Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Um leið og ég þakka Ástu fyrir allt það frábæra starf sem hún vann í þágu skólans vil ég fyrir hönd sam- starfsfólksins þakka henni allar sam- • verustundirnar. Megi minningin um merka konu lifa um ókomin ár. Fjölskyldu Astu eru sendar inni- legar samúðarkveðjur. Ragnar Þorsteinsson, skóiastjóri. Enn er einn góður vinur, skóla-, bekkjar-, og stéttarfélagi úr hópnum okkar faliinn frá - hópnum okkar, sem þegar á skólaárunum varð ein- staklega samræmdur, litríkur og áhrifamikill - hópurinn, sem hefur haldið nánu, óslitnu sambandi þessa , rúmlega hálfu öld frá því við útskrif- uðumst frá gamla, góða Kennaraskól- anum okkar. Ásta Hannesdóttir var ein í þeim hóp og er hennar sárt sakn- að.^ Asta var áhrifamikill persónuleiki og lét jafnan mikið til sín taka og það sópaði að henni. Yfir henni var mikil heiðríkja sem geislaði í glöðu brosi. Hún var mikill gleðigjafi, vakti jafnan glaðværð. Glögg var hún, glettin, hnyttin og alltaf með fleyg orð tiltæk, næm á hinar broslegu hliðar, en jafn- opin fyrir þeim djúpstæðari þáttum tilverunnar og fliugul. Hagmælt var hún og flugu oft snjallar ljóðhnur og stökur frá henni, og alloft skiptumst við á glettnibögum. Sem kennara sá ég hana þegar fyr- ir mér vinna athygli og vinfengi nem- enda sinna með óvæntum gamanmál- um, jafnvel stökum, sanngjörnum kröfum, ljuflyndi, en föstum, hlýjum aga, því hjartahlý var hún, en ákveðin og vissihvað hún vildi. Þannig þekkti ég hana, fulla lífsorku og drifkrafts, sem hún virtist svo rík af. En svo kom þó að hún greindist með þann grimma sjúkdóm sem varð aldurtili hennar. Þó segja megi, að hvaðeina sem mætir reyni á innviðu manns, koma styrkur og kostir þó bezt og ótvíræð- 'ast fram, þegar lífinu sjálfu er ógnað, og í raun dómur felldur - dómur, sem hvorki verður áfrýjað, né á frest sleg- ið. Það var undir þeim harða dómi, sem Ásta stríddi síðasta áfanga ævi sinnar. Þar kom styrkur innri kosta hennar fram, því hvorki kvartaði hún né örvænti. Síðasta sinn, er ég sat hjá henni á sjúkrahúsinu, opnaði hún hug sinn og leiddi talið inn á viðkvæmari tilfinn- ingasvið. Svo andvarpaði hún og sagði: „Jón minn, vinur. Það er í raun- inni hræðilegt að lifa í skugga þessa óvægna sjúkdóms - þessum dimma skugga." Þá sneri hún sér til mín og sagði: „Það er við þann dirnrna dánar ós, sem dauðinn að lífinu sverfur." . „Já," sagði ég, „en ofar þeim sorta logar ljós, sem lýsir, svo myrkrið hverfur." Þá þrýsti hún hönd mína og sagði: „Já, ég veit, hvað þú átt við." „Það er rétt," svaraði ég. „Ég á við ljós upprisunnar. Kóngur lífsins sigr- aði gröf og dauða, og með sigri sínum bjó hann öllum mönnum sigur og opn- aði leið til lands lifenda þar sem „hvert tár verður þerrað af auga, hvorki er harmur né vein né kvöl og... dauðinn mun ekki framar til vera. Hið fyrra er farið." (Op. 21.4.) Hún kink- aði kolli til samþykkis. Þetta var síðasta samtalið okkar og síðustu Ijóðlínurnar sem okkur fóru milli og síðasta kveðjan. Ég nam stað- ar við rúmgaflinn, leit til hennar og sagði: „Ásta mín. Þú hefur alltaf verið svo broshýr. Gætum við kvaðst með brosi?" Þá sá ég þessa fögru sýn: ,3rosið gegnum tárin." Það sleppur enginn ósnortinn frá svona djúpu og viðkvæmu samtali. Þess vegna bærðu hugsanir mínar á sér á eftirfarandi hátt, er ég gekk fram ganginn: „Dregur sorta fyrir sól, sflieið hvelfing dökknar, haustar