Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM ÞAÐ er aldrei lognmolla í kring- um Peter Greenaway. Hann hefur verið óhræddur við að lýsa því yfir að kvikmyndin sé dauð, hann er í fararbroddi þegar kemur að því að nýta nýja tækni og myndmiðla, hann tekur á sig stóran krók til að forðast formúlur í kvikmyndum sín- um, sem eru stundum gagnrýndar fyrir að vera óaðgengilegar, og sögupersónurnar eru gjarnan mótað- ar af hefðum í bókmenntum og mynd- list. Þegar mynd hans 8% kona var - sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes sl. vor strunsaði Holly Hunter, sem var í dómnefndinni, út af sýningunni og sagði of langt gengið. Af svipnum að dæma er ekki laust við að Green- away sé pínulítið stoltur er hann seg- ir blaðamanni frá þessu; blaðamaður gengur jafnvel svo langt að staðhæfa að Greenaway sé hrærður yfir þess- ari óvæntu upphefð. En þannig hugs- ar þessi byltingarsinnaði Englend- ingur, sem er lærður listmálari, vann í ellefu ár við að klippa myndir, gerði ..- sína fyrstu kvikmynd árið 1966, og hefur síðan þá haldið áfram að mála myndir jafnt á filmur sem striga, auk þess að skrifa skáldsögur, mynd- skreyta bækur og halda nýstárlegar listssýningar. Titillinn á 8Í/2 kona er augljóslega sóttur í smiðju ítalska leikstjórans Fellinis. „Það voru 27 konur í draum- óraatriðinu með Mastrioanni [í mynd Fellinis], en ég vildi halda mig við átta og hálfa, svo við takmörkuðum okkur við það. Eg hef verið spurður að því af hverju ég ákvað að snið- ganga drottnunarkvendið í mynd Fellinis og ég gat svo sem búist við því. En þar sem allar konurnar í minni útgáfu verða ofan á, ef svo má að orði komast, í táknrænum, mynd- -r" rænum og bókstaflegum skilningi, þá finnst mér andi hennar svífa yfir vötnum." Þú hefur stundum sagt að kvik- myndir þínar snúist meira um úr- vinnslu hugmynda en sögur. „Mér hættir til að gera kvikmyndir sem vísa hver í aðra og byggja á framsetningum hugmynda. Allar eru þær angi af sama meiði. Ef við tökum fyrir kynóra karlmanna eru þeir átta og hálfur í myndinni, það er hægur vandi að telja þá upp og greina þá." Hann telur á fjálglega á fingrum sér: „Einn er svona, annar er hinsegin, þriðji er fjólublár. Ég býst við að galdurinn felist í því að slá hugmynd- unum fram og búa svo um hnútana að það verði ekM þurrt og leiðinlegt; reyna að finna skemmtilegt form. En kvikmyndir eru ekki sérlega góður frásagnarmáti. Ef maður vill segja sögur á maður að gerast rithöf- undur, það er mun áhrifameira. Það er eftir öðru að sækjast í kvikmynd- um. Eg skora á þig að reyna að segja mér söguna í Casablanca eða 2001. Þú gætir líklega sagt mér frá óskýr- um útlínum, en ekM neinum smáat- riðum. Það sem áhorfendur sækjast eftir er andrúm, tjáning, einræður, stemmning. Ef ég leitast við að segja sögu hef ég uppbygginguna ein- falda." Enn telur hann á fingrum sér: „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm. Þann- ig slengi ég hugmyndunum fram og styðst stundum við goðsagnir eða dæmisögur, t.d. um líf og dauða, börn oggröfina." Hafði FeUini mikil áhrif á þig sem kvikmyndagerðarmann ? „Hann hafði engin úrslitaáhrif," svarar Greenaway. „Ég sótti meira til Úr myndinni 8% kona sem sýnd verður á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Kynórar Peters Greenaway um 8V2 konu Kvikmyndin er dauð iTiifiniTiTimTnTiiiiTiiHfiiiiiiifiiTiTirtiTnTinmi; ¦ íirnlitimftmmfim.irt..... ¦T....T....T.rt.T..T.