Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hillary Clinton og Rick Lazio sættast á takmörkun kosningasjóða HILLARY Clinton og Rick Lazio eru nokkuð jöfn í kapphlaupinu að öldunga- deildarsætinu, en demó- kratinn Clinton þó sjónarmun á und- an repúblikanum. I nýrri skoðana- könnun sem CBS News og New York Thnes gerðu meðal líklegra kjósenda sögðust 48% þeirra ætla að kjósa Clinton, en 39% Lazio. Skekkju; mörkin í þeirri könnun voru 3%. í annarri könnun, sem unnin var af Marist Institute of Public Opinion, var niðurstaðan hins vegar sú að þau væru hnífjöfn, bæði með 48% fylgi. Þegar óákveðnir kjósendur í þessum hópi voru beðnir um að svara því að hvorum frambjóðandanum þeir höll- uðust frekar varð heildarniðurstaðan sú að 50% ætluðu að kjósa Clinton, en 48% Lazio. Skekkjumörkin í þessari könnun voru hins vegar 4%, svo mun- urinn er ekM marktækur. Slagurinn á milli frambjóðendanna er um fátt frábrugðinn öðrum slíkum nema fyrir þá sök að Clinton og Lazio komust nýlega að samkomulagi um að hvetja flokka sína og ýmis samtök stuðningsmanna til að hætta að beita miklu fjármagni sínu í auglýsingar í þágu frambjóðendanna. Komast framhjá takmörkunum I Bandaríkjunum eru engar tak- markanir á hve miklu frambjóðandi eða flokkur má kosta til kosninga og auðugur frambjóðandi getur lagt eins mikið af eigin fé fram og honum sýn- ist. Dæmi um það er auðkýfmgurinn Steve Forbes, sem fjármagnaði mis- heppnaðar tilraunir sínar til að ná út- nefningu sem forsetaefni Repúblik- anaflokksins að miklu leyti sjálfur. Það eru heldur engin takmörk á þeim upphæðum sem einstaklingar geta gefið til sjálfstæðra samtaka sem styðja frambjóðendur eða ákveðin málefni með auglýsingum. Hins veg- ar eru fjárframlög einstaklinga beint til einstakra frambjóðenda takmörk- uð við 1000 dollara, eða um 83 þúsund krónur, og ekki má gefa meira en 5000 dollara, eða um 415 þúsund krónur til samtaka ýmissa hagsmuna- aðila, sem síðan veita fénu áfram til frambjóðenda. Slíkum samtökum hefur fjölgað mjög, enda er það ein leiðin til að komast framhjá reglum um takmörkuð framlög til hvers og eins þeirra. Til að komast framhjá laga- ákvæðum leggja stuðningsmenn fram óbein framlög sem á ensku eru kölluð „soft money" eða mjúkt fé. Á síðasta áratug varð það hugtak al- þekkt í stjórnmálalífi Bandaríkjanna og lýsir þeim ótakmörkuðu framlög- um einstaklinga, fyrirtækja og hags- munasamtaka sem renna til stjórn- málaflokka eða -félaga í hverju ríki. Nauðsynlegt þótti á sínum tíma að heimila slík framlög til að byggja upp flokksstarfið, en þar sem flokkarnir þurfa ekM að gera grein fyrir þessu fé hafa þeir getað veitt því áfram til ein- stakra frambjóðenda. Þar með vakn- ar hættan á að rausnarlegir stuðn- ingsmenn flokkanna geti haft bein áhrif á frambjóðendur og „soft mon- ey" er helsti þyrnir í augum þeirra sem vilja endurbætur á lögum um fjárframlög í kosningabaráttu. Lazio með meira fé" Samkomulag Clintons og Lazios gengur út á að hvorugur frambjóð- andinn styðjist við óheft framlög af þessu tagi í auglýsingaherferðum kosningabaráttunnar. Bæði hafa þau að vísu sankað að sér nokkrum fjár- hæðum eftír þessum leiðum, en sam- komulagið gerir ráð fyrir að ekki þurfi að skila þeim upphæðum. Þá eru nokkrir fyrirvarar á samkomulaginu, til dæmis telja frambjóðendurnir ekki raunhæft að stöðva póstsendingar stuðningsmanna þeirra til almenn- ings. Clinton mun standa höllum fæti eftir samkomulagið, ef aðeins er litið til þeirra framlaga sem stíft eftirlit er haft með. Framboð hennar hefur nefnilega skilað háum fjárhæðum í kassa Demókrataflokksins, en hún hefur ekki verið jafn iðin við að næla sér í persónuleg framlög. Þar hefur hún náð að draga saman rúmar 7 milljónir dollara, eða um 580 milljónir króna, en Lazio hefur úr rúmum 10 Reuters Hillary Clinton og Rick Lazio tókust fyrir skömmu á í fyrstu kappræðum súium vegna öldungadeildarkosning- anna í New York. Atök um framlög og