að um hugar ból, harmsár vitund klökknar." Nú er hún búin að fá hvíldina með friðsælu andláti. Blessuð sé minning hennar. Kæru ástvmir allir. Við vottum ykkur innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. Góð vinkona og félagi er látin. Ásta Hannesdóttir hefur kvatt okkur eftir nokkurra mánaða veiMndi og bekkj- arsamkomur okkar verða mun svip- minni hér eftir. Bekkurinn okkar úr Kennaraskólanum hefur haldið vel saman frá fyrstu tíð og þar var Ásta hrókur alls fagnaðar. Það var Ásta sem kvaddi hópinn saman á fyrstu bekkjarsamkomuna, og það var Ásta sem kallaði okkur saman í vetur þótt þá væri langt frá því að hún gengi heil til skógar. Hún var trygglynd og glað- vær og setti svip á hverja þá sam- komu sem hún tók þátt í, var glöð á góðri stund, kastaði fram vísum og spaugaði, en var líka hraðmælsk og fylgin sér í umræðum um landsmál, enda af hinu þekkta Guðlaugsstaða- kyni og vitnaði til þess. Hún vann mikið fyrir fiokk sinn og að öðrum fé- lagsmáium og það munaði um hana. Ásta tók kennarapróf með okkur 1948 en sinnti lítið almennri kennslu. Hún annaðist börn og bú, en 1965 hóf hún tveggja ára nám í hannyrðum við Kennaraskólann og að því loknu kenndi hún handavinnu við skóla í Reykjavík til starfsloka. Hagleikur var henni í blóð borinn langt fram yfir meðallag, og til að geta kennt alla handmennt í grunnskóla lauk hún tveggja ára smíðakennaranámi á níunda áratugnum, vakti sú færni virðingu drengjanna sem hún kenndi, enda hafði hún bæði smiðsauga og -hendur. Hún hafði miMnn áhuga á að nemendurnir tileinkuðu sér verklega færni og jákvæð viðhorf til verk- mennta, að menningararfurinn glat- aðist ekki. Það er ekki hægt að minnast Ástu svo ekki sé minnst á áhuga hennar á gróðri og garðrækt. Hún kom upp fal- legum garði við hús sitt í Kópavogi þar sem hún vann öll sumur, safnaði ótöldum fjölda skrautjurta og það var hennar mesta yndi að sjá þær vaxa upp af fræjum og græðlingum. Þær voru ófáar plönturnar sem hún gaf fé- lögum sem söfnuðu fé til góðra mál- efna, í því sem öðru kom hin einstaka hjálpsemi hennar fram. Strax í upphafi veikindanna sl. vor var Astu ljóst að hverju stefndi. Hún sagðist þá vona að hún kæmist í garð- inn sinn nokkra góða daga í sumar. Henni varð að þeirri ósk. Bekkjarfélagarnir sakna vinar í stað. Allar góðu minningarnar sækja að og geymast með okkur. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendum við einlægar samúðarkveðjur. Bekkjarsystkinin. Er ég hringdi á sjúkrahúsið síðast- liðinn þriðjudagsmorgun, til að vita hvort hún Asta væri nógu hress til að taka á móti mér, kom örlítið hik á Sigrúnu, stúlkuna sem oftast svarar í símann. Eftir andartak bauð hún mér að ræða við aðra stúlku, sú reyndist vera læknir og tjáði hún mér að Ásta væri látin, hefði látist um níuleytið þá um morguninn. Mér sortnaði fyrir augum, því að á mánudeginum í vikunni áður hafði ég heimsótt Ástu og við átt dálítið spjall saman. Auðvitað hafði ég vitað, eins og aðr- ir, að hverju dró, en þetta kemur manni þó alltaf jafnmikið í opna skjöldu. Ég kynntist Ástu fyrir mörgum ár- + ^ga^ 1 Þökkum öllum þeim, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur samúð vegna andláts eigin-konu minnar, móður okkar og systur, HALLDÓRU JÓHANNESDÓTTUR, Stúfholti. V w Kjartan Ólafsson og fjölskylda, Sturlaugur Jóhannesson. * um í kvenfélaginu okkar, Freyju, fé- lagi framsóknarkvenna í