Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Úr bókinni: Nicolai/Singer/Wothe. Fugler. An útgáfustaoar og ártals. Úr bókinni: Nicolai/Singer/Wothe. Fugler. Án útgáfustaðar og ártals. Lappajaðrakan í vetrarbúningi. Fuglinn er aðeins minni en jaðrakan og með lítið eitt uppsveigt nef. Það eru koiynir Svo einkennilega sem það nú hljómar, er tegundaauögi íslenskra fugla hvað mest þegar farfuglamir okkar eru aö hverfa af landi brotttil suðlægari vetrarheimkynna. í nýliðinni viku fékk Siguróur Ægisson að slást í för með tveimur landskunnum fugla- skoðurum á Höfn í Hornafirði, sem ætluðu að athuga hvað lægðin kröftuga frá 21. september heföi borið af flækingum, eða öóru nafni hrakningsfuglum úrSkandinavíu, yfir á þetta austurhorn íslands, sem mun vera einn gjöfulasti hluti landsins, þegar slíkt er annars vegar. ÞENNAN morgun var fremur dimmt yfir Höfn og nágrenni, lágskýjað og gekk á með skúrum. En eftir að búið var að hlaða nauðsynlegum tækjum í skott bifreiðarinnar, s.s. myndbandsupp- tökuvél, sjónaukum o.þ.h. græjum, var haldið af stað og ekið í austurátt. Umræddir fuglaskoðarar voru þeir Björn G. Arnarson og Brynjúlfur Brynjólfsson, en þeir tveir vita öðr- um meira um íslenska fugla og er- lenda. Af 330-340 tegundum sem á íslandi hafa greinst, hefur Björn séð 242 og Brynjúlfur 210. En hér má nefna til samanburðar, að reglu- bundnar varpfuglategundir á íslandi eru ekki nema rúmlega 70 talsins. Fyrsti stans lofar góðu Þegar kom að bænum Dynjanda við Skarðsfjörð yar gerður fyrsti stans og kíkt niður í fjöru. Þar var aragrúi af vaðfuglum, aðallega þó tjaldar, sem voru að búa sig undir farflug, en mestur hluti íslenska stofnsins yfirgefur landið á veturna og dvelst einkum á Bretlandseyjum (Englandi) og Norðvestur-írlandi. En hér voru líka aðrir fuglar, m.a. 11 fjöruspóar og tveir lappajaðrakanar. Sumir telja, að þessir fjöruspóar séu norskir fuglar, komnir hingað til að eyða vetrinum í íslenskri maðka- fjöru, en öðrum finnst ekki ólíklegt að þetta séu fuglar af íslenskum varpstofni, því fyrir ekki löngu rák- ust menn á hreiður tegundarinnar í grennd við Höfn. „Fjöruspóarnir voru 14 í gær," segja tvímenningarn- ir; „þrír fuglanna virðast hafa brugð- ið sér eitthvert. En lappajaðrakan- arnir hafa bara verið tveir hingað til." Sú tegund á varpheimkynni nyrst í Skandinavíu og þaðan austur eftir endilangri strandlengjunni, víð- ast hvar, allt til vesturstrandar Al- aska. Vetrarheimkynnin eru m.a. á Bretlandseyjum, en einnig víða með ströndum Suður-Evrópu, Afríku og Ástralíu, að dæml sé tekið. Lundur með sjö trjám Ekki var lengi dvalið á þessum stað, heldur ekið áfram og stað- næmst við lítið dæluhús á Horni, sem Brynjúlfur kallaði lund. Þar mátti sjá nokkur tré á stangli, og var blaðamaður efins um að þar myndi leynast nokkurt kvikindi. En annað kom á daginn, því hér reyndust vera tveir garðsöngvarar og einn lauf- söngvari, auk fjögurra skógarþrasta. Þessar söngvarategundir báðar eiga heimkynni í Norður-Evrópu og það- an austur um. Útbreiðslusvæði lauf- söngvarans, sem er langalgengasti Ljósmynd/Siguröur Ægisson \ Sjö trjáa lundurinn góði við dæluhúsið er gjöfull með eindæmum. Alls hafa sést þar 31 fuglategund. Tvímenningarnir rýna í trén í leit að flækingsfugl- um. Að þessu sinni voru þar tveir garðsöngvarar og einn laufsöngvari. söngvari í norðanverðri Evrópu, nær þó ekM jafn langt suður á bóginn og garðsöngvarans. „Þetta er alveg stórmerkilegur lundur," segja þeir félagar, Björn og Brynjúlfur. „Þótt