Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Þorkell Peter Tompkins óbóleikari og Guðríður Sigurðardöttir píanóleikari. Obó- og píanö- verk frá þremur borgum PETER Tompkins óbóleikari og Guðríður Sigurðardóttir píanó- leikari halda tónleika í Salnum í Tíbrá-tónleikaröð Kópavogs nk. þriðjudagskvöld, 3. október, kl. 20. Verkin fyrir óbó og píanó, sem flutt verða á tónleikunum, eiga upptök sín í þrem borgum - London, Reykjavík og París. Við samsetningu tónleikaskrárinnar hafa flytjendur leitast við að draga fram það sem aðskilur þróunina í þessum þrem borgum, en einnig það sem er sameiginlegt, og um leið sýna, hvernig tónskáldin hafa, hvert fyrir sig, unnið tónsmíðar fyrir óbó og píanó. Peter og Guðríður munu frum- flytja splunkunýtt verk eftir Óliv- er Kentish, en þetta hefur höfund- urinn sjálfur að segja um verkið sem ber heitið Sonatine for Oboe & Piano (1999) „A la Recherche de Temps Perdu". „Þetta litla verk var samið eftir samtal sem ég átti við Peter Tompkins, þar sem hann lét þau orð falla að ekki væri til mikið af tónverkum fyrir óbó eftir íslensk tónskáld. Hinn langi undirtitill verksins er fenginn að láni úr verki franska rithöfundarins Marcel Proust, en hann er ekki notaður í þeim tilgangi að segja sögu eða tónverkið hugsað sem sjálfsævisaga, enda ekki stórt í sniðum, ólíkt verki Prousts. Skýr- inguna má miklu heldur rekja til þess, að tónlistin hverfur nokkuð aftur í tímann og er fremur gamal- dags og jafnvel eilítið tilgerðarleg, því markmiðið var ekki að bjóða fram nýju fötin keisarans með því að nota tæknibrellur, sprang og látalæti, heldur leitast við að semja rökrétt og blátt áfram tón- verk, sem verður vonandi áhuga- vert að spila og hlusta á." Á efnisskránni eru einnig verk eftir Poulenc, Bozza, Saint-Saéns, Britten og Vaughan-Williams. Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 13-18 og tónleika- kvöld til kl. 20. Um helgar er miðasalan opnuð klukkustund fyr- ir tónleika. Miðaverð á Tíbrár- tónleika er 1.500 kr. Brúin út í Viðey afhent ÁTTA skáld sem öll búa í Grafarvogi hafa tekið hönd- um saman við Miðgarð - miðstöð fjölskylduþjónustu í hverfinu - og gefið út ný- stárlega bók, Brúna út í Við- ey, til að gefa öllum heimil- um og vinnustöðum innan póstumdæmis 112. Tilgang- urinn er sá að gefa nágrönn- iiiiiini islenskt lesefni, sprott- ið upp meðal þeirra sjálfra í yngsta hverfi borgarinnar. Skáldin eru: Aðalsteinn Ingólfsson, Ari Trausti Guð- mundsson, Einar Már Guð- mundsson, Gyrðir Elíasson, Kristín Marja Baldursdóttir, Hjörtur Marteinsson, Ragn- ar Ingi Aðalsteinsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson 011 hafa þau lagt frum- samdar sögur og/eða Ijóð án endurgjalds til verksins. Þrír lislainenii, þær Guð- björg Lind Jdnsddttir, Magdalena Margrét Kjarlansdótl- ir og Kristín Geirsdóttir Ieggja til myndskreytingar án endurgjalds. Oddi hf., einn vinnustaðanna í hverfi 112, sér um vinnslu og prentun bókarinnar, end- urgjaldslaust að hluta. Morgunblaðið/Ásdís Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri tekur viðeintaki bókarinnar úr hendi Reynis Ola Smárasonar, nem- anda í Korpuskóla. Utgáfuathöfn í tali og tónum fór fram í Korpuskóla á föstudag að viðstöddum fjölmörgum skólanem- um, öðrum góðum gestum og skáldunum. Þar var fyrsta eintakið afhent Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- ddttur borgarsljóra. Listamennirnir við verk sín. Tveir Suðurnesjamenn SUÐURNESJAMENNIRNIR Eiríkur Árni Sigtryggsson og Júl- íus Samúelsson opna mynd- listarsýningu í Félagsmiðstöðinni Árskógar, Árskógum 4, Reykjavík, á morgun, mánudag. Opið virka daga kl. 9-16.30 og laugardaga kl. 14-16. 