Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 20
20 000* 'I'-Kii )T>fO r ínJOAíT'JV-VHl? SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þ- LISTIR Hópur leikkvenna Þjóðleikhússins. Morgunblaðið/Arni Sæberg „Oður til haustsins" i' LISTAKLUBBI Leikhúskjallarans fagna íslenskar listakonur haustinu í litum, tónum og tali annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Haustið í öllum si'num marg- breytileik er þema kvöldsins. Leik- konur flyfja uppáhaldsljóðin sín. Hönnuðir sýna nýjustti tískuna und- ir hausttónum. Leikkonurnar eru: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðrún Stephen- sen, Guðrún Þórðardóttir, Helga Bachmann, Herdís Þorvaldsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Lijja Guðrún Þorvaldsdóttir, Linda Ás- geirsdóttir, Margrét Guðmunds- dóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Marta Nordal, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Tinna Gunnlaugs- dóttir. _ Hönnuðir: María Olafsdóttir, Ásta B. Guðmundsdóttir, Þorbjörg og Ragnheiður. Húsið opnað kl. 19.30. Sagan af hótelinu MYIYDLIST Lisliisal'ii Kópavogs MÁLVERK KARÓLÍNA LÁRUSDÓTTIR Til 8. október. Opið þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 11 -17. KAROLINA Lárusdóttir hefur valið sér allsérstætt svið í myndlist sinni. Hún er náskyld kólumbíska málaranum Fernando Botero, sem menn annað hvort elska eða hata, telja alvarlegan myndlistarmann eða verstu tegund af alþýðusmjaðr- ara. Tvær spurningar sækja ávallt á þá sem standa fyrir utan þessa togstreitu: Hvers vegna amast menn við þessari tegund málverks? Hvers vegna er þessi tegund mál- verks svo vinsæl sem raun ber vitni? Við fyrri spurningunni er það svar einna nærtækast að myndlistar- menn og áhugamenn um myndlist eiga erfitt með að sætta sig við frá- sagnarlist þegar myndlist er annars vegar. Raunsæisleg frásögn í mynd- list er andstæð öllu því sem nútíma- listin boðaði og stóð fyrir, nefnilega að myndverkið skyldi fjalla um myndræna hluti en ekki bókmennta- lega. Af hverju tekur manneskjan sér ekki bara penna í hönd og gefur okkur töfraraunsæislega lýsingu á lífinu umhverfis Jóhannes á Borg? Sannleikurinn er sá að flestir rit- höfundar elska myndlist af þeim toga sem Karólína spinnur og flestir myndlistarmenn hata þessa ást rit- höfundanna á anekdótískri myndhst því þeir segja hana einbera mynd- skreytingu við ritlistina sem skipi myndlistinni á óæðri bekk gagnvart bókmenntunum. Og undirritaður er ekki viss um nema þeir hafi nokkuð til síns máls. Það er næsta augljóst að Tolstoi þótti mikið til frásagnar- myndlistar koma og hvers vegna? Af því hann sá að landi sinn, raun- sæismálarinn Ilya Repin, var ekki annað en vesæll skugginn af hans eigin mikilleik og með því var einsýnt að myndlistin mundi ekki skáka bókmenntunum í pýramíða listanna. En það breytir því ekki að mynd- list Karólínu - og Botero - hittir al- JÓga gegit kVÍða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 5. október — pri. og fim. kl. 19.30 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar, fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál, sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Vilt þú verða jógakennari? Yoga Studio mun fara af stað með jógakennaraþjálfun nk. október. Kennari verður Ásmundur Gunnlaugsson, eigandi Yoga Studio, þekktur fyrir "jóga gegn kvíða" námskeiðið. Þjálfunin er haldin í 7. sinn og er fyllilega sambærileg við það besta sem í boði er erlend- is. Þetta er tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu á íslenskum starfsvettvangi. Þjálfunin er ekki aðeins fyrir þá sem vilja gerast jógakennarar heldur einn- ig öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið. Hún hentar t.d. öllum sem eru í einhvers konar vinnu með einstakliriga eða hópa. Ekki er krafist mikillar reynslu og ástundunar af jóga, mik.lvægast er áhugi og jákvætt hugarfar. Einhver grundvallarþekking á jóga er þó æskileg. Kynningarfundur verður laugardaginn 7. október kl. 17—18. Lokafrestur til að staðfesta þátttöku og ganga frá greiðslu er fimmtudagurinn 12. október. Þjálfunin er alls 6 helgar (auk skyldumætingar í jógatíma): 20.-22. október, 24.-26. nóvember, 26.-28. janúar, 23.-25. febrúar, 27.