næturgesti Barátta Hillary Clintons og Ricks Lazios í New York vegna öldungadeildarkosninganna í nóvem- ber snýst þessa dagana aðallega um fjárframlög í kosningasjóði. Ragnhildur Sverrisdóttír segir að kjósendur hafí lítinn áhuga á málinu, nema þegar það snýst um næturgesti Clintons undanfarið ár. Repúblikanar segja Clinton misnota aðstöðu sína með því að hýsa stuðningsmenn í forsetabústöðum, en Hillary segir ekkert óeðlilegt við að vinir þeirra _______hjóna fái að halla þar höfði á kodda._______ milljónum dollara að moða, eða um 830 milljónum. Hann hefur lýst því yf- ir að samkomulagið geti haft gríðar- lega þýðingu og sýni að ekki þurfi lagasetningu til að tryggja að New York ríki geri það sem rétt sé. Efast um að samkomu- lagið haldi Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkj- unum segja samkomulag frambjóð- endanna marka tímamót, enda hafa frambjóðendur til þings í jafnstóru ríki og New York aldrei gert sam- bærilega tilraun til að hefta peninga- flæði í kosningabaráttu. Margir stjórnmálaskýrendanna efast reynd- ar um að samkomulagið haldi þegar enn meiri harka færist í baráttuna. Þeir benda á þá staðreynd, að fram- bjóðendurnir hafa ekkert yfir þessu fé að segja. Bæði Clinton og Lazáo hafa hvatt sitt fólk til að láta vera að beita framlögum af þessu tagi þeim til framdráttar, en meira geta þau ekki gert. Og ýmis samtök, til dæmis þau sem styðja rétt kvenna til fóstureyð- inga og eru andvíg repúblikanum Lazio, segja af og frá að hægt sé að þagga niður í þeim með þessum hætti. Það voru hinir fjölbreytilegustu, pólitísku fimleikar sem leiddu til sam- komulagsins. Hillary Clinton hafði lýst því yfir að hún væri fús til að ræða möguleikann á því að banna óbein framlög í kosningabaráttunni og í kappræðum hennar og Lazios í sjónvarpssal á dögunum gekk hann með tilþrifum úr ræðustól sínum yfir til hennar og krafðist þess að hún skrifaði undir samkomulag þess efnis svo hægt væri að stöðva þetta pen- ingaflæði í eitt skipti fyrir öll. Þar þótti mörgum hann ganga of langt, enda ekki í þeirra valdi að stöðva eitt eða neitt með undirskrift á staðnum. Clinton sagði að ekkert yrði af sam- komulagi nema Lazio teldi fjórtán samtök stuðningsmanna sinna á að hætta að kosta auglýsingar sem beindust að sér. La/.io tók hana á orð- inu og krafðist þess að hún gerði slíkt hið sama. Þar með var samkomulagið íhöfn. Frúin og nætm^estirnir Annað mál, sem tengist kosninga- baráttunni í New York, hefur verið mjög í fréttum í Bandaríkjunum að undanförnu, en það snýst um það hvort stuðningsmenn Hillary hafi fengið að gista í Hvíta húsinu eða Camp David, sem umbun fyrir stuðn- inginn. Það er alkunna að stuðnings- menn forsetans og flokks hans fá að gista í þessum forsetabústöðum og ef marka má frásagnir er fátt eftirsókn- arverðara en að bæla kodda í Lincoln- herberginu í Hvíta húsinu eða njóta sveitasælunnar í Camp David. Þeir sem þeirrar sælu njóta eru ekki heim- ilislaust fólk, heldur alls konar auð- kýfingar og kvikmyndastj örnur. Þetta hefur lengi viðgengist, en málið horfir auðvitað öðruvísi við ef foreetafrúin notar þessa bústaði til að umbuna stuðningsmönnum sínum í kosningabaráttunni í New York. Hvíta húsið birti á dögunum lista yfir það fólk, sem hefur gist hjá Clinton- hjónunum frá því í júlíbyrjun í fyrra og fram til loka ágústmánaðar sl. Á þessum 13 mánuðum var gestkvæmt, 404 hvíldu lúin bein í Hvíta húsinu eða Camp David. Birt voru nöfn 361 þeirra, en hinir 43 voru sagðir vera „fjölskylda og vinir" forsetadóttur- innar Chelsea. Af gestunum nafngreindu höfðu 99 greitt í kosningasjóði Hillary, þar af um 800 þúsund krónur í bein framlög til hennar og um 40 miltjónir króna til samtaka sem styðja hana. Hillary sagði ekkert fréttnæmt við þetta, þau hjón ættu fjölda vina og stuðnings- manna. Repúblikanar vilja hins vegar fá nýjan lista, sem sýnir hvenær þetta fólk gisti forsetabústaðina, því þeir telja ólíklegt að forsetafrúin