Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 4
1 SUNNUDAGUR1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 1/10-7/10 ? RIKISSTJORNIN sam- þykkti á fundi sínum á þriðjudaginn tillögu Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra um stofnun Vatnajökuls- og Skafta- fellsþjóðgarðs. Aður en þjóðgarðurinn verður formlega stofnaður þarf að skýra betur eignarhald á svæðinu. ? ÓLAFUR Ólafsson, for- stjóri Samskipa, segir ís- lenska kaupskipaútgerð hafa hrakist undan erlendri samkeppni undanfarið. Senn líði að því að ekkert kaupskip sigli undir ís- lensku flaggi. ? NÝJAR rannsóknir leiða í Ijós að skarð i austurhluta Kötluöskjunnar nær aðeins í 700 metra hæð. Því eru taldar mestar líknr á því að jökulhlaup frá Mýrdalsjökli myndi falla austur úr Kötluöskjunni og niður á Mýrdalssand Katla gysi nú. ? HALLDOR Asgrúnsson, utanríkisráðherra og for- maður Framsóknarflokks- ins, sagði á fimmtudaginn að hann væri ekki lengur andvígur því að eriendir aðilar fjárfestu í sjávar- útvegi hér á landi. ? EIVIND Reiten, forsljón áldeildar Norsk Hydro, sagði í norska viðskipta- blaðinu Dagens Næringsliv að Norsk Hydro væri mjög umhugað um áhrif álvers á Reyðarfirði á annan iðnað á Austurlandi og samfélags- leg áhrif þess að reisa álver í Reyðarfirði. Hann sagði fyrirtækið þurfa að treysta á að fólk flyttist til Austur- lands til að vinna í álverinu. Morgunblaðið/Sverrir Frábær árangur í Sydney VALA Flosadóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, vann til bronsverðlauna á Ól- ympíuleikunum í Sydney á mánudag- inn þegar hún stökk yfir 4,50 metra í stangarstökki. Hún bætti með því ár- angur sinn utanhúss um 14 sentímetra og setti íslands- og Norðurlandamet. Með afreki sínu varð Vala þriðji ís- lendingurinn tíl að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum, Vilhjálmur Einars- son þrístökkvari varð annar á Ólymp- íuleikunum í Melbourne 1956 og Bjarni Friðriksson varð í þriðja sæti á leikunum í Los Angeles 1984. Guðrún Arnardóttir varð í sjöunda sæti í 400 metra grindahlaupi á Ól- ympíuleikunum á miðvikudaginn. Guðrún hljóp á 54,63 sekúndum sem er fjórði besti tími sem hún hefur náð. Guðrún hefur tilkynnt að þetta hafi verið í síðasta skipti sem hún tekur þátt í stórmóti. Auðlindanefnd skilar niðurstöðu AUÐLINDANEFND lagði fram nið- urstöður sínar á föstudaginn en nefnd- in var kosin af Alþingi fyrir rúmum tveimur árum. Nefndin leggur til að ákvæði verði tekið upp í stjórnarskrá þess efnis að náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði lýstar þjóðareign og þjóðin fái hlut- deild í þeim umframarði sem nýting auðh'ndanna skapar. Stjórnarandstaðan sigrar í Jiigóslavíu FLEST bendir til að stjórnarand- staðan hafi unnið sigur í kosningunum sem fram fóru í Júgóslavíu sl. sunnu- dag. Samkvæmt opinberum úrslitum náði Vojislav Kostuniea, forsetafram- bjóðandi stjórnarandstöðunnar, ekki meirihluta í fyrstu umferð, og hefur yf- irkjörstjórn, sem skipuð er stuðnings- mönnum forsetans Slobodans Milos- evic, boðað til annarrar umferðar. En samkvæmt tölum frá stjórnarandstöð- unni og óháðum eftirlitsmönnum hlaut Kostuniea 52,5% atkvæða og fór því með sigur af hólmi. Stjórnarandstaðan og ríki á Vesturlöndum hafa þrýst á Milosevic að viðurkenna ósigur og tug- þúsundir manna komu saman í mið- borg Belgrad á hverju kvöldi í vikunni til að krefjast afsagnar forsetans. Ým- islegt bendir einnig til að samsteypu- stjórn Milosevics sé að liðast í sundur, en leiðtogi Róttæka flokksins, sem á aðild að stjórninni, lýsti því yfir að Kostunica hefði sigrað og sakaði fiokk forsetans um kosningasvik. Þá hefur serbneska rétttrúnaðarkirkjan lýst yf- ir stuðningi við Kostuniea. Danir hafna aðildaðEMU DANIR höfnuðu aðild að evrópska myntbandalaginu (EMU) í þjóðarat- kvæðagreiðslu á fimmtudag. 