Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 25 Jón Jóhannes Jónsson dósent RANNSOKNIN MARK VERTINNLEGG SEM ÞURFTIAÐ GERA JÓN Jóhannes Jóns- son, dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild Háskól- ans, hefur verið leiðbein- andi við rannsóknir Hans Tómasar í um tvö ár. Jón telur rannsóknir Hans vera metnaðarfullar og með viðameiri rannsókn- um sem nemandi í læknis- fræði hafi ráðist í við Læknadeildina. „I rannsóknum sínum hefur Hans reynt að skoða erfðamengið sem slíkt sem líffræðilegt fyrir- brigði og hvað það er sem stjórnar uppbyggingu erfðamengisins. Það má því segja að viðfangsefni hans hafi verið að kynna sér líffræði erfðamengisins," segir Jón Jó- hannes þegar hann er beðinn að lýsa í stuttu máli rannsókn nem- anda síns. „Það er enn ekki ljóst hvort sú tilgáta sem sett var fram í upphafi er rétt eða ekki," heldur Jón áfram. Getgátur eru uppi um að það sé virk bæling í frumum manna sem hindri að hreyfanlegir hlutar erfðaefnis, svokallaðir stökklar, geti færst úr stað. í sam- ræmi við þær getgátur settum við fram tilgátu um að samband væri milli magns stökkla nálægt genum og ákveðinna tegunda af stökk- breytingum. Gætum við sýnt fram á slíkt samband myndi það styðja getgátur okkar." Þegar byrjað var á þessu verk- efm' fyrir tveimur árum var í raun og veru ekki hægt að prófa þetta sökum þess að erfðaefnisraðirnar sem voru aðgengilegar í erlendum gagnabönkum voru einfaldlega of stuttar til að vera fullnægjandi sem gögn. Síðan þá hefur mikið breyst og þegar við endurtókum að sú reynsla hafi verið ómetanleg og kynnt fyrir sér undraveröld líf- tækninnar. „Þegar lengra kom í náminu fann ég hversu mikinn áhuga ég hafði á sameindalíffræðinni. Eg hafði því samband við Jón Jóhannes og hann tók mér opnum örmum og leyfði mér að velja verkefni á þessu sviði. Þessar rannsóknir þóttu mér mest heillandi." Hann segir að rannsóknarvinnan hafi verið geysilega skemmtileg, en jafnframt erfið. Sér finnist mikil- vægt að koma að fieiri þáttum en einungis náminu og störf við rann- sóknir henti sér afar vel. rannsóknina á þessu ári reyndist unnt að finna erfðaefnisraðir sem voru miklu aðgengilegri og lengri og því var í fyrsta sinn með góðu móti hægt að framkvæmda þessa rannsókn." Jón telur rannsóknina athyglisverða og sér vitan- lega hafi hún ekki verið gerð áður. „Hún er mark- vert innlegg í þennan þátt lækna- vísindanna og hana þurfti að gera," segir hann. „Hans Tómas þurfti að þróa nýjar aðferðir tíl að vinna gögn úr þessum gagnabönkum, dragaþau saman og vinna úr þeim með þeim hætti að athuga mætti hvort þetta samband væri til staðar eða ekki." Jón bendir á að 4. árs lækna- nemar taki að sér rannsóknar- verkefni, sumir vinni áfram að því verkefni yfir sumartímann og jafnvel að hluta til samhliða námi þar á eftir. „f tilfelli Hans Tómas- ar hefur hann unnið flest sumrin að einhvers konar verkefnum, líka samhliða námi. Þetta er vissulega með viðameiri rannsóknum sem íslenskur læknanemi hefur tekist á hendur. Ekki er síður merkilegt að samhliða hefur hann unnið að annari rannsókn á sama sviði, sem snýr beint á prófun virkni stökkla í frumum. Það verkefni hefur verið unnið í samstarfi við vísindamenn sem áður voru við Yale-háskóla í Bandaríkjunum en eru nú við Há- skólann í Toronto í Kanada." Leiðbeinandinn og hinn ungi vísindamaður hafa að undanförnu unnið að greinargerð um rann- sóknir sínar. „Hún er í handrits- formi og verður senn tilbúin til birtingar í erlendu fagtímariti," segir Jón Jóhannes. „Ég hef áhuga á að fara frekar út í rannsóknir með læknisfræðinni á næstu árum. I „útópískum" heimi vildi ég helst sinna hvoru tveggja í framtíðinni, læknastörfum og rann- sóknum, og hver veit nema það gangi eftir. Erlendis er það vel þekkt, þótt minna fari fyrir því hér- lendis. Þetta er hið minnsta draum- urinn, að sinna grunnrannsóknum að verulegu marki. Líf og starf vís- indamannsins hefur mér alltaf þótt mjög heillandi," segir Hans Tómas Björnsson að lokum, en hann hygg- ur á landvinninga í Bandaríkjunum að loknu námi í vor og eins árs starfsnámi á hérlendu sjúkrahúsi. Dísa í World Class segir: „Loksins sýnilegur árangur!" „Loksins kom krem þar sem virknin finnst þegar það er boriö á húðina og jafnframt sjáanlegur munur! Ég mæli eindregið með Silhouette fyrir konur á öllum aldri og eftir barnsburð er það al- veg nauðsynlegt. Nýja Body Scrubið er kærkomin viðbót og tvöfaldar virkni Silhouette- kremsins á húðina." Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Dísa í World Class ...ferskir vindar i umhirðu húðar Lokakynning á !%w- ferðinni 15.-23. ol(t. jJ\I I 9\JO -fegurstu borg heims TOPPUR TILVERUNNAR! Sunnud. 1. okt. kl. 13.30 á HÓTEL BORG GYLLTA SAL (inng. suðurdyr). Ingólfur Guðbrandsson forstj. segirfrá %10 ogsýnir nýja kvikmynd affegurstu borg heims. BEINT BREIÐÞOTUFLUG Á GJAFVERÐI! ATH. Fáein forfallasæti seld ílok kynningar á sértilboði. Skrifstofan Austurstræti 17 opin 14.30-16.00. l-bKOASKKIhSIO^AN H Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK, fyrir frábærar ferðir. Austurstræti 17, 4. hæ6, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasföa: http://www.heimsklubbur.is Tónleikar í hvert sinn sem hönd þín nálgast BeoCenter 2300 opnast glerhurðirnar hljóðlega og dauft Ijós kviknar. BeoCenter 2300 er fullkomið hljómflutningstæki með geislaspilara og FM/AM útvarpi. Það er alltaf notalegt að nálgast BeoCenter 2300. BeoCenter 2300 frá Bang & Olufsen: 108.500 kr. Heimabíó BeoVision Avant 28" eða 32" breiðtjaldssjónvarp á rafknúnum snúningsfæti með innbyggðu fjölkerfa Nicam stereo myndbandstæki og öflugum hátölurum. Með BeoVision Avant kemstu ekki nær því að fara í bíó án þess að standa upp úr hægindastólnum. BeoVision Avant frá Bang & Olufsen: 419.000 kr. Málfrelsi BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráðlaus sími. Hann sýnir þér hver er að reyna að ná í þig og þú ákveður hvort þú svarar. Einnig geturðu tengt allt að 5 önnur símtæki við sömu linuna og haft þina eigin símstöð á heimilinu. Með BeoCom 6000 fær fjölskyldan eitthvað að tala um. BeoCom 6000 frá Bang & Olufsen: 30.900 kr. BANG &OLUFSEN Síðumúla 21. Reykiavík. Sími581 1100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.