyrir heimilið hringdi dyra- bjallan^Og hver var þá komin nema Asta? Ég sagði að það væri eins og hún hefði fengið hugskeyti og hún sagði að sér hefði fundist að hún þyrfti að skreppa til mín. Nú er okkar samverustundum lok- ið, en mirmingarnar á ég sem fjársjóð sem ekkert fær grandað. Blessuð sé minningÁstu Hannesdóttur. Börnum hennar og barnabörnum og öðrum vandamönnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Margrét Björnsdóttir frá <' Neistastöðum. Góður starfsfélagi og vinur er fall- inn frá eftír erfið veikindi. Glaðlynd og góðhjörtuð kona sem helgaði líf sitt kennslu og uppeldi íslenskra skólabarna í marga áratugi. Asta var kennari af hugsjón. Hún var þeirrar skoðunar að kennsla væri göfugt en vanmetíð starf. Hún lagði sig alla fram til að nemendur hennar fengju þá menntun og það uppeldi sem er besta veganesti sérhvers ein- staklings þegar út í lífið er komið. Dugnaður og ósérhlífni einkenndu hana og ef upp komu vandamál í dagsins önn leystí hún úr þeim með bros á vör. Börnunum sem hún kenndi þótti vænt um hana og þau fylltust öryggi í návist hennar. Hún var sannur mannvinur sem gott var að umgangast. Ásta hóf kennslu við Breiðholts- skóla þegar hann hóf starfsemi í sept- ember 1969. Fjrstu árin einkenndust af húsnæðisþrengslum vegna mikils fjölda nemenda og mótunar starfs, siða og venja sem núverandi skóla- starf byggist á. Elja, dugnaður og starfsgleði fyrstu starfsmannanna lagði grunninn að því farsæla skóla- starfi sem einkennt hefur skólann. Ásta var frumkvöðull í handavinnu- kennslu og vann þar starf sem aldrei verður fullþakkað. Lífsgleði hennar og kraftur smitaði út frá sér til allra. Líflegar umræður um líðandi stund voru iðulega á kennarastofunni í frí- mínútum. Ásta tók afstöðu í flestum málum sem rædd voru og lá ekM á skoðunum sínum. Þegar sá gállinn var á henni var tilgangslaust fyrir samkennara hennar að reyna að snúa henni yfir á sitt band. Asta hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og fór ekM leynt með þær. Hún barðist í kjara- og réttíndabaráttu kennara um langt skeið og kennarastéttin á henni margt að þakka. Ásta var tryggur samstarfsmaður^ og virtur félagi. Við upphaf hvers skólaárs kom hún brosandi til starfa með blómvönd úr garðinum sínum tíl að skreyta kennarastofuna. Þessi sið- ur hennar var táknrænn fyrir þá virð- ingu sem hún bar fyrir starfi sínu. Ásta lét af störfum við Breiðholts- skóla vorið 1996 eftír 27 farsæl ár við skólann. '.•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.