Kópavogi, er við sátum saman í stjórn félagsins, hún formaður, ég gjaldkeri. Þetta eru þeir meðlimir hverrar stjórnar sem þurfa mikið að starfa saman, við lögð- um líka hart að okkur við fjáröflun, því félagið átti ekki mikla jjeninga, þurfti þó á þeim að halda. Ástu datt það snjallræði í hug að við spiluðum framsóknarvist í eigin húsnæði í Hamraborginni á hálfsmánaðar fresti og seldum spilafólkinu kaffi og með- læti. Áður hafði verið spilað í nokkur skipti í Félagsheimili Kópavogs og greiðslan fyrir salinn þar verið það sem inn kom fyrir kaffi og meðlæti og gróði félagsins því enginn. Við héld- um þessa vist í heilan vetur og höfð- um reyndar aukaspil á skírdag. Að sjálfsögðu gáfum við allt kaffi- brauðið sjálfar og varð áreiðanlega enginn svikinn af kleinunum og pönnukökunum frá Ástu. Það þekkja allir í framsóknarfélögunum í Kópa- vogi „Ástupönnsur" og raunar margir fleiri. Ef okkur í Freyju hefur fundist við þurfa eitthvað sérstakt með kaffinu höfum við ævinlega beðið Astu um kleinur eða pönnukökur og aldrei far- ið bónleiðar til búðar, hún lét sig aldrei muna um að baka „nokkrar" pönnukökur, en nokkrar þýddi alltaf mjög margar. Þá var ævinlega hægt að leita til hennar ef góðan liðsmann skorti til einhvers og sat hún í æði mörgum nefndum og ráðum innan flokksins fyrir félagið okkar og oftast var það svo, að hún fann leiðir út úr fiestu því sem upp kom. Hún sat að sjálfsögðu í fulltrúaráði framsóknarfélaganna, á kjördæmis- og flokksþingum, þótti væntanlega öllum jafnsjáifsagt, hún hafði enda skoðanir á öllum málum og var mjög dugleg að fara í ræðustói og skýra mál sitt og færa rök að sinni skoðun. Fyrir mörgum árum setti Asta fram þá hugmynd sína á flokksþingi, hvort ekki myndi verða hagkvæmt að koma upp einteinungslest sem gengi frá Reykjavík suður á Keflavflairflug- völl. Þótti mörgum þetta fáránlegt, en nú á vordögum var þessari hugmynd varpað fram af karlmanni, kannski ekki einteinungi en lest samt, mönn- um virtist hugmyndin þá vera orðin snjöll, mér hefur alltaf þótt hugmynd Ástu vera frábær og ég er viss um að það gæti borgað sig. Mengun yrði þá í lágmarM, ef hún gengi fyrir raf- magni, eða vetni eins og Ásta gerði ráðfyrir. Þá var fyrir mörgum árum rætt á morgunfundi LFK um hvernig efla mætti atvinnu á litlum stöðum á landsbyggðinni og setti Asta þar fram hugmynd um, að ef til vill væri hægt að framleiða brúður í ifld Hófiar (ung- frú alheimur) og Jóns Páls (sterkasti maður heims). Þar kom fram að hún bar hag landsbyggðarinnar ekM síður fyrir brjósti en síns eigin bæjarfélags. Hún var mjög virk í starfi Freyju innan Kvenfélagasambands Kópa- vogs og vann mikið að söfnuninni fyr- ir listaverkinu Gegnumstreymi eftir Gerði Helgadóttur sem nú stendur á hringtorginu í Hamraborginni og vísar leið að Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, einnig vormarkaði sam- bandsins sem haldinn er í Hamra- borginni fyrsta föstudag í júnímánuði á hverju vori. Nú í vor sendi hún okk- ur sem vorum þar við vinnu tvo fulla kassa af fjölærum plöntum, þótt hún lægi þá helsjúk á sjúkrahúsi, sýnir þetta vel áhuga hennar á því að afla fjár til starfs Kvenfélagasambands- ins. Asta sá alltaf björtu hliðarnar á öll- um málum, var enda mikil bjartsýnis- manneskja og mjög bros- og hlátur- mild og ef eitthvað varð til að draga úr mér kjarkinn þurfti ég ekM annað en að fara eða hringja til Ástu, hún gat