60 sýningar á Glanna glæp SEXTUGASTA sýning á barna- leikritinu vinsæla Glanni glæpur í Latabæ er í dag, sem gekk fyrir troðfullu húsi i Þjóðleikhúsinu allt síðasta leikár. Höfundur verksins er Magnús Scheving, og gerði hann einnig leikgerðina ásamt Sigurði Sigurjónssyni, sem auk þess leikstýrir verkinu. Flest börn landsins þekkja nú- orðið hina ævintýralegu íbúa Latabæjar, Sollu stirðu, bæjar- stjórann, Sigga sæta, IIöllu hrekkjusvín og alla hina, að ógleymdum sjálfum íþróttaálfin- um. Þau lil'a glöð og kát í si'num bæ, rækta sitt grænmeti, lifa holl- ustusamlegu lífi og eru góðir vin- ir. En daginn sem Glanni glæpur birtist í Latabæ eru stórfelld vandræði í augsýn og þá færist heldur betur fjör í ieikinn. Leikendur í Glanna glæp í Latabæ eru Stefán Karl Stefáns- son, Linda Asgeirsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Vigdís Gunnars- dóttir, Steinn Ármann Magnús- son, Magnús Ólafsson, Lilja Guð- rún Þorvaldsddttir, Baldur Trausti Hreinsson, Sigurður Sig- urjónsson, Randver Þorláksson, Kjartan Guðjónsson og Magnús Scheving. Leikmynd gerði Snorri Freyr Hilmarsson, lýsinguna hannaði Guðbrandur Ægir Asbjörnsson, tönlistin er eftir Mána Svavars- KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK Sunnudagur BÍÓBORGIN Kl. 15.40 Cosi Ridevano, The Straight Story Kl. 15.50 The Loss of Sexual innocence Kl. 17.50 The Straight Story Kl. 17.55 Cosi Ridevano Kl. 18.00 Scorn Kl. 20.00 Scorn.The Straight Story Kl. 22.00 The Straight Story Kl. 22.10 Sánger frán andra Váningen, The Loss of Sexual Innocence HÁSKÓLABÍÓ Kl. 18.00 Man is not a Bird Kl. 20.00 The Fifth and the Fury Kl. 22.00 The Emperor and the Assassin REGNBOGINN Kl. 14.00 Feliciás Journey Kl. 16.00 Un Pont entre deux Rives Kl. 17.40 Ride with the Devil Kl. 24.00 Crouching Tiger, Hidden Dragon Kl. 22.00 Ride with the Devil Mánudagur BÍÓBORGIN Kl. 15.40 Cosi Ridevano, The Straight Story KI. 15.50 The Loss of Sexual Innocence Kl. 17.50 The Straight Story Kl. 17.55 The Loss of Sexual Innocence, Cosi Ridevano Kl. 20.00 The Straight Story, Scorn Kl. 22.00 The Loss of Sexual Innocence, Sánger frán andra váningen Kl. 22.10 The Straight Story HÁSKÓLABÍÓ KI. 18.00 Montenegro Kl. 20.00 Kikujiro Kl. 22.15 The Filth and The Fury, Bad Dog REGNBOGINN Kl. 16.00 Crouching Tiger, Hidden Dragon, Cosy dens, Condo Painting Kl. 18.00 Miss Julie, Onegin Kl. 20.00 Crouching Tiger, Hidden Dragon Kl. 22.00 Princess Mononeke Frá sýningu Glanna glæps í Latabæ. son, söngtextar eftir Karl Agúst Úlfsson, danshöfundur er Astrós Gunnarsdóttir. Brúðugerð og brúðustjórnun er í höndum Guð- mundar Þórs Kárasonar. Leik- stjóri er sem fyrr segir Sigurður Sigurjónsson. Sýningar eru nýlega hafnar á ný á Glanna glæp og er sýninga- fjöldi í hausl takmarkaður. Leik- ritið er við hæfi barna á öllum aldri. r i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.