Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ + fH*t0ttsifcI*feife STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEIMSOKN ALBRIGHT MEÐ heimsókn sinni hingað til lands í gær sýnir Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, okk- ur íslendingum mikla vinsemd og virðingu. Utanríkisráðherra öflug- asta ríkis veraldar hefur í mörg horn að lítaog þess vegna ekki sízt metum við íslendingar mikils þann sóma sem hún sýnir okkur. Bandaríkin eru r mikilvægasti bandamaður okkar. Á næsta ári eru 50 ár liðin frá því að varnarsamn- ingurinn á milli Islands og Banda- ríkjanna var gerður. Sá samningur hefur ásamt aðild að Atlantshafs- bandalaginu verið einn af horn- steinum utanríkisstefnu okkar allan þennan tíma. Það er liðin tíð að deilt sé um varnarsamninginn í grundvallar- atriðum. Öllum er ljóst að hann hef- ur reynzt okkur vel og full ástæða til að þessara tímamóta verði minnst með veglegum hætti á næsta ári. Eðlilegt er að dregið hefur úr um- svifum Bandaríkjamanna á Kefla- víkurflugvelli frá lokum kalda stríðsins. Ófriðarástand á heims- byggðinni var forsenda fyrir gerð varnarsamningsins á sínum tíma. Nú eru tímarnir breyttir - og þó. Þótt vestrænum lýðræðisríkjum stafi ekki lengur ógn af einræðis- ríkjum kommúnismans eru veður öll válynd. Þótt lýðræðið sé að festa sig í sessi í Rússlandi getur margt gerzt. Astandið á Balkanskaga sýn- ir hversu lítið má út af bregða. En jafnframt hefur framvinda heimsmála, tækni í vopnafram- leiðslu og möguleikar á takmörkuð- um hernaðaraðgerðum valdið því að nýjar hættur eru komnar til sög- unnar. Það er óhugsandi fyrir sjálfstætt ríki eins og Island að hafa engar varnir. Reynsla okkar er sú að ör- yggi okkar er best tryggt með samningum við Bandaríkjamenn. Hvernig fyrirkomulag þeirra varna er við breyttar aðstæður er annað mál. Fyrr á þessu ári komu upp ákveð- in vandamál í samskiptum íslands og Bandaríkjanna í tengslum við varnarliðið. Þau vandamál eru óleyst. Hins vegar verður að ganga út frá því sem vísu að þau verði leyst og að heimsókn Albright utanríkis- ráðherra muni eiga sinn þátt í því. ERLENDAR FJARFESTINGAR ÍSJÁVARÚTVEGI HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann telji tímabært að breyta um stefnu varðandi er- lendar fjárfestingar í sjávarútvegi sem hingað til hafa verið bannað- ar. Morgunblaðið hlýtur að fagna þessari yfirlýsingu ráðherrans. Þar til fyrir nokkrum árum var Morgunblaðið þeirrar skoðunar að erlendar fjárfestingar kæmu ekki til greina í sjávarútvegi okkar. Eftir að íslenzku sjávarútvegsfyr- irtækin byrjuðu að fjárfesta í sjáv- arútvegi annarra landa lýsti Morg- unblaðið þeirri skoðun að okkur Islendingum væri ekki stætt á því að halda þeirri stefnu óbreyttri. Samskipti ríkja í milli byggjast á gagnkvæmni. Við getum ekki búizt við því að aðrar þjóðir leyfi lengi íslenzkar fjárfestingar í sjávarút- vegi annarra landa ef við bönnum það sama hjá okkur. Þess vegna er tímabært að snúa við blaðinu en sjálfsagt að gera það að vandlega yfirlögðu ráði og eftir nákvæma skoðun á þeim álitamálum sem upp kunna að koma í þessu sambandi. Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins l.okt. 1955:„Súþjóðerfá- tæk, sem engan slíkan skóla á, og því ber að þakka þeim, sem Handíðaskólann stofn- uðu og hafa rekið hann síð- an. Er þar Lúðvig Guð- mundsson skólastjóri, fremstur í flokki. Það fer vel á því, að ríkis- valdið skuli sýna, að það kann vel að meta starfsemi Handíðaskólans með því, að í ár hefir Ingólfur Jónsson ráðherra ákveðið að nota lagaheimild til þess að veita skólanum sama styrk og veittur er til gagnfræða- skóla." 