alltaf sýnt mér björtu hliðarnar og sagði við mig: Þetta gengur allt vel, vertu viss. Arið 1989 deildum við her- bergi í einu af litlu húsunum við Hér- aðsskólann á Laugarvatni í hús- mæðraorlofi og hafði undirrituð allmiMð að gera ogjwí gafst lítill tími til að spjalla. Við Asta tókum okkur því til og gengum upp í trjálund ofan við veg, settumst þar á bekk undir brjóstmynd af Jónasi frá Hriflu og settum saman lítinn brag um okkur og Jónas, hver sunginn var í orlofs- dvölinni. Gerðum við þetta í stað þess að velta okkur upp úr dögginni um miðnættið, en þetta var á Jónsmessu- nótt. Ásta átti örugglega meirihlutann í þeim brag enda átti hún auðvelt með að yrkja ijóð og kviðlinga. Þessi Jóns- messunótt, og raunar öll dvölin þarna, mun aldrei líða mér úr minni, það var svo gott að geta leitað til Astu, en ég þurfti að verða mér úti um miMð skemmtiefni, þar eð ég var önnur af tveim fararstjórum í þessari orlofs- dvöl. Ásta var kennari að mennt og kenndi hún yngri börnum í Breið- holtsskóia í mörg ár, hún var mjög hög í höndunum, bæði við saumaskap og ekM síður við smíðar, allt lék í höndum hennar, eftir að hún hætti að vinna fyrir nokkrum árum hóf hún að sækja Gjábakka, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi, m.a. fór hún í postulínsmálun. Hún sagði við mig að hún hefði aldrei haft jafn miMð að gera og eftir að hún hætti að vinna, sér dygði varla dagurinn. EkM fór hún varhluta af erfíðleikum lífsins fremur en aðrir og hygg ég að ótíma- bært andlát Gissurar, eiginmanns hennar, hafi áreiðanlega reynt mjög á hana, en hún stóð sem Mettur og sá enginn utan á henni, að henni liði illa, hún sagði þá að vegir Guðs væru órannsakanlegir, þetta hlyti að eiga sér tilgang eins og allt í lífinu og til- verunni og enginn vissi, hvað væri handan lífs og dauða. Og nú hefur Ásta gengið sinn veg á enda, hún sem ætlaði að njóta efri áranna lengi og vel, en mennirnir ákveða en Guð ræður, við Freyjukon- ur munum sakna Ástu um ókomin ár, það verður aldrei önnur Ásta. Sjáif sakna ég persónulegrar vin- konu og er stolt yfir að hafa verið í hópi vina hennar. Eg sendi börnum hennar, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í sorginni. Birna Arnadóttir, formaður Freyju, félags framsóknar- kvenna í Kópavogi. Ásta Hannesdóttir var góð og sér- stök kona sem ævinlega tók þátt í mótun samfélagsins og sagði sínar skoðanir umbúðalaust. Ég kynntist Ástu fyrir rúmum ára- tug þegar hún, þá formaður Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, bauð mér á fund í því ágæta félagi. Asta var einlæg framsóknarkona sem vildi leysa öll mál á grundvelli samvinnustefnunnar og hafði þá ævinlega að leiðarljósi drenglyndi, hófsemi og tillitssemi við náungann. Ásta var bráðgreind, harðdugleg, skemmtileg og hafði skoðanir á öllum sköpuðum hlutum. Það er lán að kynnast góðu fólM á lífsleiðinni, fólM eins og Astu sem maður nýtur að ræða við og starfa með. Fyrir hönd framsóknarmanna í Kópavogi þakka ég Ástu Hannesdótt- ur fyrir samfylgdina og alla þá óeig- ingjörnu vinnu sem hún lagði okkur fJL Astvinum hennar sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Hansína Ásta Björgvinsdóttir. ANDREA HELGADÓTTIR + Andrea Helga- dóttir fæddist á Herríðarhóii í Holt- um, Rangárvalla- sýslu, 22. nóvember 1905. Hún Iést 20. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ingveldur Andrésdóttir, f. 24.10. 1880, d. 5.5. 