Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUK i. OKTÚBER zuuu MUKUlUNtíLAÐIÐ ERLENT Reuters Al Gore og Tipper, eiginkona hans, í spjailþætti hjá Larry Kíng á CNN-sjónvarpsstöðinni á fímmtudagskvöld. Fimm vikur í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum Olíkar áherslur for- setaframbjóðendanna BAKSVIÐ Mörgum virðist, og ekki endilega að ósekju, sem kosningabaráttan fyrir forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum snúist fremur um menn en málefni. En hvað greinir þá Gore og Bush að málefnalega? Aðalheiður Inga Þorsteinsddttir gerir grein fyrir stefnu frambjóðendanna í helstu málaflokkum. AL Gore, forsetaframbjóðandi demó- krata, og George W. Bush, frambjóð- andi repúblikana, virðast hafa nokk- uð ólíkar hugmyndir um hvernig stýra eigi Bandaríkjunum á ein- hverju mesta hagsældarskeiðinu í sögu landsins. Munurinn liggur eftir hefðbundnum flokkslínum, og endur- speglast í hugmyndum þeirra um hlutverk ríkisvaldsins. Þetta kemur skýrast fram í afstöðu frambjóðendanna til efnahagsmála, en tillögur þeirra eru í raun eins og spegilmyndir hvor af annarri - með öfugum formerkjum. Áform Gores um skattalækkanir eru svipaðar að umfangi og hugmyndir Bush um ný útgjöld og öfugt. „Stjórnvöld skapa ekki auð", segir Bush í stefnuyfirlýsingu sinni í efna- hagsmálum. „Það er frumkvæði dug- mikilla Bandaríkjamanna sem skap- ar auðinn", heldur hann áfram, en að mati Bush eru skattar og afskipti stjórnvalda einungis til þess fallin að kæfa þetta frumkvæði. Gore leggur á hinn bóginn áherslu á að „ekki sé hægt að treysta á að hagvöxtur dugi einn og sér til að hækka laun og bæta lífskjör mið- , og lágstéttarfjöl- skyldna". Hann fullyrðir að inngrip ríkisvaldsins séu nauðsynleg til að út- Krínglan býður í leilchús! Kringluvinir hittast alla sunnudqga stundvíslegakl. 13:00 í litla sal Borgarleikhússins. VfraaP1 rýma launamuni kynjanna og draga úr fátækt. Mismiklar skattalækkanír í ólíkum tilgangi Tillögur frambjóðendanna í skattamálum eru í samræmi við þetta. Gore leggur til að skattar verði lækkaðir um 480 milljarða dollara á næstu tíu árum, en Bush hyggur á þrefalt meiri skattalækkanir, því til- lögur hans gera ráð fyrir 1.600 millj- arða dollara tekjutapi ríkisins. En munurinn liggur ekki bara í upphæð- unum. Gore lítur á skattalækkanir sem leið til að fást við afmörkuð vandamál, en Bush álítur að skattféð hefði aldrei átt að hafna í kistum stjórnvalda yfir höfuð. Tillögur Gores miða fyrst og fremst að því að lækka skattbyrði miðstéttarfjölskyldna, sem hafa minna en 70 þúsund dollara í árstekj- ur og bera einhverskonar byrðar. Einn ráðgjafa Gores nefndi sem dæmi tvær fjölskyldur með svipaðar tekjur. Önnur hjónin þyrftu að sjá fyrir foreldrum á eftirlaunaaldri og bæru af því töluverðan kostnað, og ættu þau því frekari heimtingu á skattalækkunum. Að margra mati eru slíkar ívilnanir réttlátar, en aðrir benda á að þetta geri skattkerfið óhemju flókið og þungt í vöfum. Áætlanir Bush gera hins vegar ráð fyrir einföldum skattalækkunum. Ymist yrðu ákveðnar álögur afnumd- ar með öllu eða skattprósentan lækk- uð jafnt yfir alla. Bush segist miða tíl- lögur sínar við að bæta hag þeirra tekjulægstu, en flatar skattalækkan- ir koma sér einnig vel fyrir þá tekju- hæstu. ÓUkar áherslur í menntamálum Samkvæmt skoðanakönnunum skiptir afstaða frambjóðendanna til fjögurra málaflokka mestu í huga bandarískra kjósenda í ár, en auk efnahagsmálanna eru það mennta- mál, heilbrigðismál og lífeyrismál. Varaforsetinn og fylkisstjórinn hafa enda eytt talsverðu púðri í að kynna stefnu sína á þessum sviðum. Bush vill veita skólayfirvöldum í hverju ríki aukin völd til að ákvarða hvernig skattfé tíl skólamála skuli varið og til að setja ströng ákvæði um umbætur fyrir skóla sem standast ekki lágmarkskröfur. Gore vill hins vegar að alríkisstjórnin veiti meira fé til menntamála og hafi meira um þau að segja, og í þessu nýtur hann stuðn- ings hagsmunasamtaka kennara. Gore hefur lagt höfuðáherslu á að fækka nemendum í bekk og hyggst hann í því skyni beita sér fyrir því að Reuters George og Laura Bush heilsa nemendum í barnaskóla í Oregon í vikunni. hundruð þúsunda nýrra kennara verði ráðin til starfa á næstu árum. Hann hefur einnig beint sjónum sín- um að starfsaðstöðu nemenda og kennara og hefur lagt til að aukið fé verði veitt til viðhalds skólabygginga. Bush hefur gert bætt læsi skóla- barna að sínu stefnumáli og hefur einnig talað fyrir auknum aga í menntakerfinu. Margir repúblikanar hafa um ára- bil barist fyrir því að