1. okt. 1965: „Uanríkis- ráðherra kínversku komm- únistastjórnarinnar hefur nú lýst yfir því, að Rauða Kína vonist til þess, að Bandaríkin geri árás á landið. Ekkert bendir til þess að Banda- ríkjamenn hyggist ráðast á kommúnista Kína, en yfir- lýsingar á borð við þær, sem utanríkisráðherra kín- verskra kommúnista gaf um þetta mál, minna óneitanlega á hrokafulla framkomu evrópskra einræðisherra fyrir nokkrum áratugum. Svo virðist, sem kommúnist- ar í Kína geri sér ekki enn grein fyrir því, hvað kjarn- orkustyrjöld mun hafa í för með sér. Þeir eru haldnir þeirri trú, að vegna fjöl- mennis kínversku þjóðarinn- ar hafi kjarnorkustyrjöld ekki svo alvarlegar afleiðing- ar í för með sér fyrir þá, eins og aðrar þjóðir. Hugsunarháttur Kínverja í þessum efnum stappar nærri brjálsemi, og undir- strikar þá hættu, sem er samfara því að kínverskir kommúnistar fái í hendur kjarnorkusprengjur og eld- flaugar." 1. okt. 1975: „Þá er og ljóst, að fjársteymi úr ríkis- sjóði hefur verið of mikið þrátt fyrir ákveðnar tilraun- ir til þess að setja alla hemla þar á. Þess vegna virðist stærsta verkefnið framund- an vera það að ná tökum á lánakerfi fjárfestingasjóð- anna og fjármálum ríkis- sjóðs og ríkisstofnana á þann veg, að sá samdráttur sem þarf að verða á næstu miss- erum, komi fyrst og fremst fram í minnkandi samneyzlu en væntanlega er mönnum ljóst að lengra er ekki hægt að ganga á þeirri braut að skerða einkaneyzluna." ATBURÐARÁSIN í kjölfar skýrslu Auðlindanefndar, sem birt var í gær, föstu- dag, hefur orðið mun hrað- ari en búast mátti við. Því valda hin óvæntu en ánægjulegu viðbrögð stjórnar Landssambands íslenzkra útvegsmanna. Upphaflega mátti gera ráð fyrir, að tillögur Auðlindanefndar gengju beint til hinnar svo- nefndu endurskoðunarnefndar, sem Arni M. Mat- hiesen sjávarútvegsráðherra skipaði á síðasta ári til þess að fjalla um endurskoðun laga um stjórn fískveiða. Sú nefnd mundi síðan gera tillögu til rík- isstjórnar um hvernig staðið yrði að framhaldi málsins og breytingum á löggjöf. Að vísu mátti ganga út frá því sem vísu, að endurskoðunar- nefndin mundi taka mjög mið af vilja forystu- manna stjórnarflokkanna í þessum efnum. Nú hefur það hins vegar gerzt, að viðbrögð þeirra Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, Hall- dórs Ásgrímssonar utanríMsráðherra svo og Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hafa orðið mun jákvæðari en ætla mátti fyrirfram. Ef tekið er mið af þeim svo og umsögnum forystumanna stjórnarandstöðufiokkanna er ekki fráleitt að ætla, að sú víðtæka samstaða, sem náðist í Auð- lindanefhd á milli einstaklinga með mjög ólfk sjón- armið, geti einnig náð til þings og ríkisstjórnar. Óhugsandi er annað en endurskoðunarnefnd sjávarútvegsráðherra taki mjög mið af þessum pólitíska veruleika. En jafnframt er ljóst, að tillögur Auðlinda- nefndar ná í raun til allra náttúruauðlinda og rétt- inda í þjóðareigu eða þjóðarforsjá, en verkefni endurskoðunarnefndar einungis til laga um stjórn fiskveiða. Þess vegna virðist einsýnt að í kjölfar umræðna um skýrslu Auðlindanefndar í þing- flokkum ogríkisstjórn og ákveðinnar stefnumörk- unar á grundvelli slíkra umræðna hefjist undir- búningur að víðtækara löggjafarstarfi en því, sem einvörðungu snýr að sjávarútvegi. Enda eru sterkar vísbendingar um að aðild sjávarútvegsins að eins konar þjóðarsátt um þetta mikla deilumál byggist