«>.T..T.T..T....T..T>r. Peter Greenaway kyssir hefðbundnar kvikmyndir bless með 8 Vz konu og bindur trúss sitt við margmiðlun. Pétur Blöndal hlustaði á andríka spá um framtíð __________kvikmyndagerðar.__________ Presslink Peter Greenaway frönsku leikstjóranna. Godard er mér mun mikOvægari. Ef talað er um ímyndir í kvikmyndum þá leikur eng- inn vafi á því að hver ein einasta mynd Fellinis var áhugaverð. En mér féll ekki hversu uppbyggingin var lausbeisluð, guðlastið og tilfinninga- semin." Hvað heillaði þig þá við 8V2 konu FeUinis? „Það hafa verið gerðar margar kvikrnyndir um kvikmyndagerð, t.d. Sunset Boulevard og Dagur fyrir nótt eftir Truffaut. í 8V2 konu Fellinis er fjallað um kvikmynd sem er í mót- un í huga leikstjórans. Inn í það vefur Fellini æviatriðum sínum og úr verð- ur skáldskapur. Handritið verður bragðmikið fyrir viMð, fullt af safa- ríkum smáatriðum. Sviðsmyndin og myndatakan eru meistaraverk. Mér feílur ekki við endinn, sem er ófull- nægjandi, en við fyrstu tvo þriðjunga myndarinnar hef ég h'tið að athuga." Þú hefur ekkert velt fyrirþér kyn- tífsónun kvenna? „Ég held að við eigum að láta það eftir kvenleikstjóra." Kryddar þú þínar myndir með sjáWsævisögulegum atburðum? ,JÉg er svo lánsamur að gera krik- myndir sem eru persónulegar. Lífs- reynsla mín er hráefnið í myndum mínum. Ég laga hana til svo mér finn- ist hún brúkleg og þér skemmtileg. Margar mynda minna eru sjálfsævi- sögulegri en 8Í/2 kona, td. The Belly of an Architect. Þar eru m.a. vfeanir í fjöl- skylduna, heimilislífið og samband mitt við föður minn. Eg áttaði mig ekM á því þegar ég gerði myndina, en það rann upp fyrir mér tveim til þrem ár- um síðar þegar ég horfði á hana." Þú hafðir gert átta kvikmyndir áð- ur en þú hófst handa við þessa kvik- mynd. Eru þær nú orðnar átta og hálfar? „Já, ætli það ekki," svarar hann og brosir. „8V2 kona er á milli myndar átta, sem var Pillow Book, og gríðar- stórs verkefnis sem ég er að byrja á, Ferðataska Tulse Luper. Vitaskuld er ég ánægður með myndina en mér finnst Pillow Book mun nýstárlegri, áhugaverðari og meira spennandi. 8V2 kona er á vissan hátt afturhvarf til eldri mynda minna. Hún er frá- sögn og atriðin eru í réttri tímaröð. Skírskotanir í kvikmyndasöguna eru ekM jafnáberandi og í Pillow Book og næstu myndum mínum. Það sem mig langaði til að gera tilraunir með í 8V2 konu var að hafa nánast enga tónlist í myndinni, það hef ég aldrei gert áður, þá langaði mig til að leik- stýra áköfum samræðum, það hef ég ekM gert síðan í Draughtsman's Contract, og í þriðja lagi lagði ég meira upp úr nærmyndum af pers- ónunum, sem eiga að vera lýsandi fyrir sálarlíf þeirra." Hvaðgeturðu sagt mér um Ferða- tösku Tuise Luper? „Eg hef svo oft talað um margmiðl- un og gert ýmsar tilraunir, t.d. með TV Dante, Prosperos Books og Pill- ow Book í bresku sjónvarpi. Nú