tekið verði upp svokallað ávísanakerfi, þar sem for- eldrar fengju nokkurs konar ávísun sem gerði þeim kleift að senda börn sín í þá skóla sem þeim hugnaðist best. Slíkt kerfi myndi styrkja stöðu einkaskóla til muna. I kosningabar- áttunni hefur Bush ekki haft hátt um skoðun sína á ávísanakerfinu, en Gore er frekar mótfallinn því og hafnar því alfarið að unnt yrði að nota ávísanir til náms í trúarlegum skól- um og öðrum óhefðbundnum menntastofnunum. Ríkisrekið kerfi eða einkatryggingar Sjúkratryggingakerfið í Banda- ríkjunum byggist fyrst og fremst á einkatryggingum, en ríkið rekur einnig tryggingakerfi fyrir efnaminni fjölskyldur. Gore vill hækka tekju- mörkin og auka þannig fjölda þeirra fjölskyldna sem eiga kost á slíkri sjúkratryggingu, en Bush leggur áherslu á að auðvelda fólki að tryggja sig hjá einkaaðilum. Demókratar eru almennt hlynntir auknu hlutverki alríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum, en þar sem það myndi útheimta skattahækkanir, sem eru óvinsælar af kjósendum, hef- ur Gore ekM sett heilbrigðismálin í öndvegi í kosningabaráttunni. Frambjóðendurnir hafa fjallað þeim mun meira um sjúkratrygging- ar aldraðra og lífeyrismál, en þau brenna heitt á Bandaríkjamönnum um þessar mundir, þar sem það stytt- ist í að „barnasprengjukynslóðin" svokallaða komist á eftirlaunaaldur. Gore er sannfærður um ágæti nú- verandi sjúkratryggingakerfis fyrir aldraða og hann er fylgjandi sam- ræmdum tryggingapökkum, þar sem flestir myndu greiða sömu iðgjöld. Bush hefur hins vegar ýmislegt við kerfið að athuga, en hann vill gera það sveigjanlegra og gera öldruðum kleift að vejja á milli mismunandi kosta og greiða mishá iðgjöld. Lyfjakostnaður vegur þungt í út- gjöldum aldraðra og miklar umræð- ur hafa skapast um hlut ríkisins í að greiða hann niður. Gore er hlynntur hærri niðurgreiðslum en Bush. Báðir frambjóðendurnir eru þeirrar skoð- unar að tryggingar til að mæta lyfja- kostnaði eigi að vera valfrjálsar, en Gore vill að ríkið greiði helming ið- gjalda lyfjatrygginga og Bush fjórð- ung. Almennt séð tryggja tillögur Gor- es meira öryggi og hærri bætur, en um leið eru þær kostnaðarsamari fyrir alríkisstjórnina. Þegar núverndi lífeyriskerfi var sett á fót í Bandaríkjunum voru 42 vinnandi þegnar á móti hverjum líf- eyrisþega. Hlutfallið lækkar stöðugt og reiknað er með að greiðslur úr kerfinu verði hærri en innstreymið árið 2015. Bush er fylgjandi víðtækri endurskoðun á lífeyriskerfinu, en hann hefur verið ákafur talsmaður þess að lífeyrissparnaður verði í auknum mæli gefinn frjáls. Gore vill hins vegar styrkja kerfið eins og það er. Hann er hlynntur takmarkaðri einkavæðingu þess, en vill ekki ganga eins langt og Bush. Einstaklingsréttindi Margir aðrir málaflokkar eru vit- anlega ofarlega í huga bandarískra kjósenda, ekM hvað síst ýmis mál er varða réttindi einstaklingsins. Fóstureyðingar eru eins og kunn- ugt er mikið hitamál í bandarískum stjórnmálum. Gore er algerlega hlynntur réttí kvenna til að láta eyða fóstri, en Bush er andvígur fóstur- eyðingum nema í þeim tilfellum þar sem um fórnarlamb nauðgunar eða sifjaspella er að ræða og þegar líf konu er í húfi. Afstaða frambjóðendanna til þessara mála hefur reyndar verið of- arlega á baugi síðustu daga. Banda- ríska lyfjaeftírlitið heimilaði á fimmtudag sölu neyðargetnaðar- varnarpillunnar, sem hefur verið á markaði í Evrópu í mörg ár. George Bush eldri kom í forsetatíð sinni í veg fyrir að pillan kæmi á markað í Bandaríkjunum og sonurinn er sömuleiðis mótfallinn henni. Bill Clinton beitti sér hins vegar fyrir því að neyðargetnaðarvörnin yrði leyfð og varaforsetinn er fylgjandi því að hún standi konum til boða. Gore er hlynntur jákvæðri mis- munun til að bæta stöðu minnihluta- hópa, en Bush andvígur. Báðir frambjóðendurnir eru mótfallnir því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband, en Gore er frjálslynd- ari hvað varðar önnur réttíndi sam- kynhneigðra. Hann er fylgjandi því að hommar og lesbíur í sambúð njóti skattaafsláttar eins og gagn- kynhneigð pör og fái að ættleiða börn, og vill að banni við að sam- kynhneigðir gegni herþjónustu verði aflétt. Gore styður einnig lög- gjöf sem meinar atvinnurekendum að víkja fólki úr starfi á grundvelli kynhneigðar og hann vill herða við- urlög við hatursglæpum gegn minnihlutahópum. Bush er mótfall- inn þessu. Þá er Gore fylgjandi hertri byssu- löggjöf, en Bush vill ganga skemur í að takmarka rétt borgaranna til að eignast og bera vopn. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.