53,1% kjósenda greiddu atkvæði gegn aðild og 46,9% með, en munurinn var meiri en búist hafði verið við. Urslitin eru mikið áfall fyrir Poul Nyrup Rasmus- sen forsætisráðherra, en stjórn hans hafði eindregið hvatt almenning til að samþykkja inngöngu í myntbandalag- ið. Forsætisráðherrann fullyrti eftir að úrslitin urðu ljós að þetta þýddi ekki að Danir hefðu snúið baki við Evrópu- sambandinu. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, sem barðist hvað harðast gegn aðildinni, sagði hins vegar að úrslitin ætti að nota til að hægja á Evrópuhraðlestinni. *^VERLENT ? YFIR 70 manns fórust þegar grísk ferja sökk eft- ir að hafa steytt á skeri við innsiglinguna að höfn eyj- arinnar Paros á þriðju- dagskvöld. Skerið var vel merkt á sjókortum og með vita. Skipstjórinn og þrír skipverjar hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi, en talið er að ferj- an hafi verið á sjálfstýr- ingu er hún sigldi á skerið. Sumir af þeim sem komust af fiillyrða að áhöfnin hafi verið að fylgjast með knattspyrnuleik í sjón- varpinu er slysið varð. ? OEIRÐIR skyggðu á fund Alþjððabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Prag í vikunni, en talið er að um 5 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn alþjóðavæðingu. Fundinum var slitið á mið- vikudag, degi fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Tals- menn stofnananna fullyrtu þó að ástæðuna væri ekki að rekja til óeirðanna, heldur hefði dagskránni lokið fyrr en áætlað var. ? FRANSKA flugfélagið Air France hefur stefnt bandaríska flugfélaginu Continental Airlines vegna hugsanlegs þáttar þess í orsökunum fyrir því að það kviknaði í Concorde- þotu Air France í flugtaki frá Charles de Gaulle- flugvelli við París í júlí sl., með þeim afleiðingum að hún hrapaði og 113 manns létu lífið. Talið er að málm- hlutur hafi fallið af þotu Continental og að þessi hlutur hafi sprengt hjól- barða á hUóðfráu þotunni. FRETTIR Ráðstefna um Vatnajökulsþjóðgarð Morgunblaðið/RAX Meðal ráðstefnugesta var Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. Mörk myndi ekki múr milli þjóðgarðs ogumhverfis Á ráðstefnu um Vatna- jökulsþjóðgarð kom fram að hann þyrfti að sækja styrk til náttúru og mannlífs. Ráðstefn- unni var ætlað að skýra umfang starfsins framundan. FJÖLMENN ráðstefna Landvernd- ar um fyrirhugaðan þjóðgarð á Vatnajökli var haldin á Kirkjubæjar- klaustri á föstudag. Ráðstefnan var ætluð til að skýra umfang þess mikla starfs sem framundan er ásamt því að vera vettvangur til að koma á framfæri ábendingum, spurningum og fleiru sem þarf að hyggja að áður en heildarmynd Vatnajökulsþjóð- garðs verður fullgerð. Stefnt er að því að ljúka öllum undirbúningi árið 2002, á alþjóðlegu ári fjalla, og garð- urinn opnaður almenningi sama ár. Jón Helgason, formaður Land- verndar, setti ráðstefnuna. Jón velti m.a. upp spurningunni um mörk garðsins - spurningu sem fjölmargir gestanna áttu eftir að leggja sitt af mörkunum til og sagði: „Þau mega hvorki vera til að mynda sýnilegan né ósýnilegan múr milli þjóðgarðs og umhverfis. Þjóðgarðurinn þarf að sækja styrk til náttúru og mannlífs utan hans og hann á að vera í þágu umhverfisins og þeirra sem þar búa, eins og allra sem þangað koma í nú- tíð og framtíð." Að Vatnajökli liggja svæði sem njóta verndár að náttúru- vernarlögum s.s. Kringilsárrani, Lónsöræfi og Eldborgarraðir auk þess sem þjóðgarðurinn í Skaftafelli nær nú þegar inn á Vatnajökul. Með friðlýsingu alls jökulsins myndu þessi svæði öll tengjast í eina sam- fellda verndarheild. Hjörleifur Gutt- ormsson, náttúrufræðingur og fyrr- verandi þingmaður, lagði ríka áherslu á að stofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs væri, „stórmál og ótvírætt íslenskt ákvörðunarefni" og að sam- ráð og samvinna við heimamenn væri lykillinn að farsælum