lang- ar mig til að komast að kjarnanum og gera eitthvað í líMngu við Finnegans Wake James Joyce. Ég ætla að rannsaka alla möguleika í margmiðl- un, leikstýra þremur kvikmyndum, tveim CD-Rom, 52 framhaldsþáttum fyrir sjónvarp, þannig að sýndur verði þáttur á viku í heilt ár, og ein persónan semur 1001 sögu á Netinu [www.tulseluper.net], eina á dag næstu þrjú árin. Það er margt sem vaMr fyrir mér með þessu. Kvikmyndin er kölluð Ferðataska Tulse Lupe vegna þess að ferðataskan er táknræn fyrir 21. öldina. Allir eru á ferð og flugi. 25 þúsund ungar manneskjur flytja til Sjanghæ á hverjum degi. Fæstir Bandaríkjamenn búa þar sem þeir fæddust. Við þekkjum svo öll til Afr- íku og Mið-Evrópu. Fólk er stöðugt á faraldsfæti með ferðatöskuna, þar sem það ber húsið sitt eins og snigill, þær eignir sem því eru kærastar, ást- arbréfin, nasistagullið, Wámblöðin." Hvaða leikstjóra hlakkarðu til að hitta fyrir nú orðið á hvíta tjaldinu ? „Engan," svarar hann. „Mér þyMr það leitt ef ég veld þér vonbrigðum. Mínar hetjur höfðu áhrif á mig á mót- unarárum mínum. Þegar ég ræði við ungt fólk hefur það varla heyrt minnst á Fellini, hvað þá séð 8V2. Ef ég ætla að sMrskota í kvikmyndasög- una er ég því stundum á hálum ís. Eg ólst upp við stórkostlegt tímabil í ít- alskri kvikmyndagerð, leikstjóra á borð við Antonioni og Pasolini. Þetta var myndræn kvikmyndagerð og meiri áhættu teknar en nú. Þú hlýtur að vera sammála mér um að kvik- myndir eru orðnar einradda, það sMptir varla nokkru hvort þær eru gerðar í Kaliforníu eða PeMng. Fyrir mér er kvikmyndagerð dáin; hún er ekM sérlega áhugaverð lengur. ímyndunaraflið er farið að takast á við eitthvað allt annað. Þetta kalla ég minnið um Casablanca. Hún var ágæt fyrir feður okkar og forfeður. En eftir að gagnvirknin varð til og við gátum látið skoðanir okkar í ljós varð hugmyndin úrelt um kvikmyndir sem framlengingu á 19. aldar skáldsög- unni - sem hefði ekM einu sinni upp- götvað James Joyce. KviMnyndir munu sjálfsagt halda áfram að sveifla halanum eins og risaeðlur vegna þess að svo margir hafa hagsmuni af því. En eftir tvo áratugi verður kvik- myndagerð í núverandi mynd liðin tíð." Hann klappar blaðamanni á öxl- ina: „Þá verður þú að finna þér nýja vinnu." Veldurþaðþér vonbrigðum ? ,Alls ekM," svarar hann. ,Allar fagurlistgreinar endast í um hundrað ár. Flestar þeirra missa máttinn eftir sjötíu ár eða þrjár kynslóðir. Það á líka við um kvikmyndir. Síðasta ný- stárlega kvikmyndagerð í heiminum var í upphafi áttunda áratugarins hjá Þjóðverjunum, Fassbinder, alveg í blábyrjun ferilsins hjá Wenders og hugsanlega Herzog. Þeir voru síðast- ir til að fitja upp á einhverju nýju í kvikmyndum. EkM nefna Tarantino á nafn," segir hann í forvarnarskyni. „Hann skartar notuðum flíkum." Er það ekki það sem póstmodem- isminn snýst um? „Jú," svarar Greenaway. ,Allir sem fást við kvikmyndir eru að end- urorða þekMngu sem er til staðar. Og ég held að það fólk sem hefur eitt- hvað fram að færa hafi snúið sér að öðru. Bill Viola er virði tíu Scorsese fyrir mér. Við erum að læra nýtt tungumál, nýtt tjáningarform, nýja bakgrunna, nýja heimspeM