Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 48
4t$ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ -r kappreiíar, golf og ÓW Ég kemst ekki nokkurn tíma í göngutúr Ljóska W6FENSUM ¦( HA™? BliSTRUR? ensahattaV- ->a tilhvers? EöA BLÍSTRUR ENMeERUN6T< ÞAN6A6TIL! ) Ferdinand > l|JMj '~Jz&' D «t by UFS. Inc. *"*¦•«<_ Smáfólk wwwsnoopycom jj?; j s #a *—v 9/14/00 Q1988 United Feature Syndicate, Inc. vt&kz- BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sómi Islands? Frá Guðbirni Jónssyni: ÞEGAR maður hugsar til þeirra orða sem eru fyrirsögn þessara skrifa og reynir að tileinka þau framámönnum þjóðarinnar reynist manni æ erfiðara að finna sannan merkisbera þeirra. Segja má að undanfarna áratugi hafi jafnt og þétt fækkað þeim stjórnmála- mönnum og „æðri stjórnendum" sem hafa þann kjark sem þarf til að vera merkisberar réttlætis, kærleika og umhyggju í garð þjóð- arinnar. Segja má, að á sama tíma- bili hafi stöðugt vaxið hjá þessum hópum eiginhagsmunahyggja og undirlægjuháttur gagnvart pen- ingaaðlinum sem gengið hefur undir nafninu „ráðandi öflin í land- inu". Lengi vel fóru menn tiltölulega dult með það sem ekki samrýmdist lögum eða góðu siðferði. Nú er virðingarleysið fyrir réttlætinu hins vegar orðið svo mikið að ekki er einu sinni farið leynt með það þegar sjálfur dómsmálaráðherrann brýtur lög landsins, eins og gert var nýlega með tilnefningu í sæti dómara við Hæstarétt. Er hægt að komast neðar í lágkúrunni siðleys- is? Já reyndar er það hægt, með því að forseti íslands staðfesti þetta lagabrot ráðherrans, og skipi hinn tilnefnda mann í dómaraemb- ætti. Ef réttlæti á sér ekki lengur vörn í forsetaembættinu er óþarft fyrir okkur að kenna okkur við sið- menntað þjóðfélag. Við getum þá farið að nota réttnefni yfir þá stjórnunarhætti sem hér ríkja. Ég skal viðurkenna að þann mann sem dómsmálaráðherra valdi til starfa í Hæstarétti þekki ég ekk- ert. Vel má vera að þetta sé hinn vænsti maður, sem vinni af heil- indum að réttlæti og beri virðingu fyrir lögum landsins. Geri hann það á hann ekki möguleika á að setjast í það sæti sem honum hef- ur verið úthlutað. Einungis með því að taka því embætti sem hon- um var úthlutað, í skjóli lagabrots, staðfestir hann að hann beri ekki virðingu fyrir lögum landsins, þeg- ar það hentar honum að gera það ekki. Slíkur maður getur aldrei orðið trúverðugur dómari í æðsta dómstigi landsins. Ef maðurinn er vandur að virðingu sinni lætur hann ekki flækja sér í laga- og réttlætisbrot, sem fylgja mun hon- um og afkomendum hans um langa framtíð. Söguritarar skrá söguna eins og hún gerist, ekki eins og spillingar- öfl nútímans vilja að hún verði skrifuð. Að vísu harma ég ef Hæstiréttur missir af mætum dómara við það að lögin séu virt. Það er hins vegar ekki hægt að framkvæma lög eða réttlæti eftir hagsmunum stjórnmálaafla eða einstaklinga. Þess vegna verður virðing fyrir lögum og réttlæti æv- inlega að fara með sigur af hólmi vilji menn njóta sannrar virðingar. Því miður virðast margir einstakl- ingar hafa orðið græðgisöflum og skeytingarleysi að bráð. Þeir eru sér ekki nógu meðvitandi um þann skaða sem þeir valda þjóðinni og afkomendum sínum. Þeir virðast hafa gleymt því að atferli þeirra verður skráð í ljósi heildaráhrifa athafna þeirra á þjóðfélagið, ekki stundarhagsmuna þeirra sjálfra. Eg tel til dæmis að með framkomu ráðherra í ríkisstjórn okkar að undanförnu höfum við endanlega sýnt umheiminum að stjórnmála- menn okkar hafa afar veika sið- ferðiskennd. Þjóðin hefur líka sýnt umheiminum að hún lætur bjóða sér nánast hvað sem er. Hún möglar ekki þótt verndari réttlæt- is (dómsmálaráðherrann) brjóti lög í starfi sínu. Svo heldur þessi þjóð, í sjálfumgleði sinni, að borin sé raunveruleg virðing fyrir ráða- mönnum hennar. Er þetta heil- brigt? GUÐBJÖRN JÓNSSON, Haukshólum 6, 111 Reykjavík. Friðhelgir partar Frá Þór Jónssyni: SVO er að skilja á Bjarna Jónssyni í Morgunblaðinu 27. september sl. að hann telji sig frekar njóta frið- helgi gagnvart fjölmiðlum sundur- limaður en í heilu lagi. Hann skrif- ar: „Ef ég hlutast sundur í um- ferðarslysi, á almenningur þar einhvern „skýlausan rétt" til að horfa á partana? Hvaða rétt hefðu partarnir?" Varla efast neinn um rétt manna til að horfa á Bjarna ganga sér til heilsubótar austur Nönnustíg. En skyldu líkamshlutar hans, hver í sínu lagi, njóta meiri verndar fyrir augum almennings en t.a.m. dr. Jean Baptiste Charcot og áhöfn hans á Pourquoi pas?, þegar tekin var af þeim örendum í fjör- unni einhver eftirminnilegasta fréttaljósmynd á íslandi á þessari öld? Auk venjulegs fréttamats fer nefnilega ákvörðun um myndbirt- ingu af Bjarna lemstruðum í bílslysi eftir smekk almennings og siðferð- isgildum á hverjum stað og tíma fremur en vilja hans sjálfs (sbr. myndbirtingar erlendra fréttastofa eins og CNN, AP, BBC o.fl. af látn- um og slösuðum). Ég þori að full- yrða að nú á dögum myndi enginn íslenskur fjölmiðill birta slíka mynd af Bjarna. Og heldur ekki myndina frægu af drukknuðum skipverjum af Pourquoi pas? færist skipið nú, 64 árum síðar, því að íslenskir fjölmiðlar - eins og ég hef áður bent á - sýna einstaklega mikla nærgætni í umfjöllun sinni um slys. Um þetta snýst málið. Sú „alvar- lega gagnrýni" á fréttaflutning af slysum, sem Bjarni vísar til, byggð- ist á forsendum sem eiga sér ekki neina stoð í raunveruleikanum. Þess vegna er ekki hægt að taka þá gagnrýni alvarlega og sama á við um útúrsnúninga Bjarna sjálfs, sem ég elti ekki ólar við frekar. ÞÓR JÓNSSON, varaformaður Blaðamannafélags íslands. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. I I i ^slsp i I I I I 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.