hafi allt- af verið á staðnum til að sinna gest- gjafahlutverkinu og þar með séu yfir- lýsingar hennar um gistinætur vina að engu hafandi. Rick Lazio birti svo strákslegan lista yfir næturgesti á heimili sínu. Hann sagði tvo gestanna hafa lagt fram fé í kosningasjóði, en það hafi reyndar verið tengdaforeldra hans. Einn sjálfboðaliði hafi einnig gist á heimilinu, en það hafi verið móðir hans. Þá neitaði hann að gefa upp hverjir hefðu gist „Pókemon-svít- una", en sagði þá gesti alla vera undir 9 ára aldri. Það væri ekkert frétt- næmt við þetta, þau hjónin ættu fjölda vina og stuðningsmanna. Mörgum þótti þessi tilraun Lazios tál fyndni heldur misheppnuð og sum- ir sögðu hann ekki gera annað en að staðfesta að hver og einn hýsti sína yini og kunningja og þau Hillary væru þar á sama báti. Því er hins vegar ekki að neita að hún gerir það á kostn- að skattborgaranna og það er merg- urinn málsins. Útrýming- arhættan eykst London. AP. UM ÞAÐ bil 11.000 dýra- og plöntu- tegundir eru í verulegri útrýmingar- hættu, samkvæmt ítarlegustu rann- sókn sem gerð hefur verið á sviði náttúruverndar í heiminum. Á meðal þeirra tegunda sem gætu orðið útdauðar eru villtir kettir sem flakka um íberíuskaga, höfrungar við strönd Nýja-Sjálands, styrjur sem veiddar eru vegna hrognanna og runni þakinn rauðum blómum í fjöllum Máritíus, að því er fram kemur í skrá náttúruverndarsam- takanna World Conservation Union yfir dýra- og plöntutegundir í út- rýmingarhættu. Samtökin segja að stækkun borga, eyðing skóga af mannavöld- um, landbúnaður og ofveiði séu á meðal þeirra þátta sem stofni líf- fræðilegum fjölbreytileika í heimin- um í hættu. Um það bil 816 þekktar tegundir hafi dáið út síðustu 500 árin og aðrar séu aðeins til í dýragörðum. I skránni kemur einnig fram að á síðustu fjórum árum hefur spen- dýrategundum í útrýmingarhættu fjölgað úr 169 í 180 og fuglategund- um úr 168 í 182. .?¦»¦>. Barnaklámi í fréttatíma mótmælt Rdm.AP. NOKKRIR af yfirmönnum rMs- sjónvarpsins á ftalíu, RAI, sögðu af sér í gær eftir að sjónvarpið sýndi barnaklám, sem dreift hafði verið á Netinu, í aðalfréttatíma sínum á mið- vikudagskvöld. Talið er að ellefu milljónir manna hafi horft á útsend- inguna. Dagblaðið L'Osservatore Romano í Páfagarði fordæmdi RAI fyrir að sýna „ítölskum fjölskyldum óvirð- ingu" undir því yfirskyni að barna- klámið væri fréttaefni. „Myndirnar sem voru sýndar í fréttatímanum eru ekki aðeins móðgun við áhorf- endur, heldur fyrst og fremst við öll þau börn sem fjallað var um, fórnar- lömb sem voru misnotuð aftur þegar þau hefðu átt að njóta verndar," sagði blaðið. Fréttastjóri, tveir aðstoðarfrétta- stjórar og tveir yfirmenn þeirra sögðu af sér eftir að útsendingin hafði sætt harðri gagnrýni á þinginu. RAI sýndi klámefnið þegar fjallað var um hóp barnaníðinga sem var staðinn að því að dreifa barnaklámi á Netinu. Átta ftalir og þrír Rússar hafa verið handteknir vegna málsins og lögreglan hefur lagt hald á þús- undir mynda, m.a. af pyntingum og morðum á börnum. 1.700 ftalir hafa einnig verið yfirheyrðir vegna gruns um að hafa keypt myndir á Netinu. ? ? ? Norður-Irland Hermönnum fækkað Belfast. Reuters. BRESKI herinn tilkynnti í gær, að héldi ástandið á Norður-írlandi áfram að skána, yrðu 5.000 hermenn fluttir þaðan. Yrðu þá eftir um 8.000. Skýrt var frá þessu er Sir Ronnie Flanagan, lögreglustjóri á N-ír- landi, tilkynnti, að sex herstöðvar við landamærin að írlandi yrðu rifnar en þær hafa nú þegar verið yfirgefnar. Eru stöðvar breska hersins í hérað- inu nú 64 en stefnt er að því, að þær verði ekki nema 20. Kaþólskt fólk á N-írlandi hefur lengi litið á veru bresku hermann- anna sem ögrun við sig en flestir voru þeir 1972, um 30.000. Talsmað- ur Sinn Fein, pólitísks arms IRA írska lýðveldishersins, fagnaði þess- um fréttum í gær en sumir mótmæl- endur kölluðu fyrirhugaða fækkun „heimskulega".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.