m.a. og ekki sízt á því, að eitt skuli yfir all- ar atvinnugreinar ganga. Það fer heldur ekki á milli mála, að fleiri at- vinnugreinar kalla á ákvarðanir í nálægri framtíð en sjávarútvegurinn einn. Auðlindanefnd gerir ákveðnar tillögur um meðferð á úthlutun svo- nefndra rafsegulbylgna. Nú þegar hafa orðið tölu- verðar umræður um það hér innanlands hvernig standa skuli að úthlutun á leyfum til rekstrar þriðju kynslóðar farsíma og ákvarðanir um það efni þola ekki langa bið. Þegar af ofangreindum ástæðum er ljóst, að til- lögur Auðlindanefndar kalla á víðtækari fram- haldsvinnu en þá eina, sem snýr að endurskoð- unarnefnd sjávarútvegsráðherra. En það eru þó fyrst og fremst hin skjótu við- brögð stjórnar LÍÚ, sem valda því, að atburðaras- in er mun hraðari en gera mátti ráð fyrir. LÍÚ hef- ur lýst því yfir að fulltrúar samtakanna séu tilbúnir til að setjast að samningaborði við fulltrúa stjórnvalda um greiðslu auðlindagjalds. Þetta er nánast byltingarkennd breyting á af- stöðu útgerðarmanna. Að vísu hafa einstakiingar úr þeirra röðum við og við gefið yfirlýsingar, sem hafa lofað góðu. Þar má nefna ræðu, sem Arni Vil- hjálmsson, stjórnarformaður Granda hf., flutti fyrir nokkrum árum á aðalfundi félagsins, sem vakti mikla athygli en á síðum Morgunblaðsins á þessum áratug má einnig finna ummæli eftir Brynjólfi Bjarnasyni, forstjóra Granda, sem sat blaðamannafund LÍÚ í gær af hálfu samtakanna, sem á þeim tíma gáfu til kynna mjög ákveðinn vilja af hans hálfu til samkomulags. En nú hafa útgerðarmenn með formlegum hætti rétt fram sáttahönd. í yfirlýsingu stjórnar LÍÚ í gær, fóstudag^ segir svo: „Þrátt fyrir ofan- greint er stjórn LIU reiðubúin til viðræðna við stjórnvöld um greiðslu hóflegs auðlindagjalds enda megi það verða til að ná víðtækri sátt um stjórnun fiskveiða." Gera verður ráð fyrir, að ríkisstjórnin muni með einhverjum hætti bregðast við þessum formlegu tilmælum LÍÚ um viðræður. Yfirlýsing LIU Hugmyndir, sem settar hafa verið fram í hita leiksins á undanförnum árum um hugsanlegar tekjur þjóðarinnar af auð- lindagjaldi í sjávarútvegi, sem í sumum tilvikum hafa verið gersamlega ábyrgðarlausar og út í hött, hafa átt mikinn þátt í að trufla þessar umræður og orðið til skaða. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir, að sjávarútvegurinn gæti ekM staðið undir slíku gjaldi upp á tugi milljarða. í þessum umræðum hefur af hálfu Morgunblaðsins verið lögð höfuð- E Lau áherzla á að grundvallaratriðið um rétt þjóðarinn- ar til þess að innheimta gjald fyrir nýtingu auð- linda í hennar eign yrði viðurkennt. I skrifum blaðsins um þetta efni er hvergi að finna einn staf, sem hægt væri að finna til rökstuðnings staðhæf- ingum um, að blaðið hafi séð fyrir sér einhverjar gífurlegar upphæðir í þessu sambandi. Það er önnur saga, að gífurlegar upphæðir hafa runnið til fámenns hóps manna í gegnum kvóta-1 kerfið og því miður hafa ákvæði í skattalögum, sem Alþingi hefur sett, orðið til þess að þessar gíf- urlegu fjárhæðir hafa streymt úr landi með full- komlega löglegum hætti án þess að ein króna væri greidd af þeim í skatt. Það er annað mál, sem þing- ið sjálft hlýtur að taka til umfjöllunar, en að þessu atriði er lítillega vjMð í skýrslu Auðlindanefndar. I yfirlýsingu LÍÚ eru sett fram ákveðin efnisleg skilyrði fyrir því, að samtökin samþykM greiðslu auðlindagjalds. Það er að sjálfsögðu ekkert við það að athuga, að samtök, sem vilja efna til viðræðna við stjórnvöld, marki vígstöðu sína við upphaf samningaviðræðna