-29. apríl og 11.-13. maí. Kennt erföstud. kl. 20—22, laugard. og sunnud. kl. 9—15.30. YOGA STUDIO Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 5-44-55-60. www.yogastudio.is B HALUR OG SPRUND ehf. halur@yogastudio.is Biotone nuddvörur, Oshadhi ilmkjamaolíur og Custom Craftworks nuddbekkir Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson Eitt af málverkum Karólínu Lárusdottur úr syrpunni af Hótel Borg: Geirmundur fær kaffi og kleinur hjá Jórunni í Smurbrauðsstofunni. menning afar mjúklega beint í hjartastað. Ástæðan er frásögnin, eilítið trúðsleg mótun persónanna og saknaðarkennd lýsingin á fortíð sem einungis er til í höfði lista- mannsins sem minning, en mundi trauðla standast samanburð við raunveruleikann eins og hann var. Á þessari formúlu sem gengur út á að sætta okkur við lífið, tilveruna og endurminningarnar hafa bókmennt- irnar þrifist best. Hér er brugðið upp heimi sem við getum horfið til eins og veraldar utan og ofan við hinn harða og ljóðlausa heim sem við göngum gegnum hversdagslega. Þess vegna er það allmerkilegt að Karólína skuli nú fyrst vera að gera upp við þennan heim í syrpu sinni af Hótel Borg; heim sem hún kynntist sem barnabarn eigendanna. Víst er að Karólína hefur aldrei gert betur en einmitt í þessari myndröð. Hér sést hve langt hún skýtur aftur fyrir sig öllum eftiröpurunum sem gengið hafa í smiðju til hennar eftir að hún setti fyrst fram sinn allegoríska endurminningaheim. I þessari ágætu myndröð sinni er Karólína komin býsna nærri flæmsku brandarakörlunum, Adrian Brouwer og félögum, sem smíðuðu hið sívinsæla tegundamálverk sautj- ándu aldar af fíflum, fylliröftum og öðrum skrítnum skrúfum mannlífs- ins sem þeir þekktu svo vel; elskuðu og hötuðust við um leið. Hér tala með öðrum orðum tilfinningar end- urminninganna enda er Karólína hér, tæknilega séð, mun skarpari og skynugri en nokkru sinni fyrr. Halldór Björn Runólfsson ---------?-?-?--------- Nffiar bækur • Líffærameistarinn fjallar um frægan lækni og líffærameistara á Italíu á 16. öld og er eftir Federieo Andahazi. Þessi bók argentínska höfundar- ins Andahazi olli miklu írafári þegar hún kom út í Argentínu árið 1997 vegna bersögli og hispursleysis, en hefur síðan farið sigurför um heim- inn. Kolbrún Sveinsdóttir þýddi. Líf- færameistarinn er 236 bls. Kápuna gerði Ingibjörg Eyþórsdóttir. Verð: 1.599 kr. Uglan - íslenski kiljuklúbburinn gefur bóMna út. M-2000 HÁSKÓLABÍÓ KL. 14 Sjötíu ára afmælistónlelkar Tónlistarskólans í Roykjavík Tónlistarskólinn íReykjavík fagnar 70 ára afmæli. Afþvítilefni erefnt til hátíðartónleika íHáskólabíói kl. 14:00. Vfkingur Heiðar Ólafsson leikur píanókonsert eftirJón Nordal, fluttur verður hátíðarmars Páls ís- ólfssonar og sómuleiðis sinfónía nr. 4 eftir Tsjakovskí. Stjórnandi erBem- harður Wilkinson. ítilefni afmælis Tónlistarskólans verðursett upp sýn- ing úr safni skólans. LISTASAFN REYKJAVÍKUR- HAFNARHÚS KL 16 cafe9.net Þóroddur Bjarnason býður til opinnar umræðu ícafe9.net ítengslum við verkefni sitt Floating Discussion. Kaffi og með því fyrirgesti oggang- andi. Fólkgetur einnig nálgast verk- efnið ð http://www.disciission.is www.cafe9.net VIÐEYJARSTOFA KL. 14 Kaþólsk biskupsmessa og ráðstefna um Ágústínusarregluna Aloisius Arnstein Brodersen, norskur munkur afÁgústínusarreglu, flytur fyrirlestur um Ágústínusarregluna á miðöldum. Erindið erfluttjtengslum við sýninguna Klaustur á íslandi, sem er f Viðeyjarskóla og verður opin gestum þennan dag. Dagskráin hefst með biskupsmessu, en að henni lokinni verða kaffiveitingar, Brodersen mun þvínæst flytja erindi sitt og svara fyrirspurnum. Ferðir úr Sundhöfn kl. 13,13.30, 15.20. www.reykjavik2000.is - wap.olis.is Mánudaginn 2. október LISTASAFN REYKJAVIKUR- HAFNARHÚS KL 16-18 cafe9.net Gestgjafar munu kynna verkefni og hjálpa gestum við aó setja inn efni. ELFERROLÁSPÁNI ísiandsdagar Frá 2. til 6. október verða Islands- dagar í hafnarbænum El Ferrol á Spáni. Meðal viðburða eru Ijós- mynda- og skjalasýning um Reykja- víkurhöfn, tónleikarmeð Guitarls- lancio, sýningar á íslenskum kvikmyndum, fyrirlestrar, matarkynn- ingar, kvikmyndir, og brúðleikhúsið 10 fingur. r-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.