og ættum að einbeita okkur að því. í augnablik- inu erum við á síðustu stigum risaeðl- unnar, en á næstu áratugum megum við eiga von á fjöldanum öllum af nýju hæfileikafólM sem er kunnugt margmiðlun. Þá loks lýkur forspilinu að kvikmyndagerð. Hingað til höfum við ekM séð neina kvikmyndagerð heldur aðeins myndsMeyttan texta. Leikstjórar eru alltaf í eltingarleik við texta og kvikmyndir hafa snúist um orð en ekM myndir." Stafræna tæknin á þá eftir að breyta öllu tókuferlinu, að þínum dómi. „Ójá," svarar Greenaway viss í sinni sök. „Þróunin er að verða sú að töMimaðurinn sMpti ekki höfuðmáli lengur heldur klipparinn. Picasso sagði: „Ég mála ekki það sem ég horfi á heldur það sem ég hugsa." I kvik- myndum hefur fólk málað það sem það sér en ekM það sem það hugsar. Nú getum við byrjað með autt blað, á byrjunarpunkti, og unnið út frá því. Eisenstein er í mínum augum mesti kvikmyndagerðarmaður sem uppi hefur verið, maður sem hægt er að setja á sama stall og Michelangelo og Beethoven, og ég held að hann sé sá eini í kvikmyndasögunni sem það á við um. Þegar hann var í Kaliforníu á leið til Mexíkó og hitti Walt Disney var haft eftir honum: „Walt Disney er sá eini sem kann virMlega að búa til kvikmyndir." Ef litið er framhjá klisj- um Walt Disney er auðvelt að sjá hvað Eisenstein átti við. Hann byrjar með autt blað. Eins og Picasso, sem byrjar með ekkert, bara innra líf, hugsun sína en ekM skynjun á fyrir- fram gefnum umheimi. Við þetta verða kvikmyndir sannarlega höf- undarverk. Bazan sagði að rætur kvikmynda lægju í leikhúsum, bók- menntum og myndlist. Þær eiga enn eftir að koma sér upp eigin tjáningar- formi. Það er hægt að þýða 99% af myndum á mjög auðveldan hátt yfir í önnur listform." En... ,Af hverju er það að Woody Allen og Scorsese," hann þagnar og segir: „Fyrirgefðu, ég er kominn á flug." Svo heldur hann áfram: ,Af hverju er það svo að næstum allir verða að hafa texta áður en þeir byrja á kvik- mynd?" Verður handritið þá aukaatriði að þínum dómi í framtíðinni? „Það er eins og lyMaborð á nýtísku tölvum; það er að verða úrelt. Eftir tíu ár notast enginn við lyMaborð. Ég er viss um að ef við þrýstum á að fá sjónrænar kvikmyndir þá heyrir glópskan sem í því felst að breyta orðum í myndir brátt sögunni til. Godard sagði: „Um leið og þú ert kominn með fjármagn til að gera kvikmyndina, hentu þá handritinu og byrjaðu upp á nýtt." Handritið er í besta falli gagnleg leið til að sann- færa fólk um að manni sé alvara. Við tökum texta alvarlega en ekM mynd- ir; það er einkennandi fyrir mennta- kerfið á Vesturlöndum að við erum þjálfuð í að meðhöndla texta. Við lær- um stafrófið á barnsaldri, að setja saman orð; eftir það fer öll ævin í að lesa og skrifa, lesa og sMifa. Á miðj- um aldri og gamals aldri erum við enn að innbyrða texta. En ósköp fáir eru menntaðir í að fást við myndir. Örfáir fara í listaskóla, örfáir í hönn- unarskóla en heilmargir í arMtektúr. Það eitt að hafa augu er ekM nóg til að sjá. Við þurfum góða þjálfun til að geta lesið texta og ég er þeirrar trúar að það sama gildi um myndir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.