með þeim hætti. En um leið felst í því, að skilyrði LÍÚ hljóta að vera sjónarmið sett fram í byrjun samninga en ekM skilyrði, sem sett eru fram tíl þess að samþykkja eða hafna. Til marks um það, hvað margt af því, sem um er rætt í þessu sambandi, er teygjanlegt má nefna þann þátt í yfirlýsingu LÍU, sem snýr að svo- nefndum kostnaðargreiðslum. Þar segir m.a.: „Um verði að ræða auðlindagjald til að standa undir skilgreindum kostnaði við eftirlit og rann- sóknir á auðlindinni enda verði sú starfsemi á for- ræði útvegsmanna, að svo miklu leytí, sem unnt er." Ef skýrslur Auðlindanefndar, álitsgerðin sjálf og öll fylgiskjöl ásamt áfangaskýrslu, sem út kom í í ársbyrjun 1999, eru lesin vel, verður Ijóst, að skil- greindan kostnað má reikna allt frá einum og hálf- um milljarði og upp í fimm milljarða króna á ári. Þetta er bæði dæmi um að lesa má út úr skilyrðum LÍÚ mismunandi tölur og jafnframt að samtökin sjálf eru ekki að bjóða upp á viðræður um ein- hverjar málamyndagreiðslur. Það er alveg ljóst, að hægt er að taka afkomutöl- ur í sjávarútvegi og færa rök að því með tílvísun í beinharðar tölur, að sjávarútvegurinn geti ekM borgað neitt auðlindagjald. I þeim efnum er hins vegar ekM allt sem sýnist. Það liggur t.d. ekM beint við að taka nettóhagnað sjávarútvegsins og vísa til hans sem dæmis um að sjávarútvegurinn getí ekM borgað neitt. Veltufé frá rekstri gefur mun gleggri mynd af raunverulegri afkomu sjáv- arútvegsins og þá breytist myndin miMð. En tíl viðbótar kemur þetta: Með sama hættí og fjármálafyrirtæMn hafa á undanförnum árum út- skýrt hátt verðmat á hlutabréfum í sjávarútvegs- fyrirtækjum með því að það endurspeglaði vænt- ingar um betri afkomu fyrirtækjanna í framtíðinni í kjölfar vaxandi þorskafla og aukmnar hagræð- ingar má líta svo á, að sjávarútvegsfyrirtæMn geti með sömu rökum eftír hæfilegan umþóttunartíma greitt ákveðið auðlindagjald. Það hefur verið ein helzta röksemd útvegs- manna sjálfra á undanförnum árum fyrir kvóta- kerfinu, að það stuðlaði annars vegar að verndun fiskstofnanna og hins vegar að auMnni hagræð- ingu í sjávarútvegi. Með tilvísun til þessara röksemda útvegsmanna sjálfra, semhafa m.a. verið margítrekuð á aðal-' fundum LÍÚ, verður að líta svo á, að með upp- byggingu fiskstofnanna og stóraukinni hagræð- ingu skapist sú auðlindarenta í sjávarútvegi, sem geri atvmnugreininni Meift að greiða gjald fyrir nýtingu fisMmiðanna. í skýrslu Auðlindanefndar er sérstaMega teMð fram, að eðlilegt sé að sjávarútvegurinn fái aðlög- unartíma. Og þar er jafnframt lögð áherzla á frjálst framsal aflaheimilda. Morgunblaðið hefur fyrir sitt leyti lagt ríka áherzlu á að framsal aflaheimilda eigi að gefa frjálst, sem þátt í samningum við útgerðarmenn um auðlindagjald, og ennfremur að kvótaþaMð verði afnumið, sem mundi greiða mjög fyrir hag- ræðingu í útgerðinni. Ef miðað er við hæfilegan umþóttunartíma, frjálst framsal og afnám kvótaþaks er Ijóst, að möguleikar útgerðarinnar til að greiða auðlinda- gjald stóraukast og þess vegna réttmætt að byggja á væntingum um betri tíð í þessum umræð- um. ¦¦¦UBHHBHHi Umræður um fiskveiði- TrailSt stjórnarkerfið hafa á und- anförnum árum ein- kennst mjög af því, að það hefur ekM farið miMð fyrir trausti á milli þeirra, sem þátt hafa teMð í þeim. I hvert sinn, sem eitthvert sMef hefur verið stigið til þess að leita leiða tíl sátta, hefur mátt heyra vantrú fólks á að nokkuð mundi koma út úr slíkri viðleitni. H-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.