málalykt- um. Við jaðar jökulsins er víða stundaður búskapur auk þess sem sjö sveitarfélög myndu liggja að mörkum þjóðgarðsins. Þessir aðilar eiga mikilla hagsmuna að gæta því huga þarf að hugsanlegum áhrifum sambýlis þjóðgarðs og landbúnaðar og búskapar. Orn Bergsson, bóndi á Hofi í Öræfum og stjórnarformaður Bændasamtaka Islands, og dr. Ólaf- ur R. Dýrmundsson, landnýtingar- ráðunautur BÍ, lýstu yfir afstöðu bænda á svæðinu sem mótast mjög af því hve langt mörkin ná út fyrir jökuljaðarinn og inn á það land sem nýtt er til hefðbundins búskapar. Eins og kom fram í erindi þeirra Arnar og Ólafar munu bændur leggja áherslu á að vernda hagsmuni sína með leggja drög að því að bú- seta og umferð verði sem mest óbreytt þannig að bændur og búalið geti nýtt mannvirki sín á jörðum sín- um og stundað viðeigandi bústörf með eðlilegum hætti, að byggingum, girðingum og öðrum mannvirkjum verði haldið við eftir þörfum og nýframkvæmdir leyfðar, að ræktun og uppgræðsla miðist við þarfir bú- rekstrar, beitarnýting verði sem minnst skert, þinglýst mörk eignar- 132.090.- ferðafélaginn til London? Allt sem forvitnir ferðatangar þurfa að vita um London - og meira til. Mái og menning j malogmenning.is I Laugavegi 18 • Sími S15 2500 • Síðumúia 7 • Sfmi 510 2500 landa og afrétta verði virt og ný- sköpun í sveitabúskap, s.s. ferða- þjónusta, fiskeldi og ýmis hlunn- indanýting fái að þróast auk annarrar vistvænnar atvinnusköp- unar svo samfélagið haldi áfram að dafna og afla nauðsynlegra tekna. Einnig skal lögð áhersla á að ágang- ur ferðamanna valdi ekki skaða á gróðri og jarðvegi eða ónæði og truflun á búfénaði í sumarhögum. Sem liður í þeirri ráðagerð hafa heimamenn á Hornafirði komið með hugmynd að jöklasafni á Höfn og var þeirri tillögu stungið að Magnúsi Tuma Guðmundssyni hjá Jöklarann- sóknarfélaginu að mælitæki rann- sóknarmanna yrðu beintengd við safnið svo ferðamenn gætu fylgst með sérhverri hreyfingu jökulsins um leið og hún gerist. Magnús Tumi tók uppástungunni vel en vísaði henni í hús umhverfisráðuneytisins til frekari vinnslu. Þjóðgarður innan þjóðvangs Sérstök hugmyndasmiðja leidd af Ingu Rósu Þórðardóttur, fram- kvæmdastjóra Ferðafélags íslands, hafði það hlutverk að draga upp mynd af verndarsvæði sem nær til Vatnajökuls og aðliggjandi svæða. Einnig setti hugmyndasmiðjan fram tillögur að æskilegum mörkum fyrir þjóðgarðinn og mikilvægi þeirra, sérstöðu og einkennum lýst. Smiðjan komst að þeirri niðurstöðu að Vatnajökulsþjóðgarðurinn yrði þungamiðja í stærri þjóðvangi. Þjóðvangur er landsvæði með sam- ræmda stýringu sem tekur mið af ólíkri landnýtingu og verndarsvæð- um innan þess en þjóðgarður er skil- greindur sem friðlýst svæði einkum til verndar vistkerfis og til útivistar þar sem annars vegar fer fram nátt- úrufriðun og hins vegar sköpuð skil- yrði fyrir gesti svo þeir fái hrifist, rannsakað, fræðst, notið útivistar og dvalar sem samræmist umhverfi og menningararfi. Vatnajökuisþjóð- garðurinn yrði stærsta víðerni í Evrópu, þ.e. friðlýstar óbyggðir. Mælendur voru þó flestir sammála um að jökullinn sjálfur væri stór- hættulegt svæði fyrir óreynda fjalla- menn og því yrðu sum svæði hans að vera undir vókulli gæslu, Hugmyndasmiðjuna skipuðu auk Ingu Rósu þau Davíð Bjarnason, Geir Oddsson, Óskar Guðjónsson og Sigrún Helgadóttir auk Ómars Ragnarssonar sem kom inn síðar inn í nefndina sem ráðgjafi hennar vegna sérþekkingar á landháttum. Nefndarmeðlimir lögðu áherslu á að hugmyndir hennar væru málamiðl- unartillögur þeirra mörgu aðila sem að verkefninu standa. I máli þeirra kom einnig fram að sátt meðal heimamanna væri nauðsynleg og þátttaka byggðarlaganna í stjórn þjóðgarðsins æskileg þar sem hann gæti orðið öflugt afl í byggða- og hagþróun viðkomandi svæða. ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.