ekki séu nema sjö tré hérna og ein risahvönn, má alltaf sjá hér eitthvað. Fyrir nokkrum dög- um voru t.d. garðsöngvari, hettu- söngvari, netlusöngvari, laufsöngv- ari, barrfinka, skógarþröstur og þúfutittlingur hérna. Á þessum litla stað höfum við séð alls 31 fugla- tegund, og þar á meðal voru rjúpa og stelkur. En sjaldgæfasti fuglinn er vafalaust síkjasöngvari, sem við rák- umst á hér fyrir þremur árum." Við kvöddum þennan ágæta lund og ókum á næsta áfangastað, sem var eyðibýlið Horn, þar sem kvik- myndin „Svo á jörðu" var gerð. Þar urðum við einskis varir, fyrr en eitt- hvert lítið krfli skaust allt í einu út um glugga eins hússins. Þeir félagar brugðu sjónaukum á loft og til- kynntu svo, að þetta væri hettu- söngvari, karlfugl, blautur og hrak- inn. „Það sem ég hef séð merkilegast hérna eru brúnheiðir og mánaþröst- ur," segir Brynjúlfur. „Og einnig hef ég séð grálóur og hina algengari flækinga. Og reyndar sá ég hér líka fjallvák einu sinni, en hann var ekki samþykktur af flækingsfuglanefnd." En fyrir þá lesendur, sem ekki vita hvað hér er átt við, er það að segja, að upplýsingar um alla sjaldgæfa fugla sem menn sjá hér á landi eru skráðar á þar til gerð spjöld, sem m.a. er hægt er að nálgast á Náttúrufræðistofnun íslands í Reykjavík. Á vorin kemur umrædd nefnd saman og fer nákvæmlega yfir öll innsend gögn og vegur og metur upplýsingarnar sem þar koma fram. í flækingsfuglanefnd sitja níu aðilar. Oft gerist það, einkum þegar mjög sjaldgæfar tegundir eiga í hlut, að nefndin dregur í efa að greining sé rétt, og getur það orsakast af ýmsu. Yfirleitt er þó ástæðan sú, að um aðra(r) tegund(ir) gæti verið að ræða, en þá sem viðkomandi send- andi telur sig hafa séð. Að fá slíka höfnun getur verið sárt, einkum þeg- ar reyndir fuglaskoðarar eiga í hlut. Ekið suður á bóginn Með rannsókn gömlu bæjarúst- anna á Horni var nú búið að kanna austustu mörk leitarsvæðisins. Næsta skref var að halda í suðurveg, og var ekki staðnæmst fyrr en við gamla kirkjugarðinn í Nesjum. I trjánum þar var bara einn fugl, sem ekki náðist að tegundargreina, vegna þess hve styggur hann var og feiminn. „í þessum kirkjugarði höf- um við séð gulskríkju, þá fyrstu sem hefur sést á íslandi og sem var jafn- framt sú fimmta í Evrópu, en þetta er norður-amerísk tegund," segja þeir félagar. Ekki var unnt að eyða dýrmætum tíma í að eltast við ókunna fuglinn í Nesjum, því enn átti eftir að fara á marga staði áður en færi að rökkva. Var hann því kvaddur um sinn, í von um endurfundi, og ekið niður í hest- hús við Stekkhól. Þar voru engin tré, en hins vegar fallegar tjarnir þar sem ýmislegt gat leynst. Og sumir fuglar áttu það líka til að safnast að gripahúsum eða mannabústöðum yf- irleitt. ,Á tjörnunum hérna má oft sjá taumönd og aðra sjaldgæfa vatnafugla," segir Björn. „Og eitt ár- ið sáust þrjár svölutegundir í einu, landsvala, bæjasvala og bakkasvala, fljúgandi kringum hesthúsin." En að þessu sinni var lítið að sjá, einungis íslenska fugla. Turtildúfa á sveimi Næsti áfangastaður var Brunn- hólskirkja við Arbæ, eða öllu heldur kirkjugarðurinn. Þar var turtildúfa á sveimi, og hafði sést þar nokkrum dögum áður líka. Hún var stygg. í trjágróðrinum sáust engir flæking- ar, einungis skógarþrestir og þúfu- tittlingar. „Sjaldgæfasti fugl sem við höfum séð í kirkjugarðinum er ef- laust síkjasöngvari, en hann sást hér sama árið og þessi við dæluhúsið á Horni," segir Brynjúlfur. „Og hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.