1953 og Helgi Skúia- son, cand.theol., f. 17.6. 1867, d. 12.4. 1953. Systkini henn- ar voru: Pálfríður Helgadóttir, f. 14.1. 1893, d. 1.10.1976 (hálfsystir sam- feðra); Guðnín Sigríður Helga- dóttir, f. 16.6. 1900, d. 7.7. 1999; Elín Málfríður Helgadóttir, f. 24.6. 1904, d. 3.12. 1999; Sigríður Helgadóttir, f. 21.10.1907, d. 16.4. 1997; Þorsteinn Benedikt Helgason, f. 2.5. 1911, d. 19.7. 1985 og Anna María Helgadóttir, f. 25.10. 1916. Andrea . giftist Pálmari Isdlfssyni hljóðfærasmið og eignuðust þau þrjá syni: 1) Bjarni Pálm- arsson, f. 11.2. 1930, niaki Guðbjörg Ágústa Björnsdóttir. 2) Helgi Pálmarsson, f. 20.1. 1934, maki Erla Guðmunds- ddttir, látin. 3) ísdlfur Þ<$r Pálmarsson, f. 14.11. 1942, maki Hrönn Hafliðadóttir. Utför Andreu f<5r fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu 29. sept- ember. Mig langar að minnast móðursyst- ur minnar Andreu Helgadóttur (Öddu) nokkrum orðum. Andrea fæddist að Herríðarhóli í Holtum, Rangárvallasýslu, í byrjun 20. aldar og bjó í foreldrahúsum fram að tvít- ugu. 1924 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur vegna veiMnda hús- móður. Þegar til Reykjavíkur kom fór Adda út á vinnumarkaðinn og vann hún úti fram yfir sjötugt. I byrjun við afgreiðslustörf í verslun- um, en mestan tímann á prjónastof- um og lengst af hjá prjónastofunni Malín á Grettisgötu, nokkrum hús- lengdum frá heimili hennar, sem var á Grettisgötu 6a, en þar bjó hún í nærri 60 ár, ásamt systMnum sínum, þeim Elínu, sem lést fyrir tæpu ári, Sigríði sem lést í apríl 1997 og Þor- steini, en hann lést 1985. Elsta syst- irin Guðrún lést í júlí 1999. Andrea giftist Pálmari ísóifssyni, hljóðfærasmið, og eignuðust þau þrjá syni, þá Bjarna, Helga og ísólf Þór. Þau skildu þegar yngsti sonur- inn var á fyrsta ári og fluttist hún þá á Grettisgötuna til systkina með drengina þrjá og ólust þeir að miklu leyti þar upp hjá þessum þremur systrum. Engar barnabætur voru komnar þá og vann Adda myrkranna á milli til að sjá sér og drengjunum farborða. Húsakynnin þættu ekki miMl nú til dags, en hjartarúmið var þeim mun meira. MiMll og góður bókakostur var á heimilinu og ætlaði Adda m.a. að nota eliiárin til að lesa, en þegar tím- inn loks gafst til þess, var sjónin orð- in svo léleg að hún gat ekkert lesið sér til ánægju síðustu árin. Hún kunni firnin öll af vísum og kvæðum frá fyrri tímum og þegar nánast allt var farið út af harða disMnum, þ.e.a.s. minnið svo til horfið, svo hún þekkti ekki alltaf syni sína, hvað þá annað, þá stóðu vísurnar eftir. Til marks um það var frænka hennar Málfríður Þorleifsdóttir stundum að gleðja hana með því að byrja á ein- hverjum vísum og alltaf skyldi Adda geta botnað þær, þótt hún myndi ekkert annað. Málfríður kom a.m.k. vikulega að heimsækja hana á elh- og hjúkrunarheimilið Grund síðustu árin, en þar hafði Adda búið frá árinu 1995 ásamt systrum sínum, Elínu og Sigríði. Ber að þakka Málfríði þá miklu tryggð, sem hún sýndi systr- unum, þegar ellin sótti fastar að þeim. Eg mun minnast Öddu sem af- burða hressilegrar og áhugasamrar konu, með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og einkar skemmtilegan talanda. Hún var allt- af bjartsýn og aldrei með neitt vol og væl, það var ekki hennar stíll. Eg vil að lokum þakka Öddu fyrir skemmtilegar samverustundir og bið Guð að geyma hana. Asta Konráðsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.